Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 18.02.1975, Qupperneq 19
CON Martin var kallaúur „fugladráparinn“ f upphafi ieiktfmabilsins. Ástæðan: Hann skaut alltaf svo hátt yfir markið. En hver er Con Martin? Hann er frskur knattspyrnumaður, sem leikur með írska liðinu Bohemians. Þessi ungi mað- ur er nú að öðlast mikla frægð í knattspyrnunni, svo mikla, að útsendarar félaga á Englandi hafa fest á hon- um augastað, og hver veit nema Con Martin verði inn- an skamms orðið stórt nafn f enskri knattspyrnu. Raunar hefir þetta nafn borið áður á góma á Englandi. Faðir Con Martin, þess sem hér er fjallað um, var nefniiega í eina tíð frægur knattspyrnu- maður á Engiandi og lék einnig í landsiiði Ira (30 landsleiki). Con eldri lék með Leeds og Aston Villa á eftirstrfðsárunum. Con eldri á annan son, sem þegar hef- ir öðlast nafn í enskri knatt- spyrnu. Sá er Mick Martin sem nú leikur með Manch- ester Utd. og er auk þess fastur maður í írska lands- liðinu. En snúum okkur aftur að Con Martin jr. Hann er fæddur f Birmingham, þrátt fyrir sitt írska þjóðerni. Eðlilega setti knattspyrna mikið mark á uppeldi hans vegna atvinnumennsku föð- urins. Samt sem áður tók Con jr. ekki að iðka fþrótt- ina að ráði fyrr en fimmtán ára að aldri. Þá lék hann með unglingaliði sem nefn- ist Tolka. Hann byrjaði sem markvörður, síðan bakvörð- ur, þá útherji og loks mið- herji, en þá stöðu leikur hann enn í dag. Sfðasta árið sem Con lék með Tolka vann félagið til fjögurra verð- Iauna. Liðið skoraði mörg mörk og Con var aðal maður- inn. Bróðirinn, Mick, sem þá lék með Bohemians kynnti Con þá fyrir framkvæmda- stjóra Bohemians, sem sfðan bauð Con samning. Fyrst um sinn lék Con með unglingaliði Bohemi- ans, en fljótt kom að þvf að hann þótti tækur f aðallið félagsins. Sfðan hefir Con staðið sig með afbrigðum vel. Þau eru ófá mörkin sem hann hefir sett fyrir félagið. Einn stór löstur hefir þó ver- ið Con fjötur um fót. Hann er sá, að Con hefir fram til þessa átt afar erfitt með að hemja skap sitt. T.d. var hann bókaður í sex leikjum í röð í fyrra. Þess vegna missti hann af tveimur ungl- ingalandsleikjum. En nú hefir Con betri tök á skapi sínu, sem glöggt má sjá á þvf að knattspyrna hans er mun árangursríkari. Con Martin hefir þá trú að Bohemians muni vinna tvö- falt f ár, þ.e. bæði bikar og deild. Það yrði félaginu óneitanlega mikil upphefð, Framhald á bls. 23 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975' 19 Halldór Einarsson hugar að sniðum á hinni nýju saumastofu sinni. VIÐ ELTUM ENGLENDENGA í TÍSKU ÍÞRÓTTAFATNAÐAR Rætt við Halldór Einarsson iðnrekanda TIL skamms tíma hafa öll áhöld og allur fatnaður íþróttafólks ver- ið flutt inn erlendis frá. Á þessu hefir þó orðið sú breyting að nú er starfandi hér f Reykjavík fyrir- tæki sem eingöngu framleiðir íþróttafatnað. Það er vissulega ætfð ánægjuefni þegar upp rfs fslensk iðnfyrirtæki sem eru sam- keppnishæf við erlend. Hvoru tveggja er að af hlýst sparnaður á gjaldeyri svo og verður þjónustan við kaupendur betri. Meðal annars af þessum ástæð- um hóf Halldór Einarsson rekstur fyrirtækis sem annaðist innflutn- ing á íþróttavarningi. Sfðar byrj- aði fyrirtæki Halldórs aðframleiða iþróttafatnað, undir vörumerkinu Henson. Morgunblaðsmenn litu inn til Halldórs á dögunum og ieituðu fregna af fyrirtækinu. — Það var nú eiginlega mest fyrir tilviljun að ég byrjaði f þessu. Það var þannig að ég fór að panta mér ýmsan varning til knattspyrnuiðkana erlendis frá. 1 kjölfarið fylgdi að ýmsir félaga minna f Val báðu mig að annast það sama fyrir sig. Það var ein- göngu um tilbúinn fatnað að ræða, svo og skó og bolta. Þannig var nú byrjunin. Arið 1968 var ég farinn að festast i þessari miðlun. Mér þótti sýnt að mögulegt væri að framleiða íþróttafatnað hér heima. Þvf keypti égfyrstu sauma vélina þá. Til að byrja með gekk fyrirtækið frernur illa. Einkum var ég óheppinn í upphafi með efni. Síðan hefi ég lagt áherslu á að leita fyrir mér erlendis að bestu fáanlegum efnum. — Hvaðan færóu efnin, og er ekki mögulegt að fá efni hérlendis? — Ég fæ efnin víða að. Aðallega þó frá Englandi. Lengst að fæ ég efni frá Grikklandi. Það nota ég í framleiðslu á æfingagöllum. Ég var lengi að leita fyrir mér að efni í gallana. Loks fann ég þetta gríska og það er óhætt að segja að gallarnir frá okkur standast sam- anburð við það besta fáanlega er- lendis, auk þess að vera mun ódýrari. Hvað síðari lið spurning- arinnar viðkemur þá er engin verksmiðja hér heima sem getur framleitt efni eins og ég þarfnast. En það væri vissulega ánægjuefni ef mögulegt væri að gera þessa framleiðslu alíslenska. — Hvernig gekk að vinna markað- inn upp hér heima? — Það gekk eftir fremstu von- um. Félögunum varð það fljótt ljóst að framleiðsla okkar var fyllilega sambærileg. Annað var það að það eru augljós þægindi að því að geta snúið sér beint til Halldór Einarsson. framleiðandans með óskir sínar. Ég held að ekkert sé ofsagt þegar ég segi að flest félaganna í hand- knattleik, knattspyrnu og körfu- knattleik leiki i Henson- búningum. Þá hefi ég og sett auglýsingar á flesta þá búninga sem bera auglýsingar. Ræður tíska einhverju um gerð íþróttafatnaðar? — Já, alveg tvimælalaust. Við eltum Englendinga i litavali, og einnig hvað viðkemur sniðum. Þess vegna erum við fremur ihaldssamir í þessu vali. Félögin á meginlandinu eru mun opnari fyrir breytingum heldur en þau ensku. Annars hafa verið tímabil i þessari tisku eins og öðru. Upp úr aldamótum voru peysurnar allar reimaðar. Að slíku mundi áreiðanlega vera hlegið núna. Um 1930 var farið að sleppa reiminni, en kraginn hélt sér. Næsta skref- ið var V-hálsmál. Síðan hringlaga, en nú er kraginn aftur að vinna sér sess. Hvað litavali viókemur virðast íslendingar ekki vera opn- ir fyrir samsetningum. Röndóttir búningar hafa t.d. átt fremur erfitt uppdráttar, þó svo að þar séu vissulega margir möguleikar. Þverröndóttir sjást varla. Nú vita flestir að auglýsinga- starfsemi erlendra fyrirtækja sem framleiða vörur til fþrótta- iðkana er gífurleg. Getur þú Halldór sagt iesendum eitthvað frá því? — Já, ég veit að á Englandi bjóða framleiðendurnir stærri félögunum stórfé fyrir að nota sina framleiðslu. Þeir selja ekki félögunum búninga heldur greiða þeim fyrir að nota sfna vöru. Fólk hefir ef til vill tekið eftir því, að allir leikmenn Hollands í HM léku með þrjár strfpur á búningn- um, sem er vörumerki Adidas, nema stjarnan Cruyff sem er á langtima samningi hjá risafyrir- tækinu Puma. Ég held að slíkt yrði fremur erfitt í framkvæmd hér á Islandi vegna þess hve markaðurinn er þröngur. Hvað er framundan, Halldór? Er fyrirtækið með einhverjar nýjungar á prjónunum? — Fyrirtækió er nýlega flutt í eigið húsnæði hér á SÓlvallagöt- unni. Við það hefir öll aðstaða batnað til mikilla muna. Nú eru 10 til 12 manns starfandi hér og umsetningin eykst stöðugt. Ég hefi ekki hugleitt að ráði að hefja framleiðslu á öðru en peysum, buxum og göllum. Það sem ég hugsa aftur á móti stöðugt um er að bæta framleiðsluna. Og ég held að óhætt sé að segja að vörurnar sem hér eru framleiddar hafi batnað með ári hverju. Eg reyni ætíð að fylgjast með öllum nýjungum á sviði þessarar iðn- greinar. T.d. eru alltaf að koma fram ný og betri efni og ég hag- nýti mér reynslu erlendra aðila í þvi sambandi. En móttóið er að veita þá bestu þjónustu sem mögulegt er að veita og vera félögunum ráðgefandi. Þetta hefir tekist að mínu mati bæri- lega til þessa og ég vona að á þvi megi verða framhald. Alla vega erum við reiðubúnir. — Guðmundur Ingvason Einn þeirra ungu knatt- spyrnumanna sem lands- menn mega vænta mikils af f framtfðinni er Guðmundur Ingvason. Tvö síðustu árin hefir Guðmundur þó ekki verið mikið í sviðsljósinu. Ástæðurnar eru þær að 3. deildinni í knattspyrnunni er lftili gaumur gefinn, en Guðmundur hefir einmitt leikið með Stjörnunni úr Garðahreppi í 3. deild. A þessu hefir nú orðið sú breyting að Guðmundur hef- ir gengið til liðs við KR, og má bvf vænta þess að hann leiki í 1. deild nú í sumar. Sín fyrstu skref í knatt- spyrnunni steig Guðmundur með Breiðabliki í Kópavogi. Þegar í fjórða flokk var komið fluttist hann suður f Garðahrepp, og leiðin lá þá f hið unga félag Stjörnuna. Sfðan hefir hann leikið með þvf félagi f öllum flokkum, þar til nú að leiðin liggur f KR. Guðmundur vakti ungur athygli fyrir snilli í knatt- spyrnunni. Því kom það eng- um á óvart sem til þekktu þegar hann var valinn í Faxaflóaúrvalið sem á sfn- um tfma gerði garðinn fræg- an á móti f Skotlandi. Þátt- takendur f móti þessu voru auk tslendinga og heima- manna, norsk lið og þýsk. Það er ekki að orðlengja það að tslendingar báru sigur úr býtum og vöktu verðskuld- aða athygli. Árið eftir, eða 1972, var Guðmundur valinn f unglingalandsliðið, sem tók þátt f EM unglinga. ts- land dróst gegn Irum. Fyrri leikurinn fór fram hér heima og sigruðu tslending- ar með 4 gegn 3. Ekki gekk eins vel f lrlandi, þar tapað- ist leikurinn með 5 mörkum gegn 2. Þegar félagaskipti Guð- mundar bar á góma sagði hann. — Það er fyrst og fremst aðstöðumunurinn sem gerir það að ég skipti. Einnig freistar að fá tæki- færi til að leika í 1. deild. Af hverju KR? Já, strákarnir f KR eru flestir á svipuðu reki og ég, og ég kannaðist líka við nokkra þeirra áð- ur.— Guðmundur hefir einnig verið iðinn við handknatt- leiksiðkun. Þar leikur hann með Stjörnunni f 2. deild. Eins og er skipar Stjarnan neðsta sætið í deildinni. Um möguleikana á að halda sæt- inu sagði Guðmundur. — Ég vona bara að það takist. Það verður erfitt, en við skulum bara sjá til. Annars hefir aðstaðan til að iðka íþróttir innanhúss gerbreytzt með tilkomu nýja hússins, Ás- garðs. Því miður gætti tals- verðar skammsýni við bygg- inguna, það er að segja að völlurinn skyldi ekki hafður Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.