Morgunblaðið - 28.06.1975, Síða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975
22 milljónir veittar í
styrki úr Vísindasjóði
Fundur fjármálaráðherra Norðurlanda hófst f hátfðarsal Háskóla tslands kl. 14 f gær, og var þessi
mynd tekin af ráðherrunum við það tækifæri.
Norðursjórinn:
Vonlaus veiðiskapur
— segir Páll Guðmundsson
UTHLUTUN styrkja Vfsinda-
sjóðs er lokið fyrir árið 1975, en
þetta er 18. starfsár sjóðsins. Ur
sjóðnum voru að þessu sinni
veittir 78 styrkir að heiidarfjár-
hæð 22,01 millj. króna, en í fyrra
voru veittir úr sjóðnum 71
styrkur að heildarfjárhæð 14,36
millj. króna.
Raunvísindadeild bárust alls að
þessu sinni 85 umsóknir. Veittir
voru 49 styrkir að heildarfjárhæð
Tvö skip seldu
AÐEINS tvö sildveiðiskip seldu
afla i Danmörku í gær. Loftur
Baldvinsson EA seldi um 78 lestir
fyrir 2,5 millj, kr. og var meðal-
verðið kr. 32,93. Skarðsvík SH
seldi 15,4 lestir fyrir 1 millj. kr.
og var meðalverðið kr. 68,68.
Gjaldeyrismál
ferðaskrifstof-
anna til ráðherra
GJALDEYRISNEFNDIN hélt
langan fund sl. fimmtudag, þar
sem gjaldeyrismál ferðaskrif-
stofunnar Utsýnar og annarra
helztu ferðaskrifstofa hérlendra
voru til umræðu.
Að því er Ingólfur Þorsteinsson
forstöðumaður gjaldeyirsdeildar
bankanna tjáði Morgunblaðinu í
gær hefur nefndin nú skilað áliti í
þessum efnum og jjað verið sent
ráðherra til umsagnar og ákvörð-
unar. Taldi Ingólfur fullvíst að
þetta mál yrði orðið ljóst þegar í
næstu viku, enda mættí ekki öllu
lengur við rík^mdi aðstæður una.
Sem kunnugt er þá kom þetta
mál upp vegna sölu ferðaskrif-
stofunnar Utsýnar á 4ra vikna
ferðum til Spánar á sama tíma og
gjaldeyrisúttekt ferðaskrifstofa
og farþega þeirra er miðuð við
hálfsmánaðar ferðir. Rannsókn
gjaldeyrisyfirvalda á gjaldeyris-
málum Utsýnar hefur síðan leitt
til þess að allar ferðaskrif-
stofurnar hafa verið teknar til
athugunar.
ib MlKlWíNNI'W 'iKKAWi
fltWOffNINíjAS EIN506 SKOÍ!
14 milljónir 460 þúsund krónur. I
stjórn Raunvísindadeildar eiga
sæti þessir menn: Formaður er
dr. Guðmundur Pálmason, en
varaformaður Eyþór Einársson
grasafræðingur. Aðrir stjórnar-
menn eru: dr. Guðmundur E. Sig-
valdason, forstöðumaður
Nprrænu eldfjallastöðvarinnar,
Haraldur Asgeirsson verk-
'fræðingur, forstöðumaður Rann-
sóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins, Þorbjörn Sigurgeirs-
son prófessor og Þorgeir Þor-
geirsson læknir. Ritari deildar-
stjórnar eru Guðmundur Arn-
laugsson rektar.
Hugvísindadeild bárust aftur á
móti 47 umsóknir að þessu sinni.
Einn umsækjandi dró umsókn
sina til baka á síðustu
stundu.Veittir voru 29 styrkir að
heildarfjárhæð um 7 milljónir og
550 þúsund krónur. Árið 1974
veitti deildin 28 styrki að heildar-
fjárhæð 5 milljónir og 100 þúsund
krónur. Stjórn Hugvísindadeildar
skipa eftirtaldir menn: Formaður
er dr. Jóhannes Nordal seðla-
bankastjóri, Andri Isaksson
prófessor, Arnljótur Björnsson
prófessor, Ölafur Halldórsson
Jiandritafræðingur og Sveinn
Skorri Höskuldsson prófessor.
Ritari deildarstjórnar er Bjarni
Vilhjálmsson þjóðskjalavörður.
Suðurlandaferð
fyrir aflakló
Siíílufirði —27. júní.
HÉR er sannkallað sumarveður f
dag og glampandi sólskin. Öðru-
vfsi var hér umhorfs f gær-
morgun, en þá hafði um nóttina
snjóað f fjöll og voru þau grá
niður í miðjar hlfðar.
í góðviðrinu I dag er togarinn
Dagný að landa hér til vinnslu 120
tonna afla. Eigendur togarans —
Hlutafélagið Togskip — efndi til
eins konar happdrættis um borð i
togaranum og vinningurinn var
suðurlandaferð fyrir tvo. Einn
hásetanna hreppti ferðina. Glaðn-
ingur þessi var gefinn i viður-
kenningarskyni fyrir dugnað
áhafnarinnar.
—mj.
Síldin sölt-
uð um borð
NEFND sú, sem sjávarútvegsráð-
herra skipaði fyrir nokkru til að
gera tillögur um vinnslu- og veiði-
aðferð á síldarmiðunum við SA-
land f haust, hefur nú lokið störf-
um og sent ráðherra tillögur sfn-
ar. Morgunblaðið hefur fregnað,
að nefndin mæli með þvf, að sfld-
in verði söltuð um borð f veiði-
skipunum. Gert er ráð fyrir, að
flokkunarvélum og hausskurðar-
vélum verði komið fyrir um borð
og sfldin hausskorin og kúfsöltuð.
Rökin fyrir þessum tillögum
eru þau, að útkoma skipanna
verði miklu betri með þessu móti
en ef þau sigldu með aflann til
söltunarstöðva f landi.
EFTIR hádegi í gær ók bif-
reið aftan á bifhjól lög-
reglumanns, þar sem hann
hafði stöðvar hjólið á mót-
um Suðurlandsbrautar og
Hallarmúla, og slasaðist
lögregluþjónninn nokkuð,
t.d. marðist hann mikið.
Slysið varð með þeim hætti, að
lögreglumaðurinn stöðvaði hjólið
til að hleypa konu yfir gangbraut-
ina. Næsti bíll á eftir, sem lög-
reglumaður ók, ætlaði einnig að
stöðva, en um leið og hann steig á
hemlana, gaf sig bremsurör og við
það rann bíllinn á bifhjólið. Við
höggið skauzt hjólið undan lög-
EINS og Morgunblaðið skýrði frá
f gær eru flest Norðursjávarskip-
anna að búa sig undir heimferð
og sum eru þegar komin heim.
Tvö sfldveiðiskip, Guðmundur
RE og Arni Sigurður AK, komu á
miðvikudagskvöldið og önnur
munu vera væntanleg um helg-
ina.
Morgunblaðið hafði i gær
samband við Pál Guðmundsson
skipstjóra á Guðmundi og ræddi
lítillega við hann um veiðarnar i
Norðursjó í sumar. I viðtalinu við
Pál kom fram, að hann telur, og
er ekki einn um það, að bráðlega
verði vonlaust að gera út skip á
íslandi, ef sjóðakerfið verði ekki
FORSETI alþjóðasamtaka Skál-
klúbba, — AISC, Valdimar Fast,
er væntanlegur til Reykjavfkur f
dag ásamt eiginkonu sinni, frú
Valdimar Fast
Elsu Fast. Skálklúbbar eru
félagsskapur frammámanna f
ferðamálum um allan heim, en f
þeim eru samtais um 400 klúbbar
með um 24 þúsund félögum.
Valdimar Fast er íslenzkurn'
ferðamálamönnum að góðu kunn-
reglumanninum og rann áfram,
en sjálfur féll hann í götuna.
stokkað upp og úttekt gerð á út-
gerðinni í heild.
Páll sagði í upphafi, að þeir
hefðu hætt veiðum í Norðursjó
fyrir 2 vikum. Þá hefðu þeir farið
til Noregs, þar sem ný spil i Guð-
mundi voru yfirfarin og um leið
var komið fyrir flottrollútbúnaði í
skipinu. — Eins og veiðin i
Norðursjónum hefur verið í vor
og sumar, þá er þetta orðinn von-
laus veiðiskapur, sagði Páll.
Hann sagði, að margt komi til.
Vindar hefðu mikið verið V- og
NV-lægir, en hefði slæm áhrif á
síldina. Að auki hefðu þjóðverjar
enga síld keypt af Dönum i vor og
markaðurinn því ekki þolað mikið
ur, segir í fréttatilkynningu Skál-
klúbbsins hér á landi. Hann hefur
lengi rekið umsvifamikla ferða-
skrifstofu I Hamborg og átt mikil
viðskipti við íslenzkar ferðaskrif-
stofur. Hjónin munu hafa stutta
viðdvöl. hér á landi að þessu sinni
en halda heimleiðis á manudags-
morgun. Fast-hjónin verða
heiðursgestir Skálklúbbs Reykja-
víkur á 100. fundi klúbbsins, er
verður haldinn að Hótel Valhöll í
kvöld.
Blaðamenn enn
á sáttafundi
FUNDUR sáttasemjara með
samninganefndum blaðamanna
og blaðaútgefenda hófst kl. 2 I
gærdag og stóð enn yfir þegar
Morgunblaðið hafði slðast fregn-
ir. Þótt of snemmt væri að segja
til um samkomulagshorfur,
fylgdi það þó sögunni að viðræð-
urnar hefðu fram að þeim tíma
verið töluvert vinsamlegri en á
slðasta fundi þessara aðila sl.
þriðjudag. Þá hélt sáttasemjari
einnig stuttan fund með Bakara-
sveinafélagi Islands og vinnu-
veitendum þeirra I gær og hefur
boðað aðila að nýju til fundar
eftir helgina.
framboð. Ástæðan fyrir því, að
Þjóðverjar kaupa nú ekki síld af
Dönum er að þeir hafa orðið að
draga saman seglin eins og aðrir
og þvi ekki borðað eins mikið af
síld, sem mikið er notuð í forrétti.
Eiga menn ekki von á því, að
þetta ástand breytist fyrr en I
haust. Aðeins einn gleðilegur
hlutur hefði gerzt á veiðunum í
vor, það að meira hefði borið á
smásíld en undanfarin ár, sem
væri góðs viti ef síldin fengi að
verða kynþroska.
Ennfremur sagði Páll, að verðið
á sildinni hefði verið helmingi
lægra i dönskum krónum að
meðaltali en i fyrra. Einn daginn
hefðu fengizt 24—25 danskir
aurar fyrir kílóið, en þann næsta
ef lítið hefði verið á markaðnum,
allt að 2 kr. danskar. Framan af
hefði lítið sem ekkert fundizt af
síld á hinum hefðbundnu veiði-
slóðum og aðalveiðin verið norður
undir Víkingabanka, en þar er
síldin oft á haustin. Það væri ekki
aðeins síldin, s.em hefði breytt um
verustað, heldur hefði annar
fiskur gert það líka að sögn
danskra sjómahna. Allur
kostnaður í Danmörku hefðu stór-
aukizt að undanförnu og því
þyrfti verðið fyrir síldina vera
miklu hærra ef eitthvað ætti að
hafast út úr þessu.
— Prestastefna
Framhald af bls. 24
skoðun sína varðandi þetta mál og
önnur hliðstæð. Þetta þrennt er
því tilefni þess, að tillagan kemur
fram.
Þess hefur verið getið i dag-
blöðum, að tillaga sr. Ulfars hafi
upphaflega gengið lengra en sú,
sem að lokum var samþykkt.
Samkvæmt þeim upplýsingum,
sem ýmsir stuðningsmenn tillög-
unnar hafa látið mér i té, töldu
þeir ekki rétt að kveða fastar að
orði á þessu stigi máls en gert var
með hinni endanlegu tillögu. Þar
að auki var þeim fyllilega Ijóst að
í fyrrnefndri greinargerð sr.
Úlfars kæmi það skýrt fram, hver
væri þungamiðja þessarar tillögu.
Enn fremur töldu þeir rétt að
styðja þá viðaukatillögu sr. Bolla
Gústafssonar, sem áður er getið,
en markmið hennar er það, að
prestum gefist rækilega tóm til
íhugunar og umræðu, áður en mál
þetta verðúr tekið til formlegrar
afgreiðslu.
Þá er ástæða til að benda á, að
engin gagntillaga kom fram; enn
fremur, að tillagan var samþykkt
af 55 fundarmönnum, 10 sátu hjá,
en enginn greiddi atkvæði gegn
tillögunni.
Þessi varð niðurstaða atkvæða-
greiðslunnar, og skal engum
getum að því leitt, hvað mönnum
bjó í hug, hverjum um sig, er þeir
greiddu tillögunni atkvæði, þótt
reynt hafi verið að túlka afstöðu
manna í þeim efnum í blaðafregn
í dag. Reykjavík, 27. júní,
blaðafulltrúi biskups
á Prestastefnu 1975.
Þorvaldur Karl Helgason",-
Lögreglumaóur gerir skýrslu á slysstað I gær. Ljósmynd sv. Þorm.
Lögregla ók á lögreglu
Formaður alþjóðasamtaka
Skál-klúbba á íslandi