Morgunblaðið - 22.03.1975, Page 14
14
MORGUNBI.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
ðinnfiíiötS
ib nnuð öi eb njsiis mö [ J 8
Íeldhúsdagsumræðum^^AlþingrsrflmmtudagskvöI^TöTuðu 6
fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna. Til þess að kynna lesendum
Morgunblaðsins sjónarmið stjórnarandstöðunnar í þessum um-
ræðum hefur Morgunblaðið valið til birtingar ræður tveggja úr
þeirra hópi, þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar og Magnúsar Torfa
Ólafssonar. Fara ræður þeirra hér á eftir.
Gíslason: Stefnan í efnahagsmál-
um er sama kákið og áður
Líklega hafa hugsandi menn á Is-
landi aldrei fyrr verið jafnuggandi
um ástand og horfur i islenzkum
efnahags- og stjórnmálum og nú
undanfarnar vikur. Ekki er nema
rúmt misseri, siðan kosningar voru
háðar og niðurstaða þeirra ieiddi til
myndunar nýs þingmeirihluta og
nýrrar ríkisstjórnar. Niðurstaða
kosninganna sýndi, að vaxandi hluti
kjósenda var langþreyttur á ráðleysi
og sundulyndi fyrrverandi rikis-
stjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn varð
sigurvegari kosninganna. Ekki sizt
kjósendur hans munu hafa búizt við
þvi, að i kjólfar kosningasigursins
sigldi stefnufastara stjórnarfar, nýjar
og heilbrigðari ráðstafanir i efna-
hagsmálum, aukin aðgæzla og hóf-
semi. Þeir, sem þannig hafa hugsað,
hljóta að hafa orðið fyrir miklum
vonbrigðum. Þeir hafa þurft að verða
vottar þess, að bókstaflega ekkert
hafi breytzt. Ráðleysið og sundur-
lyndið situr enn i hásæti i stjórnar-
ráðinu. Stefnan i efnahagsmálum er
sama kákið og áður. Engin heildar-
stefna var mótuð við myndun rikis-
stjórnarinnar. Ekkert hefur bólað á
átaki til sparnaðar og hagsýni.
Bráðabirgðaráðstafanir voru að visu
gerðar i haust. Gengi krónunnar var
lækkað nýlega, en allir hafa vitað, að
hvorugt var fullnægjandi heildar-
lausn á þeim vanda, sem við er að
etja. Nú eru enn boðaðar ráðstafanir.
Og enn eru þær sama markinu
brenndar. Ollum er Ijóst, að þær eru
ófullnægjandi. Þær skapa ekkert
traust á framtíð heilbrigðs atvinnu-
lifs á íslandi, hvorki hjá launþegum
né atvinnurekendum. Landið hefur
ekki trausta og samhenta rikisstjórn,
þótt stór þingmeirihluti sé talinn að
baki henni. Rikisstjórn þarf að vera
annað og meira en hópur ráðherra.
sem segjast hafa stuðning svo og
svo margra þingmanna. Rikisstjórn
þarf að vera fær um að gera það.
sem gera þarf og er skynsamlegt og
réttlátt að gera. Og ekki er nóg, að
stuðningsmenn á Alþingi séu sagðir
ákveðinn fjöldi þingmanna, ef svo og
svo margír þeirra segja hverjum. sem
hafa vill, að þeir séu hundóánægðir
með ráðleysið. sundurlyndið og
sukkið.
Þingmönnum, sem eru i stjórnar-
andstöðu. er oft legið á hálsi fyrir
það, að þeir láti við það sitja að
gagnrýna, en bendi ekki sjálfir á það,
hvað þeir vilji láta gera til þess að
leysa vandann, sem við er að glima.
Auðvitað er mér Ijóst. að sérhver
ábyrgur stjórnarandstöðuþingmaður
þarf að hafa ákveðnar hugmyndir
um, hvernig við vandamálinu skuli
snúizt. Enginn viti borinn maður ber
á móti þvi, að íslendingum sé nú
vandi á höndum, ef koma á i veg
fyrir allsherjarringulreið i islenzku
efnahagslifi, ef þjóðin á ekki að
sókkva í hyldjúpt skuldafen erlendis
og eiga á hættu atvinnuleysi innan-
lands og glata trausti sinu erlendis.
Þess vegna ætla ég i þessum orðum
minum að setja fram nokkrar hug-
myndir. sem ég tel. að gætu leyst
þann vanda. sem nú er við að etja,
þannig að full atvinna sé tryggð, en
hagur láglaunafólks bættur, eins og
allir viðurkenna i orði, að nauðsyn-
legt sé. Auðvitað er slikt ekki hægt,
nema einhverjir beri byrðar í bráð,
nema útgjöld einhverra minnki sem
þvi svarar, sem láglaunafólkið fær.
Þeir, sem það eiga að gera. eru fyrst
og fremst rikissjóður og hinir tekju-
háu i þjóðfélaginu. Það, sem nú þarf
að gera, þarf að gera þannig og vera
gert i þeim anda, að það stuðli að
þvi, að samningar takist sem allra
fyrst milli launþegasamtaka og
vinnuveitenda.
Ég skal nú rekja þær ráðstafanir,
sem ég tel nauðsynlegar þegar i
stað:
1. Rikisstjórn og Seðlabanki lýsi
þvi yfir, að gengi krónunnar verði
ekki lækkað frekar í fyrirsjáanlegri
framtið.
2. Rikisstjórnin skuldbindi sig til
þess að auka þá fjárhæð, sem gild-
andi fjárlög ætla til lækkunar tekju-
skatts á þessu ári og nemur 700
millj. kr., í 2.000 millj. kr. Þessi
lækkun verði að hluta með 100%
hækkun afsláttafjárhæða frá útsvari
til sveitarfélaga, sem staðið hafa
óbreyttar frá árinu 1972. j þessu
fælist nálægt 700 millj. kr. aukning
á f ramlagi rikissjóðs til skatta
lækkunar. Rikisstjórnin semji siðan í
samráði við stjórnir Alþýðu-
sambands Islands og Bandalags
starfsmanna rikis og bæja töggjóf
um breytingar á skattalóggjóf og
tryggingalóggjóf, sem sameini þætti
úr þessari lóggjöf i allsherjar tekju-
jöfnunarkerfi, sem tryggi, að hvorki
sé greiddur tekjuskattur né útsvar af
tekjum, sem teljast mega almennar
launatekjur miðað við fjölskyldu-
stærð.
3. Lágmarkstekjutrygging verði
hækkuð um 1 5%, i 295 þús. kr. fyrir
einstakling og 560 þús. kr. fyrir
hjón. Ellilaun verði hækkuð i 184
þús. kr. fyrir einstakling og 350 þús.
kr. fyrir hjón.
4. Fjárveitinganefnd verði falið að
lækka fjárlög yfirstandandi árs um
3.500 millj. kr.
5. Öllum rikisstofnunum, að bönk-
um meðtöldum, verði fyrirskipað að
lækka rekstrargjöld sin um 5%.
6. Sveitarfélögum verði gert skylt
með lagasetningu að lækka rekstrar-
gjöld sin um 5%. Jafnframt verði
þeim heimilað að velja milli þess,
hvort þau kjósi að bæta tekjumissi
vegna lækkunar útsvara með hækk-
un aðstóðugjalda eða fasteigna-
gjalds.
7. Löggjöf verði sett um skyldu-
sparnað þeirra. sem hafa skatt-
skyldar tekjur umfram visst mark og
talist geta háar tekjur. þannig. að
þeim sé skylt að kaupa spariskirteini
fyrir 7% af tekjum sinum umfram
visst mark, og endurgreiðist þau 1.
janúar 1978, með 4% vöxtum frá 1.
janúar 1976 og verðtryggingu. Tekj-
ur þær, sem skyldusparnaðarákvæði
nái til. skulu vera hinar sömu og gert
er ráð fyrir í frumvarpi ríkisstjórnar-
innar. Geti skattgreiðandi sýnt fram
á, að tekjur hans séu mun minni á
þessu ári en í fyrra, skal sparnaðar-
skyldunni létt af honum samkvæmt
sérstökum reglum.
8. Nái aðilar vinnumarkaðsins
ekki samkomulagi um hækkun lág-
launabóta frá þvi sem nú er, skal
ríkissjóði heimilað að lána atvinnu-
rekendum fjárhæð, sem geri þeim
kleift að hækka láglaunabætur um
5.900 kr. á mánuði, eins og laun-
þegasamtökin hafa farið fram á.
Launagreiðendur, sem slík lán fá.
skulu endurgreiða þau með árlegum
afborgunum fyrir 1. janúar 1 978.
9. Á þessu ári skulu ekki leyfðar
hærri fyrningar á atvinnutækjum en
svarar til raunverulegrar verðmætis-
Magnús Torfi Ólafsson:
Verk ríkisstjórnar-
innar eru fum og fálm
VIÐ erum i vanda staddir, Islending-
ar. Vandamálin, ýmist heimatilbúin
eða aðvifandi utan úr heimi, hrann-
ast að eins og óveðurský. og vera má
að sortinn eigi enn eftir að dökkna.
Litil huggun er að þvi, að allt um-
hverfis okkur eiga þjóðir við svipaðar
þrengingar að búa. og eru reyndar
sumar hverjar öllu verr á vegi stadd-
ar, þar sem yfir hef ur dunið sannköll-
uð kreppa með tilheyrandi atvinnu-
leysi, meira en þekkst hefur um daga
þeirrar kynslóðar sem nú er á miðj-
um aldri. Unrirrót okkar, vanda er
alþjóðleg hagsveifla á óvenju hraðri
og' harkalegri niðurleið, en hrapið
hefur bitnað harðar á okkur en ella
vegna þess að ekki var brugðið við i
tæka tíð þegar sýnt var að hverju
fór.
Nú er svo komið að skortur rikir á
islenskum heimilum sem ekki hafa
annað fyrir sig að leggja en dag-
vinnutekjur fyrirvinnu i lágum launa-
flokkum. Tvær stórfelldar gengis-
lækkanir á ársþriðjungi samfara al-
mennum verðhækkunum af völdum
þeirra og völdum hækkaðra neyslu-
skatta að auki, hafa ásamt stökk-
breytingum þjónustutaxta uppá við,
skert kjör flestra en valdið lágtekju
hópum þjóðfélagsins óbærilegum
búsifjum.
Á siðasta hausti tók við stjórnar-
taumum ný rikisstjórn sem styðst
við flokka sem telja i sinum röðum
tvo þriðju hluta Alþingis, og riflega
þó. Hvort sem kjósendur veittu
stjórnarflokkunum brautargengi i
kosningunum i fyrra eða ekki, munu
þeir hafa ætlast til verulegra tilþrifa
af nýju ríkisstjórninni. Kemur þar
bæði til fádæma þingstyrkur stjórn-
arinnar og málf lutningur forustu-
flokks hennar á siðasta kjórtimabili.
og þó sér i lagi i kosningabaráttunni
siðastliðið sumar.
Óþarfi ætti að vera að rifja upp
steigurlæti sjálfstæðisflokksforust-
unnar frá þvi á útmánuðum í fyrra
vetur, þegar þingmeirihluti fráfar-
andi stjórnar brast, allt fram yfir
stjórnarmyndunina, þegar settu
marki var náð og rikisstjórn undir
forsæti formanns Sjálfstæðisflokks-
ins tók við völdum. Enginn sem á
annað borð lætur sig stjórnmál
nokkru varða getur verið svo gleym-
inn, að honum séu liðnar úr minni
yfirlýsingar málsvara Sjálfstæðis-
flokksins um að frumskilyrði til allra
úrræða og lausnar aðsteðjandi
vandamála væri að stærsti flokkur
þjóðarinnar gripi um stjórnartaum-
ana sinni styrku hendi.
Skyldi ekki hér vera að finna skýr-
ínguna á því, sem menn hafa furðað
sig á, að formaður Framsóknar
flokksins skyldi láta sér lynda að
mynda stjórn en láta siðan stjórnar-
forustuna eftir foringja samstarfs-
flokksins? Sjálfstæðisflokkurinn
hafði stært sig af þvi i kosningabar
áttunni að eiga ráð undir rifi hverju,
flokkurinn varð sigursæll i kosning-
unum, svo hvað var eðlilegra en að
hann fengi forustuna í nýrri ríkis-
stjórn sem hann stóðað?
Nú hefur hinnar styrku handar
Sjálfstæðisflokksins notið við um
nokkurt skeið, úrræði hans hafa
fengið að sýna sig, og synd væri að
segja að Framsóknarmenn, hinn
stjórnarflokkurinn, hafi þvælst fyrir
eða verið stirðir i taumi það sem af
er. Þvert á móti hefur Framsókn látið
kaffæra sig i hverri leirkeldunni af
annarri, allt frá gengislækkanahring-
ekjunni til afsetningar útvarpsráðs.
En sé framsóknarhryssan farin að
kleprast eftir slarksama reið, verður
forustuhæfileikum og úrræðum
Sjálfstæðisf lokksins helst líkt við
skininn hrosshaus á berangri, nötur-
legar menjar um agn sem slyngur
veiðimaður bar niður fyrir fórnardýr
sitt.
Bjargráðin frá i haust, sem þá var
mest gumað af í Morgunblaðinu, lita
ekki bjórgulega út núorðið. Gengis-
lækkun með tilheyrandi hliðar-
ráðstöfunum reyndist að fjór-
um mánuðum liðnum haldlaust
fálm. Um áramót hafði verulega
sigið á ógæfuhliðina, gjaldeyr
isvarasjóðurinn upp urinn og út-
gerð sögð á heljarþröm. Ný úrræði
voru óhjákvæmileg, og enn var farið
í fornu gólfin. skellt á nýrri gengis-
lækkun, enn stærri en hinni fyrri, og
fylgiráðstafanirnar sáu loks, að
hluta, dagsins Ijós áðan, réttum sex
klukkutimum áður en þessar umræð-
ur hófust. Þá kom á borð alþingis-
manna halarófufrumvarp sem heitir
hvorki meira né minna en „Frum-
varp til laga um ráðstafanir i efna-
hagsmálum og fjármálum til þess að
stuðla að jafnvægi i þjóðarbúskapn-
um og treysta undirstöðu atvinnu og
lifskjara." Fyrirsögn lýkur. Það er
tómahljóð í þessu orðskrúði.
Annað meginverkefni Alþingis allt
til jóla var að fjalla um hliðarráðstaf-
anir sem fylgdu fyrri gengislækkun
rikisstjórnarinnar. Hitt var að af-
greiða fjárlög. Þótt sjálfsagt sé að
viðurkenna, að fjármálaráðherra sem
kemur til starfa siðla árs á ekki hægt
um vik, sætir fádæmum hve
óhónduglega hefur tekist til í þetta
skipti. Fjárlögin sem afgreidd voru
fyrir þrem mánuðum, hafa reynst
slikt hrófatildur að þau eru nú hrunin
undan eigin þunga. Veigamestu kafl-
ar nýja frumvarpsins með langa
nafnið er að rifa niður nýsett fjárlög
endanna i milli og reisa grind að
öðrum fjárlögum gerólikum hinum
fyrri.
Boðaður er niðurskurður fjárlaga-
útgjalda sem nemur hálfum fjórða
milljarði króna, og er Ijóst að hann
mun nær einvörðungu bitna á fyrir-
huguðum framkvæmdum. Búnir eru
til nýir tekjustofnar, og ber þar hæst
ferðaskatt, tvö þúsund og fimm
hundruð krónur á nef hvert, þeirra
sem bregða sér út fyrir landsteinana.
Tekjuáætlun gildandi fjárlaga er ger-
breytt. Ljóst var frá öndverðu að hún
var ekki raunhæf, en siðan hafa
ýmsar breytingar bæst við þá
skekkju. Veigamestar eru þær, sem
drög eru lögð að í frumvarpinu með
langa nafnið, og fjalla um margskon-
ar breytingar á skattheimtu.
Markmiðið með þeim breytingum
er sagt vera að greiða fyrir lausn
kjaradeilunnar sem nú er háð, og er
Framhald á bls. 19.
rýrnunar á árinu, að mati rikisskatta-
nefndar.
10. Gerðar verði ráðstafanir til
einföldunar og sparnaðar i rikiskerf-
inu, t.d. með sameiningu Útvegs-
banka og Búnaðarbanka og afnámi
lagaákvæða um pólitiska fram-
kvæmdastjóra við Framkvæmda-
stofnun rikisins. Jafnframt verði lög-
um breytt þannig, að kjaradómur
ákveði laun, dvalar- og ferðakostnað
alþingismanna i stað þingfararkaups-
nefndar.
Spurningin, sem eðlilegt er að
vakni i sambandi við slíkar tillögur
sem þessar, er annars vegar sú,
hvort þær séu liklegar til þess að
stuðla að lausn þeirra vinnudeilna,
sem nú standa yfir, og hins vegar,
hvort samræmi sé milli þeirra tekna,
sem þær gera ráð fyrir að afla, og
þeirra gjalda, sem þær munu leiða
til.
Varðandi fyrra atriðið er þetta að
segja:
Ágreiningur milli launþega og at-
vinnurekenda er nú fyrst og fremst
um þrjú atriði:
Upphæð skattalækkunarinnar,
upphæð láglaunabótanna og hvort
greiða skuli þær á dagvinnu einungis
eða einnig á eftir- og næturvinnu.
Samninganefnd launþega hefur
óskað þess, að ríkissjóður og sveitar-
félög leggi fram 2.000 millj. kr. til
skattalækkunar, og hún hefur látið i
Ijós, að hún mundi sætta sig við, að
láglaunabætur hækkuðu um 5.900
kr. og verði greiddar á allt kaup, ef
samningar tækjust án þess, að til
verkfalla kæmi.
Allar þessar óskir eru eðlilegar, og
er þess vegna í þeim hugmyndum.
sem ég hefi lýst, miðað við, að þær
verði samþykktar. Rikissjóði er
ætlað að leggja fram um 700 millj.
kr. umfram það, sem fjárlög gera nú
ráð fyrir. til skattalækkunarinnar.
Atvinnurekendur verða að sam-
þykkja sömu hækkun á eftir- og
næturvinnu og dagvinnu, enda
semst örugglega aldrei að öðrum
kosti. Sjálfsagt er að viðurkenna, að
staða atvinnuveganna er nú eflaust
erfið. Ekki má ætla þeim að greiða
svo mikla hækkun kaupgjalds. að til
stöðvunar atvinnurekstrar og at-
vinnuleysis komi. Á hinn bóginn er
vitað að fjölmörg fyrirtæki geta auð-
veldlega greitt þá hækkun láglauna-
bóta, sem launþegasamtökin fara
fram á. En ýmsum kann að reynast
það erfitt í bráð. Þess vegna er gert
ráð fyrir því, að farið verði inn á þá
braut. að veita þeim, sem þannig
stendur á fyrir, timabundið lán. Hins
vegar er engin ástæða til annars en
að ætla. að framleiðni islenzkra at-
vinnuvega aukist i þeim mæli á
næstu árum. að þeir geti endurgreitt
slik lán, auk áframhaldandi
hækkunar kaups i kjölfar bættra
framleiðsluhátta og aukinnar fram-
leiðni.
Þá er komið að hinni
spurningunni:
Standast gjöld og tekur á?
Heildarlækkun rikisútgjaldanna
næmi 3.500 millj. kr. Rikisstjórnin
sjálf telur slika lækkun rikisútgjalda
framkvæmanlega i tillögum sínum,
svo að ekki ætti að vera hægt að
segja, að hér sé um óraunhæfar
áætlanir að ræða.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem fyrir liggja, ættu tekjur af
skyldusparnaði þeim, sem um er
rætt, að geta numið um 350 millj.
kr. Þá hefur ríkið til ráðstöfunar i
Framhald á bls. 19.