Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
23
við sjóróðra, en þær urðu honum
sem öðrum hraustum drengjum
góður skóli, er jók víðsýni Eiríks
og vinfengi við óþekkt fólk.
Auk þess að vinna við bústörf í
föðurgarði, frá þvi að litlar,
vinnufúsar hendur voru einhvers
megnugar, sýslaði Eiríkur við
ýmislegt um dagana. Verður það
ekki allt tíundað hér. Hann
stjórnaði fyrstu dráttarvélinni,
sem búnaðarfélagið keypti, og var
þar með þátttakandi i fyrstu jarð-
ræktarbyltingunni, þar sem
kargaþýfi og móum var breytt i
töðugróinn völl. Áreiðanlega var
litið á þetta afkastamikla undra-
tæki og stjórnanda þess með lotn-
ingu.
Liklega var Eiríkur fyrsti mað-
urinn hér í sveit, sem tók bílpróf.
Þótti það nokkrum tíðindum sæta
á þeim árum og leiddi síðar til
þess, að hann réðst í það stórvirki
að kaupa vörubíl, sem var at-
vinnutæki hans um árabil. Þá
kom það bezt i ljós, hvílíkur önd-
vegisdrengur Eiríkur var, fórn-
fús, hjálpsamur og áreiðanlegur.
Þar með var hann kominn i þjón-
ustu vel flestra heimila í sveitinni
varðandi útréttingar í stóru og
smáu.
Bifreiðaútgerðin færði Eiríki
engan auð, enda hugsun hans
ávallt sú að veita sem mesta þjón-
ustu fyrir sem minnst gjald, og
ótalið er það, sem ekki kom til
mála að taka gjald fyrir. Slíkur
hugsunarháttur er því miður að
veróa fátíður.
Þegar þreytan fór að segja til
sin, seldi Eirikur bílinn. En um
þær mundir bauðst aðstaða á
Torfastöðum, þar sem hann síðan
átti heimili, til að hafa kindur og
hesta. Þannig tvinnuðust fyrstu
og síðustu æviárin í samfélag við
búféð.
Hesturinn var þó umfram allt
vinur og félagi, enda knapinn
slyngur. Eiríkur gat tekið undir
með skáldinu:
„Maður og hestur þeir eru eitt
fyrir utan hinn skammsýna,
markaða baug.“
Margir munu minnast æsku-
mannsins Eiríks í Fellskoti á
rauðblesóttum skeiðgammi, og nú
lifir knapann sinn heima á Torfa-
stöðum rauðblesóttur öldungur.
Tign og friður öræfanna
heillaði Eirík mjög til sín, enda
tíður gestur í þeim fagra fjallasal.
Þá var sálin hress og lundin létt.
Við fjárvörzlu var hann norður á
Kili, og oftsinnis fór hann i göng-
ur.
Eirikur var traust‘ur„hlekkur i
mannlífinu hér í sveit, félagslynd-
ur, söngmaður góður, hafði
lifandi frásagnarhæfileika og var
eftirsóttur félagi og gestur.
Tráusta handtakið bar hlýju og
frið í bæinn. Hér eftir verður
þetta minningin ein, en gott er að
eiga og geyma slikt.
Eiríkur var ferðamaður góður.
Hann stýrði lífsfleyinu farsællega
og fer sína hinztu för með hrein-
anskjöld.
Hin siðari ár var það hlutverk
hans hvert kvöld að tendra ljósin
í krossi Torfastaðakirkju. Hið
sanna ljós frá krossinum mun
lýsa nýja lífsbraut. Ástvinum öll-
um er vottuð innileg samúð.
Með söknuði kveðjum við
traustan og tryggan.vin í virðingu
og þökk.
Björn Erlendsson
Afmælis-og
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvi, að
afmælis- og minningargreinar
verða aö berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig
verður grein, sem birtast á í
miðvikudagsblaði, að berast í
siðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með
greinar aðra daga. Greinar
mega ekki vera í sendibréfs-
formi eða bundnu máli. Þær
þurfa að vera vélritaðar og
með góðu línubili.
Sigrún Aðalsteins-
dóttir - Minningarorð
F. 28. maí 1944.
D. 5. marz 1975.
Síðastliðinn mánudag var til
moldar borin Sigrún Aðalsteins-
dóttir. Sigrún stóð á þrítugu þeg-
ar hún lést á Borgarspítalanum
eftir erfiða, nærri þriggja mánaða
banalegu.
Hún var fædd 28. maí 1944,
dóttir hjónanna Aðalsteins Guð-
bjartssonar og Maríu Ástmars-
dóttur. Foreldrar hennar voru
bæði Vestfirðingar, Aðalsteinn
fæddur á Hornströndum og alinn
upp í Bolungarvík, en María frá
ísafirði. Aðalsteinn dó haustið
1973, en María lifir dóttur sína.
Sigrún átti fjögur systkini:
Elínu, sem er dóttir Aðalsteins og
fyrri konu hans, en hún hefur
verið búsett í Svíþjóð undanfarin
ár; Svan, sem fórst i bílslysi tæp-
lega fertugur að aldri, mánuði
eftir að faðir hans dó; alsystkini
Sigrúnar eru Rósa, kennari og
húsfreyja að Stóru-Mörk í Vestur-
Eyjafjallahreppi og Aðalsteinn
rennismiður sem býr í húsinu í
Skerjafirði þar sem Aðalsteinn og
María ólu börn sín upp.
Að loknu landsprófi settist Sig-
rún í Menntaskólann í Reykjavík,
en var þar ekki nema einn eða tvo
vetur, því að sumarið 1962 hélt
hún utan til ársdvalar í Banda-
ríkjunum á vegum Kristilegra al-
þjóða ungmennaskipta (ICYE).
Er heim kom starfaði Sigrún í
Gutenbergprentsmiðjunni um
eins árs skeið en hóf nám í Kenn-
araskólanum haustið 1964. Hún
tók utan skóla fyrsta og annan
bekk á fyrsta vetrinum og lauk
kennaraprófi vorið 1967. Ári síðar
lauk hún stúdentsprófi með
fyrsta stúdentahópnum úr Kenn-
araskóla Islands. Á árunum
1968—'70 stundaði Sigrún nám
við Myndlista- og handíðaskóla Is-
lands.
Haustið 1968 giftist Sigrún eft-
irlifandi manni sinum, Eyjólfi
Haraldssyni lækni. Hann hélt ut-
an til framhaldsnáms í Skotlandi
haustið '69 og fluttist Sigrún út til
hans, er hún hætti námi sinu við
Myndlistaskólann 1970.
Sigrún tók virkan þátt í marg-
víslegu félagsstarfi. A Kvenna-
skólaárunum mun hún hafa verið
í Kristilegum skólasamtökum, en
ég kynntist henni þegar við tók-
um saman sæti i stjórn KAUS,
samtaka skiptinema við stofnun
þeirra haustið 1965. Þegar starf
TENGLA hófst 1966 skipulagði
Sigrún hóp úr Kennaraskólanum
til þátttöku i þessu félagsstarfi
sem miðaði að þvi að rjúfa ein-
angrun geðsjúkra vangefinna og
fleiri slíkra hópa í samfélaginu.
Sigrún var alltaf veislustjóri á
skemmtunum sem TENGLAR
héldu með vinum sínum er
dvöldu á hinum ýmsu stofnunum.
Þá list að skipuleggja veitingar j
fyrir hundrað manna veislur
lærði hún af tengdamóður sinni,
Sólveigu Eyjólfsdóttur í Hafnar-
firði, sem Sigrún aðstoóaði gjarn-
an við slik störf. Sigrún sat í
æskulýðsnefnd Þjóðkirkjunnar
um nokkurt skeið.
Ég kynntist Sigrúnu sem ein-
lægum og eldheitum sósialista og
naut ég þess oft að hún var mér
fyrri til um þroska að þessu leyti.
Hún var félagi i Æskulýðsfylking-
unni i nokkur ár og eignaðist
raunar félaga úti i Skotlandi sem
hún fann sér starfsgrundvöll með
og vann um tíma i bókaverslun
byltingarsinnaðra samtaka þar
úti.
Sigrún átti þess kost að ferðast
víða um lönd. Dvölin í Bandaríkj-
unum var henni mikils virði, þar
eignaðist hún fjölda góðra vina og
fósturfjölskyldu sem hún tengdist
traustum böndum. Fóstra hennar
þaðan kom í heimsókn til Sigrún-
ar síðastlióið haust. Sigrún ferð-
aóist seinna viða um Evrópu,
Norðurlönd, Mið- og Suóur-
Evrópu, að ógleymdu irlandi sem
Sigrún hreifst mjög af, en þau
Eyjólfur áttu þar sex vikur saman
sumarið 1968.
Mér er Sigrún ofarlega i huga
þar sem hún sat á kaffihúsi eða i
strætisvagni og ávallt með bók í
hönd. Ég man meira að segja eftir
þeirri bók sem hún var að lesa
þegar við kynntumst haustið '65.
Það var bókin Annað kynið eftir
Simone de Beauvoir. Hún var
lengi að lesa þá bók, en henni var
staða konunnar i þjóðfélaginu
mikió mál. Sigrún var silesandi og
þá ekki síst bækur tilvistarheim-
spekinnar (eksistensjalisma) og
rit um geðlæknis- og sálarfræói á
grundvelli tilvistarstefnunnar.
Þessi áhugi náði svo langt, að
Sigrún átti bréfaskipti við Sim-
one de Beauvoir og Ronald Laing,
en hann kom henni í samband við
þekktan sálkönnuð í Skotlandi
sem Sigrún hafði reglulegt sam-
band við um tveggja ára skeið.
Framhald á bls. 18
Oskar Jensen rafvirkja-
meistari — Kveðja
Vinur minn Öskar Jensen er
horfinn. Utför hans verður gerð
frá Háteigskirkju í dag.
Öskar fæddist á Eskifirði 16.
apríl 1923. Foreldrar hans voru
Erlín Jónsdóttir, er lifir son sinn
og Vilhelm Jensen, hinn kunni
athafnamaður á Eskifirói, sem
látinn er fyrir mörgum árum.
Öskar fluttist á barnsaldri til
Reykjavíkur og hefur átt þar
heima alla tíð siðan. Óskar stund-
aði nám i rafvirkjun hjá Júlíusi
Björnssyni, rafvirkjameistara i
Reykjavik, og vann siðan um ára-
bil i fagi sínu sem rafvirkjameist-
ari við húsbyggingar í Reykjavík,
að undanskildum 5 árum, er hann
starfaði sem rafvirkjameistari á
skipum Eimskipafélags islands.
Árið 1955 stofnaði hann fyrirtæk-
ið Lýsing s.f. með mági sínum
Arsæli Guðsteinssyni og hafa þeir
rekið raftækjaverzlun við Hverf-
isgötu siðan.
Óskar kvæntist árið 1948 Vil-
borgu Guðsteinsdóttur Eyjólfs-
sonar kaupmanns í Reykjavík.
Eignuðust þau fimm börn. Eru
tvö þeirra gift, en þrjú eru enn í
föðurhúsum.
Eg kynntist Óskari fyrir um það
bil 25 árum. Upphaf kynna okkar
var, að við vorum kvæntir æsku-
vinkonum, sem voru fæddar og
uppaldar hlið við hlið á Laugaveg-
inum. Vinátta milli fjölskyldna
okkar hefur haldizt öll þessi ár og
samverustundum fjölgað með
hverju ári. Fyrir allar þær sam-
verustundir vil ég nú þakka.
Óskar var óvenju hlýr maður i
viðmóti. Aflaði hann sér velvildar
allra þeirra sem hann hafði skipti
við , enda var það einkenni hans
að vilja öllum vel. Störf sin vann
hann með þeim hætti sem ein-
kennir góöviljaða menn. Þjónustu
við viðskiptavini sína lét hann
ekki í té með eftirgangsmunum
eða á þeim tíma, sem honum hefði
hentað bezt sjálfum, heldur mat
hann þörf og vilja þeirra og taldi
ekki eftir sér aó nota frístundir
sinar til þess að aðstoða aðra.
Ef hann gat oróið einhverjum að
liði, geymdi hann það ekki til
næsta dags. 1 öllum viðskiptum
við aóra gekk hann hreint til
verks, töluð orð stóðu, honum var
treyst.
Þau lyndiseinkenni Óskars, sem
mér eru efst í huga, eru hlýleiki*
einlægni og glaðværð. Þessum
einkennum hélt hann til dauða-
dags, og það jafnt, þótt siðasta ár
ævi hans væri ár þjáninga. Slika
menn er gott aó þekkja og eiga
viðskipti við, en þó enn betra aó
eiga fyrir vini. Samvera með slik-
um mönnum hlýtur að gera þá,
sem hennar njóta að betri mönn-
um.
Nú ert þú horfinn sjónum okk-
ar Óskar minn, en þú ert samt
ekki horfinn okkur. Þú er til i
vitund og veru aldraðrar móður,
eiginkonu, barna, tengdabarna,
barnabarna og allra ættingja og
vina. Þú er horfinn til hins eilffa
austurs, þar sem öllum þjáning-
um er lokið og þar sem þér veróur
nú úthlutað launum þinum að af-
loknu dagsverki. Ég veit að þau
laun eru á einn veg og i þeirri
vissu kveó ég þig.
Sveinn Finnsson.
Takið eftir
Yfir fermingarnar höfum við opið alla sunnu-
daga kl. 10—4 laugardag fyrir páska 9 — 6
e.h. II í páskum kl. 10—4 e.h.
Höfum ávallt til mikið úrval af blómum og
skreytingum
Fermingarstyttur
Fermingarservíettur
Fermingarkort
it Kerti og margskonar gjafavörur
Sendum heim,
BLÓM OG GRÆNMETI H.F.,
Skólavörðustíg 3 A, sími 16711.
ÍISISISIHISÍIHISÍIS
5
S
1
1
I
1
I
51
I
I
ALLT MEÐ
EIMSKIP
Á næstunni ferma
skip vor til fslands,
sem hér segir:
ANTWERPEN
Urriðafoss
Grundarfoss
Urriðafoss
Grundarfoss
FELIXSTOWE
Urriðafoss
Grundarfoss
Dettifoss
Mánafoss
fK Rotterdam
rpL Dettifoss
M Mánafoss
ffcí Urriðafoss
rs Grundarfoss
m
fe, HAMBORG
fS Dettifoss
yj Mánafoss
Pjj] Dettifoss
FA Mánafoss
p\ NORFOLK
|Jjj1 Brúarfoss
[jn Goðafoss
Selfoss
hji HELSINGBORG
||7| Tungufoss
Álafoss
25. marz
2. april
8. april
1 5. april
25. marz
1. april
9. apríl
1 6. april
27. marz
3. april
10. april
1 7. april
3. april
1 0. april
29. april
WESTON POINT
Askja 2. april
Askja 16. april
KAUPMANNAHÖFN
Múlafoss 25. marz
Tungufoss 2. april
Múlafoss 8. april
írafoss 1 5. april
3- april lUjl
1 6. apríl
GAUTABORG
Skógafoss
Múlafoss
Tungufoss
Múlafoss
I rafoss
2 1. marz
26. marz
4. april
1 0. apríl
1 7. apríl
[F ÞRÁNDHEIMUR
rr*. Álafoss 1. april
I
KRISTIANDAND
[j^ Ljósafoss 21. marz
r-Álafoss 4. april
l£7 Álafoss 1 8. apríl
GDYNIA
Bakkafoss
VALKOM
Bakkafoss
VENTSPILS
Bakkafoss
20. apríl
1 6. april
1 8. april
§ Reglubundnar
j vikulegar
| hraðferðir frá:
Antverpen,
Felixtowe,
m Gautaborg,
3 Hamborg,
Kaupmanna
höfn
Rotterdam.
GEYMIÐ
auglýsinguna
ALLTMEÐ
EIMSKIF