Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975 13 Valdimar Guðmannsson: Lárus á Skagaströnd leiðréttur um atvinnuniálin 1 GREIN þeirri, sem Lárus Ægir Guðmundsson sveitarstjóri á Skagaströnd ritaði í Mbl. 13. þessa mánaðar, reynir hann að hrekja sum ummæli um rækju- vinnsluna á Skagaströnd, sem ég ritaði í sama blað 11. þ.m. og einnig að leiðrétta ástæðu fyrir löndun skuttogarans Arnars utan heimahafnar, Ætla ég nú að gera nokkrar athugasemdir vió þessa annars broslegu tilraun Lárusar. Úr grein hans má lesa, að þrátt fyrir 95% lán til skuttogarakaupa svo og gifurlega fyrirgreiðslu til frystihússins á staðnum hafi ráða- mönnum þar ekki tekizt að halda betur á spilunum en svo, að hálf- gert gjaldþrot blasi við, og er það talin eina ástæðan fyrir löndun togarans utan heimahafnar. Virð- ist svo sem hinn dugmikli sveitar- stjóri hafi komið að litlu haldi hvað þetta mál snertir, þrátt fyrir mikla ritsnilld og ræðumennsku, enda kannski ekkert athugavert, þótt 30 manns missi vinnu þess vegna, þar sem nóg atvinna er í öórum greinum atvinnulffsins á staðnum. Siðan ræóir Lárus um fjölda þeirra, sem vinna við rækju- vinnsluna á Skagaströnd og hag- ræðir sannleikanum þar, svo sem hann getur. Segir hann að aðeins 8 karlmenn hafi unnið við rækj- una og dettur manni þá helzt í hug, að rækjubátarnir frá Skaga- strönd séu sendir á sjó mannlaus- ir. I raun munu um 22 karlmenn a.m.k. hafa laun frá rækjuvinnsl- unni þar, og þau laun eru hreint engin smáupphæð, að jafnaði frá kr. 120 þús — kr. 140 þús. á mánuði. Konurnar munu hafa frá kr. 100 þús. — kr. 115 þús. á AUGLÝSIIMGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 Heilsuræktin Heba Auðbrekku 53 4ra vikna námskeið i megrunarleikfimi hefst aftur 3. marz. Dagtímar og kvöldtímar 2—4 sinnum í viku. Ennfremur lokaðir tímar 5 daga vikunnar. Ætlaðar konum 1 0 kg þyngri og meira. Innifalið í verði sturtur, sauna, sápa, shammpó, gigtar- lampi og háfjallasól, olíur og hvild (nudd eftir tima, ef óskað er — borgast sér). Ennfremur 10 tima nuddkúrar með ráðleggingu um mataræði og viktun, ef óskað er. Upplýsingar og innritun í síma 42360, 43724 og 31486. Aflaverðmæti skuttog- arans hærra en átján báta í Grundarfirði mánuði. Þessi laun eru greidd í 4‘A til 5 mánuói, og vantar þá ekki mikið i þessar kr. 800 þús. árstekj- ur, sem Lárus segir, að starfsfólk rækjuvinnslunnar hafi. Ég tel nú að ég sé búinn að svara þvi, sem Lárus reyndi að bera til baka hvað málefnin snert- ir, en persónulegar ádeilur hirði ég ekki um, og má Lárus skrifa jafnvel heilsíðugrein i hvaða blað sem hann vill um mína persónu. Að siðustu vona ég að þeir á Skagaströnd hafi það alltaf sem bezt, þó svo að rækjuvinnslan á Blönduósi haldi áfram starfsemi sinni, sem hún hlýtur að gera. Bakkakoti, 14. febrúar 1975. Valdimar Guðmansson HINN nýi skuttogari Grundfirð- inga er nú búinn að fara tvær veiðiferðir og fá samtals um 140 lestir. Að sögn Guðmundar Run- ólfssonar, útgerðarmanns, hafa öll fiskileitartæki og annar út- búnaður togarans reynst mjög vel, og kann skipstjóri þess og áhöfn einstaklega vel við skipið. Frá Grundarfirði verða gerðir út 18 bátar f vetur fyrir utan Runólf, en afli þeirra hefur verið tregur vægast sagt undanfarið. Aflaverðmæti Runólfs fyrstu tvær veiðiferðirnar og þangað til nú er orðið heldur meira en allra þessara báta. Á Runólfi er 16 manna áhöfn, en á bátunum um 80 manns. FYRIR BÖRNIN OG HEIMILIÐ AUK ÞESS BEIZLI, HOPPRÓLUR, BURÐARRÚM O.FL. FÁLKINN Sendum gegn póstkröfu um allt land, Suðurlandsbraut 8- Sími 84670. Allir krakkar vilja verða stórir og sterkir. Hver vill annars láta lemja sig eins og fisk? Já, við skulum boróa það hollasta, sem til er. Það má halda langa ræðu um 611 vítamínin, próteinin, kalkið, allar þessar orkulindir, sem osturinn geymir. En það er nóg að vita, áð?:::i||| ostur gerir mann sterkan. 'gsZ,o7Z» SíííSS •Ng j >13 R-ýxJx

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.