Morgunblaðið - 18.02.1975, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. FEBRÚAR 1975
39
Valur kærir leik-
inn gegn Armanni
VALUR hefur ákveðið að kæra leik sinn við Ármann í I. deild karla í
handknattleik sem fram fðr á sunnudagskvöldið, og lauk með sigri
Ármanns 19:16. Verður kæran lögð fram I f dag.
Að þvi er Stefán Sandholt, formaður handknattleiksdeildar Vals,
tjáði Mbl. i gærkvöldi, er leikurinn kærður á þeirri forsendu, að einn
leikmanna Ármanns, Pétur Ingólfsson, hafi leikið með 2. flokki aðeins
3 klukkutimum og 35 minútum áður en 1. deildar leikurinn fór fram,
en 4 tímar verða minnst að líða milli slíkra leikja. Að sögn Snorra
Kjartanssonar, formanns handknattleiksdeildar Ármanns, telja Ár-
menningar sig hafa fyrir því sannanir, að einn leikmanna Vals, Bjarni
Guðmundsson.hafi leikið með 2. flokki 3 klukkutímum og 58 mínútum
áður en umræddur leikur fór fram, og sé hann því einnig ólöglegur.
Kvað hann Ármenninga einnig leggja fram kæru ef Valur kærði.
— Loðnunætur — Skákin
Framhald af bls. 40
bátar, sem voru komnir lengra
með að draga, þegar veðrið
skall á, sluppu betur, en sumir
urðu samt fyrir miklu tjóni.
Við náðum í gær tali af
Guðmundi I. Guðmundssyni,
skipstjóra á Hugni frá Vest-
mannaeyjum, þar sem hann
var í Eyjum og beið eftir að
losna við 180 lestir af loðnu,
sem skipið var með og skipta
um loðnunót.
Guðmundur sagði, að þeir
hefðu verið að draga nótina
um 9 mílur austur af Ingólfs-
höfða um kl. 16 í fyrra-
dag og þá hefði veður ver-
ið skaplegt og vindur stað-
ið af ASA. „Sfðan skall á
eins og hendi væri veifað
vestan ofsaveður og veð-
urhæðin strax orðin 12—14
vindstig. Við á Hugni og Erni
vorum nýbúnir að kasta og rétt
byrjaðir að draga. Veðurhæðin
varð strax svo mikil að við
réðum ekki neitt við neitt, og
eftir nokkra stund urðum við
að losa okkur við það sem úti
var af nótinni ef ekki átti verr
að fara, en hún tók mikið f
bátinn. Við höfðum náð inn
svona H af nótinni."
Þá sagði Guðmundur að nót
eins og þeir hefðu verið með
kostaði ný um 15 mitljónir
króna. Utgerðin ætti gamla
loðnunót og myndu þeir taka
hana um borð til að byrja með.
Huginn átti að fá löndun f
Eyjum f nótt og Örn lá þar
ennfremur, með sfna nót
ónýta.
— Matthías Á.
Mathiesen
Framhald af bls. 40
stundu ekki tekið neinar
ákvarðanir um frekari fjár-
öflun. Fjárl'aga- og hagsýslu-
stofnun hefur að undanförnu
unnið að greinargerð um áhrif
gengislækkunar á útgjöld ríkis-
sjóðs. Sú greinargerð liggur nú
fyrir. Þá hefur Þjóðhagsstofn-
un unnið að endurskoðun á
tekjuáætlun rikissjóðs miðað
vió breyttar aóstæður. Þær
upplýsingar munu liggja fyrir í
dag. Þá verður hægt að átta sig
betur á, hvernig dæmið litur út.
En i þessu sambandi vil ég
minna á, að fyrir nokkrum
vikum skipaði ég fimm starfs-
hópa til þess að gera tillögur
um mjög víðtækar endurbætur
á skattalöggjöfinni. Þeirri til-
lögugerð verður hraðað eins og
unnt er.
— Hvenær má búast við til-
lögum ríkisstjórnarinnar um
nióurskurð á útgjöldum hins
opinbera?
— Það má vænta þess í fram-
haldi af þeirri endurskoðun,
sem áður er vikið að á tekjum
og gjöldum ríkissjóðs, að öll út-
gjaldaáform hins opinbera
verói tekin til skoðunar og að
þvf stefnt að draga úr útgjöld-
um. Ennfremur verður gerð
mjög ítarleg skoðun á útlána-
áformum fjárfestingarlána-
sjóða og þess vænzt, að sveitar-
félögin stilli í hóf sínum út-
gjöldum, sagði Matthías A.
Mathiesen, fjármálaráðherra.
Framhald af bls. 40
mundur Sigurjónsson meðal þátt-
takenda. D-mótið verður svo að
öllum lfkindum haldið f Júgó-
slavíu.
Gunnar Gunnarsson sagði að
lokum, að mikill áhugi væri fyrir
því hjá skákforystunni að halda
svæðamót hér á landi. Arið 1975
væri afmælisár skáklistarinnar á
íslandi, 75 ár væru liðin frá stofn-
un Taflfélags Reykjavíkur og 50
ár frá stofnun Skáksambands Is-
Iands.
— Danir
Framhald af bls. 40
og að hann hafi jafnvel í hyggju
að hætta alveg ræktun hans. Þvi
sé ekki úr vegi að rita honum bréf
og spyrjast fyrir um það hvort
hann hafi áhuga á að selja allan
silunginn til Danmerkur. Segir í
bréfinu, að danska fyrirtækinu sé
vel kunnugt um hreysti stofnsins
og að regnbogasilungssjúkdóm-
arnir IPN og Egtved-virus finnist
ekki á tslandi.
I lok bréfsins er Skúli beðinn
að hugleiða þetta tilboð vel og
senda hinu danska fyrirtæki upp-
lýsingar um silungsmagnið, stærð
fiskanna og verðhugmyndir.
— Skák
Framhald af bls. 1
Þó að Fischer hafi fengið
vilja sinum framgengt hvað
varðar keppnisstað er þó annað
deilumál hans og FIDE enn
óleýst, þ.e. um tilhögun ein-
vígisins, og óvist er hvort ein-
vígið, sem ráðgert var að hæfist
1. júni n.k., verður teflt yfir-
leitt.
Á blaðamannafunainum í
Amsterdam í dag, sagði
Prentice ástæðuna fyrir því að
FIDE samþykkti val Fischers á
Manila vera, að skáksamband
Filipseyja hefði ekki aðeins
boðið 5 milljónir í verðlaun til
keppendanna, heldur 150.000
dollara til viðbótar sem skipt
yrði á milli FIDE og nýstofnaðs
sjóðs sem ætlað er að efla skák-
iðkun í löndum þar sem skák er
enn ekki útbreidd.
FIDE, sem vitað er að á i
fjárhagskröggum, mun fá um
80.000 dollara en sjóðurinn um
70.000. Prentice tók undir ásak-
anir Sovétmanna um að heims-
meistarakeppnin sé að verða
eins konar peningalegt uppboð,
og sagði Verðlaunafé Filipsey-
inga keyra úr hófi og gæti haft
alvarlegar afleiðingar, en bætti
hins vegar við að FIDE væri
ekki vel statt.
„Stighækkun verðlaunafjár-
ins til heimsmeistarakeppn-
innar hefur verið hvorki meira
né minna en furðuleg," sagði
Prentice. Fyrir sex árum voru
verðlaunin um 2.000 dollarar. I
Reykjavík fyrir þremur árum
voru þau orðin 270.000 dollarar.
Hann kvað það geta orðið erfitt
að fá raunhæf tilboð i framtfð-
inni með þessu áframhaldi.
Prentice neitaði þvi að ástæð-
an fyrir valinu á Manila væri sú
að reyna að fá Fischer til að
verja titil sinn.Hann kvað mót-
mæli Ryndins vera formlega
réttmæt, en sagði að ákvörðun
FIDE bæri að viðurkenna, þar
eð það hefði verið óþarflega
harkalegt að sniðganga heims-
meistarann af þvi að undir-
skrift hans vantaði.
Á blaðamannafundinum
sagði Ryndin, að sovézka skák-
sambandið hefði ekki ákveðið
hvort það myndi þiggja boð um
að taka þátt í aukaþingi FIDE i
Bergen, Hollandi, 18. mars, þar
sem deiia Fischers og FIDE um
tilhögunina verður tekin fyrir.
— Oll spjót
Framhald af bls. 3
Suomen Kuvalehti. Þá var bent
á, að ljóóið væri raunar eftir
annað finnskt skáld, Toive
Penttinen að nafni, þekkt skáld
þar í landi. Salama baðst opin-
berlega afsökunar, enda getur
það hent bæði skáld og tón-
skáld að gleyma þvi að lína eða
„stef úr lagi er frá öðru skáldi“,
eins og Váánánen sagði. En
þrátt fyrir afsökunarbeiðni
Salamas linnti ekki látum og
fyrrnefnd fúkyrði voru látin
flakka i hluta finnsku „press-
unnar“. Þetta hefur dregið dilk
á eftir sér og haft mikil áhrif á
verðlaunaskáldið, auk þess sem
hann hefur átt í útistöðum við
flokksbræður sina i finnska
Kommúnistaflokknum vegna
verðlaunabókarinnar. Sérstak-
ur hópur þröngsýnna kreddu-
trúarmanna innan flokksins
hefur gagnrýnt hann harðlega
og aukið á erfiðleika hans.
Verðlaunaskáldið finnska hef-
ur þvi átt í vök að verjast á
heimavígstöðvum.
Þess má geta, að hvergi á
Norðurlöndum, jafnvel ekki á
Islandi, eru pólitiskar deilur
jafnmiklar og andstæóur jafn-
skarpar og í Finnlandi, eins og
einn helzti stjórnmálamaður
Norðmanna sagði vió
blaðamann Morgunblaðsins.
— Fárviðrið
Framhald af bls. 2
legu f kring um húsin. Við vorum
að ljúka við að bera sementspoka
inn í mitt hús þegar þakið fauk af
húsi Sigurþórs með fyrrgreindum
afleiðingum. Það kom svífandi
um 80 metra áður en það skall
niður að hluta til á mitt hús, en
mest á hlaðið þar sem steypuvél
stóð og við höfðum einmitt verið
að bera sementspoka frá. Við
komust ekki inn i húsið, en leituð-
um skjóls í smá skoti við húsið og
það dugði. Þakið kastaði steypu-
vélinni marga metra og kurlaðist
þarna á hlaðinu að mestu leyti.
Ein hliðin á húsinu lagðist niður.
Það er því um feikilegar skemmd-
ir að ræða á húsi Sigurþórs, en
hann mun ætla að reyna að
byggja það upp aftur. I mínu húsi
brotnuðu einnig tvær rúður og
nýlegur bfll, sem ég á, stór-
skemmdist er þakhluti lenti á hlið
hans. Þegar þakið hafði skollið
niður eftir 80 metra flug og
kurlazt, fauk hluti þess áfram nið-
ur í fjöru eða alls um 150 metra
vegalengd."
Á Eiðum fauk sendiloftnet út-
varpsins um koll, en búið var að
reisa það aftur í gær. Við Hafnar-
múlann á Patreksfirði fauk jeppi
út af og var í honum einn maður.
Jeppinn valt þrjár veltur niður
stórgrýtta urð, en maðurinn slapp
við smávægileg meiðsli og þykir
það ganga kraftaverki næst að
ekki hlauzt meira slys af.
Þá fuku þakplötur af hálfu þaki
sambýlishúss á Akranesi, en eng-
in slys hlutust þar af. Plötunum
var safnað saman og verður reynt
að nota þær aftur á þakið.
Þá var ofsarok í Vatnsdalnum,
með allra mestu veðrum, sem þar
hafa skollið yfir. Talsvert tjón
varð í stórviðrinu þar, en mest
tjón varð er þak fauk af geymslu-
húsi á bænum Asi. Eitthvað fuku
bflar til í Vatnsdalnum, en
skemmdir urðu ekki á þeim.
Einnig rauk hann hressilega upp í
Þinginu og á öxl í Þingi fauk
talsvert af heyi. Heyfúlgur fuku
einnig víða i Vatnsdalnum, en
fúlgur af heyi kalla heimamenn
það sem í sumum landshlutum er
nefnt galti eða lön. Tveir raflínu-
staurar brotnuðu að Hnausum og
rafmagnslaust varð i Vatnsdal og
Þingi um tíma s.l. sunnudag.
— Bílainn-
flytjendur
Framhald af bls. 2
um.17. febrúar 1975 að telja. Að
öðru leyti eru ákvæði reglu-
gerðarinnar óbreytt frá eldri
reglugerð um sama efni.“
Við höfðum fyrst samband við
Þóri Jónsson framkvæmdastjóra
Sveins Egilssonar h.f. Hann sagði,
að Cortina hækkaði nú úr 727 þús.
kr. í 947 þús. kr., amerískur fólks-
bill eins og Ford Granada kostar
nú 1942 þús. kr. en áður 1452 þús.
kr.
„Við bifreiðainnflytjendur
höfðum reiknað með þvi, að á
þessu ári yrðu fluttir 5000—6000
bílar til landsins, en nú er auðséð
að innflutningur verður enginn,
og það má teljast gott ef tekst að
selja þá- bila, sem þegar liggja i
landinu."
Þá spurðum við Þóri hvort
hann reiknaði með, að fyrirtækið
þyrfti að segja upp starfsfólki.
„Við höfum ekki rætt það, en eitt
er víst, að þvi verður ekki fækkað
fyrr en í síðustu lög. En útlitið
framundan er ekki bjart.“
Þá sagði hann að vörubilar
væru einnig orðnir óheyrilega
dýrir og enginn þyrfti að búast
við sölu í þeim frekar en fólksbil-
um.
„Við stöndum kannski sæmi-
lega að vígi,“ sagði Helgi Eyjólfs-
son, sölustjóri hjá Fiat,“ þar sem
við erum meó frekar ódýra bila,
en það verður ábyggilega mikill
samdráttur í sölu og ég hef ekki
trú á því að það verði fluttir inn 4
þús. bílar á árinu eins og stjórn-
völd halda fram. Ég hef ekki trú á
þvi að við þurfum að segja upp
starfsfóiki alveg á næstunni og
vonandi verður það ekki.“
Helgi sagói að nú kostaði Fiat
126 fimm hundruó áttatiu og átta
þúsund kr. Fiat 127 sex hundruð
fimmtiu og tvö þúsund krónur og
tveggja dyra Fiat 128 myndi eftir-
leiðis kosta 724 þús. kr. „Þetta
eru hroðaiegar hækkanir," sagói
Sæberg Þórðarson hjá Heklu,
„spurningin er ekki hvort sam-
dráttur verður í bílainnflutningn-
um, heldur hvort hann stöðvist
algjörlega. Ég held að stjórnvöld-
um sé óhætt að breyta fjárlögun-
um til samræmis við þetta. Það
mun teljast gott að selja 1000 bila
eða helming af þvi sem til er í
landinu."
Hann sagði að einhver breyting
yrði sjálfsagt á rekstri fyrirtækis-
ins, því sérstakir menn hefðu ver-
ið í samsetningum og við að útbúa
nýja bila fyrir kaupendur. Stjórn-
völd hefðu vel getað farið eðli-
legri leið, eins og t.d. Danir gerðu.
Þar fer innflutningstollurinn eft-
ir innkaupsverói bifreióarinnar,
þyngd og hestaflatölu. Þannig
gætu þeir, sem hefðu efni á keypt
sér dýra bila, en með þessu móti
væri flestum gert kleift að eignast
bifreið."
Hjá Sæberg fengum við þær
upplýsingar, að Volkswagen 1200
kostaði nú 910 þús. kr., Volks-
wagen 1200 L 970 þús. kr. Volks-
wagen Golf 1,1 millj. kr. og Volks-
wagen Passat 1350 þús. kr.
Asgeir Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Veltis, sagði aó
þessi síóasta holskefla þýddi
stöðvun í bílainnflutningnum.
„Það er lítil von til þess, að hægt
verði að selja 400 bila á þessu ári,
þrátt fyrir allar spár. Við höfum
ekkert rætt um að segja upp fólki,
en reksturinn á eftir að þyngjast
mikið, sérstaklega á bilaverkstæð-
inu, því bílasalan hefur borið
uppi tapið á þvi.“
„Nú kostar ódýrasti Volvo-
bíllinn hjá okkur 1870 þús. kr.,
sem þýóir að við getum ekki selt
marga bíla. Það yrði líka að
teljast mjög gott, ef hægt yrði að
selja alla þá bíla, sem nú eru til i
landinu.
Við áttum ekki beint von á
þessari ákvörðun rikisstjórnar-
innar núna, og þetta bitnar fyrst
og fremst á bílainnflytjendum og
þvi fólki, sem við þessa atvinnu-
grein starfar. Og ég er hreint ekki
viss um að öll fyrirtækin geti
staðið þetta af sér.“
Þá spurðum við Ásgeir um verð
á vörubilum. Hann sagði að eftir
siðustu hækkun kostaði Volvo F-
86, sem að vísu er nokkuó stór og
aflmikill vörubíll, 7—8 milljónir
króna.
— Kambódíuher
Framhald af bls. 38
Háttsettur hershöfðingi segir:
„Fólk vill ekki berjast fyrir lífi
hins kambódíska samfélags.“
Erlendur sérfræðingur segir
hins vegar: „Fólkið vill ekki
berjast til að styðja hástéttirn-
ar, sem að mestu leyti hafa
sloppið við tjón af völdum
fimm ára styrjaldar."
— Verkefni
Framhald af bls. 2
sem fslenzkt iðnaðarfyrirtæki
hefði átt kost á fyrir útflutning og
hér væru hundruðir milljóna í
boði, sem ætti að koma sér vel,
þegar allir gjaldeyrissjóðir væru
tómir.
Þá sagði Hreggviður, að bygg-
ing skipanna væri mjög einföld og
vel viðráðanleg fyrir íslenzkar
skipasmiðastöðvar og gæfi þeim,
sem slik verkefni fengi, öruggan
grunn til að standa á. Með rað-
smíði á átta skipum, sem í öllum
smáatriðum væru eins, fengist há-
marks afkastageta og hagkvæmni.
Skipasmiðastöð með slík verkefni
fengi þar með aukna möguleika á
að bæta verkfæra- og tækjakost
sinn til samræmis við það allra
bezta og nýjasta, sem þýddi stór-
aukna möguleika í framtíðinni. —
Við hjá Frendo-umboðinu von-
umst til, að þar með yrði opnaður
aðgangur að áframhaldandi verk-
efnum fyrir islenzka skipasmíða-
stöðvar hjá erlendum útgerðar-
mönnum eins og Fredrik Odd-
fjell, sem byggt hefur og á í bygg-
ingu fjölda skipa viða í Evrópu,
allt upp í tuttugu skip i röð, þau
stærstu átta þúsund tonn. Það
yrði því mikil Iyftistöng fyrir
islenzkar skipasmíðastöðvar, ef
þær kæmust inn i hringiðu heims-
viðskiptanna, þar sem verkefni
eru næg, ef rétt er á málum
haldið.
— Sjö sóttu
Framhald af bls. 2
Um Njarðvikurprestakall var
einn lumsækjandi, séra Páll
Þórðarson á Neskaupsstað. Um
Fellaprestakall i Breiðholti
sótti einn prestur, sr. Hreinn
Hjartarson, sendiráðsprestur í
Kaupmannahöfn. Um Raufar-
hafnarprestakall var einn um-
sækjandi, sr. Kristján Valur
Ingólfsson, settur sóknarprest-
ur þar. Um Staðarfell i Þing-
eyjarprófastdæmi sótti einn,
sr. Jón Aðalsteinn Baldvins-
son, settur prestur þar. Um
starf sendiráðsprests i Kaup-
mannahöfn sóttu tveir, sr. Jó-
hann S. Hlíðar prestur í Nes-
sókn i Reykjavík og sr. Ingólf-
ur Guðmundsson, lektor. Um
starf aðstoóaræskulýðsfulltrúa
sótti einn, Jóhannes Tómasson
nemandi í Kennaraháskólan-
um.
Engir umsækjendur voru
um eftirtalin prestsembætti:
Vestmannaeyjar, Bólstaóar-
prestakall i Húnavatnsprófast-
dæmi, Sauðlauksdalspresta-
kall í Barðastrandarprófast-
dæmi, Arnesprestakall í Húna-
vatnsprófastdæmi, Bergþórs-
hvolsprestakall i Rangárvalla-
prófastdæmi og embætti far-
prests.
— Olíuleitin
Framhald af bls. 15
menningarhefð, sameiginlegri
afstöðu til réttarfars og lög-
bundinnar skipulagningar og
þróunar, og á sameiginlegum
skilningi á manngildi og rétt-
indum einstaklingsins. I
öryggismálum hefðu þau
gengið hvert sína leið en það
kæmi ekki i veg fyrir áfram-
haldandi samstarf þeirra á
öðrum sviöum. Að því er sam-
vinna vió Sovétríkin áhrærði,
kvað Hernelius alla vilja hana
góða, en Sovétríkin væru ekki
eitt Norðurlandanna.