Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 2

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975 Fárviðrið um helgina: „Þakið af hús- inu kom svíf- andi til okkar” „Allt I einu heyrðum við eins og hvell frá ofsa sprengingu og f sömu andrá sáum við þakið á 130 fermetra húsi koma svffandi f átt til okkar, en húsið var f 80 metra fjarlægð. Við komumst f skot við húsið en þakið skall niður á hlað- inu þar sem við höfðum staðið fáum sekúndum áður. „Við héld- um satt að segja að þetta væri okkar sfðasta." Það er Gissur Tryggvason sýsluskrifari í Stykkishólmi, sem sagði svo frá, f samtali við Mbl. f gær en hann ásamt félaga sfnum var hætt kom- inn f rokhvellnum s.I. laugardags- kvöld. Rokið var mest á vestanverðu landinu og í samtali við Markús Einarsson veðurfræðing kom þessi hvellur mjög skyndilega er vindurinn rauk upp með suð- austanátt og rigningu. Vfðast komst vindhraðinn f 11 vindstig. Mest tjón á landi varð f Stykkis- hólmi. Tveir húsbyggjendur, Giss- ur Tryggvason og Sigurþór Guðmundsson, fóru um kl. 22 á laugardagskvöld til þess að huga að húsum sínum, sem var nær lokið við að smíða. Hús Sigurþórs er timburhús, en hús Gissurar steypt. „Við komum þarna kl. 22.30,“ sagði Gissur, „og lokuðum gluggum og gættum að öðru laus- Framhald á bls. 39 Fauk útaf veginum Patreksfirði 17. feb. SL. LAUGARDAGSKVÖLD var sunnan hvassviðri og Bjarni bóndi Sigurbjörnsson í Hænuvík var á leið heim til sín frá Patreks- firði fyrir Patreksfjörðinn og var kominn í Hafnarmúlann beint á móti þorpinu. Þar er vegurinn mjög hættulegur, 200 metra þver- hnýpi beint niður í fjöru. Bjarni Friðrik og Guð- mundur á sterkt mót í Danmörku? STÓRMEISTURUNUM Frið- rik Ölafssyni og Guðmundi Sigurjónssyni hefur verið boóið að taka þátt í afar sterku skákmóti, sem haldið verður í Kaupmannahöfn í október n.k. Mót þetta kalla Danir „stór- meistaramót“ og er stefnt að því, að þar verði með sem allra flestir stórmeistarar. Danska skáksambandið stendur fyrir mótinu. Hvorki Friðrik né Guðmundur hafa gefið ákveðið svar, en þeir hafa báðir mikinn hug á því að fara saman á þetta mót. Sjö sóttu um sex prestaköll — Enginn um sex HINN 15. febrúar s.l. rann út umsóknarfrestur um 12 prestaköll sem auglýst höfðu verið laus til umsóknar. Sjö prestar sóttu um sex af presta- köllunum en enginn um- sækjandi var um sex presta- köll. Þá var einnig auglýst laust starf aðstoðaræskulýðs- fulltrúa, og var einn um- sækjandi um það. Um Keflavíkurprestakall var einn umsækjandi, Ölafur Oddur Jónsson cand. theol. Framhald á bls. 39 bóndi og annar, sem var á eftir honum í öðrum bíl, voru komnir langleiðina fyrir Múlann þegar vindhnútur kom á bílinn hjá Bjarna og skipti engum togum, að bíllinn tókst á loft og útaf vegin- um. Maðurinn sem var á eftir hon- unvvarð ekki var við þetta og hélt áfram, en mætti stuttu síðar öðr- um bíl, sem var að koma á móti, og hafði tal af bílstjóranum en sá hafði ekki orðið var við Bjarna. Sneru þeir því við og fóru að athuga þetta, og sáu þeir þá um- merki á veginum um að eitthvað hafði borið við og bíll Bjarna hafði farið þrjár veltur niður af veginum og stöðvazt í urð. Bjarna hafði tekizt að komast út úr bíln- um sjálfur og er hann ekki mikið meiddur, en þó nokkuð marinn á baki, og er talið algert kraftaverk að hann skyldi hafa lifað þetta af á þessum stórhættulega stað. — Páll. Fulltrúaráð- ið í Kópavogi STJÓRN fulltrúaráðs sjálfstæðis- félaganna f Kópavogi hefur að nýju opnað skrifstofu að Borgar- holtsbraut 6, uppi. Þar verður alltaf einn úr stjórn fulltrúaráðs- ins til viðtals. Stjórnin hvetur fólk til þess að notfæra sér þessa þjónustu, en sími skrifstofunnar er 40708. _____ Stjórnmálafræðsla Heimdallar STJÓRNMALAFRÆÐSLA Heim- dallar heldur áfram f kvöld, þriðjudag. Fjallað verður um utanríkis- og öryggismál. Leið- beinandi verður Baldur Guð- laugsson, cand. jur. Þátttakendur eru beðnir að mæta stundvfslega í Miðbæ við Háaleitisbraut kl. 20.30. Nýir þátttakendur eru vel- komnir. Upplýsingar eru gefnar f sfma 17102. Hér á myndinni sést bandarfski þingmaðurinn AI Quie ásamt nokkrum forystumönnum í fslenzkum stjórnmálum og er óþarft að telja upp nöfn þeirra, en við hlið biskupsins standa forsætisráðherra tslands og Lars Korvald, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Myndin er tekin f hádegisverðarboðinu að hótel Sögu á sunnudag. Náinn samstarfsmaður Fords, Quie þingmaður, hélt fyrirlestur hér A sunnudag var haldinn hádegisverðarfundur á vegum félagsskapar sem nefnist Christ- ian Responsibility in Public Affairs og var framkvæmdastjóri samtakanna Wallace E. Haines viðstaddur. Félagsskapur þessi er heldur óformlegur, en nær eink- um til þingmanna f ýmsum lönd- um, sem vinna vilja f kristilegum anda. Vmsir þingmenn frá Norðurlöndum voru viðstaddir hádegisverðarfundinn á sunnu- dag, auk nokkurra annarra gesta, þ. á m. biskups tslands, hr. Sigur- björns Einarssonar, sem flutti bæn, en Gylfi Þ. Gfslason bauð gestina velkomna. Hann sagði við Mbl. að hann hefði tekið þátt í félagsskap þessum fyrir orð Hart- lings, en þeir eru báðir, eins og kunnugt er, „drengir sr. Frið- riks“, eins og sagt er. Aðalræðumaðurinn í hádegis- verðarboðinu var bandariski þingmaðurinn A1 Quie, sem er repúblikani og situr í Fulltrúa- deildinni, þar sem hann er einn af leiðtogum flokks síns og náinn samstarfsmaður Fords Banda- ríkjaforseta. Quie þingmaður lagði áherzlu á fordæmi Krists og kenningar í ræðu sinni, og þá einkum náungakærleikann í sam- skiptum fólks, ekki sfzt stjórn- málamanna. Kærleiksboðskapur Krists ætti að ná til starfs þeirra ekki síður en annarra, og vísa þeim veginn. Ræða þingmannsins var mjög persónuleg og nefndi hann dæmi úr stjórnmálabaráttu sinni um þau áhrif sem kærleiks- boðskapur Krists gæti haft til góðs. Einu sinni í viku koma hópar bandarfskra þingmanna saman til morgunbænar og sagði ræðumað- ur að þetta ætti við báðar deildir bandaríska þingsins 30—40 þing- menn eru f hverjum hóp. En Quie lagði áherzlu á að kærleiksboð- skap Krists væri ekki hægt að læra í neinum stofnunum, hann yrði að vera eðlilegur þáttur f lífi hvers einstaklings. Þess má að lokum geta að Lars Korvald fyrrverandi forsætisráð- herra Noregs, þakkaði banda- rfska þingmanninum komuna til Islands og sagði að hann hefði ekki farið erindisleysu, þótt dvöl- in yrði stutt á íslandi. Þingmaður- inn var aðeins sólarhring hér á landi og kom í þeim tilgangi ein- um að flytja ræðu sína f hádegis- verðarboðinu. Bílainnflytjendur: Gott ef tekst að s bíla sem — Ég held að það sé ekki spurning um það hvort bflainn- flutningurinn minnki, heldur um hvort hann stöðvast alveg og þess vegna held ég að óhætt sé að breyta fjárlögum rfkisins f sam- ræmi við það, sagði einn bflainn- flytjandinn, sem við ræddum við f gær, eftir að tilkynnt hafði verið til eru í um hækkun á innflutningsgjaldi bifreiða. — Morgunblaðinu barst í gær eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá f jármálaráðuneytinu: „Fjármálaráðuneytið hefur gefið út nýja reglugerð um inn- flutningsgjald af bifreiðum og bifhjólum. Samkvæmt henni hækkar innflutningsgjald af bif- elja þá landinu reiðum og bifhjólum úr 35% f 50% af tollverði. Af tollverði dráttarbifreiða, al- menningsbifreiða og stærri vöru- bifreiða skal nú innheimta 25% innflutningsgjald í stað 20% áð- ur. Hækkun þessi kemur til fram- kvæmda frá og með mánudegin- Framhald á bls. 39 350 millj. krónur til ríkisins — vegna hœkkunar á tóhaki og áfengi FRA og með deginum f gær hækkaði áfengi f verði, sem nem- ur að meðaltali 17—25% og tóbak ; hækkaði um 15% að jafnaði. Þessar hækkanir stafa að mestu vegna gengislækkunarinnar f s.I. i viku, en ennfremur verður álagn- ingin hækkuð, þannig að þessar hækkanir munu gefa 350 millj. kr. til rfkissjóðs á ársgrundvelli. Þorsteinn Ólafsson, deildarstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði þeg- ar við höfðum samband við hann, að ef þessar vörutegundir hefðu ekki verið hækkaðar hefðu tekjnr rfkisins af þeim að sjálfsögðu minnkað vegna gengislækkunar- innar og um leið hefði verið talið nauðsynlegt að afla fjár til rfkis- sjóðs með þvf að hækka álagn- ingu á þeim. Ragnar Jónsson, skrifstofu- stjóri hjá Áfengis- og tóbaksverzl- un rikisins, sagði þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gær, að létt vfn hefðu flest hækkað um 17%, en sterk vín um 20%, nema koníak, líkjörar og kampavín, sem hækka um 25%. Rauðvínsflaska, t.d. St. Emillion, kostaði nú 1260 kr„ Geiswalle kostaði 1090 kr. Wiskey að meðaltali 2600 kr. flaskan. Pólskt vodka kostaði nú 2350 kr„ rússneskt 2460 kr. og íslenzkt Tindavodka 2100 kr. Þá kostaði ísl. brennivfn 1670 kr. og ákavfti 1730 kr. Þá sagði Ragnar, að allir vindl- ingar kostuðu nú orðið 146 kr. pakkinn og hvað vindla snerti, þá kostaði 10 stykkja pakki af London Docks 220 kr. og Agió 150 kr. Verkefni fyrir 1 til 2 milljarða ef stálskipin verða smíðuð hér EINS og Morgunblaðið skýrði frá á sunnudaginn, hefur skipasmfða- stöðinni Stálvfk verið boðið að gera smfðatilboð f 8 flutningaskip fyrir norsk útgerðarfyrirtæki. Umboðsaðili hér á landi fyrir norska útgerðarfyrirtækið er Frendo-umboðið og sagði fram- kvæmdastjóri þess, Hreggviður Jónsson, að hér væri um að ræða verkefni fyrir 1—2 milljarða fsl. kr. Hreggviður sagði, að Frendo- umboðið hefði s.l. föstudag fengið staðfesta heimild frá útgerðar- manninum Fredrik Oddfjell f Noregi til að bjóða út hér á landi smíði 8 flutningaskipa, 540 dst. Tildrög þessa máls væri, að Frendo-umboðið hefði lagt mikið kapp á að fá þetta verkefni til útboðs á tslandi. Þeir hefðu staðið I þeirri trú og teldu fullvíst, að íslenzkir skipasmiðir stæðu fylli- lega jafnfætis öðrum þjóðum hvað vöruvöndun viðkæmi. Því vonuðu þeir, að samkeppnishæft tilboð bærist frá innlendri ski.pa- smíðastöð og mikil áherzla yrði j lögð á að samningar tækjust, jafn- J vel þótt einhver verðmunur yrði miðað við hagstæðasta boð annars staðar frá. Hann sagði ennfremur, að þar sem tilboðið væri bundið við er- lendan gjaldeyri gæfi þau auga leið, að sveiflur á gengi fslenzku krónunnar hefðu ekki áhrif á verkið og tryggði skipasmiðjunni þannig öruggan rekstur. Þetta væri jafnframt stærsta tilboð, Framhald á bls. 39 Þannig eiga skipfn að lfta út, sem Stálvfk hefur nú fengið tilboð um að bjóða f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.