Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 12

Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 12
12 Þegar menningarmálasamning- urinn tók gildi fyrir rúmlega þremur árum, gerðu menn sér háar vonir um áhrif hans til aó auka virkni hins norræna menn- ingarsamstarfs. Nýtt skipulag samstarfsins á vegum ríkisstjórn- anna leysti af hólmi þá starfsemi, sem farið hafði fram um 25 ára skeið, einkum undir forustu norr- ænu menningarmálanefndarinn- ar, sem samstarfsstofnunar ríkis- stjórnanna á þessu sviði. Sú starf- semi, sem farið hefur fram sam- kvæmt menningarmálasamningn- um frá ársbyrjun 1972, er einkum að því leyti frábrugðin fyrri skip- an, að nú er unnt að meta verk- efni, raða þeim í forgangsröð og vinna að þeim á grundvelli heild- arskipulags þar sem samstarfs- stofnunin getur bæði átt frum- kvæði um aðgerðir og annast framkvæmdir þeirra. „MENNINGARFJARLÖGIN“ Meðal mikilvægustu gagna um hina samnorrænu starfsemi á sviði menningarmála eru hin sam- eiginlegu „norrænu menningar- fjárlög“. Með þeim varð það kleift að vinna markvisst frá ári til árs að framkvæmd stefnumiða og starfsáætlana. Gerð sameinaðrar fjárhagsáætlunar um menningar- málasamstarfið var eitt af allra fyrstu verkefnunum, sem nýju stofnanirnar hófust handa um 1972 og fyrstu „fjárlögin“ tóku því til ársins 1973. Heildarfjár- veitingin var þá 32 millj. danskra króna. Næsta ár hækkaði hún í 35 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 vígð var haustið 1974 og norrænu Samastofnuninni I Norður- Noregi, en vígsla hennar fór fram að vori sama ár. Einkennandi fyrir norrænt menningarmálasamstarf tímabil- ið 1972—1975 hefir þó verið markviss viðleitni ráðherranefnd- arinnar til meiri sveigjanleika, aukinnar dreifingar starfseminn- ar í þvl skyni að ná til sem fjöl- mennastra hópa og yfirleitt sú stefna að stuðla að starfsemi, sem ekki er bundin við fastar stofnan- ir. ALMENN MENNINGARMÁL Á sviði almennra menningar- mála hefir þannig á þessu þriggja ára tímabili verið unnt að veita norrænu æskulýðssamstarfi veru- legan stuðning. Gestaleikjastarf- semi hefur verið komið í skipu- legt horf og langþráður stuðning- ur við þýðingar bókmennta grannlandanna er nú hafinn. Unnið er að því að undirbúa þátt- töku fjölmennra almannasamtaka í menningarsamstarfinu, svo og sérstakt samnorrænt átak í þágu þeirrar menningarmiðlunar sem að börnum veit. Aukið sjónvarpssamstarf innan Norðurlanda hefir lengi verið mönnum hugstætt og hafa í því skyni farið fram umfangsmiklar athuganir á árunum 1972 til 1974 á vegum stofnana menningar- málasamningsins. I skýrslu ráó- herranefndarinnar er gerð grein fyrir meginatriðum tillagna, sem fólgnar eru í nýframkomnu loka- verkefnum. Með tillögum þeim, sem ráðherranefndin hefur lagt fyrir þetta þing um nýtt sam- komulag um menningarsjóðinn, fært til samræmis við nýjar að- stæður, hefir nefndin viljað leggja áherslu á, hversu mikil- vægu hlutverki hún telur sjóðinn hafa að gegna í norrænu menn- ingarlífi. Ráóherranefndin kaus að leita umsagnar Norðurlanda- ráðs um málið áður en endanlega veróur gengið frá texta samkomu- lagsins og formleg umfjöllun þess hafin í hverju einstöku landi. SKIPULAG Ráðherranefndin telur með hliðsjón af þriggja ára reynslu, að það skipulag menningarsam- starfsins, sem ákveðið er í menn- ingarmálasamningnum, sé hag- kvæmt og hafi gefist vel. Sérlega mikilsverð er, að dómi ráðherra- nefndarinnar, hin fasta samvinna við menningarmálanefnd Norður- landaráðs. Bæði varðandi fjár- lagaundirbúning og áætlanagerð um samstarfið er haft samráð milli menningarmálanefndarinn- ar og ráðherranefndarinnar og annarra samstarfsstofnana sam- kvæmt menningarmálasamningn- um. Ráðgjafarnefndir ráðherra- nefndarinnar, þrjár talsins, svo og allar aðrar nefndir, stjórnunar- hópar o.s.frv., sem starfa á grund- velli menningarmálasamningsins, eru trygging þess, að framkvæmd samningsins sé í traustum tengsl- um bæði við fjölmenna þjóðfé- Niðurstöður norrænu menningarmála- fjárlaganna 520 milljónir ísl. kr. 1975 Rœða Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra sem flutt var á íslenzku á Norðurlandaráðsþingi millj. og á þessu ári, 1975, er niðurstöðutala „menningarfjár- laganna" 40 millj. danskra króna. Leggja ber þó áherslu á, að starf- semin sjálf og aukning hennar frá ári til árs verður ekki mæld með þessum fjárveitingatölum einum saman. Ýmis viðfangsefni eru kostuó með fjárveitingum í ein- stökum löndum og margs konar mikilsverður árangur af norrænu menningarmálasamstarfi hefur litil — stundum jafnvel engin — áhrif á fjárlögin. Dæmi um slikt er samstarfið um gagnkvæmt gildi háskólaprófa á Norðurlönd- um og samræming reglna um fjár- hagsaðstoð við námsmenn. Enn- fremur ber að nefna hina um- fangsmiklu samvinnu um rann- sókna- og þróunarstarf á sviði fræðslumála. Hún styðst einungis að litlu leyti við fjárveitingar í „menningarfjárlögunum", en er annars kostuð af hverju landi fyr- ir sig. Arangur þessa starfs birtist ekki sem afmörkuð samnorræn starfsemi heldur gætir hans í því starfi, sem unnið er í hverju ein- stöku landi. Samnorrænar stofnanir og ann- að fastmótað samstarf, sem komið hafði verið á laggirnar fyrir 1972, hafa haldist við lýði eftir tilkomu menningarmálasamningsins og fá því nú fé i „menningarfjárlögun- um“. Hin samræmda fjárlagagerð og sú forgangsröðun, sem henni fylgir hefir gert kleift að koma við æskilegri yfirsýn og mati á starfsemi þeirra stofnana, sem fyrir voru. Með þessu móti hefur starfseminni í ýmsum tilvikum verið fenginn fastari skipan en áður og á ýmsum sviðum hefur reynst unnt að færa út kviarnar, þar sem slikt hefur verið talið nauðsynlegt. I nokkrum tilvikum hefur matið leitt til rækilegrar könnunar og athugana á framtíð- arstarfi og markmiðum. Ýmis ný starfsemi hefir einnig verið tekin í „menningarfjárlög- in“ á þessum þremur árum. Tveimur nýjum fastastofnunum hefur verið komið á fót, norrænu eldfjallastöðinni á Islandi, sem áliti sjónvarpsnefndar þeirrar, er ráðherranefndin skipaði. Álitið i heild er lagt fram sem fylgiskjal með skýrslu ráðherranefndarinn- ar fyrir árið 1974 og afstaða Norð- urlandaráðs til tillagna sjónvarps- nefndarinnar mun skipta miklu varðandi framhaldsmeðferó máls- ins. Að því leyti sem aukningu verð- ur við komið á sjónvarpssamstarf- inu á Norðurlöndum mun hún hafa í för með sér, að svonefnd jaðarsvæði fái kost á umfangs- meira menningarefni en hingað til. Þetta er þó ekki eina dæmið um ráðstafanir sem beinast að þessum svæðum. Sama stofnunin, sem nú er tekin til starfa af full- um krafti, treystir grundvöll menningarstarfs og annarrar samvinnu varðandi málefni minnihlutahóps, sem byggir víð- lent svæði í þremur löndum. Von- ir þær sem bundnar voru við starfsemi Norræna hússins i Reykjavík hafa fyllilega ræst, og m.a. með hliðsjón af reynslunni þaðan hefur verið gerð áætlun um norræna menningarmiðstöð í Þórshöfn i Færeyjum. Annað mál, sem unnt verður væntanlega að taka ákvörðun um áður en mjög langt líður, er fram- tíðarskip.ulag samstarfs á sviði myndlistar. FRÆÐSLUMÁL Á sviði fræðslumála hefur menningarmálasamningurinn haft í för með sér, að fastri skipan hefur verið komið á samstarfið i þessum efnum. Fyrstu árin hafa aðgerðirnar einkum miðast við grunnskólastigið og hafa þar myndast skilyrði til árangursríks norræns samstarfs, sem reynst getur mikilsvert bæði fyrir al- menna áætlunargerð í skólamál- um landanna og hið daglega skólastarf. Hið umfangsmikla samhæfingar- og þróunarstarf, sem m.a. hefur leitt til margvís- legra tillagna og álitsgerða, tekur til forskóla, grunnskóla, fræðslu fullorðinna, sérskóla og stjórn- sýslu á sviði fræðslumála. Með því að beita sameinuðum kröftum að meðferð þróunarvandamála og nýta samanlagða reynslu í fimm löndum hefur nú þegar myndast mikilsverður grunnur að þróun skólans á innlendum vettvangi. Og unnt er að efla hið norræna samstarf enn frekar til að auð- velda hagkvæma nýtingu mann- afla og aðstöðu með samhæfingu innlends og samnorræns þróunar- starfs. Næsta verkefni er átak á sviði fullorðinsfræðslu, fram- halds- og endurmenntunar, svo og starfsmenntunar og háskólanáms. VÍSINDARANNSÓKNIR Á sviði vísindamála hefur um langan aldur þróast víðtækt sam- starf. Það er líka á þessu sviði, sem mest hefur kveðið að föstum samstarfsstofnunum, svo sem fram kemur m.a. í norrænu menn- ingarfjárlögunum. Þær sam- starfshugmyndir, sem fram- kvæmdar hafa verið fram að þessu, hafa hins vegar í mörgum tilvikum beinst að fremur þröngt afmörkuðum sérsviðum. Framtíð- arþróun vísindasamstarfs á Norð- urlöndum ætti ekki eingöngu og raunar ekki fyrst og fremst að miða að því að koma á fót föstum samnorrænum rannsókna- og samstarfsstofnunum, heldur fremur beinast að samstarfi um tíltekin rannsóknaverkefni og — mun meira en hingað til — að almennum aðgerðum í því skyni að stuðla að auknum vísindaleg- um samskiptum milli vísinda- manna og rannsóknastofnana á Norðurlöndum. Þess gætir nokkuð að sérstak- lega hinir yngri vísindamenn láti sér sjást yfir þá möguleika, sem I boði eru í grannlöndunum en stofni fremur til tengsla við rann- sóknarstarfsemi, sem fram fer ut- an Norðurlanda. Þetta verður ekki einungis skýrt með því að þörfin á fjölþjóðlegum samskipt- um fer sívaxandi. I mörgum til- vikum eru það að verulegu leyti önnur atriði, sem úrslitum ráða. Fyrir samstarfsstofnanir þær, sem komið hefur verið á laggirnar samkvæmt menningarmálasamn- ingnum, ætti það að vera brýnt verkefni að örva til aukinna sam- skipta innan Norðurlanda. Með samskiptum af þessu tagi fást skilyrði fyrir sameiginlegu rann- sóknaumhverfi, sem getur orðið grundvöllur að frekari eflingu visindasamstarfs á Norðurlönd- um. RAÐSTOFUNARFJÁRVEITING OG MENNINGARSJÓÐUR NORÐURLANDA Ákveðið var þegar árið 1971, að í norrænu „menningarfjárlögun- um“ skyldi sérstök f járveiting ætl- uð til ráðstöfunar fyrir ráðherra- nefndina. Þessi fjárveiting, 5—6 millj. danskra króna á ári, hefur reynst mjög mikilvæg, sérstak- lega fyrir starfsemi, sem ráð- herranefndin hefur átt frum- kvæði að, svo og til tilraunastarfs. Reynslan hefur orðið sú, að eóli- leg verkaskipting hefur smám saman þróast milli ráðherra- nefndarinnar og ráðstöfunarfjár hennar annars vegar og menning- arsjóðsins hins vegar. Þessa verkaskiptingu hefur ekki þurft að valdbjóða. Það hefur talist eðli- legt að ráðherranefndin kostaði af ráðstöfunarfé sínu starfsemi, sem með einhverjum hætti er tengd opinberri stjórnsýslu á Norðurlöndum eða algjörum nýj- ungum, sem ráðherranefndin hef- ur ákveðið að efna til. Starfsemi menningarsjóðsins beinist að hinu frjálsa menningarstarfi, fé- lagssamtökum og óhefðbundnum lagshópa og við þá aðila, sem sér- þekkingu hafa á hinu víðtæka sviði, sem menningarmálasamn- ingurinn spannar. Ráðherra- nefndinni er ánægja að þeirri staðreynd, að hin skipulögðu tengsl samstarfsstofnananna við Norrænu félögin hafa í för með sér þátttöku mikils fjölda manna í starfseminni. Norræna menningarmálaskrif- stofan gegnir undirstöðuhlut- verki í samstarfskerfinu. Þegar menningarmálaskrifstofan tók til starf fyrir rúmum þremur árum, var ekki unnt að sjá nákvæmlega fyrir, hversu umfangsmikil starf- semin mundi verða. Verkefni skrifstofunnar var í upphafi að- eins hægt að marka í megindrátt- um, en nú, að þremur árum liðn- um, hafa einstök atriði verið mót- uð og starfsemi skrifstofunnar gengur vel. An skrifstofu, sem veldur verkefnum sínum og er þar með fær um að sjá ráóherra- nefndinni fyrir nauðsynlegum undirstöðugögnum fyrir starf- semi hennar, væri ókleift að ná þeim markmiðum, sem að er stefnt með menningarmálasamn- ingnum. Að endingu vil ég vekja athygli á þeim „stefnumióum fyrir norr- ænt menningarmálasamstarf", sem ráðherranefndin samþykkti I desember 1974 og Norðurlanda- ráði er gerð grein fyrir í sérstöku fylgiskjali með skýrslu ráðherra- nefndarinnar. Með þessari leið- söguáætlun eru markaðir megin- drættir starfsins á næstu árum án ákveðinna tímamarka. Með stoð í þeim greinimörkum og megin- sjónarmiðum, sem þar er lýst, er tryggður fastur grunnur undir hina árlegu greinargerð fyrir starfsáætlun nánustu framtíðar, jafnframt því að unnt verður að taka með skjótum hætti tillit til nýrra samstarfshugmynda og hnika til fyrri áætlunum. Mikil- vægur liður í áframhaldandi áætl- anagerð verður sú þátttaka af hálfu Norðurlandaráðs, sem gert er ráð fyrir í menningarmála- samningnum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.