Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 29

Morgunblaðið - 18.02.1975, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 29 S- Magnús A. Arnason frá Ketu — Minning I dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Magnús Árna- son, áður lengi bóndi að Ketu á Skaga við Skagafjörð. Lézt hann 10. þ.m. í sjúkrahúsi Heilsuvernd- ar hér í borg eftir þunga van- heilsu siðustu 4 árin. Þessa gamla sveitunga míns og leikbróður frá æskuárum er mér ljúft og skylt að minnast með nokkrum orðum. Magnús fæddist að Lundi í Fljótum 6. ágúst árið 1891 og þvi rúmlega 83 ára, þegar hann kvaddi þennan heim. Var hann albróðir skáldkonunnar þjóð- kunnu, Guðrúnar frá Lundi. For- eldrar Magnúsar voru Árni Magnússon og Baldvina Ásgríms- dóttir, hjón búandi að Lundi. Voru þau hjón ættuð úr Fljótum og Eyjafirði utanveróum. Fátæk voru þau Árni og Baldvina, eins og flestir í þá daga, en hins vegar atorkufólk. til átaka og úrræða. Áttu þau fyrir 10 börnum að sjá, er á legg komust. Einn i þeim stóra hópi sá Magnús dagsins ljós og steig fyrstu sporin út i lífið. En vorið 1898 fluttust þau hjón með börn sín að Enni á Höfðaströnd og bjuggu þar næstu 5 árin. Þá hurfu þau vestur yfir fjörðinn og sátu árið 1903—1904 að Ketu á Skaga. Þaðan fluttu þau að næsta bæ, Syðra-Mallandi, vorið 1904. Þar varð svo vettvangur lífs SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÝMSAR þjóðir hafa eflzt og dafnað án trúarbragða. Ég get því ekki séð, að okkar þjóð sé nein nauðsyn á trúnni. Biblían segir: „Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði“ (Sálm. 33, 12). Þjóðarheill — trúin er leyndar- dómur hennar. Þjóð getur aðeins verið kristin að því leyti, sem einstaklingar hennar eru kristnir. Trúin er einkamál, ekki mál ríkisins. Hún byggist á frjálsri ákvörðun, ekki á valdi. Eina leiðin til að kristna þjóð er að gera fólkið kristið. Þegar einstaklingar, sem eru sameinaðir i þjóðfélagi, viðurkenna Guð herra lífs síns, þá vegsama þeir hann sem herra þjóðar- innar. Hann verður aldrei raunverulegur leiðtogi ríkis, fyrr en hann verður leiðtogi sálarinnar. Valið verður gagnkvæmt. Þjóð velur Guð og játast honum sem leiðtoga í málefnum sínum. Guð kýs sér slíka þjóð að arfleifð og tryggir henni óbrigðula vernd sína og takmarkalaus gæði. Sæl er sú þjóð, sem á Drottin að Guði. Ríki okkar var stofnað á grundvelli trúar á Guð. Ef við vörpum hinni upprunalegu, siðferðilegu og andlegu kjölfestu fyrir borð, er mikil hætta á ferðum. Guð — hann er eina skýringin á hinni stórkostlegu eflingu þjóðar okkar undanfarnar tvær aldir. Ef við yfirgefum eða lítilsvirðum Guð, getur svo farið, að okkur hnigni hraðar en við efldumst. Páskaferðin okkar er til Túnis 26. marz. Farið verður um London í báðum leiðum og hægt að framlengja dvöl þar í bakaleið. Feröamiðstöðin hf. Aðalstræti 9 Símar 11255 og 12940 þeirra og starfs næstu áratugi. Og þótt jörðin væri harðbýl og frem ur kostarýr, blessaðist öll afkom;i þessarar fátæku og stóru fjöi skyldu, svo að undrun og aðdáuit vakti. Átti Magnús vissulega i þvi ríkasta þáttinn. Snemma varó hann í fremstu röð ungra manna um myndarskap allan, starfs hæfni og karlmennsku. Kornung ur gekk hann daglega að vetrar- lagi um langan veg til beitarhúsa i Skagaheiði. Var slíkt ekki heigl- um hent og mjög um talað á min- um bernskuárum. Uppkominn varð Magnús mikill atgervismað- ur til starfa bæði á sjó og landi.Sótti hann þá nokkra vetur til sjóróðra á Suðurnesjum og gekk báðar leiðir milli landsfjórð- unga. Mundi slík þolraun mörg- um þung nú á dögum. En í þess- um harða skóla vannst Magnúsi tvennt, sem kom að fullu haldi. Hann styrkti mjög bú foreldranna heima og bjó sjálfan sig um leið undir lífsstarfið, sem var í vænd- um. — Árið 1920 réðst Magnús til bús með Sigurbjörgu Sveinsdótt- ur, húsfreyju að Ketu á Skaga. Hafði hún áður átt Guðmund Rafnsson, bónda sama staðar. Gengu þau Sigurbjörg og Magnús í hjónaband nokkru siðar. Sátu þau Ketu með mikilli atorku, ein- drægni og rausn, næstu 22 árin. Varð hún draumalandið, þar sem þau áttu sína beztu daga. Þar fæddust börnin þeirra fjögur og uxu upp sem fíflar í túni. Þar blómgaðist búrekstur og þrifnað- ur allur til fyrirmyndar. Þar átti sveitarfélagið lengi eina af sfnum styrkustu stoðum. 1 fyrra hjónabandi hafði Sigur- björg átt son, Rafn að nafni. Tók hann ungur mænuveiki og átti við þann sjúkdóm að stríða æ síðan. Þessum stjúpsyni reyndist Magnús sem bezti faðir. Einnig reyndust börn Magnúsar þessum hálfbróður svo vel á allan hátt, að betur varð ekki á kosið. Bærinn Keta er bæði kirkju- og kjörstaður og hefur svo löngum verið. Það var því oft gestkvæmt og mannmargt á heimili þeirra Magnúsar og Sigurbjargar. Þang- að var glöóum gott að koma og þó engu síður þeim, er liðs eða hjálp- ar þurftu við. Gestrisni þeirra hjóna og viðmótshlýja voru svo áberandi, að vart mun fyrnast þeim, sem nutu eða fyrir urðu. Jafnframt var Magnús hjálpar- hella, ef á reyndi, drengskapar- maðurinn, sem óhætt var að treysta í orði og verki. Er fram leið, varð straumur tímans þeim hjónum þungur í skauti eins og öðrum búendum á þessari öld. Árið 1942 voru öll mannvænlegu börnin þeirra horf- in að heiman til mennta og ann- arra viðfangsefna. Sjálf voru þau þá farin að slitna af langri búsetu á stórri og um margt erfiðri jörð. Breyting varð því ekki umflúin. En sársaukalaust mun þeim ekki hafa orðið að þurfa að yfirgefa þennan sælureit eigin manndóms og þroska. Var og almenn eftirsjá á Skaga að þeim hjónum, er þau hurfu þaðan. Arið 1942—1947 dvöldu þau Magnús og Sigurbjörg á Sauðár- króki. Þá fluttust þau hingað til Reykjavíkur og áttu hér heima æ síðan. Voru börn þeirra öll þá orðin búsett hér i borg. Stundaði Magnús stjórn og afgreiðslu á fisk sölubúð meðan kraftar entust. Vann hann þau störf sem önnur af mikilli atorku og samvizku- semi. En oft hygg ég, að hugur hans hafi þá leitað norður til stöðvanna, þar sem lífssól þeirra hjóna hafói skinið skærast. Þar fylgdist hann vel með öllu, jafn- vel til síðustu stundar. Fyrir nokkrum árum mælti hann við mig á þessa leið: „Væri ég orðinn ungur i annað sinn vildi ég aftur fara að búa og þá helst hvergi nema að Ketu á Skaga.“ Svo rík itök átti þessi staður, þessi fallega jörð, í hjarta hans og sál. Veturinn 1959 missti Magnús Sigurbjörgu konu sína eftir langa og þunga vanheilsu. Við það ætla ég, að hann hafi aldrei oróið sam- ur maður og áður. Hafði Sigur- björg verið hin mætasta og mikil- hæfasta kona og honum bæði samstillt og samboðin. Hef ég fá hjónabönd þekkt jafn ástrik og innileg sem þeirra var. Eftir að heilsan brast, var Magnús vermdur ástúð og um- hyggju sona og tengdadætra fram á síðustu stund. Var það honum mikill styrkur í hinu þunga striði, er hann háði síðustu mánuðina unz yfir lauk. Eftirlifandi börn Magnúsar og Sigurbjargar eru öll myndarfölk og mannkostamenn. Eru þau talin í aldursröð: 1. Ragnar, löggiltur endurskoðandi, kvæntur Gróu Bæringsdóttur. 2. Sigurður, heild- sali, kvæntur Guðrúnu Lilju Hall- dórsdóttur. 3. Magnús, fulltrúi, kvæntur Hansínu Sigurðardóttur. 4. Ester, húsfreyja i Ástraliu, gift Ingvari Magnússyni, auglýsinga- teiknara. Magnús frá Ketu var um margt eftirminnilegur maður. Hann var gæddur góðri greind eins og hann átti kyn til. Skapgerð hans mun hafa verið nokkuð stórbrotin, en framkoman jafnan drengileg og hrein. Tryggð hans og vinfesta var ekki eitt í dag og annað á morgun. Um flest var hann stað- fastur og traustur sonur sinnar stéttar, sinnar þjóðar. Verk hans voru mikil, meðan kraftar entust, og hlutur hans í þjónustunni við lifið því orðinn hár að leiðarlok- um. Það er því i öruggri trú á lífið, sem var, og lifið, sem kemur, að vér vinir hans og samferða- menn fylgjum honum í anda á leiðina heim héðan. Jón Skagan KORATROIn buxur. Þœr þarf aldrei að pressa. Þessar buxur virðast vera eins og allar hinar. Þœr eru það ekki. Þetta eru

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.