Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 7

Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 7 VINSAMLEGA TAKIÐ VELÁ MÓTI SÖLUMÖNNUM OKKAR. IBUÐARHAPPDRÆTTI Guðmundur Einarsson: Peugeot 404 '67 mjög gbður einkablll til sölu. Má borgast með 2ja—-3ja ára skulda- bréfi eða eftir samkomulagi. Sími 1 6289. Til sölu 10Vi tonna sterkbyggður eikarbát- ur. Upplýsingar í sima 92-2224 á daginn og 92-2907 á kvöldin. Krani óskast 40—50 tonn-metra krani eða stærri óskast. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 26. marz merkt: „Krani — 7184". Telex Óskum eftir aðila, sem áhuga hefði á sameiginlegum afnotum telextækis. % afnotagjalds. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Telex — 9702". Bílaleigan Start h.f. Símar 531 69, 52428. Volkswagen 1 302 bifreiðar. Grásleppunet til sölu Uppl. gefur Gisli Sæmundsson i síma 95-5168 milli kl. 9 — 5 alla virka daga. Bilaviðtæki og bilasegulbönd f/kassettur og átta rása spólur. Millistykki í átta rása segulbönd f/kassettur. F. Björnsson, radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. íbúð óskast Ung hjón óska eftir ibúð eða herb. með aðgang að eldhúsi. Uppl. í sima 51 559 í dag og næstu daga. Bílaloftnet og bilahátalarar. Mikið úrval. F. Björnsson radióverzlun, Bergþórugata 2, simi 23889. Springdýnur Tökum að okkur að gera við springdýnur samdægurs. Sækjum og sendum ef óskað er. Opið tíl 7 alla daga. KM springdýnur, Helluhrauni 20, Hafnarfirði. Simi 53044. Mótatimbur til sölu ca 500 m 1 X 7" heflað, 400 m 1 X 4" notað einu sinni . Uppl. i sima 2307, Keflavik á daginn. Til fermingargjafa fallegir saumakassar. Póstsendum. Hannyrðarverzlunin Erla, Snorrabraut. ... . . og töfraði fram ánægjubros á þunna vanga." Árangur fatasöfnunar UNDANFARNA daga hafa birst greinar í Mbl. sem allar hafa átt það sammerkt að þær hafa fjallað um starfsemi Hjálparstofnunar kirkjunnar. Tilefni þessara skrifa er að hin árlega fórnarvika stendur yfir. Á fórnarviku er leitast við að leiða fyrir almennings-, sjónir hluta af því starfi, sem Hjálparstofnun kirkjunnar hefur innt af hendi frá síð- ustu fórnarviku. Það verkefni, sem vakti e.t.v. hvað mesta athygli var svonefnd fatasöfnun, sem Hjálparstofnunin stóð fyrir. Tilgangur þessarar fatasöfn- unar var að koma sem fyrst góðum fatnaði til vissra hér- aða í Eþíópíu, þar sem kuldi og regn hafði lagst þungt á viðkomandi íbúa. Upphaf- lega setti Hjálparstofnunin sér það markmið að safna 22 tonnum af góðum fatnaði, en það var einmitt það magn, sem kæmist í eina stóra flug- vél. Það skilyrði var sett, að gefendur sjálfir yrðu að greiða undir sitt framlag og að eiriungis væri um að ræða hreinan og heilan fatnað. Undirtektir almennings voru slíkar, að 36 tonnum alls var safnað, og til undantekninga heyrði að sá fatnaður upp- fyllti ekki sett skilyrði. Nú þegar er búið að senda rúmlega 25 tonn til Eþíópíu, og dreifingu þeirra lokið. Vegna hins ótrygga ástands í Eritreu verður beðið átekta með að senda það sem eftir er, til þess að tryggt sé að það komist í réttar hendur. Á meðan söfnunin stóð yf- ir, fór það ekki framhjá for- svarsmönnum hennar, að margir drógu ! efa að fatnað- urinn kæmist nokkurn tíma til skila.enda e.t.v. ekki óeðli- legt, með það í huga til hversu fjarlægs lands gjöfin skyldi fara. En slikur ótti var ástæðulaus. í upphafi var gengið frá því að allur fatnað- urinn færi með íslenzkum flugvélum, allt til áfangastað- ar, og þar tæki systurfyrir- tæki Hjálparstofnunarinnar í Eþíópíu, Christian Relief Committee, við fatnaðinum og annaðist dreifingu hans. Jafnframt þessu fylgdist sr. Bernharður Guðmundsson, fyrrverandi æskulýðsfulltrúi, með dreifingunni, og tók raunar þátt! henni sjálfur. Nú nýverið sendi sr. Bern- harður stutt greinarkorn um fatadreifinguna, ásamt með myndum, og jafnframt barst þakkar bréf frá C.R.C., þar sem staðfest er móttaka á umræddum 25 tonnum, og tilkynnt að dreifing hafi farið fram. Með bréfi þessu fylgdu alúðarþakkir til islenzku þjóð- arinnar fyrir sérlega rausnar- legt framtak. Um leið og Hjálparstofnun kirkjunnar þakkar landsmönnum fyrir samstarfið, og það traust, sem henni var sýnt þarna i verki, vill hún minna á að enn biða mörg verkefni úr- lausnar, utan lands sem inn- an, og minnir enn á tengsl fórnar og föstu. Að endingu fáeinar setn- ingar úr bréfi sr. Bernharðs: „Eitt dapurlegasta pláss sem ég hef séð er holds- veikraþorpið hér í næsta ná- grenni. Þar búa þúsundir manna í ömurlegustu hreys- um, sjúklingar, sem fengið hafa bata, en fá ekki inni á betri stöðum vegna for- dóma . .." i.Mér hefur alltaf verið það ráðgáta hvernig fólkið dregur fram lífið. Barnadauðinn er óhugnan- lega hár, bros eru sjaldséð, og öll von um betri tima virðist fjarri." Siðan segir sr. Bernharður frá þeim kulda og þeirri vos- búð, sem þarna herjar, eink- um á regntimanum, en segir síðan: „En nú hefur mikið magn af prýðisfatnaði borist frá íslandi. Það var mikið ánægjulegt að geta farið með slíkar ágætisflíkur út i holds- veikraþorpið, þar sem þær komu sannarlega í góðar þarfir. Þegar við komum inn í þorpið flykktust að okkur hundruð manna og allar hendur voru á lofti til þess að ná sér í björgina ..." „Það var dálítið skrýtin tilfinning að sjá þennan fatn- að í þessu umhverfi, lopa- peysur og úlpur sem kallaði fram mynd af íslendingum í snjó og skammdegi. Gamal- kunn mynstur og fatagerðir skreyttu nú og vermdu þessa holdgrönnu, gleðisnauðu Afríkubúa og töfraði fram ánægjubros á þunna vanga. Þakklæti þessa blessaða fólks verður ekki tjáð með orðum. Ég er ekki heldur fær um það, góðir gefendur, sem lesið þessar linur, að skila til ykkar sannverðugri mynd af þeirri djúpu gleði og þökk sem þarna rikti. En þetta kvöld voru þeir fleiri en áður, sem ekki kviðu kuldanum, þvi að þeir áttu skjólflik sem varði og vernd- aði." „Nú er verið að dreifa fatnaði frá íslandi viðsvegar hér í landi. 25 tn hafa þegar borist, og er það mikið magn. Vörugeymslurnar á flugvellinum voru beinlinis fullar af öllum þessum vel- umbúnu kössum með hinni fallegu áletrun: — A gift from the people in lceland to the people of Ethiopia — Gjöf frá íslendingum til Eþíópiumanna. Nú fer einmitt fram um- fangsmikil matardreifing, svo að mat og fötum er deilt út jafnhliða. Fyrir þá sem njóta er þetta trúlega i fyrsta sinn, sem nafnið ísland verður veruleiki i lífi þeirra. Fæstir gera sér þó grein fyrir því hvar þetta land er. Þeir vita það eitt, að þeim sem var kalt, er nú hlýtt — og'það er fólk einhvers- staðar langt í burtu, sem ekkí stendur á sama um þjáningar þeirra . . ." „Þakkir, bestu þakkir enn og aftur." Þannig endar- bréf sr. Bernharðs. Látum þakklæti þessara með- bræðra okkar vera okkur hvatning til frekari dáða. Bezti eftirmaturinn 1/2 lítri köld mjólk 1 RÖYAL búðingspakki. Hrcerið saman. Tilbúið eftir 5 mínútur. Súkkulaði karamellu vanillu jórðarberja sítrónu. ROYAL

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.