Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 36

Morgunblaðið - 18.02.1975, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 r~\ 4»^«/ #TÆ il líl W9 Piltur og stúlka við af þess háttar, og sat við sinn keip. Illa þótti Bjarna það fara, en lét þó svo standa. Bjarni átti systur, er Björg hét; hún var ekkja og auðug vel; hún bjó í Skagafirði á bæ þeim, sem heitir V ...; hún hafði átt dóttur eina barna en misst hana unga. Einu sinni kom Björg í kynnisferð til bróður síns í Tungu og dvaldist þar nokkrar nætur; það var seint á engjaslætti. Sigríður gekk að venju með griðkonum á engjar, fór snemma á stað á morgnana en kom seint heim á kvöldin, og sá Björg hana ekki tvo fyrstu dagana, sem hún var í Tungu, enda var henni ekki fram haldið. Þriöja daginn var veður gott og var bundið af engjunum, og fór Sigríður á milli, en Bjarni var við tóftina og tók á móti. Björg settist á garðvegginn og þótti gaman að tala við bróöur sinn; og er Sigríður kemur með fyrstu verðina, víkur hún talinu til hans og segir: Þarna áttu laglega stelpu, Bjarni bróðir. Hvað kemur til, að þú hefur ekki sýnt mér hana? Hún hefur aldrei verið heima, hróið. Ég þóttist undir eins þekkja á henni ættarmótið okkar; láttu mig sjá þig, stelpa mín! Þú hefur svip af henni Steinunni minni heitinni utan á vangann og ennið ekki ólíkt heldur, en augun hefurðu úr henni móður okkar sælu. Og eftir henni heitir hún líka, sagði Bjarni. Það má og á sjá, að það mun vera móðurnafnið okkar og eftirlætisbarnið þitt, sagði Björg og glotti við. HÖGNI HREKKVÍSI Og ekki sér það nú á henni; það getur aldrei orðið maður úr henni, hróinu, meðan hún er hér; hún lærir ekki svo mikið em að búa til utan á sig spjör eða gjöra graut í ask; ég hef oft óskað mér, að hún væri komin til þín, systir góð. Björg þagnaði við um stund, en segir þó um síðir: Jæja, láttu hana þá fara til mín eitt ár, stelpuna. Þarna áttu laglega stelpu, Bjarni bróðir. Bjarna þótti nú vel skipast, og er það af ráðið, að Sigríður færi þegar norður með Björgu; en ekki lét Ingveldur sér mikiö um finnast og grét mikið, þegar þær skildu, mæógurnar; sagði hún þá, að Sigríður alltaf hefði verið augasteinninn sinn og eftirlætið. Sigríöur fór að V... með föðursystur sinni; hjá henni var hún þrjá vetur; féll Björgu því betur við hana sem þær voru lengur saman; sá hún, að Sigríð- ur var mesta konuefni, og lagði því alla alúð á að kenna henni allar þær hannyrðir og menntir, sem vel sæma göfgum konum; nam Sigríður allt fljótt og vel, því bæði hafði hún góðar gáfur og stillingu til að taka áminningum systur sinnar; kom svo að síðustu, að Björg lagði svo mikla ást á hana sem hún hefði verið dóttir hennar; gleymdi hún nú að mestu missi dóttur sinnar og þótti sem hið auða skarð væri bætt, þar sem Sigríður var. Hún arfleiddi Sigríði aó öllum FEROIIMAIMD IVIeÖthof^unkoffiiiu Nýtt safn opnað t aprflmánuði næstkomandi verður opnað í Óðinsvéum" safn sem Danir eru sannfærðir k um að draga muni til sfn mik-| inn fjölda gesta, ekki færri en H.C. Andersens-húsið þar f bæ. Þetta nýja safn er járnbrauta- safn. Þar verða hreinir dýr- gripir segja dönsk blöð. Nefna má sem dæmi að f safninu verða gamlir eimreiðarvagnar mcð konunglegum innrétting- um, þar verða svonefndir tveggjahæða vagnar og þar verður að finna eimreiðar- vagna með tréhjólum. — Það virðist vera sem for- stjórinn sé að reka Olsen — Hvenær ætlarðu að læra að neita nábúunum um fán.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.