Morgunblaðið - 22.03.1975, Page 12

Morgunblaðið - 22.03.1975, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 Hin árlega bílasýning í Genf stendur í ár 13. tíl 23. mars. Meðal nýjunga, sem þar eru sýndar er þessi glæsilegi Ford Escort RS 2000, sem er íraðskreiður bíll í nýju Escort*línunni. hjá P. Stefánssort sýndi meS glæsilegum akstri upp snarbrattan moldarbing inni við Sundahöfn. Vélin er 52 hestöfl (SAE), 1600 rúmsm. og með þjöppun aðeins 6,8:1. Vélin er mjög gangþýð og allhraðgeng (yfir 4000 snún. á mín.) á sinnar tiðar mælikvarða. T.d. má nefna að krómbúð var efst i strokkunum, sem eykur slitþolið mjög. Rover verksmiðjurnar bresku gátu ekki verið þekktar fyrir að láta annað en góða vöru frá sér fara! Ekki er gott að segja hvað gert hefur verið við vélina, sem i bílnum er, þar eð allmargir hafa átt hann en ventlar og sveifarás hafa væntanlega verið endurnýj- aðir en stimplarnir ekki. Jeppan- um hefur verið ekið um allt land á vegum og vegleysum. — '48 módelið af Land-Rover er verðandi safngripur. sem víða hefur farið og staðið i ströngu. Þvi verður auð- vitað ekki móti mælt að allnokkrir bílar af ýmsum tegundum jafn- gamlir og jafnvel eldri eru enn í góðu gengi hér. Land Roverinn hefur stækkað, fengið stærri og kraftmeiri vél og margs konar nýj- an og nýtiskulegan, búnað, en '48 módelið er fyrsti Land-Roverinn án þess að efast verði um. Það sýnir kannski nokkuð um þróun verðlagsins hér að 1950 kostaði slikur jeppi 30 þúsund krónur, en i dag kostar hann 1.6 millj. kr.l br.h. Nýi og gamli tíminn. Fyrsti Land Roverinn Jeppar hafa löngum þótt hag- kvæm farartæki hérlendis til ferða á vegum og vegleysum. Allmikið er um gamla og virðulega jeppa, sem menn hafa dundað við að gera upp eða þá haldið þeim vel við frá upphafi. Það er raunar ekkert sérfyrirbæri um jeppa en hér verður farið nokkrum orðum um fyrsta Land Roverinn, sem kom til landsins. Hann er árgerð 1 948 og er nú í eigu umboðsins hér, sem er P. Stefánsson hf. Árið 1 948 var hafin fjöldafram- leiðsla á Land Rover. Land Roverinn gamli hefur feng- ið gott aðhald að undanförnu og verið sprautaður með nýju lakki og verið tekinn í gegn. Vélin og aðrir mekanískir hlutar hafa hins vegar lítið verið lagaðir en grindin er ný. Jeppinn er ekki beint lipur í akstri, níðþungur í stýri og hastur. en þegar hann er kominn á ferð eða kannski fremur þegar maður er kommn upp á lagið með að koma honum af stað með ósamhæfðum gírkassa hvað viðkemur 1. og 2. gír er hann alls ekki svo ólíkur nýjum Land Rover í dag. Útlitið hefur til- tölulega lítið breyst. En á upp hafsárum sínum var Land Rov- erinn með blæjum, en álhúsið kom til sögunnar upp úr 1954. Álið í yfirbyggingu bílsins var raunar nokkuð, sem menn efuðust um að gæti enst er bíllinn sást hér fyrst, en þær hrakspár rættust ekki. Stýrisliðir og fjaðrahengsl eru ekki gerð fyrir smurning en slfkt var ekki algengt á þeim tím- um. '48 módelið er 8" styttra en í dag og hefur þessi gamii bíll mikið brattaþol og góða þungadreifingu eins og Sigfús Sigfússon forstjóri Upp þýtur hann, þó gamall sé. Myndir af gjaMmiðU frá ým og tímum. Frétttr frá Mynts inu, samkeppni um merk Eg lærói það í Menntaskólan- um hjá Ölafi Hanssyni, sem kenndi mér þar sögu, að Krösos konungur í Lydiu hefði látið gera fyrstu peningana, eins og við nú þekkjum þá. Svo var það einhverntíma i vetur, er ég var að lesa mér til um myntsögu, að í einhverjum bókunum var minnst á það, að Kínverjar hefðu verið farnir að nota mynt 500 árum áður. Ég kunni nú ekki nógu vel við að hafa tekið svo skakkt eftir hjá Ólafi, mað- ur man það gjarnan betur, sem góðir kennarar kenna. Svo ég fór að glugga í Encyciopediu Britannicu og auðvitaó voru þeir sammála Ölafi. Ég hefi síð- ar komist að því að það, sem sumir kalla kínverska mynt eru hlutir, sem eru éins í laginu og hnifar, spaðar eða þviumlikt. En það stendur semsagt óhagg- að að fyrsta rikið sem sló pen- inga var konungsríkið Lydia, um 700 árum fyrir Krist. Fram að þeim tima höfóu Egyptar notað gull, oft mótað í grióar- stóra hringi. A grisku eyjunum höfðu menn notað brons. Uxinn var verðgildi til viðmióunar lengi vel. Bæði hjá Egyptum og síðar hjá Rómverjum. Þegaf menn ræddu um auð gamalla Rómverja var til nefnt hversu mörg höfuð hann ætti; þ.e. hve marga nautgripi. Höfuðin eru á latínu ,,capita“ og þaðan er orð- ið kapítal runnið. Reyndar má hér bæta við einu enn sem við höfum úr latínu en það er orðið peningur — reyndar skilst það enn betur ef við höfum i huga orðið búpeningur, en það var á latinu „pecus“ og af peeus leiddu Rómverjar á máli sínu, latínunni, orðió „pecunia“ sem þýðir peningur. Krösos konung- ur í Lydiu umbylti peningamál- um heimsins er hann lét gera þrennt í einu. Hann lét alla peningana vera með ákveðinni þyngd, lét þá alla hafa sömu lögun og fyrst þetta var hægt þá lét hann slá á þá innsigli sitt. Siðar varð það mikil list að slá fallega peninga, en þá list lærð- um við ekki á Norðurlöndum fyrr en mörg hundruð árum eftir RAGNAR BORG Þessi skrautlega uppstilling á myndinni hér til hliðar er af ýmiss konar gjaldmiðli, sem notaður hefir verið. I bakgrunninum er sænsk plötumynt frá 1726: þetta er þung koparplata, nærri 3 kíló, um 29x26 cm á kant og á henni stendur verðgildið: 4 dalir í silfurgildi. — Perlufestin hefir verið, og er jafnvel ennþá, gangmynt í Súdan, og búrhvals- tönnin er notuð á mörgum eyj- um í Kyrrahafinu. Á miðri myndinni er kringlótt íhvolf silfurmynt frá Laos og svo-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.