Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.02.1975, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRUAR 1975 37 Maria Lang: Morö ö kvenréttindaraðstefnu Jöhanna Kristjönsdöttir 'öýddi 45 — Sama er mér. Hún segir þetta óvinsamlega og hvarflar augunum að bók sem hún hefur verið að lesa. Þar sem gestur hennar skeytir engu um þessa bendingu, andvarpar hún og leggur hana frá sér á borðið. Svo segir hún allt í einu upp úr eins manns hljóði. — Ég hef ekki neitt að segja. Ég veit ekkert um morðið. Ég veit ekkert um Betti. Mér líkaði ekki við hana og ég þekkti hana ekki — Enda þótt þér þekktuó hana ekki, vissuð þér engu að síður dálitið um hana, sem skiptir veru- legu máli til lausnar morðgát- unni. Og þetta skiptir raunar svo miklu máli að ég velti því fyrir mér, hvers vegna þér hafið ekki fyrir æðalöngu skýrt lögreglunni frá þvi. — Hva . . . hvað eruð þér að gefa í skyn, lögregluforingi? — Ég er að gefa í skyn að Betti Borg brá fyrir sig bragði sem var bæói ógeðslegt og hættulegt. Hættulegt henni og hættulegt þeim sem það bitnaði á. Hún var fjárkúgari, fröken Nyren OG ÞAÐ VITIÐ ÞÉR OSKÖP VEL! ÞVl AÐ ÞÉR VORUÐ SU SlÐ- ASTA SEM HUN REYNDI ÞESSI BRÖGÐ VIÐ . . . — Þetta . . . þetta er fáránlegt. Alveg hreinasta della. Hvers vegna hefði hún . . . átt að beita mig fjárkúgun? Ég hef ekkert . . . að fela eða vera hrædd við. Og ég á enga peninga . . . svo að það hefði fært henni litið i aðra hönd. — Viljið þér að ég tæti neitun yóar í tætlur, fröken Nyren. Þér segist ekki hafa neitt að fela. En það er einmitt skýringin á sér- kennilegri framkomu yðar upp á síðkastið, þér hafið skammast yðar . . . alveg niður í tær og það Hún er ekki tiltakanlega smávaxin — en ég sendi hana yfir til þfn strax. er út af fyrir sig virðingarvert. Þér hafið verið eirðarlaus, tauga- óstyrk, hrædd og mædd. Gagnvart Louise Fagerman, sem hefur sett yður upp á stall og litið upp til yðar í barnslegri aðdáun. Þér hafið verið óþolinmóð við hana og eins og þér sögðuð sjálfar við mig, verið mjög andstyggileg við hana, ekki vegna þess að HUN fór í taúgarnar á yður, heldur vegna þess .að VOND SAMVIZKA yðar sjálfrar angraði yður takmarka- laust í hvert skipti sem þér hittuð hana og hún var alltaf söm og jöfn i hrifningu sinni á yður og tak- markalausri einlægni í yðar garð. Og að vera andstyggileg við konu eins og hana hlýtur að vera svipað og að sparka í saklausan hvolp Eva Gun dregur andann ótt og títt, hún er mjög æst og hann veit að henni er órórra en nokkur gæti lýst með orðum. — Og að segja að þér hafið ekkert að óttast — því trúi ég nú ekki. Ég hef persónu- lega orðið vitni að því, hvað þér eruð hrædd við óþægilegt orðspor sem gæti skaðað yður hjá kjós- endum yðar og innan flokksins. Þér eruð sannast sagna alveg log- andi hrædd við hneyksli, sem gæti svipt yður dýrlingsljómanum og eyðilagt það orð sem af yður fer. Og þér eruð vissulega ekki Sirica vill ekki réttarhöld ny VELVAKAIXIDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. £ „Hin gömlu kynni gleymast ei“ Guðrún Ólafsdóttir hringdi og bað okkur að koma á framfæri þakklæti til umsjónarmanna þáttarins „Hin gömlu kynni gleymast ei“. Guðrún sagðist ætíð hlýða á þennan þátt, sér til mik- illar ánægju. Sérstaklega sagði hún að sér hefði fundizt mikið til um söng Elísabetar Einarsdóttur í þættin- um fyrir skömmu, en Elísabet er 78 ára gömul. 0 Trúboðsleiðangrar konungs norðursins Skúli Ólafsson, Klapparstig 10, skrifar: „Magnús Eiriksson minnis- skjöldur varð konungur yfir Noregi, Svíaríki og Gotlandi 1320, þá 5 ára gamall. Þessi barnungi konungur var mjög að skapi ráða- manna í Noregi þar til 1336, en þá lét hann krýna sig i Svíþjóð. Erki- biskup í Noregi og aðrir ráða- menn þar sættu sig ekki við þessa krýningu, þar sem ekki var haft samráð við þá. Svo er að sjá, að Magnús konungur hafi ekki náð sættum við Norðmenn, þrátt fyrir sáttafund í Bóhúsléni 1339. Is- lendingar virðast hafa fylgt Magnúsi konungi, þegar Norð- menn snerust gegn honum 1336, og voru íslendingar þegnar hans allt til dauðadags hans 1375. Fyrst 1378 var Hákoni svarið land á Islandi. Magnús lét byggja skrautlegar kirkjur i Svíþjóð og lét semja lögbók fyrir Svia, 1346, en þar vantar kirkjubálk, vegna ágrein- ings Magnúsar við kirkjuna. Mikið umrót varð í Evrópu, þegar svartidauði herjaði þar 1347—49, og Magnús Eiríksson virðist hafa tekið miklum sinnaskiptum. Hann sættist við Norðmenn 1350, og skipaði barnungan son sinn, Hákon, konung yfir Noregi og annan son sinn, Eirík, yfir Svía- riki, en sjálfum sér ætlaði hann til rikis Hálogaland, Island, Færeyjar og Hjaltland. Konungs- riki norðursins. Arið 1351 för Magnús konungur norðursins í trúboðsstrið til Rúss- lands og hafði ætlað að leiða Rússa til almennilegrar trúar. Lið hans vann nokkrar borgir, en ekki vannst meira. I liðinu var Bjarni frá Bjarkey. Magnús sneri þá liði sinu til Eistlands, en þar stöðvaði páfinn hernaðinn þar sem þýsku musterisriddararnir i Eistlandi voru þegnar páfans. Páfastóll hefur viljað hagnýta sér, þennan trúboðsáhuga Magnúsar konungs og beint hon- um I aðra átt þ.e. til vesturheims. Til er afrit af skipunarbréfi Magnúsar konungs til Páls Knúts- sonar dags. i okt. 1354, um að útbúa trúboðsleiðangur til vestur- heims, og má telja öruggt, að Gyrðir- Skálholtsbiskup, sem dvaldi erlendis 1355—57, hafi verið hafður með i ráðum um þennan leiðangur. Til þess að afla fjár í þennan leiðangur hefur Is- land ekki gleymst. Island var fjöl- mennast af löndum konungs norðursins, þar sem svartidauði hafði ekki komið hingað. Árið 1358 fóru sendimenn erki- biskups og fjórir fulltrúar Magnúsar konungs um allt Island, aflandi og heimtandi Reninga af lærðum og leikum, sem þeir kunnu að fá. Átti undir þessu að standa landsfólkið og þyngt með þessum afdrætti. Að lokinni þess- ari innheimtu fór Gyrðir biskup og Andrés í Mörk (einn af rukkurum konungs) og margir aðrir frá landi, en skipið sökk við Vestmannaeyjar. Allir hlupu í bát. Tók báturinn fjóra tugi manna, með jarteikn hins heilaga Þorláks, en báturinn var ei vanur að bera meir en 25. Kistu heila rak upp á Eyrum, er i var brennt silfur Skálholtskirkju, og biskupsskrúði Skálholtsbiskups, en í stað' hins sokkna skips kom annað stærra. 1360 kom út Ormur langi í Hvalfirði. Átti hann Ólafs- súðina, var það allra skipa stærst (og gagnauðugt af öllum hlut- um). Það sumar fór utan Gyrðir biskup og Helgi ábóti og fimm sæmilegir prestar með Ormi langa og nærri átta tugir manna (valið lið). Hyggja menn að þetta skip hafi farist. 0 Herveldið í Mexiko Þegar athuguð er saga Ameriku, er það áberandi að í Mexiko ris upp voldugt herveldi við komi MERKI-ka (merkis- manna) 1376, sem sver sig mjög í ætt við riki musterisriddara í landinu helga, eftir 1099 þegar krossfarar hertóku Jerúsalem. Þessu liði stjórnaði Acama-pichli (áfatla-pisKGyrðir?)). Eyja i Texcoco-vatni að nafni Tenocht- itlan (steinótta-Island?) kennd við þjóðsögulegan patriarka (þ.e. Pétur postula) varð öflug hernaðar- og trúboðsbækistöð. Aðalguðinn var Hvit-zilo-pochli. Hinn mikla anda Silo, sem var svo áberandi i Ameríku, telur Tryggvi Oleson vera heilagan anda kristninnar. Hviti Kristur, heilagur andi og postulinn gæti verið hinn þrieini guð, en ásamt honum var dýrkun á Tlalok (Þorláki?) mest áber- andi, og bestur til áheita. Tenochtilan var líkt við glæstustu borg Evrópu þ.e. Feneyjar, og hinir strangtrúuðu Spánverjar töldu sig hafa kristnað 9 milljón Mexiko-manna á aðeins 15 árum, en það fólst í því að i stað Hvitzilo- pochli kom Kristur en Maria mey í stað Tlaloks (Þorláks helga), Mexikomenn minntust AZTREKKA (Austrekka) með þvi að kenna Olympiuleikvanginn við þá og á annan hátt. % Leið Gyrðis til Tenochtitlan Vesturbyggjar á Grænlandi höfðu búið í yfir 350 ár þar, þegar þeir gáfust upp á að vera leigu- liðar Garðastóls, og fluttust til meginlands Ameríku til þess að sameinast frændum sinum þar (e.t.v. afkomendum húskarla Guðmundar góða við Rauðá). Margt bendir þó til þess, að íbúar Vestribyggðar hafi setzt að við vötnin miklu, Chippewa (skipa- ver=sjómenn) voru taldir um 20.000 á 17. öld og komust mjög fljótt í samband við hvíta menn og fengu skotvopn hjá þeim, en seldu þeim grávöru. Miðstöð grá- vöruviðskiptanna var eyja að nafni Michili Maki-nae, nú Mackinac, kunnur sumardvalar- staður við mynni Michiganvatns. Michili þýðir mikli en Maki-nac þýðir skjaldbaka, en máki á ís- lensku er sels-hreyfi, og mætti líkja stúttum fótum skjaldbök- unnar viö hreifa. Jafnvel þó að Gyrðir hafi upphaflega ætl- að ser að hafa samband við fyrrv. ibúa Vestribyggðar þá eru litlar líkur til þess, að það tækist ef hann var á hraðri ferð, vegna þess hve dreifðir þeir voru og án allrar yfirstjórnar. Hins vegar gæti hann haft haft samband við Arapaho við Rauðá, og þeir hafi farið með Gyrði suður með Kletta- fjöllum suóur til Colorado. Frá Denver er farið vestur að Colorado-fljóti, þar er fjall Uncom-phagre (fagri,) en frá fornu fari hefur verið farið á flek- | um niður Colorado-fljót þó erfitt ■ sé. Colorado-fljót fellur I Kali- * forníuflóa og suður og austur af I flóanum fellur fljót úr Mexico- | dalnum. Kensington rúnasteinn- . inn með ártalinu 1362 gæti verið I JOHN Sirica dómari hefur visað a bug tilmælum um að ný réttar- höld fari fram í málum mann- anna sem voru fundnir sekir í Watergate-réttarhöldunum eða að þeir verði sýknaðir. Dómarnir verða kveðnir upp á föstudaginn. John Mitchell, fv.dómsmálaráð- herra, á yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsi og 37.000 dollara sekt, H. R. Haldeman, fv. starfsmannastjóri, allt að 25 ára fangelsi og 21.000 dollara sekt, John Ehrlichman, fv. ráðunautur í innanlandsmálum, allt að 20 ára fangelsi og 35.000 dollara sekt og Robert Mardian, fv. aðstoðar- dómsmálaráðherra, allt að fimm ára fangelsi og 10.000 dollara sekt. Sirica dómari sagði að hann gæti ekki fallizt á þau rök lög- fræðinga sakborninganna að sekt sakborninganna væri ekki nógu mikil til að réttlæta dómana um sekt þeirra. Hann sagði að ekki hefði verið sý»it fram á að ný réttarhöld mundu þjóna málstað réttlætisins. Dómarinn vitnaði i ummæli sækjendanna í Watergate-málinu þess efnis að kviðdómurinn í réttarhöldunum hefði verið já- kvæðari í garð sakborninganna en stjórnarinnar. Hann afgreiddi beiðnina um ný réttarhöld með greinargerð og yfirheyrslum þótt hann þurfti þess ekki lögum sam- kvæmt. Verjendur sakborninganna hafa gagnrýnt hvernig kvið- dómurinn var valinn. Sirica sagði að hann hefði verið valinn með sömu aðferðum og í öðrum réttar- höldum. Talið er að áfrýjunarréttarhöld taki eitt ár og allan þann tima munu sakborningarnir ganga lausir. frá þessari ferð Gyrðis og einnig | r viggirt þorp við Pierre, nú undir | _ 1 V111 vatni. m Hudson, sem Hudsonflói er kenndur við, var kunnur af því að taka tillit til ráðlegginga inn- fæddra manna, þegar hann kannaði Hudson-fljót norður af New York 1609 og telja má víst, að hann hafi einnig farið eftir upplýsingum sem hann fékk á Grænlandi I leit að siglingarleið, svokallaða norð-vesturleið til Asiu, en hann sigldi inní Hudson- flóa og suður með austurströnd flóans allt til botns, en skipshöfn- in gerði uppreisn vorið eftir og skildi hann eftir þar. Þessi sigling Hudsons suður bendir til að sú leið hafi verið vel kunn á Græn- landi, og má gera ráð fyrir að Vesturbyggjar hafi farið þá leið 1342 og Gyrðir á Ólafssúðinni 1360 I leið af þeim. Sigla má allt upp að Martinsfossum í Albany- fljóti, sem eru skammt fyrir norðarn Mestavatn (Superior) en frá Mestavatni vestur að Rauðá hafa fundist þó nokkur vopn, sem | voru mjög áberandi í krossferð- > unum þ.e. bryntröll eða atgeirar • (halbord). | Skúli Ólafsson. Framhald af bls. 16 einhver kemur of sent eða steingleymir stefnumóti, sem gerist þvi miður alltof oft, ell- egar húsmóðirnin stingur af með elskhuga sinum, ellegar hundurinn gerir þarfir sínar á nýtt teppi — þá er þetta ætið viðkvæðið, nema setningin er svona í Vin: Do kann ma halt nix moehen! Að baki liggur vissulega samkennd, afsakandi heimspekilegt viðhorf til hlut- anna og bendir tii hlutleysis og veikleika — enda eru það tveir kunnir eiginleikar í fari austur- rikismanna. 0 Útgáfuréttur aö ljóöum Davíðs Stefánssonar Halldóra Þorvaldsdóttir skrif- aði Velvakanda og bað um upplýs- ingar um það, hver ætti útgáfu- réttinn að ljóðum Davíðs Stefáns- sonar frá Fagraskógi. Tilefni fyr- irspurnarinnar mun vera ummæli Árna Kristjánssonar i viðtali, sem Gunnar Stefánsson átti við ha’nn, en viðtalið var liður í dagskrá útvarpsins vegna 80 ára afmælis skáldsins nú fyrir skönimu. Við höfðum samband við — Ræða Töfbens Framhald af bls. 5 verðlauna Norðurlandaráðs. Þar er Harri Salminen einnig aðalpersónan. Nú má sjá, að skáldsagan tekst á við alls- herjaruppgjör við timabil átaka í sögu Finnlands; átaka, sem nú er haldið áfram með leyndari hætti á Norðurlöndum og i Evrópu. Ég vil leggja á þaó áherzlu, að það er listræn heild skáldsögunnar, sem gefur henni sérstakt afl og forgang umfram þær mörgu skýrslur stjónmálalegs raunveruleika, sem liggja á borðum fulltrúa Norðurlandaráðs. Mál hennar, svo nátengd raunveruleikan- um, áþreifanleg tilvera hennar sem mótaðrar lífsmyndat; túlkun hennar á þvi, sem er og á hinu mögulega, sýnir, að póli- tik getur verið slæm list og að list getur verió möguleg pólitík. Hér í islandinu óska ég Hannu Ragnar Jónsson forstjóra Helga- fells, sem gefur út verk Dav[ðs. i Sa.lama til hamingju meó verð- Ragnar sagði, að börn Stefáns j launin fyrir þetta verk unt það, Stefánssonar frá Fagraskógi, I sem kemur undan snjónum og bróður Daviðs, ættu útgáfurétt- | þá mögulegu pólitík, sem leiða kann af fundi með listinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.