Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 26

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 „Þú áttir lífið eftir” Æft fyrir Kabarettinn. Frá vinstri: Margrét, Bessi, Rúrik, Ingunn, Herdís, Ævar, Flosi og Sigurður. Sigmundur Örn leikstjóri og Sigurjón leikmyndagerðar- maður. Ingunn og Þórunn ( hlutverkum Önnu og Ingunnar. Hvernig er heilsan? sýnt í Þjóð- leikhúsinu Það er sérkennilegt viðfangsefni, sem Þjóðleikhúsið er nú með f við- fangsefninu Hvernig er heilsan? Á frummálinu heitir verkið Tillstándet og er eftir þá Kent Andersen og Bengt Bratt frá Sviþjóð. en Stefán Baldursson þýddi leikritið. Leikritið gerist f heilsuhæli eða spftala fyrir taugaveiklað og geð- veikt fólk, en þráðurinn spinnst af þvf er vistmennirnir vinna saman að kabarett. Kabarettinn ætla þeir sfðan að sýna á væntanlegu afmæli spítal- ans og auk þess er leikurinn gerður til þess að stuðla að lækningu sjúkl- inganna. Kabarettinn ætla sjúklingarnir að byggja á sinni eigin reynslu og að auki taka fyrir ýmis vandamál sem þeim finnast brýn bæði á spftalanum og f samfélaginu. Geðlæknar spftal ans veita sjúklingunum aðstoð f þessu efni, en seinni hluti leikritsins sýnir þegar þau feika Kabarettinn fyrir forstöðumenn spftalans á einni af síðustu æfingunum, en lengra er ekki ástæða til að rekja söguþráðinn, þvi það geymist handa áhorfandan- um. Við röbbuðum stuttlega við Sig- mund Örn Arngrímsson, sem leik- stýrir verkinu, en sérstæður háttur var hafður á við uppsetningu og undirbúning þessa verks. „Við fór- um," sagði Sigmundur Örn, „og vor- um á Kleppspitalanum nokkrar morgunstundir og röbbuðum þar við sjúklinga og starfsfólk, sem einnig kom niður i leikhús til okkar í sömu erindum, en þetta fólk gaf okkur ýmsar góðar ráðleggingar og það var mjög skemmtilegt og gagnlegt að vinna með þessu fólki. Annars er rétt að taka það fram að andrúmsloftið á Kleppsspítalanum er allt annað og miklu eðlilegra, en það sem við erum að fást við i leikritinu og það er auðséð að á Kleppsspítal- anum er fyrst og fremst tekið tillit til þarfa og óska sjúklinganna, en þvf er á annan veg farið f leikritinu. Þó tel ég að þetta leikrit geti kallað fram umræður um þessi mál og annars vegar er það spurningin hver er geðveikur og hver ekki? Per- sónulega fannst mér mjög lærdóms- rfkt að kynnast starfinu á Kleppi og sjá það m.a. að Kleppsgrýlan svokall- aða er fjarri þvf að vera nokkuð sem á sér stað f raunveruleikanum, það er f svo mörgu þar sem við erum haldin fordómum, en þegar við kynn- umst sannleikanum um málið kemur allt annað f Ijós." Leikmyndina hefur Sigurjón Jó- hannsson gert, söngtexta gerði Þor- Rúrik og Gunnar ræðast við steinn frá Hamri og Carl Billich hefur æft söngvana. Alls eru 14 leikarar í Hvernig er heilsan og eru þeir allir lengst af ! einu á sviðinu, en þeir eru eftirtaldir: Þóra Friðriksdóttir, Sigurður Skúlason, Ingunn Jensdóttir, Bessi Bjarnason, Þórunn M. Magnúsdóttir, Rúrik Haraldsson, Herdfs Þorvalds- dóttir, Flosi Ólafsson, Ævar Kvaran, Margrét Guðmundsdóttir, Gunnar Eyjólfsson, Valur Gíslason, Guðjón Ingi Sigurðsson og Bríet Héðinsdótt- ir. Vikjum aðeins að vistfólkinu þar sem það er að ræða saman: Gústaf: Ég vil ekki láta lífið seytla burtu frá mér eins og safa úr eitruðu tré. Ég vil fá nafnið mitt aftur, lif mitt aftur. Ég vil geta notað alla stafina f stafrófinu. Helgi: Ja, ég veit það bara að ég heiti Helgi. Og það skal enginn taka frá mér. Karl: Og ég heiti Karl. Og kallaður Kalli. En ég læt sko engan kalla mig Kall. Anna: Ég rankaði við mér og það rann upp fyrir mér, að mér hafði mistekizt. Og það var mér sjálfri að kenna. Ella: Af hverju? Anna: Ég hafði tekið inn pillur og slökkt Ijósið og það var allt eins og það átti að vera, en rétt um leið og ég var að sofna, kastaði ég mér á sfmann og hringdi f lækni. Ég skil ekki hvers vegna ég gerði það. Ég man ekki eftir neinu, en þeir sögðu að ég hefði hringt og beðið um hjálp. Ella: Ertu ekki fegin? Anna: Ég var búin að ákveða allt, ég var búin að ganga frá öllu, átti ekkert eftir. Kristinn: Andskotinn. Þú áttir Iffið eftir. — árni j. Sinfóníutónleikar Tónleikarnir á fimmtudags- kvöldið var hófu síðara miss- erið f starfsemi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar meó eftirminniieg- um glæsibrag. Tveir franskir snillingar báru mesta ábyrgð á þvf, stjórnandinn J.P. Jacquill- at og einleikarinn J.P. Rampal. Rampal lék einleikinn í tveim- ur flautukonsertum, Mozarts í G-dúr og Flautukonsert Jacques Ibert. önnur verk á efnisskránni voru 5. sinfónía Schuberts — verk sem stendur miklu nær klassísku fyrirmynd- unum en sá Schubert, sem um- heimurinn hefur lengst af kunnað að meta — og Galdra- neminn eftir Pauf Dukas. Jacquiilat er skemmtilega líf- legur stjórnandi, skap og fágun haldast í hendur. Þætti Schubert sinfónfunnar voru mótaðir af innileika, og í Galdranemanum reyndi hann á öll þolrif hljómsveitarinnar, snerpu og viðbragðsflýti, og mátti stundum litlu muna, að mönnum yrði „fingraskortur" í sumum rununum. Jean-Pierre Rampal er lík- lega einhver dáðasti flautuleik- ari á vorum dögum. Hljóðfærið sjálft hefur lengst af þótt ein- kennast —vegnayfirtónafæðar — af höfðinglegum kulda. Frá- bærir snillingar f flautuléik hafa samt oft sýnt, að slfkt er hægt að yfirvinna, og þar stend- ur Rampal fremstur í flokki. Hann veldur sérlega breiðu tjáningarsviði í styrkleika og tónblæ. Það var umfram allt hlýja, sem einkenndi leik hans i Mozart-konsertinum, sönglist yfirfærð á lipurt hljóðfæri. Rampal meðhöndlar ekki takt- inn í einhverjum skóiabókarstíl — eins og taktmælir — hend- ingar hans eru likt og lifandi frásögn, stundum flýtir hann sér að láta eina líða inn í aðra, Tðnllst eftir ÞORKEL SIGURBJÖRNSSON stundum heldur hann eftur af sér. Ibert-konsertinn var e.t.v. há- punktur tónleikanna. Þetta er glæsilegt virtúósastykki, ekki aðeins kröfuhart til einleikara, heldur og til hljómsveitar. A köflum var auðfundið, að hljómsveitarmenn voru „sem á nálum“, og aðalatriðið væri að reyna að bjarga þvi, sem hendi var næst. Þetta tókst prýðilega, eftirvænting fylgdi hverjum tóni. Ibert er frægur fyrir glæsibraginn i meðhöndlun hljómsveitarinnar, konsertinn skrifaði hann fyrir einn frægasta flautusnilling sögunnar, Moyse, — Sinfóníu- hljómsveitin stóð sig vel í þess- um glæsilega félagsskap!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.