Morgunblaðið - 22.03.1975, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.03.1975, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 — Övissa Framhald af bls. 1 fyrri umræðum í Caracas. Forseti ráðstefnunnar, Amerasinghe, frá Shri Lanka, lýsti því yfir á fund- inum sl. mánudag, að eftir tvær vikur myndi hann taka stöðuna til athugunar og umræðu. Enn er ekki ljóst hvort þá verður tekið að undirbúa atkvæðagreiðslur, en engar atkvæðagreiöslur hafa til þessa farið fram, enda segir í fundarsköpum ráðstefnunnar, að fyrst skuli kanna samKomulags- leiðina til þrautar. Því miður ber enn svo mikið á milli um ýmis mikilvæg mál að atkvæðagreiðsl- ur um þau gætu á þessu stigi leitt til þess að rikjahópar ættu i veru- legum erfiðleikum með að starfa áfram að samningaumleitunum og samningsgerð. Þó veróur að vona aó flest ríki telji hagsmun- um sinum bezt borgið ef ráðstefn- an ber árangur og gengið er frá hafréttarsáttmála. Ef svo er munu samningar takast að lokum þó að þess sjáist enn of lítil merki hér í Genf. — Grænlend- ingar Framhald af bls. 1 að leyfið hafi verið gefið án þess að leitaö hafi verið eftir skoðun grænlenzku þjóðarinnar og það sé hnefahögg í andlitið á þeim Græn- lendingum, sem berjist fyrir sjálfsstjórn. Fyrr i vikunni fóru um 150 Græniendingar í mótmælagöngu og bjuggu um sig í húsakynnum Grænlandsmálaráðuneytisins í sambandi við umræður um leyfis- veitinguna. Dönsk stjórnvöld hafa enn ekki tekið afstöðu til þess, hvernig deila eigi hugsanlegum oliu- tekjum milli Grænlands og Dan- merkur. Þessi hlið málsins kemur einnig inn i afstöðu ungu Græn- lendinganna. — Við vitum fullvel að flestir Danir hlæja að okkur, en frá okkar bæjardyrum er málið ör- væntingarfull alvara. Við viljum ekki horfa á það þegjandi og hljóðalaust að land okkar sé selt hæstbjóðendum í smábitum. Við höfum áóur séð kúgaða þjóð vinna réttláta baráttu við stór- veldi. — Minning Sigrún Framhald af bls. 23 Sá sjúkdómur sem dró Sigrúnu tildauða svolangt umaldurfram hafði líklega búið um sig i fjölda ára og tók að láta á sér kræla nokkur áður en hún hélt utan 1970. Þar úti ágerðust þessi ein- kenni nokkuð. En það var þó ekki fyrr en fyrir réttu ári síðan að alvarleiki hans kom í ljós. Sigrún lá þungt haldin á sjúkrahúsi í Skotlandi um tveggja mánaða skeið snemma árs ’74. Þá um vor- ið fluttust þau Eyjólfur heim, en hann hafði þá lokið prófum sínum eftir margþætt sérfræðinám. Sig- rún lagðist strax eftir heimkom- una inn á Borgarspítalann og nú lá hún í þrjá mánuði. Hún komst á fætur aftur undir haustið og ekki var neinni uppgjöf fyj-ir aó fara, því nú hóf hún nám i ensku við Háskólann jafnframt því sem hún hélt heimili fyrir Eyjólf sinn og systurson. Það var svo i janúar að sjúkdómurinn náði aftur yfir- höndinni. Sigrún vissi að hverju stefndi þegar hún gekk undir heilauppskurö í janúar síðastlið- inn. Omögulegt reyndist að kom- asl fyrir meinið, en þó tókst að bæta þannig úr að grið gáfust um hríð. En í lok febrúar var óhjá- kvæmilegt að framkvæma aðra skurðaðgerö. Sigrún komst ekki til meðvitundar eflir það og hafði hægt andlát 5. mars. Eg kom til Sigrúnar þrem dög- um íyrir seinni aðgerðina. Þaó var óbuguö kona sem ég hitti fyr- ir, lífsneistinn og kjarkurinn ann- ars vegar og ástrikið og hlýjan hins vegar. Hún talaði um kofann sem hún ætti eftir að mála og minntist á nokkra vini, kvaddi mig með kossi og bað fyrir kveðju til Adda bróöur síns. Sigrún stóð aldrei ein i erfið- leikum sinum og dauðastríði. María móðir hennar hélt utan til Skotlands strax og Sigrún veiktist alvarlega fyrir ári síðan og var við sjúkrabeó hennar alla daga. Þannig var það líka eftir að heim kom. Og þá stóð Sigrún ekki ein þar sem Eyjólfur var, vandfund- inn mun jafn traustur og hlýr maður. Það er erfitt að sætta sig við að missa slíkan vin og félaga sem Sigrún var. Hún var frábær kona, lifandi og ástrik. En mér hefur komið i hug að hún muni lifa áfram í ástvinum sinum og félög- um, veitandi okkur lífskraft sinn og kjark eins og áður. Sveinn R. Hauksson. Hvassafells, bryggjuna og hugs- anlega leið björgunarmanna með áburðinn. — Hvassafell Framhald af bls. 32 kveikja að uppblæstri gróður- lendis á eynni, sem yfirleitt er öll gróin. Sagói Árni aó þetta væru mjög eðlilegar áhyggjur fólks og gæti komið til mála að betra væri að láta áburðinn liggja, en fórna graslendi eyjarinnar. Náttúru- verndarráð hefur enga afstöðu tekið til málsins, enda hefur formlegt erindi ekki borizt. Hins vegar ber.ti Arni á, að áður en farið yrði út i framkvæmdir, sem kynnu að valda raski, væri laga- skylda að leita umsagnar ráðs- ins. 1 lögum um náttúru- verndarráð segir: „Ef hætta er á þvi að fyrirhuguð mann- virkjagerð eða jarðrask leiði til þess að land breyti veru- lega um svip, að náttúruminjum verði spillt, að framkvæmd leiði til mengunar lofts eða lagar eða til sérstakra spjalla á gróðri, skal skylt að leita álits náttúru- verndarráðs áður en framkvæmd- ir hefjast.” Árni kvað þarna vera um greinilega hættu að ræða á gróðurspjöllum og samkvæmt því er bannað að fara út í þetta áður en leitað er álits ráðsins. Hijmar Pálsson hjá Brunabóta- félagi íslands sagði að um væri að ræða 1.100 lestir af áburði, sem væru að verðmæti um 40 milljón- ir króna. Hann kvað fyrirhugaðar björgunaraðgerðir ekki mundu spilla á neinn hátt náttúru eyjar- fnnar, farið yrði i eyna með eina ýtu og flutningabíl með drifi á öllum hjólum og yrði farið með fjörunni frá strandstað og að bryggju hinum megin á eynni. Áhöld væru um hvort unnt yrói að aka eftir flugbraut eyjarinnar og myndi það þá stytta verulega leiðina. Ef það reyndist ekki fært myndi fjaran þrædd. Taldi Hilm- ar, sem sjálfur hefur farið í Flatey til þess að kanna aðstæður að ekki þyrfti að hrófla við þeim náttúrulega brimbrjót sem er inn- an við strandstaðinn, á hann væri unnt að setja sand og aka farmin- um eftir honum. Svo sem áður segir hefur 45 lestum af olíu verið bjargað úr skipinu. Stefán Bjarnason, sem er i Hvassafelli við niunda mann, sagði í viðtali við Mbl. í gær, að björgunin gengi sæmilega vel. Hafnarbáturinn frá Akureyri er notaður til þess að lóðsa olíuna út í Stapafell, sem liggur utan vió strandstað og tekur báturinn 12 lestir í ferð. Er hann ekki nema um 20 minútur í hverri ferð, þvi að vel gengur að dæla úr honum í Stapafellið. Hins vegar gengur ferming bátsins öllu hægar, þar sem við erfiðar aðstæður er að eiga. Sverrir Þór hjá Samvinnutrygg- ingum, sem er tryggjandi skips- ins, sagði í gær að ekki hefði verið tekin nein ákvörðun um björgun þess sjálfs. Er enn verið að kanna möguleika á að fá björgunarfélög til þess að taka málið að sér. Fjög- ur erlend fyrirtæki sýndu málinu áhuga, en 2 hafa nú skorizt úr leik, þar eð tryggingafélagið ætl- azt til að björgunarfélögin standi að framkvæmdum fyrir eigin áhættu, gegn ákveðinni hlutdeild í andvirði þess, sem bjargað er. Ekki er ljóst hve mikið skipið er skemmt. Ekki hafði í gær borizt svar frá þeim tveimur björgunar- fyrirtækjum, sem ekki hafa enn gefið endanlegt svar. Þá sagði Sverrir Þór, að Kristinn Guð- brandsson væri nú á leið til Flat- eyjar til þess að bjarga áburðin- um úr skipinu og ef honum litist á aðstæður gæti komið til greina að hann tæki að sér björgun skips- ins. En ákvörðun var sem sagt ekki komin í málinu í gærkveldi. — ASÍ og VSÍ Framhald af bls. 2 beinu skattana væru ef til vill ekki stór atriði, sem geróar yrðu athugasemdir við. Þó eru nokkur minni háttar atriði, svo sem eins og skattaafslátturinn, sem er tak- markaður. „Teljum við það vera galla,“ sagði Björn og bætti við: „Þegar skattaafslátturinn veróur meiri en útsvör, þá endurgreiðist hann ekki, nema aðeins að því marki er tekur til barnabótanna og við hefðum talið eðlilegra gagnvart okkar fólki að afsláttur- inn hefði verið greiddur út í fleiri tilvikum en sem barnabætur og örorka. Við hefðum talið þetta skila sér betur, ef þessu hefði öllu verið veitt í einn farveg og skatta- ívilnanir væru allar 1 beinu skött- unum og skattaafslætti. skattaf- slátt, sem greiddur er út, hefði mátt lækka og hefði þetta nýtzt betur með því fyrir umbjóðendur ASÍ.“ Jón H. Bergs, formaður Vinnu- veitendasambands tslands, sagði að það væri engum vafa undirorp- ió að í frumvarpi ríkisstjórnar- innar fælust miklar kjarabætur fyrir launþega, vegna skatta- lækkananna. Kvað hann þær áreiðanlega mun hagkvæmari fyr- ir launþegann en þótt hann fengi tilsvarandi kauphækkanir í krón- um. Jón sagði að VSÍ hefði ekki metið inntak frumvarpsins í prósentum miðað við kaup- hækkanir, enda kvað hann það mjög erfitt vegna ýmissa heimildarákvæða, sem ekki væri ljóst, hvernig yrðu notuð. Notkun þessara heimildarákvæða skiptir mjög miklu máli, þegar kjara- bæturnar, sem felast í frum- varpinu, eru metnar. Síðan sagði Jón: „Ég er ekki i neinum vafa um það, að eins og frumvarpið liggur fyrir, þá getur það áreióan- lega hjálpað til að brúa bilið milli þarfa launþega og greiðslugetu atvinnuveganna. Hins vegar má fólk ekki gleyma því 80*011 hefur sér stað um 30% rýrnun við- skiptakjara, sem stafar af veru- legu leyti af lækkun á verði þýðingarmestu útflutningsafurða okkar og þetta hlýtur að koma þungt niður. Þótt maður hafi ekki haft nema takmarkaðan tima til þess að kynna sér inntak frum- varpsins þá finnst mér það við fyrstu sýn vera þannig úr garði gert að lögunum sé ætlað að milda þá kjaraskerðingu, sem þjóðin öll kemst ekki lengur hjá að taka á sig.“ — Bjargað Framhald af bls. 32 sjúkrabifreið og læknir með í för- inni. Höfðu þeir þá þegar skotið línu um borð í togarann, sem lá með stafninn beint upp í land um það bil 150 metra frá landi. Togaramenn voru þá að ganga frá öllum endum og gekk verkið nokkuð hægt. Ekki voru þeir i neinni hættu, þar sem sjóa hafði lægt á fjörunni og skipið haggað- ist ekki. Virtust flestir skipverja vera fram á hvalbaknum, en þó gat að líta nokkra aftur á bátaþil- fari. Þá gátum við séó, að skip- verjar höfðu tiltækan gúmmíbát, sem hékk utan á bakborðssióu skipsins. Skömmu fyrir kl. 15 fór fyrsti skipverjinn i björgunarstólinn og var hann kominn upp á sandinn eftir 2—3 mínútur, en eitthvað virtist stóllinn fara hægt i land og blotnaði maðurinn eflaust nokkuó. Þegar þessi maður var kominn í land, slepptu skipverjar líflínu björgunarstólsins vegna fákunnáttu og varð því hlé á öllum björgunaraðgerðum um sinn. Var þá tekið til bragðs að koma annarri línu i land með þvi að láta gúmmíbjörgunarbátinn reka upp á sandinn. Þrír skip- brotsmanna stukku um borð i bát- inn og siðan var honum sleppt frá skipshliðinni. Ekki gekk þetta ferðalag vel, í fyrstu rak þó bát- inn hratt frá skipinu i átt að landi, en er hann nálgaðist landið, kom hann inn á lygnupoll og staó- næmdist þar um hrið. Síóan tók bátinn að reka hægt i austur undan vindinum. Að lokum var báturinn kominn það nálægt landi, að björgunarsveitarmenn gátu kastað fangalinu út í hann og á samri stundu var búið að draga hann upp i fjöruna. Var nú hafizt handa um að strekkja öll tóg á ný, en eitthvað virtist starfið vefjast fyrir Bretunum. Um kl. 16 eóa klukku- stundu síðar hafði ékki tekizt að ná fleiri skipsbrotsmönnum á land, en þá hurfum við af vétt- vangi. Að sögn Hannesar Hafstein komst skriður á björgunina á ný um kl. 17 og kl. 18.45 voru allir skipverjar komnir á land. Voru þeir væntanlegir til Víkur i Mýr- dal um kl. 20.30 í gærkvöldi. D.P. Finn hafði samband við varðskip snemma í gærmorgun og tilkynnti þá, aó brotsjór hefði komið á skipið og við þaó hefði brúargluggi brotnað, radar bilað og stýrið farið úr sambandi. Varð- skipið bauð aðstoó, en skömmu siðar hafði togarinn samband við það á ný og var þá stýrió komið í samband. Ennfremur hafði togar- inn haft samband við annan brezkan togara, Boston Beverley. Skipstjóri D.P. Finn taldi skipið þá vera 2,5 sjómílur suður af Surtsey. Frá því 1940 hafa fjögur skip strandað á sandspildunni milli Blautukvíslar og Dýralækjar- kvíslar. Árið 1941 tvö skip, belgíski togarinn George Edwards og brezka flutninga- skipið Persier, 1946 strandar þarna brezki togarinn Grimsby Town og 1962 Hafþór frá Vest- mannaeyjum. Þessum björgunum flestum stjórnaði Ragnar Þor- steinsson bóndi í Höfðabrekku, en björgun skipverja D.P. Finn stjórnaði Reynir sonur hans. D. P. Finn var rösklega 700 lestir á stærð, smíðaður árið 1961 og í eigu Boston Deep Sea Fisheries. — Hestar Framhald af bls. 13 bótahrossa og birtingu dóma. Þá hefst gæSingakeppni milli hesta- mannafélaganna, þar sem hvert félag sendir tvo bestu gæðinga sina I hvorum flokki, alhliða- gæðinga og klárhesta með tölti, til keppni. Að þessum sýningum loknum verða kappreiðar þar sem keppt verður ! 250 m skeiði og 1. verðlaun verða kr. 40.000.00, í 350 m stökki og 1. verðl. kr. 12.000,00 i 800 m stökki með kr. 20.000,0 i 1. verðl og i 1500 m stökki og þar verða fyrstu verð- laun kr. 40.000,00 Þá verða að auki verðlaunapeningar i hverri grein. i lok fundarins var samþykkt áskorun á Alþingi þess eðlis að fasteignaskattur af hesthúsum verði felldur niður. Kökubasar til styrkt- ar lögreglukórnum LÖGREGLUKORINN i Reykjavík mun taka þátt I samnorrænu móti lögreglukóra, sem haldið verður í Kaupmannahöfn síðari hluta mai- mánaðar. Til að standa straum af þessum kostnaði ætla eiginkonur kórféiaga að halda kökubasar i Templarahöllinni við Eiriksgötu, á morgun, sunnudag, kl. 14. Lögreglukóramótið verður haldið dagana 29. maí til 2. júní f Höfn, en samnorræn lögreglu- kóramót hafa verið haldin í höf- uðborgum Norðurlanda á 4—5 ára fresti og siðast í Helsinki árið 1970. Þar áður var mótið haldið í Reykjavík 1966. Þetta er í fimmta sinn, sem mótið er haldið og hafa þau nú verið haldin í öllum höfuð- borgum Norðurlanda og hefst því ný umferð með næsta móti, sem væntanlega verður í Stokkhólmi 1979—1980. Lögreglukórinn hefur einnig hleypt af stáð happdrætti til að standa straum af kostnaói við þessa utanlandsferð og eru 12 vinningar i boði SONNUKVÖLD Alþjóðleg fegurðarsamkeppni PORTUGOLSK HATIÐ sunnudagskvöld 23. marz Húsið opnar kl. 1 9. Veizlan byrjar kl. 19.30. Borðum verður ekki haldið lengur en til kl. 19.30. Þjóðarréttur Landaragout (Da Silva) Verð aðeins kr. 895. Söngur, gleði, grín og gaman. Sagt frá ódýrum ferðamöguleikum til Portúgals, orka, Costa Del Sol og ítaliu. Norðurlandafararstjóri Portúgölsku ferðamálastof- unnar mætir á samkomunni og segir frá Portúgal og sýnir litkvikmynd. Ferðabingó. Vinningar Portúgalsferð, Kanaríeyjaferð og Mallorka- ferð. Dans. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar. Njótið skemmtunar- og gleðistunda sem alltaf eru á þessum vinsælu Sunnukvöldum. Tryggið yður borð hjá yfirþjóni sem fyrst i síma 20221 þvi áreiðanlega komast færri að en vilja. Skemmtunin verður ekki endurtekin. VERIÐ VELKOMIN SÓLSKINSSKAPI HED SWNNU Mall- FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.