Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 29

Morgunblaðið - 22.03.1975, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975 29 17 verð. Eg ætlaði að fá mér bita. Má bjóða þér eitthvað mér til sam- lætis? Þar sem ég gerði þvi skóna að Hulda sæi af fyllstu samvizku- semi um föður minn og Einar — þrátt fyrir allan gauraganginn, þakkaði ég kærlega fyrir. Hún útbjó lystugan hádegis- verð handa okkur og við neyttum hans úti á svölunum i forsælunni. Hún kom öllu mjög vel og snyrti- lega fyrir og við vorum komnar að kaffinu og sígarettunum, áður en við höfðum látið útrætt um ýmis ópersónuleg samræðuefni: tón- list, leikhús, bókmenntir. Þegar hér var komið sögu hafði ég og gert mér grein fyrir því að hún var bæði létt í lund og kát en hún hafði afdráttarlausar skoðanir, og dálítið öfgakenndar á hvorn veg- inn sem var. Eg hafði einnig skynjað að maðurinn hennar sem var kaupsýslumaður í bænum hét Yngve, að þau voru barnlaus og henni þótti leiðinlegt að búa ekki í Stokkhólmi. Nokkrum sinnum á ári sagðist hún þó bregða sér þangað til að fara i óperuna og á tónleika og fara í nokkra tíma hjá söngkennaranum sinum. — Ég get ekki hugsað mér að ryóga alveg niður... Og svo er það ákjósanleg átylla til að komast í burtu og fá örlítið loft i lung- un... — Þér líður greinilega ekki vel hér. Hún gretti sig. — Ef þú hefðir verið vetursak- ir í Skógum myndir þú sannar- lega ekki furða þig á því. Það gerðist ekkert... maður fer í þessi sömu afmæli og drekkur kaffi þindarlaust... Klukkan hálf tíu á kvöldin er allur bærinn far- inn að hrjóta og manni líður ámóta og Þyrnirósu, enda þótt engin von sé til þess að fallegur konungssonur komi og vitji manns... Hún talaði af mikilli ákefð og rödd hennar og fas speglaði eirðarleysi hennar og ókyrrð. Ég greip gætilega fram í: — En þú hefur nú manninn þinn... Hún hvarflaði augunum flótta- lega undan... en aðeins andartak. Svo kinkaði hún kolli og sagði rólega: — Hann er ágætur. Og ég er jafn ástfangin af hnnum og þegar við giftum okkur lyrir sjö árum. Og þó... Ef ég væri frí og frjáls og gæti valið upp á nýtt er ég hreint ekki viss um ég kysi vistina hér... Ég slökkti i sigarettunni sem ég hafði verið að reykja og sagði dálítið óþolinmóð: — Ég hef enn ekki verið hér fullan sólarhring, en ég get svei mér ekki kvartað undan því að ekkert gerist. Eitt lik á dag dugir mér að minnsta kosti... Hún hrökk í kút og roði breidd- ist yfir andlit hennar, en ég fæ vist aldrei að vita hvað hún hafði hugsað sér að segja því að nú birtist lágvaxin vinnustúlka og sagði að Einar Bure væri í síman- um og að hann vildi fá að tala við mig. — Við mig? Hvernig getur hann vitað að ég er hér? — Það er hinn þráðlausi Skógarsimi, vina mín. Þú hættir að velta slíkum smáatriöum fyrir þér, þegar þú hefur dvalið hér um hríð. Kaldhæðnin í rödd Lous leyndi sér ekki, en ég sá hræðslusvipinn i augum hennar. Þegar ég kom aftur úr simanum hafði hræðslan breytzt i einurð. Ég sagði að ég yrði að fara heim, þar sem allir á Arbökkum — þar með talið lögregluliðið með Löving í farar- broddi — virtust vera að leita min. Hún strauk varalitnum hirðuleysislega yfir varirnar, sem voru þó rauðar fyrir og lýsti því yfir að hún skyldi labba með mér heim. — Það er óralangt síðan ég hef séð Einar. Og ég fer líka að verða forvitin að sjá hvað þið eruð eiginlega að gera þarna hinum megin. Mig langaði mest til að vekja athygli hennar á því að hingað til hefði henni tekizt að hafa hemil á forvitni sinni á mjög óvenjulegan máta, en ég stillti mig og þegar við gengum inn um hliðið á Ár- bökkum varð mér ljóst að ég hafði ekki fengið neitt bitastætt að vita. Hvað hafði hún verið að gera i garðinum okkar? Að hverju hafði hún leitað svona ákaft? Hvers vegna hafði hún — meðan við töluðum saman, látið eins og hún VELVAKANOI Velvakandi svarar I slma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi 'til föstudags. 0 Skólaeldhús í Kópavogi Vilborg Björnsdóttir hús- mæðrakennari í Kópavogi skrifar eftirfarandi bréf: Það voru góðar fréttir, þegar mér barst til eyrna, að starf hefði hafizt í nýju skólaeldhúsi I Þing- hölsskóla í Kópavogi í byrjun þessa inánaðar. Saga þessa máls er orðin þó nokkuð löng. Það var síðla árs 1950 að mér var sagt frá myndarlegri skólabyggingu i Kópavogi, er stæói við Digranes- veg. Fylgdi það sögunni, að þar ætti að vera skólaeldhús. Það leið ekki langur tiini, að ég var búin að spyrja svo til vegar, að ég náði tali af frú Huldu Jakobsdóttur í síina. Jú, það stóð heima, myndar- skólabygging var að risa, en þegar ég fór að spyrja uin skólaeldhús, kom svolítið annað hljóð í strokk- inn. Lauk svo saintali okkar, að ég hafði enga von uin að fregna af skólaeldhúsi þar á næstunni. Stendur svo enn. Um eða upp úr 1960 sat ég sein fulltrúi á þingi Landsainbands framhaldsskóla- kennara sein oftar. Var ég þá flutt í Kópavog. Þar' hitti ég einn af kennuruin Gagnfræðaskólans I Kópavogi, sem nú ber nafnið Vig- hólaskóli. Tjáði hann inér að verknáinsálma ætti að rísa við þann skóla og koina fullkomið skólaeldhús. Gladdi það inig injög. Álman var reist, en þegar ég fór að spyrja uin skólaeldhús- ið, fékk ég þau svör, að húsnæðis- vandræði skólans væru svo inikil, að eldhús væri ekki hægt að inn- rétta. Mun handavinna og ýinis- legt föndur vera þar til húsa o.fl. Árið 1966 gekk ég í Kvenfélag Kópavogs og var það in.a. gert til að fá félagskonur í lið með mér að ýta á skólaeldhúshugmynd inina. Þar var inikill áhugi fyrir málinu og sterkur einhugur. Nokkru sið- ar skrifaði stjórn Kvenfélags Kópavogs fræðsluráði Kópavogs og reifaði málið. Bréf barst svo frá fræðsluráði og var forinanni og stjórn Kvenfélags Kópavogs | boðið á fund i Kársnesskóla 9. júli 1969. Þáverandi fræðslustjóri, Karl Guðjónsson, og forinaður Kvenfélags Kópavogs, Eygló Jónsdóttir, lögðu til, að ég yrði með I þessari för. Flutti ég erindi uin skólaeldhús og kennslu í heimilisfræðum. Fræðsluráðs- inenn og skólastjórar, sein þarna voru koinnir, spurðu inargra spurninga, sem ég leysti úr eftir getu. 0 Eldhús komið eftir 25 ár Kópavogskaupstaður hefur vax- ið ört. Fljótlega varð að reisa annan gagnfræðaskóla og nú í vesturbæ — Þinghólsskóla. Var reiknað ineð kennslueldhúsi í seinni hluta þeirrar byggingar. Fyrir uin tveim áruin hófst þar bygging nýrrar álmu. Þar áttu tn.a. að koina tvö kennslueldhús. Um svipað leyti fékk Kven- félagasainband Kópavogs því áorkað, að tvær konur, húsinæðra- kennarar, er það tilnefndi, fylgd- ust ineð innréttingum eldhúsanna og störfuðu með arkitektuin byggingarinnar. Undirrituð var önnur þeirra. Við leituðum til ýmissa gagnfræðaskóla í Reykja- vik og fenguin að sjá skólaeldhús þar. í þær ferðir fóru ineð okkur, fræðslustjóri og fræðsluráðs- menn, arkitektar og skólastjóri Þinghólsskóla, sitt á hvað eftir ástæðutn. Þá fóruin við margar ferðir til arkitektanna, Helga og Vilhjálms Hjálinarssona, og átt- um góðar viðræður við þá. Hér er að hefjast ný kennslugrein i Kópavogi. Fylgja henni góðar ósk- ir, þegar hún ýtir úr vör. Um stjórnvöl hennar haldi hinir reyndustu og bezt menntuðu kennarar hverju sinni. Nú er 25 ára baráttu Iokið, ég fagna að unginenni þau, sem stunda nám i Þinghólsskóla, njöta nú kennslu i heiinilisfræðum eins og öðrum skyldunáinsgreinurn. En enguin treysti ég betur en röggsainri skólanefnd og úrvals fræðslu- stjóra að fá innréttað skólaeldhús i Vighólaskóla fyrir árið 2000. Kópavogi, 18. inarz 1975. Vilborg Björnsdóttir húsmæðrakennari." 0 Ugla sat á kvisti Steinar Guðjónsson, Kapla- skjólsvegi 65, hringdi. Tilefnið var bréf ellilifeyrisþega uin verð- launaveitingu i sjónvarpsþættin- um Ugla sat á kvisti. Steinar vildi taka undir skoðanir, sem komu frain í þessu bréfi, og sagði m.a.: „Það er greinilegt, að þátturinn nýtur alls ekki vinsælda í sam- ræmi við útgjöld. Þótt ég vilji á engan hátt gera lítið úr frainmi- stöðu þeirra, sein þarna hafa kom- ið frain, þá fer að inínu viti frain bruól með fjármuni í þessum þáttum. Að mínu inati ætti t.d. Pétur Gautur að hljóta milljónir í verðlaun fyrir fraministöðu sina í þættinuin „Þekkirðu land?“ sain- ræmisins vegna. Mér finnst þetta vera peningasóun hjá stofnun, sem stynur þungan undan fjár- hagsvandræðuin og fer þar að auki vafasainar fjáröflunarleiðir eins og þá að láta inenn borga afnotagjald af útvarpi, þótt þeir eigi ekkert útvarpstæki.“ 0 Hin hliðin á málinu Gagnrýni á ugluverðlaunin hefur verið ærin hér í dálkunuin að undanförnu og hefur aðeins verið fjallað utn inálið frá einni hlið frain að þessu. Þess vegna hefur Jón Þórarins- son dagskrárstjóri Sjónvarpsins beðið okkur fyrir eftirfarandi: Að marggefnu tilefni þykir rétt að taka þetta frain varðandi verð- launaveitingar i sjónvarpsþættin- uin „Ugla sat á kvisti“: Þeir sem koma frain i sjón- varpsþáttum fá að jafnaði þóknun fyrir það. Greiðslur til keppenda í „Uglu-þáttunuin hefðu getað orð- ið 3^-10 þús. kr. á inann, eða jafnvel hærri, ef um beinar greiðslur héfði verið að ræða, en upphæðirnar hefðu farið eftir því, hve lengi hver þátttakandi entist i keppninni. Þegar þættir þessir voru í undirbúningi sl. sumar, koin frain sú huginynd að láta greiðslur þessar niður falla, en verja áinóta fjárhæðuin til að verðlauna þá keppendur, sein sigursælastir reyndust. Var talið, að þannig inundi fást meira fjör í þættina og þeir mundu vekja ineiri áhuga, einnig ineðal þeirra áhorfenda, sein heima sitja. í kostnaðaráætl- un var gert ráð fyrir, að verðlaun- in gætu nuinið 40 þús. kr. í hverj- um þætti að ineðaltali. í reyndinni hefur verðlauna- upphæðin orðið inun lægri en áætlað var, eða tæplega 25 þús. kr. á þátt að ineðaltali í þeiin ellefu þáttuin, sem teknir hafa verið upp til þessa (tveir biða útsendingar, þegar þetta er rit- að). Heildarupphæðin nemur 273 þús. kr. i stað 440 þús. kr. sam- kvætnt áætluninni. Eru þá ineðtalin verðlaun til áhrofenda i sjónvarpssal (i svonefndum „spottaleik"), saintals 39 þús. kr. sein skiptast milli 25 manna. Þó að þessi fjárútlát sjónvarps- ins séu þannig 167 þús. kr. undir áætlun, er ekki þvi að neita, að 273 þús. kr. er allmikil fjárhæð. En þá er þess að gæta, að keppendur í fyrrnefndum ellefu „Uglu"-þáttuin eru 44 talsins (auk þátttakenda úr höpi áhorfenda). Ef þessi upphæð skiptist jafnt inilli þeirra, mundi hver bera úr býtum rúmlega 6200 kr. Gera má ráð fyrir, að beinar greiðslur til þátttakenda, ef um þær hefði verið að ræða, hefðu getað orðið talsvert hærri að meðaltali. Ástæða er til að leggja áherzlu á það, að i þessari keppni leggur enginn neitt í hættu af eigin fé, heldur aðeins þær fjárhæðir, sem hann hefur unnið í keppninni sjálfri. Enginn inaður hefur farið frá þessuin leik fátækari en hann kom til hans — og örfáir neina litlu rikari. Með þökk fyrir birtinguna. . 20. marz 1975 Jón Þórarinsson, dagskrárstjóri." Mótmæla járnblend- isverksmiðjunni MORGUNBLAÐINU hefur borizt samþykkt, sem gerð var á úti- fundi þeim, sem haldinn var á Lækjartorgi s.l. föstudag vegna fyrirhugaðrar málmblendisverk- smiðju í Hvalfirði. 1 samþykkt- inni segir, að almennur fundur haldinn á Lækjartorgi 14. marz 1975 lýsi yfir andstöðu sinni vegna fyrirhugaðrar byggingar járnblendisverksmiðju í Hvalfirði í samstarfi við auðhringinn Union Carbide. r Alyktun MBL. HEFUR borizt ályktun stjórnar Landssambands fram- haldsskólakennara, þar sem m.a. er vitt sú stefna sem stjórn sam- bandsins segir rikisstjórnina framfylgja, þ.e. að færa fjármagn frá launþegum til atvinnurek- enda og ýmissa milliliða. Varar sambandið við þessari stefnu og hvetur launþega til að standa saman. Gítar stolið FYRIR skömmu var brotizt inn i dagheimilið Laugaborg við Laugalæk. Þaðan var stolið vönd- uðum finnskum gitar af gerðinni Lardola. Ef einhver hefur orðió var við slíkan grip við óvenju- legar kringumstæður, er sá hinn sami beðinn að hafa samband við rannsóknarlögregluna. a ELECTROLUX Eftirtaldir aðilar selja Electrolux heimilistæki: Akranes: örin h.f., Skólabraut 31. S. 93-1880 Borgarnes: Kf. Borgfirðinga. S. 93-7200. Hellissandur: Raft. verzl. óttars Sveinbjörnss. S. 93-6685 Patreksfjöróur: Baldvin Kristjánsson. S. 94-1295. Bolungarvfk: Jón Fr. Einarsson. S. 94-7351. Isafjörður: Straumur S. 94-3321. Blönduós: Kf. Húnvetninga. S. 95-4200. Saudárkrókur: Kf. Skagfirðinga. S. 95-5200. Siglufjörður: Gestur Fanndal. S. 96-71162. Ólafsfjöróur: Raft. vinnustofan s.f. S. 96-62164. Akureyri: KEA S. 96-21400. Svalbarðseyri: Kf. Svalbarðseyrar S 96-21338. Húsavfk: Grímur ogÁrni S. 96-41137. Vopnafjörður: Kf. Vopnfiröinga S. 97-3201. Egilsstaðir: Kf. Héraðsbúa S. 97-1200. Seyðisfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-2200. Eskifjörður: Pöntunarfélag Eskfirðinga S. 97-6200. Reyðarfjörður: Kf. Héraðsbúa S. 97-4200. Höfn, Hornafirði: KaskS. 97-8200. Vestmannaeyjar: Húsgagnaverzl. Marínós Guðm. S. 98- 1200. Þykkvibær: Verzl. Friðriks Friðrikss. S 99-5650. Keflavík: Stapafell h.f. S. 92-1730. Reykjavfk: Raflux s/f, Austurstræti 8. S. 20301.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.