Morgunblaðið - 28.06.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.06.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JUNl 1975 PlnrfminWa&iíí1 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Rorbjörn GuSmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla . Aðalstræti 6. simi 10 100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 8C Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands] > í lausasölu 40,00 kr. eintakið Togaraverkfallið leyst Langvinnu verkfalli undirmanna og yfir- manna á togaraflotanum er nú lokið með samningum milli sjómannafélaganna og útgerðarmanna. Það var vissulega tími til kominn að deila þessi leystist, enda hefur hún valdið ómældu tjóni eins og jafnan á sér stað, þegar vinnustöðvanir lama framleiðslustarfsem- ina. Menn hljóta að fagna því, að þessi erfiða vinnu- deila skuli vera leyst, þvi að lengi hefur verið beðið eftir því, að þessi mikil- virku atvinnutæki gætu látið úr höfn. Með þessu samkomulagi er bundinn endi á þær deil- ur um kaup og kjör, sem staðið hafa í vor, aðeins mjög. fáir og** fámennir starfshópar eiga nú eftir að ganga frá samningum. Það er athyglisvert, að við þær erfiðu aðst^eður, sem við stöndum frammi fyrir i efnahags- og kjaramálum, skuli hafa tekizt að ná samningum án víðtækra vinnustöðvana. Þetta er umtalsverður árangur, sem rétt er að meta. Á hinn bóginn er ljóst, að útgerð stóru togaranna hefur verið miklum erfið- leikum bundin, svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Af þeim sökum var eðlilegt, að lengri tíma tæki að ná sam- komulagi um kauphækk- unarkröfur milli þeirra aðila, er þarna eiga hlut að máli, en víðast hvar annars staðar, svo sérstæður hef- ur vandi þessarar útgerðar verið. I sambandi við þetta verkfall og rekstrarörðug- leika þessarar útgerðar hafa eðlilega spunnizt um- ræður um þann grundvöll, sem þessi skip byggja á. Flestum er þó ljóst, að þessi skip gegna mjög þýðingarmiklu hlutverki í fiskveiðum landsmanna og verðmætasköpun. Það sést m.a. af því, aó verkfall sjómanna á þessum stóru togurum, sem staðið hefur óslitið frá 9. apríl, hefur valdið umtalsverðu at- vinnuleysi á ýmsum stöð- um. Fiskveiðar stóru togar- anna hafa fram til þessa fyrst og fremst haft gildi fyrir atvinnulíf í Reykja- vík, Hafnarfirði, Akranesi og á Akureyri. Til marks um það má nefna, að veru- legur hluti þeirra 555 manna, sem verið hafa á atvinuleysisskrá í Reykja- vík í þessari viku, hafa misst atvinnuna vegna togaraverkfallsins. Þetta sýnir ljóslega, hversu mikilvægar veiðar stóru togaranna eru fyrir at- vinnulífið á þessum stöð- um. Nú má búast við snöggum umskiptum í þessum efnum og var það ekki vonum seinna. Mikils er því um vert að markvisst verði unnið að þvf að tryggja grundvöll fyrir útgerð þessara tog- ara. Ríkisstjórnin hefur lagt sitt af mörkum til þess að auðvelda þá samninga- gerð, sem nú hefur tekizt. En ljóst er, að meira þarf til, ef koma á útgerðinni á traustan rekstursgrund- völl. Eflaust tekur það langan tima, en að því ber að vinna. Misskilningur Sá misskilningur kem- ur fram í forystugrein Þjóðviljans í gær, og raun- ar bryddaði einnig á hon- um í forystugrein Tímans, að fyrstu óskir ’Breta um viðræður um landhelgis- mál við Islendinga vegna fyrirhugaðrar útfærslu fiskveiðitakmarkanna í 200 sjómílur hafi verið settar fram af Wilson, forsætis- ráðherra Breta, í viðræð- um hans og Geirs Hall- grímssonar, forsætisráð- herra, í byrjun þessarar viku. Hið rétta er, eins og Ein- ar Ágústsson, utanríkisráð- herra, skýrði frá í viðtali við Tímann 31. maí síðast- liðinn, að Callaghan utan- ríkisráðherra Breta óskaði eftir slíkum viðræðum, er þeir Einar Agústsson ræddust við í Briissel í tengslum við leiðtogafund Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Ríkisstjórnin hefur ekki enn tekið afstöðu til þess- arar óskar brezka utanrík- isráðherrans. í viðræðum forsætisráðherra íslands og Bretlands fyrir nokkr- um dögum itrekaði Wilson þessa ósk Callaghans utan- ríkisráðherra. En sam- kvæmt frásögn Tímans 22. júní síðastliðinn neitaði Geir Hallgrímsson forsæt- isráðherra að ræða nýja samningagerð við Breta í því samtali. í tilefni af hefóbundnum ásökunum Þjóðviljans í gær í garð Sjálfstæðis- flokksins, er ástæða til að minna á, að síðustu samn- ingar við Breta um veiði- heimildir innan íslenzkrar fiskveiðilögsögu voru gerð- ir af ríkisstjórn Ólafs Jó- hannessonar, sem komm- únistar áttu sæti í, og þing- menn þeirra greiddu at- kvæði með þeim samningi á Alþingi allir sem einn. 9 Bragi við Frú M.: „Læt mér í léttu rúmi liggja formúlur ofbeldis og þröngsýni..." „Stikkprufa á fortídina>> Rœtt við Braga 1 Ásgeirsson list- málara um sgn- inguna á loftinu gagnrgni á gagnrgni o. fl. Texti: Á. Þ. Mynd: E B.B. 9 ..JÚ, eftir því sem ég bezt veit hafa undirtektir sýningargestá verið góðar og ýmsir starfsbræður mínir hafa haft mjög góð orð um sýning- una, bæði við mig og aðr^Jafnvel svo góð að ég treysti mér ekki til áU hafa þau eftir. [ hnotskurn má segja að hugmynd mín með sýningunni, þ e að hafa hana hressilega, for- dómalausa og eins fjölbreytta og húsnæðið leyfir, hafi komizt til skila eftir þessum viðbrögðum að dæma" 0 Þetta sagði Bragi Ásgeirsson list- málari og lístrýnir er blaðamaður Morgunblaðsins rabbaði við hann á Loftinu við Skólavörðustíg þar sem sýning hans hefur staðið yfir I tvær vikur og lýkur á morgun, sunnudag. Enn gefst því mönnum kostur á að kynnast ýmsum hliðum myndlistar Braga á þessari sýningu Hún er opin frá 2—6 í dag og á morgun. „Sé miðað við aðsókn og sölu hefur sýningin i fyrra fallinu gengið bærilega", sagði Bragi er hann var frekar inntur eftir viðtök- um. „Salan hefur þó verið nokkuð treg. Sjálfsagt má rekja ástæðuna til þess að þetta er fyrir utan aðalsýningartimabilið. Fólk er orðið þreytt eftir undangengið sýningaflóð. Svo er stutt siðan ég sýndi siðast og seldi vel. En veiga- mesta ástæðan er vafalitið tak- mörkuð kaupgeta. ’r’msir hafa lika talað um misræmi t verðlagningu og miða þá vafalitið við stærð mynda. En myndlistarverk eru ekki verðlögð eingöngu eftir stærð eða þyngd. heldur einnig eftir aldri. Aldurinn er hér afger- andi atriði. Ég get ekki töfraðfram á ný löngu horfin timabil en hins vegar málað að vild I mtnum nú- verandi stil. Og það ætti að gefa auga leið að fyrir mér eru þessar gömlu myndir verðmætari og var ég lengi í vafa um það hvort ég ætti yfirhöfuð að setja verð á þær. Myndirnar eru allar teknar af veggjum ibúðar minnar og vinnu- stofu og báðir staðirnir þykja mér hálftómlegir, að ég segi ekki ömurlegir þessa dagana. Ég dirfist þó ekki að likja myndum minum við antik likt og „meistari Valtýr" gerði á dögunum um sinar myndir hér á þessum sama stað. Enda vona ég að myndir minar verði aldrei antik, heldur einungis mis- munandi gamlar, en þó jafnan nýjar og ferskar og höfði sem slikar til ókominna kynslóða". „Stemmningin er allt önnur á Loftinu en i öðrum sýningarsölum i höfuðborginni", sagði Bragi er talið barst að sérstöðu þessa hús- næðis fyrir listamenn og gesti. „Hér er meiri innileiki á ferð. Og ég tel einmitt að sýningar sem hingað koma eigi að laga sig eftir aðstæðum. Að öðrum kosti verður salurinn naumast lang- lifur. Skrælþurrar formúlur um uppbyggingu mynd- listarsýninga eiga hér ekki heima. Hér var lengi vettvangur lifandi lifs. Hér bjó heil fjölskylda. Litil falleg stúlka átti sér samastað í þessum litla þrönga gangi, milli annars og þriðja herbergisins. Því fékk ég þá hugmynd að hengja upp þessa vatnslitamynd mina, er ber nafnið „Upp, upp mín sál...' yfir rúmgaflinum sem var. Hvað varðar sýningargesti tel ég að enn sé mest um að ræða fastagestina. vini og ættingja listamannanna. Almenningur hefur ekki ennþá tekið við sér varðandi þetta sér- staka húsnæði og jafnvel margir fastagestir sjást ekki. Það liggur m.a. i þvi að fyrir után helgarnar er salurinn opinn á verzlunartima, en einnig í þvi að margfalt færri boðskort eru send út þegar um jafnlítið húsnæði er að ræða, aðal- lega til vina og ættingja. ráðherra og róna. Allt þar á miili verður að koma af eigin hvötum." 0 Gagnrýni á það sem ekki er Bragi var spurður um þær undir- tektir sem sýningin hefur h'otið hjá gagnrýnendum, t.d. þá gagn- rýni Valtýs Péturssonar að sýning- in sé hvorki yfirlitssýning né sýn- ing nýjustu verka, heldur eins konar „handahófskenndur sam- tiningur". „Þær hvatir sem liggja að baki gagnrýni á það, sem ekki er, læt ég liggja á milli hluta", svaraði hann. „Meistari Valtýr" hefur nefnilega hárrétt fyrir sér er hann talar um handahófskenndan sam- tining. Slik var einmitt sú stefna sem ég markaði mér, eins og raunar hefur komið fram i blöðum. Þvi dæmist slikur framsláttur litilsiglt þvaður, af annarlegum hvötum sprottið. Það væri einnig harkalegt vanmat á mér, — manni sem er þrautþjálfaður i upp- setningu sýninga, að nefna þetta yfirlitssýningu. Ég mundi beita öðrum og yfirvegaðri vinnubrögð- um ef ég stefndi að jafnvanda- sömum hlut. Nei, svo sannarlega er þetta ekki yfirlitssýning og ég hef aldrei stefnt að yfirlitssýningu. Hins vegar hef ég verið óhræddur við að láta gamlar myndir fljóta með á sumum sýningum mínum. Þetta er nokkurs konar stikkprufa á fortiðina frá minni hálfu og margir listskoðendur hafa kunnað mjög vel að meta þetta, — eink- um ungt fólk. Eins og ég sagði. þá stefni ég ekki að yfirlitssýningu enda hyggst ég ekki reisa mér neitt spanskgrænt mónument í lif- anda lifi. Fyrir mér eru t.d Septembersýn- ingarnar athyglisvert og lifandi fyrirbæri I nútimanum. Ekki minnisrherki umliðinna alda. Þvi gat Valtýr ekki búizt við að ég hrópaði hósianna er ég fjallaði um sýningu hans hér á Loftinu. Hann er jafnan að staglast á þvi i skrif- um sinum, að hann só ámóti upp- talningu á einstökum verkum. Þess vegna tók ég þá stefnu, honum til geðs, að fjalla ekki um einstök verk, heldur um sýning- una i heild. Og það virðist einmitt, — þótt undarlegt megi virðast, — hafa farið óskaplega i tugarnar á honum. Annars vil ég geta þess, að fyrir klaufaskap minn mislas ég, og raunar margir fleiri, atriði I viðtalinu við hann hér i blaðinu. Ég vissi ekki, þegar ég skrifaði um sýninguna, að septembermenn eru flestir löngu búnir að mála yfir þessi bernskubrek sin, svo það var tómt mál frá minni hálfu að óska eftir fleiri sýningum sem Valtýs. Ég bauðst til að leiðrétta þetta við fyrsta tækifæri vel og vandlega, en þvi hafnaði Valtýr algjörlega. Leiðréttingunni er samt komíð hér með til skila og sömuleiðis afsökun." £ „Allur efniviður höfðar til mín" „Jú það er rétt að ýmsir ganga með mjög fastmótaðar hugmyndir um það hvernig sýningar eigi að vera, hvað má og ekki má", svaraði Bragi, er hann var spurður að þvl hvort fyrrnefnd gagnrýni væri dæmi um menningarlega ihaldssemi. „Ég læt mér í léttu rúmi liggja formúlur ofbeldis og þröngsýni, — er löngu frelsaður af þeim. Og það er mín mesta gæfa." Þá var Bragi spurður um þá gagnrýni sem myndlistarstill hans nú þ.e. reliefmyndir með alls kyns aðskotahlutum úr umhverfinu. hefur sætt. Sú gagnrýni hefur m.a. komið fram í tilefni af þessari sýningu hjá Aðalsteini Ingólfssyni og Jónasi Guðmundssyni. Á sýn- ingunni kemur hins vegar í Ijós — sem ekki er vist að allir hafi gert sér grein fyrir, — að Bragi hefur lagt stund á mjög breitt svið mynd- listar-teikningu, málun, grafik o.fl. En hverju svarar hann þeirri gagnrýni að þessi still hans i dag sé kannski að verða of ein- hæfur, að hann verði að leita á ný mið? „Það má vissulega segja að aðskotahlutirnir séu áberandi sér- kenni fyrir myndir mínar i dag og ýmsir hafa raunar fullyrt að þær myndir mundu skera sig úr á hvaða framúrstefnusýningu sem er utanlands. En ég leita ekki á ný mið. Ég finn þau, uppgötva og upplifi. Ég geri engar áætlanir um breytingar af neinu tagi. En ef einhvern tima kemur að þvi að haldin verði yfirlitssýning á verk- um minum þá mun fjölbreytnin fyrst njóta sin til fulls." „Það er erfitt að lýsa eigin myndum og koma hughrifum I orð", sagði Bragi er hann var beðinn um að lýsa þess- um umdeilda stil sjálfur, og hvers vegna hann höfði svo mjög til hans. Ég nefni þessar myndir relief-málverk. Einmitt Framhald á bls. 13.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.