Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.03.1975, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn Auglýsingar hf. Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. sími 10 100. Aðalstræti 6. sími 22 4 80. Efnahagsaðgerðir á lokastigi Meö frumvarpi því, sem ríkisstjórnin lagði fram á Alþingi í fyrradag um ráðstafanir í efnahags- málum má segja, að vió- leitni ríkisstjórnarinnar til aó leggja nýjan grundvöll að efnahags- og atvinnulífi þjóðarinnar sé aö komast á lokastig. Aó vísu á eftir aö leggja fram frumvarp um tekjuskiptingu milli fisk- vinnslú óg veióa í kjölfar gengisbreytingarinnar en heildarmyndin liggur nú nokkuó skýrt fyrir. Þau markmið sem stefnt er aó með þessum aðgerðum eru þessi: í fyrsta lagi að tryggja fulla atvinnu. í öðru lagi og sem forsenda fyrir fyrsta atriðinu að tryggja óhindraðan rekstur atvinnufyrirtækj- anna. 1 þriðja lagi aó efla gjaldeyrisvarasjóðinn á ný. í f jóróa lagi að hamla gegn veróbólgu. Gengisbreytingin var grundvallarráðstöfun til þess að ná fyrstu þremur markmiðunum. Hún skap- aói á ný grundvöll til rekst- urs allra meginatvinnu- greina landsmanna og hefur er frá líður örvandi áhrif á atvinnulífið og stuölar þar með að at- vinnuöryggi. Hún hefur já- kvæð áhrif á útflutnings- atvinnuvegina og spornar gegn óhóflegum innflutn- ingi og gjaldeyriseyðslu og stefnir því að eflingu gjald- eyrisvarasjóós. Hins vegar vinnur hún að hluta til gegn fjóróa markmiðinu, þ.e. viðnámi gegn verð- bólgu, þar sem hún leióir til hækkandi verðlags. En á móti koma þær ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, sem draga úr þenslu í efnahags- lífinu, svo sem takmörkun útlánaaukningar viðskipta- bankanna, niðurskuróur á ríkisútgjöldum o.fl. Jafnframt því að vinna aö þessum fjórum megin markmióum hefur það að sjálfsögðu verið megin- þáttur í stefnu og aö- gerðum ríkisstjórnarinnar að tryggja vinnufrið í land- inu. Það viðfangsefni hlýt- ur að vera afar erfitt á tímum, þegar óhjákvæmi- legt er aó skerða kjör al- mennings mjög verulega. Ríkisstjórnin markaði þegar á sl. hausti þá stefnu, aö allur meginþorri laun- þega yrði að taka á sig kjaraskeróingu en sér- stakar ráöstafanir skyldu geróar láglaunafólki til hagsbóta. Eins og Geir Hallgrímsson forsætisráð- herra rakti ítarlega í ræöu sinni á Alþingi í fyrra- kvöld, hefur ríkisstjórnin haldið fast vió þessa stefnu. Sérstakar launa- jöfnunarbætur voru greiddar sl. haust á lægstu laun. í byrjun marz- mánaóar hafói ríkisstjórn- in tilbúnar tillögur um hækkun þessara launajöfn- unarbóta í samræmi við fyrri yfirlýsingu, en aó ósk aðila vinnumarkaðarins voru þær ekki lagðar fram þá. Nú hefur ríkisstjórnin í hinu nýja frumvarpi lagt til, að beinir skattar verði lækkaðir verulega á lág- launafólki og heimild er til afnáms tolla af nauðsynja- vörum og lækkunar sölu- skatts á matvörum. Þessar skattabreytingar jafngilda allt aó 6% launahækkun til hinna lægstlaunuðu. Geir Hallgrímsson for- sætisráðherra lýsti því yfir í ræðu sinni aö heimildar- ákvæóum þessum yrði beitt, ef það mætti verða til aó tryggja samkomulag á vinnumarkaðnum. Verka- lýðsfélögin hafa nú boðað verkföll frá 7. apríl n.k. Staðan í samningamálun- um hefur síðustu daga verið sú, að ágreiningur hefur verið um, hvort launajöfnunarbætur skuli ná til yfirvinnu og hvað þær skuli hækka mikiö. Bilió milli deiluaðila sýnist ekki svo mikið, að þaó sé óbrúanlegt. Þess vegna ber að leggja megináherzlu á aö samkomulag náist. Vió hinar erfiðu aðstæður, sem við nú búum við, hefur þjóðin einfaldlega ekki efni á verkfalli. Þess vegna er þess að vænta að samn- ingsaðilar geri allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja samninga. Um vilja ríkisstjórnarinnar i þessum efnum þarf enginn að efast. Efnahagsaógerðir ríkis- stjórnarinnar eru á loka- stigi. Takist að halda frið- inn má búast við að já- kvæður árangur þessara aógerða komi fram fyrr en varir. Fyllsta ástæóa er til að taka und«vþau orð Geirs Hallgrímssonar, að við munum sigrast á erfið- leikunum, ef vió stöndum saman og höldum friðinn. Andstæðingar ríkisstjórnarinnar halda því fram dag eftir dag, að af ásettu ráði og með illum huga leitist stjórnin við að skerða kjör alls þorra landsmanna. Þetta er sennilegur áróður eða hitt þó heldur og til þess eins fallinn að leiða stjórnmálaumræðurnar inn á tilgangslausar brautir. Hér er ekki aðeins um að ræða alvarlega ásökun á rikisstjórnina, heldur fyrst og fremst móðgun við almenning, vanmat á því, að landsmenn búi yfir heilbrigðri skynsemi og beiti henni. Hverjum dettur í alvöru í hug, að stjórnvöld í lýðræðislandi skerði viljandi lífskjör almennings, sem þau hljóta að leita stuðnings hjá í næstu kosningum. Stjórnmálamenn freistast hins vegar áreiðanlega oft til, eins og dæmin sanna, að fegra myndina fyrir kjósendum og láta eftir óskhyggju sinni og almenn- ings um það, sem unnt er að gera á hverjum tíma, án þess að forsendur séu til efnda. Þannig er ótvírætt meiri hætta á því, að stjórnmála- menn lofi upp í ermina og leyni almenning sannleik- anum, ef hann er óþægilegur, en að þeir beiti almenn- ing, kjósendur sina, harðræðum. Ríkisstjórnin berst nú við þá, sem vilja ekki horfast í augu við staðreyndir efnahagslífsins, vilja ekki sætta sig við, að gæði heimsins eru takmörkuð, og fjármun- um er ekki unnt að eyða til lengdar, án þess að þeirra sé aflað. Fámenni okkar íslendinga ætti að auðvelda okkur fremur en öðrum að skilja, að ríkissjóður og Alþingi geta ekki gert annað í þágu fólksins í landinu, en fólkið sjálft verður að greiða fyrir að lokum. Sá grunur læðist óneitanlega að manni, þegar því er haldið fram, að almenningur hafi misst traust og trú á stjórnmálamönnum, að það eigi rætur að rekja til þess, að menn hafa staðið stjórnmálamenn að því að leyna raunverulegu ástandi þjóðarbúsins. Nú er svo komið, að ekki er unnt, hvorki fyrir almenning né stjórnmálamenn, að neita þeim staðreyndum, sem við blasa í efnahagsmálum. Þegar svo er komið, er eðli- legt, að trú manna dvíni á þeim stjórnmálamönnum, sem enn halda því fram, að unnt sé að halda veislu endalaust, og þora ekki að viðurkenna sannleikann. Að laga kjör almennings að versnandi viðskiptakjörum I byrjun síðasta árs bjuggu íslendingar við bestu viðskiptakjör, sem saga okkar greinir frá. Engu að síður var öllum ljóst, eftir að kjarasamningar voru þá gerðir, að stefnt var til meiri kaupmáttar- og tilkostn- aðarhækkana innanlands en jafnvel þau góðu við- skiptakjör gátu undir staðið. Hvað þá heldur, ef tekið er tillit til hækkandi olíuverðs. Þess vegna ákvað fyrrverandi ríkisstjórn að taka kaupgjaldsvísitöluna úr sambandi og greiða skyldi kaup samkvæmt óbreyttri kaupgjaldsvísitölu frá 1. mars 1974. Þess vegna og vegna versnandi viðskiptakjara, þeg- ar leið á síðasta ár, voru allir stjórnmálaflokkar sam- mála um í stjórnarmyndunarviðræðum, að þörf væri til viðbótar róttækra ráðstafana í efnahagsmálum, sem hlutu að skerða óraunhæfan sýndarkaupmátt launa, eins og hann var fyrst eftir kjarasamningana. Sá vandi sem stjórnmálamenn hafa staðið frammi fyrir frá því á liðnu ári, er að laga kjör almennings að versnandi viðskiptakjörum þjóðarinnar Við gerð þeirra efnahagsráðstafana, sem nýmynduð ríkisstjórn greip til á liðnu hausti, var gengið út frá ákveðnum forsendum um getu þjóðarbúsins. En frá þeim tíma hafa viðskiptakjörin versnað um 14—15% og frá því að endanlega var gengið frá fjárlögum skömmu fyrir jól, hafa viðskiptakjörin versnað um 8—10%. Á aðeins einu ári hafa viðskiptakjörin versnað um 30%. Nauðsynlegt er, að hafa þessar staðreyndir í huga, þegar rætt er um efnahagsvandann og kjaramálin almennt. Það, sem talið var nægilegt við stjórnar- myndunina síðastliðið haust, hefur ekki reynst full- nægjandi vegna þessarar neikvæðu.þróunar. Þrír kostir Tæmandi má telja þau úrræði, sem stjórnvöld hafa til lausnar þeim vanda, sem við hefur verið að glíma á siðasta og þessu ári. í fyrsta lagi gátu menn reynt að færa niður allt verðlag og kaupgjald í iandinu. í öðru lagi var sá kostur að leggja almenna skatta á lands- menn og verja tekjunum af þeim í styrkveitingar til atvinnuveganna. Í þriðja lagi var sá kostur að auka tekjur atvinnuveganna í krónutölu islensks gjaldmið- ils með því að lækka gengi íslensku krónunnar gagn- vart erlendum gjaldeyri. Önnur ráð en þessi þrjú er ekki um að ræða, þegar við lendum í slíkri stöðu. Fyrsta leiðin felst að vissu leyti i því að treysta á lækkandi verðlag í kjölfar kaupgjaldslækkunar. Sannleikurinn er þó sá, að ég held, að allir séu sammála um, að þessi leið er ekki fær. Launþegasamtökin geta ekki gengist inn á lækk- un kaupgjalds og þar að auki er það álit þeirra, sem gleggst vita, staðfest af reynslu, að ekki er unnt að fylgja fram kröfunni um lækkað verðlag í kjölfar lækkandi kaupgjalds á nokkurn raunhæfan hátt. önn- ur leiðin, styrkja og uppbótaleiðin, svonefnda, hefur oft verið reynd hér á landi og hefur ávallt verið árangurslaus. Styrkja og haftakerfið, sem þessi leið byggir á, hefur ávallt leitt til gengislækkunar að lokum, og þetta kerfi mismunar atvinnuvegum og verður til þess að framleiðsluþættirnir, vinnuafl, fjár- magn og atvinnutæki nýtast ekki á hagkvæmastan hátt. í raun og veru er þess vegna ekki um annað að ræða, þegar gengi íslensks gjaldmiðils er fallið, en að skrá hann rétt, ef við viljum koma í veg fyrir vöru- skort, skömmtun og höft í landinu og tryggja að atvinnuvegirnir séu reknir af fullum krafti. Þýöing atvinnufyrirtækjanna Ef við viljum tryggja fulla atvinnu og koma i veg fyrir atvinnuleysi, þá er þýðingarlaust til lengdar að treysta á það, að opinberir aðilar, hvort heldur ríki eða sveitarfélög, geti með einhverskonar atvinnubót- avinnu eða aukningu opinberra framkvæmda tryggt atvinnuöryggi. Hjól atvinnulífsiris sjálfs verða að snú- ast af fullum krafti. Þess vegna verða atvinnuvegirnir sjálfir að bera svo mikið úr býtum, að þeir séu reknir hallalaust. Sagt er, að ríkisstjórnin hugsi meira um atvinnutæk- in og forstjórana en fólkið 1 landinu. En atvinnu- vegirnir verða engu síður en aðrir að búa við lakari hlut á þessu ári en á velgengistímum. Kvartanir forstjóranna bera um það vitni. En fólkið í Neskaupstað komst að raun um í snjó- flóðunum, hve mikils virði atvinnufyrirtækin eru til að gera vinnu fólksins verðmætari og Islendingar almennt gera sér grein fyrir þvi að það er í þágu fólksins sjálfs, að atvinnuvegirnir beri sig. Þjóðin getur ekki eytt meiru á hverjum tíma en afrakstur atvinnuveganna segir til um. Það er því fyrst og fremst hagur þeirra, sem skammtar mönnum lífskjör, og lífskjörin geta ekki orðið betri en atvinnuvegirnir þola til lengdar. Þetta er staðreynd, hvort sem um rikis-, bæjar-, einka- eða samvinnurekstur er að ræða. Gengislækkun hefur eins og niðurfærsluleiðin og uppbótaleiðin ýmsa ókosti. Hún dregur úr vilja manna til sparnaðar, hún er ekki til þess fallin að draga úr verðbólgunni, og framkvæmd hennar verður til þess, að hagur ýmissa atvinnufyrirtækja, einkum i verslun, versnar. Þegar til gengisbreytinga er gripið, er nauð- synlegt jafnframt að gera aðrar ráðstafanir samhliða til að vega á móti þessum annmörkum og tryggja tilætlaðan árangur. Að treysta grundvöll efnahagslífsins Ríkisstjórnin hefur nú lagt fram frumvarp, sem hefur að geyma ráðstafanir í því skyni. Það er flutt í því skyni að gengisbreytingin komi að haldi við að tryggja jafnvægi í viðskiptum við útlönd og samkeppnisstöðu islenskra atvinnuvega. Frum- varpinu er ætlað að styðja gengisbreytinguna með aðhaldi í fjármálum rikisins, peninga- og lánamálum og hófsemi í kjaraákvörðunum. Auk þeirra hliðarráð- stafana sem frumvarpið gerir ráð fyrir, hefur ríkis- stjórnin í kjölfar gengisbreytingarinnar í febrúar hækkað innflutningsgjald af bifreiðum, hækkað áfengi og tóbak, söluskatt um 1 stig til þess að standa straum af kostnaði við bætur til Neskaupstaðar vegna Skattalækkun í þágu láglaunafólks I frumvarpi því, sem nú hefur verið lagt fram, er gert ráð fyrir lækkun tekjuskatts einstaklinga við álagningu 1975 um 850—900 millj. kr. og lækkun útsvars um 360 millj. kr. Einnig eru fjölskyldubætur almannatryggingakerfisins og aðrar barnaívilnanir ríkisins sameinaðar í skattaafslátt, sem í frumvarpinu er nefndur barnabætur, og greiðast út séu þær hærri en álögð gjöld. Þar með er stigið fyrsta skrefið til sameiningar tryggingabótakerfis og skattakerfis. Er þetta i samræmi við stefnuyfirlýsingu rfkis- stjórnarinnar, þar sem segir: „Stefnt verði að samein- ingu algengustu bóta almannatrygginga og tekju- skattsins, er tryggi þjóðfélagsþegnunum lágmarks tekjur og horfi til skýrari áhrifa á tekjuskiptinguna í réttlætisátt og aukinnar hagkvæmni, og enn fremur, að „á almennar launatekjur skal ekki lagður tekju- skattur". þegnir spariskyldu eru þeir, sem orðnir voru 67 ára á árinu 1974. Lagt er til, að hjón með 2 börn greiði t.d. 5% af tekjum sínum umfram 1800 þús. kr. brúttótekj- ur á sl. ári í skyldusparnað. Áætlað er að 5% skyldu- sparnaður samkvæmt þessari grein veiti ríkissjóði 200—250 millj. kr. tekjur á árinu. Skyldusparnaður er verðtryggður og bundinn til tveggja ára. í fjárlögum fyrir árið 1975 er áætlað að varið verði til flugmálastjórnar, reksturs og viðhalds flugvalla svo og til fjárfestingar í flugvöllum um 440 millj. kr. úr ríkissjóði umfram þær tekjur sem flugvallarekstur ríkisins skilar ríkissjóði. Æskilegt er, að hver rekstrar- eining innan ríkiskerfisins standi undir sér að svo miklu leyti sem þess er kostur. 1 samræmi við það hefur verið ákveðið að leggja á sérstakt flugvallagjald, sem nemi 2500 kr. fyrir hvern einstakling. Verður gjaldið fellt inn f verð hvers farseðils. Með þessu gjaldi ættu tekjur ríkissjóðs að aukast um 225 millj. kr. Auk þess er ráðgert að hækka lendingargjöld á Keflavíkurflugvelli, sem skilað gæti ríkissjóði 70—75 millj. kr. á ári. Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra: Slgrumst fijðtt ð erflðlelkunum - ef vlð stðndum saman og Iröldum frlðlnn náttúruhamfaranna þar, stöðvað útlánaaukningu banka umfram sparnað, og eftir páska verður á Al- þingi lagt fram frumvarp sem hefur að geyma ákvæði um tekjuskiptingu innan sjávarútvegsins. En með öllum þessum aðgerðum er rikisstjórnin að treysta grundvöll efnahagslífsins. Samkvæmt frumvarpinu er veitt heimild til þess að lækka fjárveitingar á fjárlögum 1975 og útgjöld skv. sérstökum lögum um allt að 3.500 millj. kr. eða sem nemur 714% af heildarútgjöldum fjárlaga, í samráði við og með samþykki fjárveitinganefndar Alþingis. Því verða ekki raktar hér beinar tillögur um lækkun fjárveitinga. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að stemma stigu við því, að áhrif gengisbreytingarinnar komi fram sem útgjaldaauki hjá ríkissjóði. Jafnframt verður leitast við að koma við frekari sparnaði í rekstri ríkisins á öllum sviðum. Samdráttur þessi í útgjaldaáformum ríkissins er nauðsynlegur vegna þess að rýrnun viðskipta'kjaranna um 8—10% frá því að fjárlög voru samþykkt dregur úr tekjum, svo og er gert ráð fyrir að minni eftirspurn innanlands í kjölfar gengisbreytingar og gjaldahækk- ana minnki innflutningsmagn og þar með tekjur þær, sem ríkissjóður hefur af innflutningi, enda er það nauðsynlegt, ef bæta á gjaldeyrisstöðu þjóðarbúsins. Þá er nauðsynlegt áð skapa svigrúm fyrir skatta- lækkunum beinna og óbeinna skatta til að greiða fyrir kjarasamningum og fyrirsjáanlegum útgjöldum til að standa undir kostnaði vegna áburðarverðhækkana og ábyrgða á afborgunum togaralána. Loks er samdráttur í ríkisútgjaldaáformum nauðsynlegur til þess að geta lagt aukna áherslu á ýmsar framkvæmdir á stviði orkumála. Áfram verður haldið að vinna að framkvæmd stefnuyfirlýsingar rikisstjórnarinnar i skattamálum, eins og hæstvirtur fjármálaráðherra mun víkja að seinna í kvöld. Breytingin á skattalögunum miðar að því eins og ráðstafanirnar i heild að bæta einkum stöðu þeirra sem lægst hafa launin. Jafnframt lækkun á beinum sköttum hefur frum- varpið að geyma heimild til lækkunar á söluskatti og afnáms tolla af nokkrum mikilvægum matvælum og hráefnum til matvælagerðar. Með beitingu heimildar- ákvæðanna mætti lækka óbeina skattheimtu rikisins um 6—800 millj. kr. á heilu ári. Ef litið er á lækkun beinna skatta, útsvara og óbeinna skatta i heild er lögbundið eða veitt heimild til að lækka þessa skatt- heimtu um 2 milljaðra eða þar um bil. Rikisstjórnin hefur i huga að beita heimildinni til lækkunar á óbeinum sköttum ef það verður til þess að stuðla að því að samningar náist milli aðila vinnumarkaðarins um lausn kjaramálanna. Verðtryggður skyldusparnaður Frumvarpió hefur að geyma ákvæði um 5% skyldu- sparnað þeirra, er höfðu tekjur í hærra lagi á árinu 1974. Með skyldusparnaðinum er stefnt að því að jafna sem sanngjarnast þeim byrðum, sem þjóðin í heild hlýtur nú að taka á sig um leið og aflað er innlends fjármagns til þess að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum ríkisins, þ. á m. í orkumálum. Undan- Útgjöld í samræmi við getu þjóðarheildar I þessu frumvarpi er lögð áhersia á það, að útgjalda áform ríkisins séu í samræmi við getu þjóðarheildar- innar og verði ekki til þess að skapa óeðlilega eftir- spurn eftir erlendum gjaldeyri, heldur miklu fremur til.þess að skapa svigrúm, svo að myndun gjaldeyris- varasjóðs geti á ný átt sér stað. Með sama hætti er í þessu frumvarpi skapaður ákveðinn rammi fyrir útlánaáform fjárfestingarlána- sjóða og gerð grein fyrir, hvernig fjármagna skuli útlánaáformin. Það verður að segjast eins og er, að þessi áform um útlán eru og hafa verið hærri en geta sjóðanna leyfir. í áætlunum ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir því, að íbúðalánasjóðirnir og sjóðir atvinnu- veganna hafi til útlána á árinu 1975 um 31% hærri upphæó en á árinu 1974. Innan þessa ramma verðum við að leitast við að halda okkur. En í þvi felst jafnframt að vió ve» tum að halda að okkur höndum eins og frekast er kostur í erlendum lántökum. í frumvarpinu er sett það hámark á erlendum lántökum til rikisframkvæmda og fjárfestingarlána- sjóða, að þær nemi 3—3,500 millj. króna en að þeirri lántöku meðtalinni, er nú áætlað að nettóaukning erlendra skulda þjóðarbúsins á árinu muni nema um 12.000 millj. króna. Við þurfum okkar sjálfra vegna að setja okkur ákveðin takmörk í erlendum lántökum, vegna þess að greiðslubyrði afborgana og vaxta af lánum vex óðfluga og getur orðið okkur fjötur um fót í framtiðinni. Ohóf í þessum efnum er einnig til þess fallið að draga úr lánstrausti okkar erlendis og tak- mörk eru á lánsfjáröflunarmöguleikum. Með frum- varpinu er sú stefna mörkuð, að nauðsynlegt sé að draga úr almennum framkvæmdum hjá opinberum •aðilum, ef orkuframkvæmdir eigi að hafa forgang. Aúðvitað verður að velja á milli hinna ýmsu orku- framkvæmda,.því að allt er ekki unnt að gera I einu, en stefna ríkisstjórnarinnar er eindregin, að orku- framkvæmdir hafi algjöran forgang. Að svo miklu leyti, sem samþykkt frumvarpsins hefur í för með sér samdráttaraðgerðir í útgjaldaáformum ríkis og lánastofnana verður að fylgjast nákvæmlega með atvinnuástandinu á hverj- um tíma og slaka á, ef einhver hætta er á atvinnuleysi. Hvernig er unnt að draga úr kjaraskerðingu? Enginn neitar þeirri staðreynd, að kjaraskerðing hefur verió mikil frá því fyrsta mars á síðasta ári, þegar visitalan hætti að mæla launþegum sjálfkrafa kauphækkanir. Sagt er, að kaupgjald væri nú 46% hærra í krónutölu, ef kaupgjaldsvísitalan hefði ekki verið tekin úr sambandi og ekki er tekið tillit til launajöfnunarbóta. Hér er þó um algjörlega óraun- hæfan samanburð að ræða, eins og bezt sést á þvi, að allir flokkar á Alþingi hafa vist.viðurkennt, að nauð- synlegt var, eða beinlínis staðið að því, að kaupgjalds- visitalan var tekin úr sambandi um lengri eða skemmri tíma. Það breytir hins vegar ekki því, að þeirri spurningu þarf nú að svara, hvernig unnt er að draga sem mest úr kjaraskerðingu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið sú að reyna að auka tekjur hinna lægstlaunuðu í krónutölu með launajöfnunarbótum og bæta hag þeirra nú með skattalækkunum. Um launa- jöfnunarbætur voru sett lög á síðasta hausti, og þar mælt fyrir um skyldu stjórnvalda til að endurskoða þau lög, ef framfærsluvísitalan færi yfir 358 stig. Vísitalan fór yfir það mark og rikisstjórnin hafði tilbúnar tillögur um endurskoður. launajöfnunarbótanna. Hins vegar hafa þær tillögur ekki verið lagðar fram vegna óska aðila vinnumarkaðarins, sem vilja reyna aó ná samkomu- lagi sín á milli um launahækkanir. Nú standa þeir samningar yfir. Allir hljóta að vona, að þeir hafi farsælan endi, þótt ef til vill verði ekki samið til langs tíma. Sé litið til þess, hvað hinir lægstlaunuðu geta fengið í sinn hlut, þá er talið, að launajöfnunarbæt- urnar frá því i haust nemi um 9% kauphækkun, ef skattalagabreytingarnar, sem nú eru ráðgerðar ná fram að ganga, jafngilda þær um 7% kauphækkun sé miðað við tekjulágar barnafjölskyldur og til viðbótar kemur svo það, sem vonandi semst um. Þá má til- greina 3% grunnkaupshækkunina frá 1. desember, en að öllu þessu samanlögóu má gera ráð fyrir, að menn með lægst laun geti fengið verulega hækkun í krónu- tölu. Þá er ljóst að endurskoða verður elli- og örorkulif- eyri og hækka lágmarkstekjutryggingu elli- og örorku- lífeyris, þvi að enginn gengur þess dulinn, að þeir, sem við þær tekjur búa, standa einna verst að vigi. Að öllu þessu er nauðsynlegt að hyggja um leió og hafa veróur í huga, að meiru verður ekki skipt en aflað er. Gott hlutskipti samanborið við flestar þjóðir Sá tími þarf aó koma, að islenskir stjórnmálamenn og íslenska þjóðin geti einbeitt huga sínum og kröft- um að langvinnari framtíðarverkefnum, án þess aó verða að láta allt snúast um lausn vandamála líðandi stundar frá degi til dags. Ég vil líkja stöðu okkar nú við skip i skerjagarði, sem verður að stýra framhjá einu skeri án þess að steyta á því næsta. Urlausnarefnin eru mörg og viðkvæm, ekki sist við lausn kjaramál- anna. í þeim efnum verður að skírskota til skilnings og samhugar þjóðarinnar allrar. Forgangsverkefnið er að tryggja fulla atvinnu og atvinnuöryggi og treysta þar með grundvöll þeirra góðu lifskjara, sem þjóðin hefur búið við á undanförn- um árum. Til þess að ná þessu markmiði jafnframt því sem hamlað er gegn verðbólgunni, verðum vió að halda I við okkur, sniða okkur stakk eftir vexti. Hlut skipti okkar er gott samanborió við flestar þjóóir aðrar. Þrátt fyrir andstreymi í efnahagsmálum er hér ekkert atvinnuleysi ólíkt þvi, sem er í ýmsum nálæg- um löndum. Mikil óvissa rikir í efnahagsmálum heims- ins um þessar mundir, við ættum því að keppa að þvi allir sem einn að gæta í hvívetna þeirrar hófsemi, sem er forsenda atvinnuöryggis. Hverju mannsbarni ætti að vera ljóst, að þegar tekjur bjóðarinnar í heild minnka, vegna versnandi viðskiptakjara, eru ekki aðstæður til þess að ná raunverulegum kjarabótum. Sameiginleg áföll verðum vió að bera sem heild og jafna þeim niður af félagslegri sanngirni. Á það mun reyna nú hvort við verðum þess umkom- in að snúast við þessum vanda af viti. Það liggur í eðli okkar þjóðskipulags, að skilningur og stuðningur al- mennings og samtaka almennings er forsenda árang- urs í þessum efnum. Ef við látum ekki sundurlyndi spilla fyrir okkur, stöndum saman og höldum friðinn, þá munum við sigrast fljótt á erfiðleikunum, komast út úr skerja- garðinum. Þá mun hagur okkar fljótt vænkast og hugsjónir rætast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.