Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 21

Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 21 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Hvernig hljóðar — 22400! Já — María Þorgeirsdóttir félagsráðgjafi talar. Getur þú, María, ságt okkur hvenær þessi deild tók til starfa og hvert verkefni hennar er? „Deildin tók til starfa í byrjun febrúar. Heistu verkefni hennar eru, að gefa ráð varðandi getnaóarvarnir og kynlffsvandamál. Hér starfa 2 læknar, Andrés Ásmunds- son og Guðjón Guðnason, og ein heilsuverndarhjúkrunarkona, Kolbrún Ágústs- dóttir. Hún hefur starfað við samskonar deild í Noregi. Einnig starfa ég hér sem félagsráðgjafi. (Jmsar tegundir getnaðarvarna eru tii sölu á staðnum og einnig er hægt að fá hér bækling með upplýsingum um getnaðarvarnir, sem völ er á nú, ásamt upplýsingum um öryggi hverrar tegundar. Þungunarpróf eru jafnframt gerð hér. Kynfræðsludeildin er opin milli kl. 17.00 og 19.00 á mánudögum og frá kl. 10.00 til 12.00 á föstudögum.“ (\ 1 m/ u j Díteuvamúcrílðil Reykjovikjf KytifrœósiudeM TIL fródleiks fer hér á eftir 9. grein laga nr. 38/1935, en þau eru 1 gildi nú: ,,Nú hefur kona orðið barns- hafandi, og vantar meira en 12 vikur á fullan meðgöngutíma, og þykir augljóst, að heilsu hennar er mikil hætta búin, ef hún á að ganga svo lengi með, að barn geti fæðst og haldið lífi, og er lækni þá heimilt að eyða fóstrinu, enda sé þá far ið nákvæmlega eftir reglum þeim, sem greinir i 10. gr. þess- ara laga. — Ef kona hefur gengið lengur með en 8 vikur, skal læknir þó ekki eyða fóstr- inu nema um þvi meiri hættu sé að ræða, er ætla má, að komið verði í veg fyrir með fóstureyðingunni og ekki á annan hátt, enda jafnist þá hætta sú, sem aðgerðinni er samfara, er konan hefur geng- ið svo lengi með, engan veginn við hættu þá, sem koma á i veg fyrir. — Við mat á því, hvert tjón er búið heilsu þungaðrar konu af burðinum samkvæmt 1. málsgrein þessarar greinar, má meðal annars taka tillit til þess, ef konan hefur þegar alið mörg börn með stuttu millibiii, og er skammt liðið frá síðasta barnsburði, svo og heimilis- ástæður vegna ómegðar, fátæktar eða alvarlegs heilsu- leysis annarra á heimilinu“. Um leyfi til aðgerðar, segir svo í 10. gr., 2. mgr. sömu laga: „Áður en fóstureyðing má fara fram, verður að liggja fyr- ir skrifleg rökstudd greinar- gerð tveggja lækna um nauð- syn aðgerðarinnar, og sé annar þeirra yfirlæknir sjúkrahúss- ins, þar sem aðgerðin er fyrir- huguð, en hinn að jafnaði sá læknir, sem ráðlagt hefur kon- unni að leita sjúkrahússins í þessum erindum. Það nægir ekki, að aðstoðarlæknir yfir- læknisins undirriti greinar- gerðina með honum, nema því aðeins að ógerningur sé að ná til annars læknis“. 1 lögum nr. 16/1938, er ákvæði um, að fóstureyðing sé heimil, ef burður viðkomandi er í mikilli hættu af kynfylgj- um, sem valdið geta vanskapn- aði, hættulegum sjúkdómi, andlegum eða líkamlegum, eða fávitahætti. Einnig hafi kona orðið þunguð við nauðgun, er hún hefir kært fyrir réttvis- inni þegar i stað, enda hafi sökunautur verið fundinn sek- ur um brotið fyrir dómi. (Sjá 5. grein, 2. og 3. tl.) Framkvæmd laganna er í höndum landlæknis, en honum til ráðuneytis er þriggja manna nefnd, skipuð af dóms- málaráðherra. Af nefndar- mönnum skal einn vera lækn- ir, helst sérfróður um geðsjúk- dóma, og annar lögfræðingur, helst i dómarastöðu. Árið 1970 var skipuð nefnd til endurskoðunar núgildandi laga. Formaður þeirrar nefnd- ar var Pétur H.J. Jakobsson, pröfessor, en aðrir nefndar- menn Guðrún Erlendsdóttir, hrl., Tómas Helgason prófess- or og Vilborg Harðardóttir, blaðam. Nefndin samdi frum- varp að nýrri löggjöf um ráð- gjöf og fræðslu varðandi kyn- líf og barneignir og um fóstur- eyðingar og ófrjósemisaðgerð- ir og var það lagt fram á Al- þingi árið 1973. 1 frumvarpinu segir svo: 9. Grein. Fóstureyðing er heimil: 1. að ósk konu, sem búsett er hér á landi eða hefur íslenskan ríkisborgararétt, ef aðgerðin er framkvæmd fyrir lok 12. viku meðgöngu og ef engar læknisfræðilegar ástæður mæla móti aðgerð. Skilyrði er, að konan hafi verið frædd um áhættu samfara aðgerð og hafi hlotið fræðslu um, hvaða félagsleg aðstoð stendur til boða í þjóðfélaginu fyrir þung- aða konu og við barnsburð. 2. að læknisráði og í viðeig- andi tilfellum að undangeng- inni félagslegri ráðgjöf: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áframhald- andi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má að barn, sem kona gengur með, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða hald- ið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar i fóstur- lifi. c) Þegar sjúkdómur, líkamleg- ur eða geðrænn, dregur alvar- lega úr getu konu eða barns- föður til að annast og ala upp barn. d) Þegar ætla má, að þessi þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nán- ustu erfið vegna félagslégra ástæðna sem ekki verður ráðin bót á. e) Þegar konan getur ekki vegna æsku eða þroskaleysis, þegar þungun á sér stað, ann- ast barnið á fullnægjandi hátt. f) Ef konu hefur verið nauðg- að eða hún orðið þunguö sem afleiðing af öðru refsiverðu at- hæfi. 11. grein: 1. Fóstureyðingu má fram- kvæma samkvæmt 9. gr. 1. tölulið þessara laga, þegar fyrir liggur umsókn konu og greinargerð læknis um, að ekk- ert læknisfræðilegt mæli gegn aðgerð og skilyróum um með- göngutímalengd og fræðslu sé fullnægt. 2. Fóstureyðingu má fram- kvæma samkvæmt 9. gr. 2. tölulið a, b og c, þegar fyrir liggur umsókn konu og greinargerð læknis um nauðsyn aðgerðar. 3. Fóstureyðingu má fram- kvæma samkvæmt 9. gr. 2. tölulið, d, e og f, þegar fyrir liggur umsókn konu, studd greinargerð heimilislæknis eða félagsráðgjafa um nauðsyn aðgerðarinnar, ásamt vottorði aðgerðarlæknis um, að skilyrð- um 10. gr. laga þessara um lengd meðgöngutíma sé full- nægt. Umsókn og vottorð skulu rit- uð á þar til gerð éyðublöð. Frumvarpið hlaut ekki af- greiðslu á þinginu. 1 nóvember 1974 var skipuð nefnd til þess að undirbúa endurfram- lagningu þessa frumvarps. Nefndina skipuóu Ingimar Sigurðsson, fulltrúi heil- brigðis- og tryggingarmála- ráðuneytinu, Ellert Schram, alþingism. og Halldór Ásgrímsson, alþingism. Frumvarpið hefur nú verið endurflutt og hljóðar 9. grein þess svo eftir breytinguna: Fóstureyðing er heimil: 1. FÉLAGSLEGAR ASTÆÐ- UR: Þegar ætla má, að þungun og tilkoma barns verði konunni og hennar nánustu óbærileg vegna óviðráðanlegra félags- legra ástæðna. Við slíkar að- stæður skal tekið tillit til eftir- farandi: a) Hafi konan alið mörg börn með stuttu millibili og skammt er liðið frá siðasta barnsburði. b) Eigi konan við að búa bágar heimilisástæður vegna ómegðar, fátæktar eða alvar- legs heilsuleysis annarra á heimilinu. c) Þegar konan getur ekki vegna æsku og þroskaleysis annast barnið á fullnægjandi hátt. d) Annarra ástæðna, séu þær fyllilega sambærilegar við ofangreindar aðstæður. 2. LÆKNISFRÆÐILEGAR ASTÆÐUR: a) Þegar ætla má, að heilsu konu, líkamlegri eða andlegri, sé hætta búin af áfram- haldandi meðgöngu og fæðingu. b) Þegar ætla má, að barn, sem kona gengur meó, eigi á hættu að fæðast vanskapað eða haldið alvarlegum sjúkdómi vegna erfða eða sköddunar í fósturlífi. c) Þegar sjúkdómur, líkam- legur eða geðrænn, dregur alvarlega úr getu konu eóa manns til að annast og ala upp barn. 3. Ef konu hcfur verið nauðgað eða hún oróið þunguð sem afleiðing af öðru refsi- verðu athæfi. 11. greinin er nú svohljóð- andi: Áður en fóstureyðing má fara fram, verður að liggja fyr- ir skrifleg rökstudd greinar- gerð tveggja lækna eða læknis og félagsráðgjafa um nauðsyn aðgerðarinnar. Sé um læknis- fræðilegar ástæður að ræða þá skal annar aðilinn vera starf- andi sérfræðingur í almennum skurðlækningum eða i kven- sjúkdómafræðum. Sé um að ræða félagslegar ástæóur ein- göngu, þá skal annar aóilinn vera félagsráðgjafi sé hann starfandi í viðkomandi heilsu- gæsluumdæmi. Þar sem ástæða þykir til, skal viðkomandi sérfræðingur styðjast við álitsgerð geðlækn- is, sé um geðræna sjúkdóma að ræða. Frumvarp til laga unt „fóst- ureyðingar og kynlifsfræðslu", liggur nú fyrir Alþingi. Enda þótt I. kafli frumvarps- ins, um ráógjöf og fræðslu, sé þýðingarmestur að flestra dómi, hefur umræðan að mestu leyti snúist um II. kafla þess, sem f jallar um fóstureyð- ingar og athyglin einkum beinst að 9. grein hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.