Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 Landinn Guðni Stefánsson, sem hefur búið samfleytt sjö ár í Sví- þjóð, fyrst tvö ár við nám í Lundi (félagsfræði) og síðan kontaktlár- ar við fjóra skóla í Málmey og nágrenni, þar sem íslenzkum börnum er kennt þeirra móður- mál, fræddi mig á ýmsu varðandi Málmey. Það var skemmtilegur skóli. Guðni er Islendingur af gamla skólanum á ýmsan hátt, enda þótt hann sé enn barnungur, þ.e.a.s. hann minnir á Hafnarstúdentana gömlu fyrr á tíðum, þeirra á með- al langafa sinn Hannes Hafstein (i móðurlegg) eins og þeim hefur verió lýst í bókum. Guðni á vingott við marga Svia af óliklegustu gerðum, hefur byggt upp talsvert náin sambönd sem honum hefur hlotnazt án yf- irburðakunnáttu i svenskri tungu, heldur einungis með þvi að sýna sjálfan sig í réttu ljósi (hann er glaðvær maður og kím- inn, með hressleika á vör) eins og prýðir Islending af góóu fólki úr henni Reykjavík. Det er myckat bra. Greinarhöf. kom frá Kastrup- flugvelli við Kjöben til Málmeyj- ar með almenningsvagni, sem var ekið eins og leið liggur beint frá flugstöðinni um borð í ferjuna við Helsingjaeyri, sem alltaf minnir á Amlóða Danaprins (Hamlet Shakespeares). Þetta var daginn eftir þrettánd- ann sl. um siðdegisbil og eftir lendingu var almenningsvagnin- um ekið beint á Centrum. Samferðarmanneskja vísaði á restaurang (veitingahús). Þar var dvalizt fram eftir kvöldi við skemmtan og talað við fólk af ólíku þjóðerni. Næsta dag var svo sjálfur Guðni mættur galvaskur — eins og per- sóna úr sögu eftir Balzak (Droll Stories). Guðni tók nú við stjórn sem væntanlegur imprezzario fyr- irhugaðrar sýningar (Konst pá platsen), sem ákveðin hafði verið á vegum Galleri Islandica í Málm- ey, en Guðni veitir stofnuninni forstöðu, hafði áður stýrt Galleri Mellan, enda áhugamaður um konst. Þetta er hugsjón Guðna kennara — hann þekkir ótal at- vinnulistamenn, m.a. Lappann Len (hann og Guðni eru nánir vinir og bræður í leik). Len var forríkur arkitekt áður en hann lagði út á hina hálu listmálara- braut, en hann berst eins og hetja við elda og ísa á veginum eins og vera ber. Hann er frumlegur og djarftækur listamaður á sinn hátt, drengur góður með heitt hjarta, en sérlegur í háttum, minnir einna helzt á hið fræga Ljón norðursins á tslandi (Leó Arnason frá Vikum á Skaga). Len er óútreiknanlegur eins og veðrið þar norður í Lapplandi. Þegar Len frétti, að bréfritara vantaði sitthvað til myndgerðar fram undan, brá hann við hart og tók út á sinn reikning i listvöru- verzlun pastelpappír glerfínan, franskt viðarkol, fixativ, og kúlör. Það var startkapítalið fyrir fyrri sýninguna í Sviþjóð. Herra Guðni Stefánsson kenn- ari og Direktor Galleri Islandica í Malmö býr við Fredsgatan 6 B, steinsnar frá Várnertorget og Centrum. Hann á fyrir konu sænska dansmey, sem eitt sinn sýndi listir sínar í sænskum klúbbi I Istanbul i Tyrklandi. Hún heitir Inga og er töfrandi, kann kvenlega kurteisi. Guðni kann eins og fyrr segir skil á mörgu í Svíaríki. Sýningin var tvo daga í Ung- dommens Hus við Skolgatan 10 í Málmey. Þar var unnið eftir sænsku kerfi mestmegnis en ís- lenzkri sálfræði að nokkru. Svo að löng saga sé gerð stutt gerðist margt elskulegt í sam- bandi við Utstallingen. íslending- ar mættu dável. Þetta var aðeins tveggja daga sýning. Guðni var hamhleypa sem imprezzario, bauð Svium á báða bóga, gömlum skóla- félögum frá Lundi, taldi ekkert eftir sér, útvegaði fyrirsætur til skyndi-andlitsmyndgerðar. Fór sem fór. Svíar mættu einnig. Frú Sveinbjörnsson, kona konsertmeistarans I Málmey. Þetta voru allt góðir dagar frá byrjun i Málmey. Guðni, elskulegur Islendingur, sem vill hvers manns vandræði leysa, og hefur lykil að ákveðnum leyndardómum i Málmey: Gleði- staðnum Chinatown, Gúngunni, þar sem svenskir leika dixie og blues eins og snillingar, Bull’s eye, þar sem er góður selskapur innan um. Alls staðar var Guðni í i essinu sinu, hrókur alls fagnaðar og eins og útnefndur aðalsmaður úr norðrinu og allir kölluðu Guðna GUDNI, sem Sviar bera fram á sinn hátt með vissri til- finningu. Málmey er viða i Svíþjóð talin vera borg lista. Guðni og Skán- verjar telja hana vera hreina. Sel það ekki dýrara en keypti. Borgin er fjölbreytileg — með seiðmagn — og þaðan er stytzt yfir á kontin- entið með öllu því, sem þar er að finna. Nú vikur sögunni að Lundi. Þar er háskóli — sumir Svíar kalla Lund öxnafurðu (Oxford) Svi- aríkis — og þar er sú hin fræga Dómkirkja, þar sem Jón Helgi fór með ritúalið. Þetta er kirkja með sögu — eiginlega víkingakirkja — nú er hún sænsk hákirkja með minjar. Að sjálfsögðu hafa messu- siðir breytzt úr kaþólsku og enn- fremur vantar inntak kvöldmál- tíðarinnar, sem er mergurinn og blóðið í kaþólskri messu. Hins Steimgrímur Sigurðsson skrifar frá Svíþjóð: Bréf frá Málmey og Lundi Margar myndir gerðar á staðnum. Mótívin voru ýmist Svíar eða Islendingar. Sviar kalla það Konst pá platsen að gera skyndi- portret af sýningargestum. Frakkar tiðka þetta og einnig er töluvert orðið um slíkt i Ameríku (erfitt, en alls ekki leiðilegt og góð þjálfun fyrir stærri átök). Svo lauk sýningunni imprezzario og málara í vil og hag. Islenzka kólónían í Málmey, þ.e. nýlendan, er ekki eins fjölmenn eins og fyrir nokkrum árum. Þeir, sem eftir lifa úr hópi landans, virðast una glaðir við sitt með f jölskyldum sinum og flestir virð- ast búa við öryggi: bygginga- menn, múrarar, rafmagnsmenn, læknar, kennarar og fráskildar konur. Þetta íslenzka fólk virðist hafa fallið þegar inn i þetta um- deilda sænska þjóðfélagskerfi. Flestir Islendinganna þar um slóðir, þ.e.a.s. þeir, sem hafa já- kvætt viðhorf, hafa líka staðið sig með prýði, þjóð sinni til vegsemd- ar, eru virtir fyrir dugnað og áreiðanleik. Má þar nefna meðal iónaðarmanna Jón Þórðarson (Oddssonar læknis) byggingar- meistara (snikkara pá svensk), Svein Jónsson að norðan frá Ak., sem er kvæntur mikilhæfri konu að vestan og á með henni mörg tápmikil börn, Kristján Gislason Sunnlending (úr Hreppunum) og síðast en ekki sízt Jón Einarsson, sem er maður einlífur, úr Reykja- vík (Vesturbænum í ofanálag), hreinræktað göfugmenni og lista- mann af guðs náð, sem kvaóst aldrei mundu til Islands snúa aft- ur. Hann hefur þegar komið ár sinni fyrir borð eins og maður. Hann er dulur maður og ákveóinn persónuleiki. I Málmey eins og víðar i Sviþjóð getur að finna Islendinga af ýmsu tæi. Það virðist sameiginlegt þeim, sem una í Svíþjóð, að þeir stunda vinnu sína af hörku eins og heimilisfeðrum ber. Af Svium var að heyra, aó þeir virtu vinnusiðgæði Islending- anna. Skömmu síðar haldið tii Gauta- borgar og þar haldin ný sýning með nýjum myndum (tavlar kalla Sviar málverk), sem urðu til jafn- óðum. Það var fimm daga sýning i Galleri Tre Kungar i Kungelf. Aftur til Málmeyjar og þaðan að Lundi, sem er 25 kílómetra frá Málmey. Þar var ævintýri að vera. Málmey — þetta sambland af alþjóðlegheitum, þýzkt, hollenzkt, belgiskt danskt þjóðerni — kokk- teill — það er Skánn. Tungan, sem töluð er á Skáni, er óskiljan- leg lengi vel, framandi, frábrugð- in venjulegri sænsku, fráhrind- andi og heillandi í senn. vegar lifir andi inni í kirkjunni, sérstaklega i Maríukapellunni, þar sem klukkan stóra er. Graf- hýsið — eins konar katakomba — með steinkistum biskupanna minnir á Skálholt og Hólakirkju ina fornu. Lars Bernhardsson, stórbónda- sonur og aðalsmaður frá Smálönd- unum, og kona hans Agneta, há- sænsk, leiðsögðu um þessa frægu kirkju með sérstökum þokka en ekki eins og atvinnuleiðsögufólk fyrir túrista. Lars eða Bernhard, tslenzk kona I Málmey. eins og hann er stundum kallaður er æðri stærðfræðingur, sem hef- ur ekki verið innilokaður í Svarta skólanum f Lundi tíu ár. Hann er eins og enski rithöfundurinn D.H. Lawrence i útliti og Agneta minn- ir á eiginkonu Lawrence sáluga, Hönnu von Richthoven, systur flugkappans fræga úr fyrri heimsstyrjöld, sem Lawrence kallaði Queenbee eða býflugna- drottninguna. Bernhard kinn- fiskasoginn, mjór sem áll, en með gott skegg. Hann er gáfnaljós sem fer með ljóð og literatúr eftir nokkrar ölkönnur. Stundum minnir hann á gáfaðan Þingeying eins og Kristján Karlsson bók- menntafræðing Helgafells. Svo hefur hann unun af myndlist og leikhúsi, er sjálfur leikari, og hann veit allan þremilinn um sur- realisma og futurisma og abstak- sjónir. Hann er hrifinn af Klee og Miro og talar um það heimspeki- lega — dæmigerður svenskur akademikari með breidd i þekk- ingu. Bréfritari átti góðar stundir með hjónunum. Ekki má heldur gleyma Ulfi, honum UIv, vini hans, sem er sálfræðingur. Eld- snemma að morgni stökk hann inn um stofugluggann hjá Lars vini sinum og vakti islenzka gest- inn (þ.e. bréfritara) með svo- hljóðandi: „Shall we merely speak Oxford English to-day Sir?“ Svo bætti hann við: My name is Ulv. Ich bin ein Steppenwulf." Ulv er hættur að kenna, hann hefur öðrum hnöppum að hneppa um stundarsakir. Stöku sinnum vinnur hann að rannsóknarstörf- um í faginu við Arhús-háskóla. Þetta er maður vel á sig kominn, sem heldur upp á Rinarvin eða austurríska hvitvinið, „Hvita hestinn”. Gengur i góðri peysu og dökkum frakka og ber sig her- mannlega. Hann er fráskilinn eins og margir Svíar á bezta aldri. Steppuúlfurinn leiðsagði um gamla hverfið í Lundi og háskóla- kampusinn. Þriðja og síðasta daginn i Lundi, þegar komið var inn i Atheneum (þar koma stúdentar og kennarar saman i eins konar Mensa háskólans) kallaði Steppu- úlfurinn á bréfritara og visaði honum til sætis hjá sér. Hann gerði sér hægt um vik, opnaði plastpoka og tók upp úr honum rauóan tappatogara og sterkan gamlan brauðost og spæipylsu og bauð upp á morgunverð. Ulfurinn var hress og sönglaði „I’ll never smile again“. Það hljómaði ósann- færandi. tslendinga dreif að, hagfræði- stúdentinn Þorstein Broddason (Jóhannessonar, rektors Kenn- araháskólans) og son Ólafs Hauks Ólafssonar læknis, sem er kvænt- ur sænskri bókmenntavalkyrju og ótal fleiri, verkfræðinga og fé- lagsfræðistúdenta af öllum gerð- um. Þarna voru Arabar frá Túnis, Indverjar og annað litað fólk. Lit- ill snaggaralegur Svii, sem sagðist hafa verið kokkur á bát úr Ólafs- vik, kvaðst hata íslendinga. Skömmu síðan breytti hann um tón og sagðist vera ljóðskáld. Síðar um daginn voru tvö gall- eri skoðuð. Annað var maoístiskt með spjöldum úti í glugga, sem æptu á byltingu. Hitt var í París- arstíl. Lítill hippi varð á vegi bréfrit- ara. Hann hafði flosnað upp við nám. Hann lyktaði af sýrheyi og bar með sér annarlegan keim, leit til himins og sagði: Hann er þarna. Hippinn var með angur- værð yfir sér og auðsjáanlega hættur að taka þátt í lífsbardag- anum. Sér við hlið var hann með annan hippa. Þeir töluðu saman stundum með handahreyfingum og einhverjum teiknum, trúlega austurlenzkum. Bréfritari gerði skyndi-portret af þessu ofangreindu fólki, sem hann hitti i Lundi. Þetta hafði verið stutt viðdvöl og nú var ákveðið að halda heim til Islands aftur gegnum Ósló og Kastrup. Lundur var kvaddur og haldið til Málmeyjar á ný. 1 næsturlest til Óslóar frá Málmey 1.—2. febr. 1975.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.