Morgunblaðið - 22.03.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1975
31
IÞROTTAFRETTIBIU0RGUMBLAÐ8IN8
Tveir sigrar
LANDSLEIKIRNIR við Dani um
helgina verða 16. og 17. lands-
leikir þjóðanna í handknattleik.
Fyrsti leikurinn fór fram árið
1 950. en þá má segja að íslenzk-
ur handknattleikur hafi verið á
bernskuskeiði og úrslitin þvt eftir
þvt. Danirnir sigruðu með 14
marka mun: 20:6. Síðan hefur
svo heldur betur dregið saman og
flestir leikir liðanna verið mjög
jafnir og tvísýnir.
Fyrsti sigurinn yfir Dönum
vannst t mjög eftirminnilegum
leik sem fram fór i Laugardals-
höllinni 7.4. 1968 og aftur unnu
Íslendingar t Höllinni 4.3. 1971.
Einu sinni hefur orðið jafntefli, I
leik sem fram fór ! Randers i
Danmörku 1973. Alla hina leik-
ina hafa Danir unnið, og óneitan-
lega væri það töluver^ uppreisn
fyrir íslenzkan handknattleik ef
sigur fengist í báðum leikjunum
að þessu sinni.
Úrslit í leikjum íslands og Dan-
merkur til þessa hafa orðið sem
hér segir:
1950: Danmörk — Island 20:6
1959: Danmörk — Ísland23:16
1961: Danmörk — island24:13
1961: Danmörk — Ísland14:13
1966: Danmörk — island17:12
1966: ísland — Danmörk20:23
1968: Ísland — Danmörk14:17
1968: island — Danmörk15:10
1969: Danmörk — Ísland17:13
1970: Danmörk — Ísland19:13
1971: island — Danmörk15:12
1971: ísland — Danmörk15:16
1973: Danmörk — Ísland18:18
1974: Danmörk — Ísland19:17
1975: Danmörk — Ísland17:15
Landsliðin
LIÐ íslands og Danmerkur, sem
leika í Laugardalshöllinni á
sunnudagskvöld, verða þannig
skipuð: Tala landsleikja leik-
manna i sviga:
ÍSLAND:
Ólafur Benediktsson, Val (38)
Sigurgeir Sigurðsson, Vikingi (6)
Ólafur H. Jónsson, Val (80)
Einar Magnusson, Vtkingi (61)
Stefán Halldórsson, Vikingi (1 2)
Pétur Jóhannesson, Fram (14)
Viðar Simonarson, FH (78)
Ólafur Einarsson, FH (7)
Bjarni Jónsson, Val (37)
Páll Björgvinsson, Vtkingi (5)
Hörður Sigmarsson, Haukum
(16)
Stefán Gunnarsson, Val (26)
DANMÖRK:
Flemming Lauritzen, Helsingör
(63)
Kay Jörgensen, Stjernen (109)
Johnny Piechnik, HG (4)
Anders Dahl-Nielsen, Fredericia
(35)
Thomas Pazyj, Saga (2)
Bent Christensen, HG (5)
Lars Bock, FIF (25)
Erik Bue Pedersen, Skovbakken
(4)
Karsten Sörensen, Arhus KFUM
(18)
Sören Andersen, Fredericia (6)
Palle Jensen, Holte (6)
Ole Eliasen, AGF (1 8)
Svend Ove Schink, Skovbakken
(5)
Ole Minnet, FIF (0)
DÓMARAR:
Krister Broman
Axel Wester frá Svtþjóð.
Enn til miðar
— Það er enn til nokkuð af
miðum á báða leikina, sögðu tals-
menn HSÍ, er Mbl. hafði sam-
band við þá og spurðist fyrir um
hvort uppselt væri á landsleikina
við Dani. — Það er fremur litið til
á leikinn á sunnudagskvöldið, en
hins vegar meira t leikinn á
mánudaginn.
Miðar á landsleikina voru seldir
t forsölu úr tjaldi við Útvegsbank-
ann á miðvikudag og fimmtudag,
og var þá mikil sala. Forsölunni
verður haldið áfram í dag, t
Laugardalshöllinni, frá kl.
15.00—17.00. Búast má við að
algjörlega verði uppselt á báða
leikina og er fólki, sem ætlar að
sjá leikina. eindregið ráðlagt að
notfæra sér forsöluna t dag.
Skfðalyftan á Isafirði grafin úr fönn.
r
Isfírðingar undirbúa skíðalandsmótíð
ÍSLANDSMÓTIÐ á skfðum verð-
ur haldið á Isafirði nú um pásk-
ana og er búist við miklum f jölda
skfðamanna um páskavikuna.
Nægur snjór er nú á Seljalands-
dal og jafnan mikill fjöldi manna
á skfðum. Skfðakennsla hefur
verið fastur liður f stundaskrá
skólanna á lsafirði í vetur, og þá
sérstaklega vegna þess að fþrótta-
húsið var ónothæft um nokkurt
skeið.
Tvær lyftur eru á skíðasvæðinu
og geta þær samanlagt flutt um
600 manns á klukkustund upp í
skíðabrekkurnar. Svo mikill snjór
hefur verið að oft hefur þurft að
moka frá lyftunum og eru nægir
sjálfboðaliðar til þess að taka sér
skólflu í hönd þar sem þetta léttir
af miklu erfiði að komast með
lyftu upp á fjallsbrún, en enda-
stöð lyftunnar er í um það bil 700
metra hæð. Allmiklar endurbæt-
ur hafa verið framkvæmdar á
skíðaskálanum og er aðstaða til
veitinga þar allgóð og mun jafn-
Júdómeist-
aramótið
framt vera i undirbúningi að selja
gistingu í skálanum.
ísfirzkir skíðamenn hafa æft af
miklu kappi í vetur, enda hafa
þeir allsterku liði á að skipa.
Austurrískur skíðaþjálfari hefur
verið á Isafirði eftir áramótin og
er æft á hverjum degi. Göngu-
menn hafa lika búið sig af kappi
undir keppni, en þeirra æfingaað-
staða er i Tungudal, inn af botni
Skutulsfjarðar.
Allt á fullu í
körfuknattleiknum
MIKIÐ verður um að vera hjá
körfuknattleiksmönnum um
helgina, enda fer nú mótum vetr-
arins senn að Ijúka. Tveir leikir
verða leiknir f 1. deild, undanúr-
slitin í Bikarkeppni K.K.l. fara
fram — keppt verður til úrslita I
yngri flokkum og einnig í 3.
deild. Þá átti að fara fram einn
leikur f Bikarkeppni kvenna, KR
og UMFS áttu að leika, en UMFS
gaf leikinn. KR og Þór leika þvf
til úrslita þar.
Leikirnir í 1. deild eru á Sel-
tjarnarnesi kl. 16 í dag, fyrri
leikurinn er millí UMFN og IS og
gæti orðið jafn, og síðari leikur-
inn er milli HSK og Armanns.
HSK fær þarna sitt síðasta tæki-
færi í 1. deildinni. Ef þeir sigra fá
þeir aukaleik gegn Snæfelli að
öllum líkindum, en ef þeir tapa
eru þeir endanlega fallnir í 2.
deild. — Bikarleikirnir eru í
Laugardalshöllinni á morgun og
hefjast kl. 14. Fyrst leika KR b og
Ármann, síðan KR og ÍS. Ármann
ætti að sigra i sinum leik, en hinn
leikurinn gæti orðið hörkuspenn-
andi.
Urslitakeppnin i 4. fl„ 3. fl. og
3. deild hefst kl. 14 í dag í Breið-
holtsskóla. Henni verður síðan
framhaldið i KR-heimilinu á
morgun kl. 13, og lýkur á Sel-
tjarnarnesi með leik i 3. deild kl.
18 á morgun. Þá verða afhent
verðlaun fyrir 4. fl„ 3. fl„ 2. fl. og
3. deild. gfc.
Landsflokkaglíman
Sigurður Kr. Jóhannsson leggur
andstæðing sinn á Islandsmeist-
aramótinu 1974.
JUDOMEISTARAMÓT íslands
verður haldið á sunnudaginn, 23.
marz í iþróttasal Kennaraháskóla
íslands við Stakkahlíð. Keppnin
hefst kl. 16.30 í karlaflokkum, en
skipt er i fimm þyngdarflokka.
Þegar er þeirri keppni er lokið
hefst keppni í kvennaflokkum, en
þeir verða tveir.
Búast má við mjög harðri
keppni, því júdómenn hafa æft
mjög vel í vetur vegna væntan-
legs Norðurlandameistaramóts,
sem verður háð hér i næsta mán-
uði. islandsmótið á sunnudaginn
mun gefa nokkra hugmynd um
hverjir muni verða valdir í lands-
lið okkar til að keppa í þvi móti.
Landsflokkaglfman verður háð f
Iþróttahúsi Kennaraskólans
laugardaginn 22. þ.m. Hefst hún
kl. 15.00. Keppt verður í þremur
þyngdarflokkum fullorðinna og í
aldursflokkum unglinga, drengja
og sveina. Landsflokkaglfman er
Islandsmeistaramót, þar sem sig-
urvegari í hverjum flokki telst
Islandsmeistari það árið.
Til leiks eru skráðir 33
keppendur frá Reykjavíkurfélög-
unum Ármanni, KR og Vikverja,
og einnig frá UMSK, HSK og
UÍA.
I þyngsta flokknum eru 7
keppendur og má búast við að þar
standi oaráttan milli Jóns Unn-
dórssonar, Guðmundar Ölafs-
sonar og Péturs Ingvasonar. i
milliþyngdarflokknum er Pétur
Sigurðsson einna sigurstrangleg-
astur, en hann er aldursforseti
Leikið í Njarðvík
KL. 10.30 á sunnudagsmorguninn
mun fara fram körfuknattleiks-
íeikur i Iþróttahúsinu í Njarðvík
milli íslenzka unglingalandsliðs-
ins og sænska unglingaliðsins
Akelbro sem kemur hingað við á
ieið sinni til Bandaríkjanna.
þeirra sem keppa i landsflokka-
glimunni nú, 50 ára aó aldri. I
léttþyngdarflokknum má búast
við harðri baráttu milli allra
keppendanna fjögurra, en
Guðmundur Freyr Halldórsson er
þó liklegasti sigurvegarinn. 1 ung-
lingaflokki eru flestir keppendur
9 talsins, 4 keppa í drengjaflokki
og 3 i sveinaflokki. Má búast við
mjög jafnri baráttu í öllum
þessum aldursflokkum.
Skíðamót á
Ólafsfirði
Ölafsfirói, 21. marz —
UNGLINGAMEISTARAMÖT ls-
lands í norrænum skíðagreinum
verður haldið á Olafsfirði dagana
27. til 30. marz. Fimmtudaginn
27. marz verður keppt í göngu,
laugardaginn 29. marz verður
keppt f stökki og sunnudaginn 30.
marz verður keppt i boðgöngu og
mótinu slitið með verðlaunaaf-
hendingu og hófi í Tjarnarborg i
boði bæjarstjórnar.
(Fréttatilkynning frá
mótsstjórn.)
Formenn-
irnir spá
Hvernig fara landsleikirnir
við Dani? Þessari spurningu
velta margir fyrir sér, og sýn-
ist sitt hverjum. Mbl. fékk for-
menn þriggja sérsambanda til
þess að láta i ljós sitt álit á
úrslitum leikjanna:
Einar BoIIason; formaður
Körfuknattleikssambandsins:
íslendingar vinna báða
leikina. Þann fyrri 18:15 og
þann seinni 20:19.
Örn Eiðsson, formaður
Frj álsíþróttasamb andsins:
Fyrri leikurinn verður jafm
tefli, sennilega 15:15, en Dan-
irnir vinna svo leikinn á mánu
dagskvöld 18:16.
Ingimar Jónsson, formaður
Blaksambandsins:
Þetta verða mjög jafnir leik
ir og snúast kringum jafntefli
Ég hef ekki trú á að meira en
einu marki muni i leikslok og á
heldur ekki von á því að mikið
verði skorað af mörkum. 17
mörk á lið er það mesta sem ég
held að verði.
Ellert B. Schram, formaóur
KSI:
íslendingar vinna fyrri leik
inn með 7 marka mun, en
seinni leiknum verða Danirnir
búnir að læra dálítið á okkur
þannig að þaó verður ekki
nema 3 marka sigur i honum
1