Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. MARZ 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 | STAKSTEINAR Gegn hagsmunum launþegasamtakanna Með degí hverjum verður klofningurinn f Alþýðubanda- laginu augljósari. Á fundi borgarstjórnar sl. fimmtudag bar fulltrúi Alþýðubandalags- ins fram tillögu, sem miðar að þvf að draga fé frá atvinnu- rekstrinum til opinberra fram- kvæmda og draga þannig úr möguleikum verkalýðshreyf- ingarinnar til þess að ná fram kjarabótum fyrir launafólk. Aihyglisvert var, að borgarfull- trúi Alþýðuflokksins lét tæla sig til fylgis við þessa tiliögu, en hún er svo fráleit, að jafnvel borgarfulltrúar Framsóknar- flokksins gátu ekki fylgt henni og er þá mikið sagt. Tillagan miðar að því að skora á Alþingi að hækka aðstöðugjöld og fasteignaskatta á húsnæði fyrirtækja. Mark- miðið er það að draga nær 1000 millj. kr. frá atvinnurekstrin- um til þess að standa undir opinberum framkvæmdum borgarinnar. Þetta gerist á sama tíma og verkalýðshreyf- ingin er að knýja á um kjara- bætur f formi skattalækkana, þar sem öllum er Ijóst, að at- vinnuvegirnir rfsa ekki undir almennum kauphækkunum. Forystu verkalýðshreyfingar- innar er það Ijóst, að kjarabæt- ur nú verða að hluta til að koma fram með þessum hætti, þar eð atvinnufyrirtækin ráða ekki við þær kjarabætur, sem nú eru nauðsynlegar. Á sama tfma ieggja fulltrúar Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins til að enn verði dregið úr möguleikum at- vinnufyrirtækjanna til þess að fallast á kauphækkanir til þess að unnt verði að auka opinber- ar framkvæmdir um nær 1000 milljónir króna. Tillöguflutn- ingur af þessu tagi við núver- andi aðstæður þjónar engum öðrum tilgangi en þeim að gera forystumönnum launþegasam- takanna erfiðara fyrir að knýja á um kauphækkanir. Einsog sakir standa hljóta flestir að gera sér grein fyrir þvf, að miklum mun skynsam- legra væri að bæta launakjörin, ef atvinnureksturinn væri af- lögufær, heldur en að færa 1000 millj. kr. frá atvinnu- vegunum til þess að standa undir opinberum framkvæmd- um. Þessi staðreynd Iiggur í augum uppi og næstum kyn- legt, að fulltrúar þessara tveggja stjórnmálaflokka skuli flytja tillögu, sem gengur með svo augljósum hætti gegn hags- munum launþegasamtakanna. Klofningurinn kemur fram Skýringarnar á þessum furðulega málfiutningi borgar- fulltrúa Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins má augljós- lega rekja til þess djúpstæða klofnings, sem átt hefur sér stað í báðum þessum flokkum. Að undanförnu hefur Þjóðvilj- inn birt hatrammar árásir á forystumenn Alþýðubandalags- ins f verkalýðshreyfingunni og forseta Alþýðusambandsins fyrir það að vilja ekki endur- taka kjarasamningana frá því f fyrra, sem Eðvarð Sigurðsson sagði að hefðu verið „nöturleg- ir“ fyrir láglaunafólkið f land- inu. Ástæðan fyrir fylgi Björgvins Guðmundssonar er af sama toga spunnin. Hann hefjiL farið halloka innan Alþýðuflokksins og féll sem kunnugt er f flokksstjórnar- kjöri á sfðasta flokksþingi. Með stuðningi sfnum við þessa til- lögu borgarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins er hann vafalaust að freista þess að ná sér niðri á Gylfa og Birni Jónssyni. Þannig koma innanflokks- átökin upp á yfirborðið öðru hvoru. Það er f sjálfu sér sak- laust, en f þessu tilviki er þó um alvarleg málefni að ræða, þar sem vegið er að hagsmun- um launþegasamtakanna. Hönnun íslenzkrar ullarvöru áfátt Þetta er opna úr ftaiska blaðinu Giota, sem mru uyiega iuyuuu ug uppskriftir að fslenzkum ullarvörum, án þess að fengizt hefði leyfi hjá réttum aðilum, auk þess sem því er vfsvitandi haldið leyndu hvaðan flfkurnar væru. ® 22*0*22* RAUÐARÁRSTÍG 31 v-----——-------/ FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbikar — stationbílar — sendibílar — hópferðabilar. VILTA • LÉTTIR • PÉTTIR HUÓÐLAUSIR • TVÖFALT OLER VIOUR INNI • MÁLMUR ÚTI STILLANLEG OPNUN • ÖRYGOI NÝTTI • 6 STÆRÐIR • NÝTT ! Í'IHÍIM þakgluggar MAGNUS HEIMIR • KEFLAVÍK • SlMI (92)3075 Einbýlishús til sölu Til sölu fokhelt einbýlishús 130 fm í Kópavogi. Afhendist i ágúst. Verð 5 millj. Beðið eftir húsnæðis- málatáni. Simi 3291 3. jflor0unl)l«í>ií» margfaldar markad vðar NÝLEGA boðaði Kvenfélaga- samband Islands og samtök, sem svokallaðir „textil- hönnuðir“ hafa stofnað með sér, til fundar með fréttamönn- um. Tilefnið var að vekja athygli á miður æskilegri þró- un, sem þessir aðilar álfta að hafi átt sér stað i meðferð ís- lenzku ullarinnar, og þá fyrst og fremst lopans, undanfarin ár. Bent var á það, að fatnaður og annað, sem unnið er úr ís- lenzkum lopa, sé nú óðum að tapa sérislenzkum einkennum sínum og er því m.a. um kennt, að lopinn sé fluttur út sem hrá- efni í ríkum mæli, án þess að uppskriftir eða aðrar leiðbein- íngar um meðferð hans séu látnar fylgja vörunni þegar hún kemur í verzlánir erlendis. „Textil-hönnuðir" og Kvenfélagasambandið telja, að önnur ástæða fyrir þessu ástandi sé sú, aö starfsskílyrði lærðra hönnuða hafi ekki verið fyrir hendi hér til þessa og benda m.a. á það, að fyrirtæki, sem verzla með íslenzka ull hér- lendis, bæði sem hráefni og unna vöru, hafi engan lærðan hönnuð í sinni þjónustu. Þá telja þessir aðilar, að verð- launasamkeppnir þær, sem öðru hverju hefur verið efnt til, séu ekki tii þess fallnar að koma þessum málum í viðun- andi horf, og benda þar m.a. á það, aö í auglýsingum um slíka samkeppni hafi oftsinnis verið stuðlað að því að þátttakendur semdu af sér og afsöluðu höf- undarrétti að hugmyndum sín- um, sem þó væri kveðið á um í 10. grein höfundarlaga, sem tóku gildi árið 1972. Greinin er svohljóðandi: „Mynstur njóta verndar sem nytjalist, enda fullnægi þau skilyröum um notagildi og listræn einkenni". Fundarboðendur bentu á dæmi um þetta. Þar átti í hiut Eva Vilhelmsdóttir, sem eitt sinn tók þátt í verðlaunasam- keppni, sem íslenzkt fyrirtæki efndi til, en þar var sótzt eftir hugmyndum um fatnað úr ís- lenzkri ull. Eva sendi inn hugmynd sina aö kápu, og vann hún verðlaun i samkeppninni. Verölauna- upphæðin var 10 þúsund krón- ur, sem Eva fékk greiddar. Síðar voru framieiddar milli 80—90 þúsund kápur eftir fyr- irmynd Evu, og var varningur- inn seldur á Bandaríkjamark- aði, án þess að hönnuðurinn fengi eyri fyrir sinn snúð um- fram verðlaunin. Eva fór í mál og krafóist þess að fá prósentur af sölunni, en tapaði málinu á þeim forsendum að hún hefði afsalað sér höfundarréttinum. Hér að ofan eru myndir, sem nýlega birtust i ítölsku blaði, en myndirnar munu vera teknar í Arbæ. 1 meðfylgjandi textá eru myndirnar sagðar frá Noregi og er hvergi minnzt á að efnið í flíkunum sé íslenzkur lopi. Uppskriftir og mynstur voru prentaðar í blaðinu, en að sum- um flíkunum hafa engar upp- skriftir fengizt þótt þær væru til sölu í verzlunum hér. Kvenfélagasambandið og „textil-hönnuðir" líta þetta mál mjög alvarlegum augum og hyggjast nú beita sér fyrir því, Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Verkakvennafélaginu Öld- unni á Sauðárkróki: „Eftir að alþjóðlega kvenna- árið hófst hefur mikið verið karpað um „stöðu“ konunnar, bæði í fortíð og nútið. Verkakvennafélagið Aldan á Sauðárkróki hefur prjónað svo- lítinn ílepp, í von um að auð- velda þá eyðimerkurgöngu sem þessar umræðu hljóta að verða. Einnig til að karlmenn- irnir þurfi ekki að verða eins sárfættir á eggjagrjóti minning- anna og bæði kynin geti gengið nokkurn veginn upprétt inn í rósrauðan bjarma morgundags- ins. Verkakonur telja sig ekki færar um að koma með nýjar og skarplegar hugmyndir um „stöðu konunnar“ — hins vegar gerðu þær ályktun um „legu karlmannsins" — því óneitan- ega liggur hann vel við hoggi. 1 samræmi við alþjóðlegar venjur er þetta eins tyrfið og að þessi mál komist í betra horf en verið hefur. Þá kom fram á fundinum gagnrýni á kjör þeirra kvenna, sem prjóna ullarvörur, sem sið- an eru seldar fyrir milligöngu söluaóila. Ætla má að rösk prjónakona, sem situr við allan daginn, geti lokið við meðal- stóra lopapeysu á 10—Ý2 tim- um. Fyrir þessa vinnu fær hún greiddar um 820 krónur, þann- ig aó timakaup hennar fer vart yfir 80 krónur. hægt er, ennfremur svo tvírætt að allir geta skilið — eða mis- skilið — ályktunina, sem er svona: Konur andmæla rudda- legum loddarahætti miðalda erfóavenju nútíma nægtaþjóð- félags. ísmeygilegur náunga- kærleikur Gamla Adams ræður næstum eingöngu yfir samfé- lagslegu lífsmynstri almenn- ings. Félagið hefur fengió Hilmi Jóhannesson til að aðstoða við að koma upp sýningu þar sem þetta er inntakið; gefst öllum tækifæri að kynna sér þetta nánar á sæluviku Skagfirðinga sem hefst 6. apríl. Nýverið hafa hækkaó auglýs- ingagjöld fjölmiðla, en almenn- ingur hvattur til 0ð gæta sparn- aðar i hvívetna. Af þessum or- sökum var ákveðið að skamrn- stafa nafn sýningarínnar, nota aðeins fyrsta staf i hverju orði — þá kemur út KARLMENN- INGARNEYSLA — undir því heiti verður þetta auglýst' „Karlmenningarneyzla” verkakvenna á Sauðárkróki

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.