Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975
17
EFTIR leik UMFN og ÍR ræddu !
Njaróvikingarnir um það (til-
kynntu reyndar) að þeir myndu
kæra úrslit leiksins. Ástæða þess
væri sú, að þegar Gunnar
Þorvarðarson var að taka vítaskot
rétt fyrir leikslok og staðan var
jöfn, þá dæmdu dómarar stig af
UMFN þegar hann hitti síðara
skotinu og kom UMFN yfir i
fyrsta skipti í leiknum. Astæðan
var sú að IR hafði beðið um leik-
hlé. Helgi Hólm, annar dómari
leiksins, heyrði merki tímavarðar
um það, og ætlaði að stöðva
Gunnar i skotinu en varð of seinn.
Gunnar hitti úr skotinu sem fyrr
sagði, — dómararnir dæmdu
stigið af, — létu IR fá leikhléið —
og Gunnar endurtaka skotið. Þá
hitti hann ekki. —
Njarðvíkingarnir ákváðu siðar
að falla frá því að kæra þetta
atvik, en nú fór málið að snúast
nokkuð við.
Jón Otti Ölafsson, aðaldómari
leiksins, hefur nú kært Hilmar
Hafsteinsson þjálfara UMFN
fyrir aganefnd K.K.R
A SUNNUDAGINN léku IS og
Víkingur f úrslitakeppni Islands-
mótsins f blaki og fór leikurinn
fram f íþróttahúsi Kennarahá-
skólans. IS sigraði f leiknum 3—1
en f fjórðu hrinunni mátti vart á
milli sjá hvor hefði betur þvf
Vfkingur komst í 14—13 og hafði
boltann, en IS vann þrjú sfðustu
stigin fyrir mikinn klaufaskap
Vfkinga.
— Vikingar byrjuðu mjög illa
og fyrirliða liðsins urðu á mikil
mistök sem ef til vill kostuðu
sigur I hrinunni, en hann gaf upp
ranga sendiröð og fékkst því ekki
breytt. IS tók strax forystu, en
Víkingar jöfnuðu 3—3. Siðan
komst IS í 11—3. Á þessum kafla
var sókn Vikings broddlaus en
hávörn IS var mjög góð en aftur
slæm hjá Vikingum. IS sigraði
nokkuð auðveldlega i hrinunni
15—9.
Víkingar komu mun ákveðnari
til leiks í annarri hrinu og var nú
sókn þeirra beittari og hávörnin
þéttari og komust þeir i 6—0. tS
var með tvo af sínum sterkustu
mönnum fyrir utan en er Vík-
ingar voru komnir i 11—1 komu
þeir inná, en Víkingar héldu enn
áfram og er staðan var orðin
13—1 vann IS loks boltann. Mun-
urinn var of mikill til að IS gæti
unnið hann upp og sigraði Vik-
ingur auðveldlega 15—6. Uppspil
hjá stúdentum var nokkuð gott en
skellarar voru mistækir i þessari
hrinu. Hjá Víkingi var uppspil
einna skást í þessari hrinu en í
heildina var það ekki nógú gott.
I þriðju hrinu var alger ein-
stefna af hálfu IS. Hávörn Vik-
inga var afspyrnu léleg og náði
fáum boltum og uppspil
ónákvæmt og sóknin ekki beitt. IS
sigraði því auðveldlega í hrinunni
15—4 og áttu Helgi Harðarson og
Friðrik Guðmundsson mjög góðan
leik.
I þessari hrinu henti það óhapp
Gest Bárðarson að hann fékk
högg á höfuðið frá samherja og
hafði það sitt að segja um leik
Víkinga að missa sinn bezta mann
útaf.
Staðan var nú 2—1 fyrir IS og
þurfti Vikingur að vinna næstu
hrinu til að úrslitahrina yrði leik-
in. Víkingar léku því upp á sigur
og voru nálægt honum. Víkingar
tóku forystu 6—4, en ÍS komst
siðan yfir 9—7. Víkingar jöfnuðu
9—9. Þessar siðustu mínútur
leiksins skiptust liðin á forystu og
var leikurinn æsi spennandi, en
er staðan var 14—13 fyrir Víking
og Vikingar með boltann sáu
menn fram á úrslitahrinu. Með
fádæma klaufaskap glopruðu Vik-
ingar sigrinum úr höndunum á
sér og IS átti síðasta orðið og vann
hrinuna 16—14.
Það sem úrslitum réð i þessum
leik var hávörnin sem var mjög
góð hjá IS, enda leikmenn liðsins
flestir hávaxnir og laumur Vík-
inga tókust ekki vel þar sem
Stúdentar „dekkuðu“ vel upp.
Hávörn Víkinga var léleg og
„baggerslag" var oft slæmt á
uppspilara og þar af ieiðandi vont
uppspil, sem var ónákvæmt og of
langt frá netinu. — Beztu leik-
FRJALSIÞRÓTTAFOLK lét mik-
ið að sér kveða um síðustu helgi,
en þá voru háð mörg innanhúss-
mót viða í heiminum. Af þeim
afrekum sem unnin voru, ber
heimsmet Bandaríkjamannsins
Dwight Stones í hástökki hæst, en
hann bætti eigið met um 1 sm
með þvi að stökkva 2,27 metra.
A-Þýzka stúlkan Annelie Ehr-
hardt tvibætti heimsmetið á 50
yarda grindahlaupi, hljóp fyrst á
6,3 sek. og síðan á 6,2 sek. Var það
á móti I Toronto sem hún vann
menn IS voru Friðrik Guðmunds-
son og Helgi Harðarson, einnig
áttu Halldór Torfason og Halldór
Jónsson ágætan leik. Hjá Víkingi
voru Gestur Bárðarson og Baldvin
Kristjánsson beztir, Benedikt,
Elias, og Páll léku langt undir
getu, en Tómas Tómasson komst
þokkalega frá leiknum. Dómarar
leiksins, þeir Guðmundur Pálsson
og Valdemar Jónasson, dæmdu
þokkalega en voru ekki nógu
strangir og kom það nokkuð jafnt
niður á báðum liðum. Áhorfendur
voru með flesta móti og létu vel i
sér heyra.
þetta afrek, en á sama móti setti
Francie Larrieu frá Bandarikj-
unum nýtt heimsmet í 1500 metra
hlaupi kvenna innanhúss með því
að hlaupa á 4:10,4 mín. Eldra
metið átti Tonka Petrova frá
Búlgaríu og var það 4:11,0 min.
A móti sem fram fór í Prag
bætti svo Helena Fibingerova frá
Tékkóslóvakíu heimsmetið í
kúluvarpi kvenna innanhúss með
því að varpa 21,13 metra. Sjálf
átti hún eldra heimsmetið sem
var 20,75 metrar.
Heimsmet
Jón Otti tjáði Mbl. að ástæðan
fyrir þeirri kæru væri sú, að
Hilmar hefði eftir leikinn veitzt
að sér og haft í frammi við sig
niðrandi og svívirðileg ummæli.
Þetta er í annað skipti í vetur að
Hilmar Hafsteinsson er kærður
fyrir aganefnd, i fyrra skipti fékk
hann þá refsingu að mega ekki
stjórna liði sinu í næsta leik. —
Hvað gerir aganefnd nú?
gk.
Barátta í leik Víkings og IS. Vfkingsleikmaðurinn er Gestur Bárðarson, en IS-Ieikmennirnir: Indriði
Arnórsson (nr. 11) og Helgi Harðarson (nr. 9).
Jóhannes
meðþrennu
JÓHANNES Eðvaldsson lék sinn
fyrsta leik með danska 1. deildar
liðinu Holbæk um helgina. Var
þar um að ræða æfingaleik við
sænska 1. deildar liðið Halmstad.
Leiknum lauk með yfirburðasigri
danska liðsins, 4:1, og átti Jó-
hannes stærstan hlut þar að máli
með afburðagóðum leik slnum.
Lék hann stöðu miðherja I leikn-
um, og réð vörn sænska liðsins
litið við hann. Skoraði Jóhannes
þrjú af mörkum Holbæk-liðsins.
og átti að auki nokkur önnur góð
tækifæri.
Dönsk blöð hafa að undanförnu
fjallað töluvert um komu Jó-
hannesar til Holbæk og eru á
einu máli um að hann muni
styrkja liðið það mikið að það sé
liklegasti kandidatinn i dönsku 1.
deildar keppninni i sumar. Segja
þau furðulegt hvað þessi stóri og
þungi leikmaður hafi yfir mikilli
tækni og útsjónarsemi að ráða.
IS BAR SIGIJRORÐ AF VIKING-
UM í SKÍMMTILEGUM LEIK
JUoraunliíntiÍLi
vLnranini
%_____________
Þiálfari IIMFN
kærður til aganefndar
Þráínn varð meistari í 4 greinum af 5
Þráinn Hafsteinsson
STULKNA og drengjameistara-
mót Islands innanhúss fór fram í
lþróttahúsinu Ásgarði i Garða-
hreppi s.l. laugardag. Var það
jafnframt fyrsta frjálsíþrótta-
mótið sem fram fer f því húsi, og
verður ekki annað sagt en að það
hafi heppnast með ágætum. All-
góð þátttaka var i mótinu og afrek
unga fólksins f sumum greinum
hin athyglisverðasta.
Maður mótsins var tvímæla-
laust hinn bráðefnilegi Selfyss-
ingur Þráinn Hafsteinsson, en
hann sigraði í fjórum af fimm
greinum drengja sem keppt var i
og hreppti þriðja sætið i fimmtu
greininni. Þarna er óvenjulega
mikið efni á ferðinni, og er ekki
að efa að Þráinn mun ná langt er
tímar líða. Litlu munaði t.d. að
hann setti nýtt Skarphéðinsmet í
hástökki í keppni þessari, er hann
reyndi við 1,82 metrá, én hann
félldi naumlega í tilraunum sín-
um.
Tveir gestir voru í hástökks-
keppninni, UMSK-mennirnir
Karl Wést Fredriksen og Haf-
steinn Jóhannesson. Virtist Karl
ekki finna sig í keppninni, og
stökk aðeins 1.82 metra, en Haf-
steinn vann hins vegar ágæt afrek
með þvi að stökkva 1,92 metra.
Helztu úrslit i mótinu, urðu sem
hér segir:
DRENGIR:
Hástökk metr.
Þráinn Hafsteinsson, HSK 1,75
Ólafur Óskarsson, A 1,70
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH 1,70
Stefán Halldórsson, IR 1,70
Sigurður Sigurðsson, A 1,60
Ágúst Agústsson, IR 1,60
Langstökk án atrennu: metr.
Helgi Jónsson, FH 2,94
Þorvaldur Þórsson, UMSS 2,93
Þráinn Hafsteinsson, HSK 2,84
Stefán Gislason, HSS 2,77
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH 2,70
Einar P. Guðmundsson, FH 2,65
Þrístökk án atrennu: metr.
Þráinn Hafsteinsson, HSK 8.78
Helgi Jónsson, FH 8,69
Þorvaldur Þórsson, UMSS 8,66
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH 8,31
Stefán Gislason, HSS 8,18
Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 8,08
Hástökk án atrennu: metr.
Þráinn Hafsteinsson, HSK 1,40
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH 1,40
Ólafur Óskarsson, A 1,25
Gunnar Þ. Sigurðsson, FH 1,25
Ágúst Ágústsson, ÍR 1,25
Stefán Halldórsson, IR 1,25
Kúluvarp:
Þráinn Hafsteinsson, HSK 14,8Ö
Ásgeir Þ. Eiriksson, IR 13,91
Óskar Reykdal, HSK 12,10
Vésteinn Hafsteinsson, HSK 11,96
Sigurður P. Sigmundsson, FH9,98
Stefán Halldórsson, ÍR 9,90
STÚLKUR:
Langstökk án atrennu:
Margrét Grétarsdóttir, Á 2,42
Oddný Arnadóttir, UNÞ 2,39
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 2,33
Anna Haraldsdóttir, FH 2,21
Hildur Harðardóttir, FH 2,21
Lára Halldórsdóttir, FH 2,19
Hástökk:
Þórdís Gisladóttir, IR 1,50
Björk Eiriksdóttir, ÍR 1,50
Lára Halldórsdóttir, h'H 1,45
Hildur Harðardóttir, í'H 1,45
Anna Haraldsdóttir, FH 1,45
Ásta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 1,35