Morgunblaðið - 28.06.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚNl 1975
13
r r
Arsskýrsla Búnaðarbanka Islands:
Mikil iimlánsaukning
og góð afkoma 1974
| | Samkvœmt ársskýrslu BunaSarbanka íslands fyrir árið 1974 námu
heildarinnlán I lok ársins 7.365 m. kr. (I stað 5.599 m.kr. áriS áður) og
höfðu þv( aukizt um 1.766 m.kr. eða 31.5%.
| | Heildarútlán bankans námu 6.765 m.kr. I árslok 1974 (en voru 4.721
m.kr. næstu áramót á undan). Aukning útlána nam 2.044 m.kr. eSa
43,3%.
Staða Búnaðarbankans við Seðlabankann er mjög hagstæð:
# Innstæða á bundnum reikningi. vegna ákvæða um 22% bindiskyldu
innlána, jókst um 272 m.kr. og var f árslok 1.454 m.kr.
0 Inneign bankans á viðskiptareikningi hjá Seðlabankanum, sem speglar
lausafjárstöðu, nam 423 m.kr.
# Endurkaup Seðlabankans námu 1.603 m.kr., þar af afurSalán 1.321
m. kr. — Aukning á endurkaupum varð 587 m.kr.
I | Á rekstrarreikningi bankans i árslok varð ráSstöfunarfé 69,1 m. kr.:
afskriftir 7,3 m. kr. og lagt f varasjóS 61,8 m.kr.
I I EigiS fé i árslok varð 191,1 m.kr. og jókst um 47% á árinu. Aukning
heildareigna varS hinsvegar 35%.
I I Heildarkostnaður á rekstrarreikningi nam 262,7 m.kr., sem er 56%
aukning. Langstærsti kostnaðarliðurinn er laun og launatengd útgjöld eða
50% heildarkostnaðar.
Samkvæmt framanrituðu má
Ijóst vera, að árið 1974 hefur
verið bankanum sérlega hagstætt.
Innlánsaukning með almesta
móti, hlutfallslega séð, og sú lang-
mesta f krónum talið. Innstæður
viðskiptavina hafa meir en tvö-
faldazt á þremurárum. Vöxtur inn-
lána hjá viðskiptabönkunum varð
að jafnaði 28,2% á árinu og nam f
árslok 32,6 milljörðum króna.
Hinsvegar varð aukningin f Bún-
aðarbankanum 31,5% og hefur
hann nú yfir að ráða 22,6% af
heildarinnlánum viðskipta-
bankanna sjö.
Búnaðarbankinn hefur það meg-
insjónarmið, segir f ársskýrslu
hans, að lána ekki meira út en
hann hefur til ráðstöfunar. Hlut-
deild bankans i heildarútlánum
viðskiptabankanna reyndist
16,5% á árinu f stað 17,6% árið
áður. Af þessum sökum hefur
lausafjárstaða bankans verið góð.
Stofnlánadeild
Landbúnaðarins.
Heildarútlán Stofnlánadeildar
landbúnaðarins í árslok 1974
námu 2995 milljónum króna og
höfðu aukizt um 930 m.kr. eða
45%. Heildarskuldir voru 2560
m.kr. og hækkuðu um 772 m.kr.
Til þess að mæta útlánaþörf deild-
arinnar var um miklar nýjar lán-
tökur að ræða á árinu, tæpar 600
milljónir. Verðbólguþróunin veldur
þvf að eigið ráðstöfunarfé fer óð-
fluga minnkandi, en jafnframt er
óhagstæður munur á lánstfma
skulda og útlána. Lánveitingar
deildarinnar á árinu námu 1.054
m.kr., sem er 545 m.kr. aukning
frá fyrra ári eða 107%.
Eigið fé deildarinnar var f árs-
byrjun 384 m.kr., en f árslok var
fært f gegnum varasjóð gengistap
af lánum að upphæð 60 m.kr. og
leiðrétting á skyldusparnaði vegna
umreiknings, sem á honum var
gerður á árinu, 46 m.kr. i árslok
nam þvf eigið fé deildarinnar 441
m. kr. og hafði þvf aukizt um 57
m.kr. á árinu.
Veðdeild Búnaðarbanka
íslands.
f árslok 1974 voru heildarútlán
Veðdeildar 466 m.kr. og höfðu
aukizt um 49 m.kr. eða 12% á
árinu. Heildarskuldir námu 471
m.kr.
Lánveitingar Veðdeildar eru til
jarðarkaupa. Alls voru veitt 99 lán
að fjárhæð 44 m.kr. f reiðufé, en
árið áður 49 m.kr. til mun fleiri
Útlán Stofnlánadeildar Landbúnaðarins og Veðdeildar Bún-
aðarbankans, skipt eftir sýslum. Útlánaveitingar á árinu
1 974 í sviga. Útlán í árslok 1 974 án sviga.
aðila eða 135. Auk þessara lán-
veitinga voru veitt 24 jarðar-
kaupalán f formi vaxtabréfa að
upphæð tæplega 7 m.kr. Um
nokkurra ára skeið hefur Veðdeild
veitt sérstök lán vegna lausa-
skulda bænda.
Afkoma Veðdeildar er heldur
bágborin. Rekstrarhalli varð 1,5
m.kr. á móti bókfærðum hagnaði
1973, sem nam 1,2 m.kr.
Útibú bankans.
Búnaðarbankinn rekur 5 útibú f
Reykjavfk. Utan Reykjavfkur eru
útibúin 10 og auk þess fjórar um-
boðsskrifstofur. Útibú eru á eftir-
töldum stöðum: Akureyri, Egils-
stöðum, Blönduósi, Hellu, Sauðár-
króki, Stykkishólmi, Búðardal,
Hveragerði, Mosfellssveit og
Hólmavík. Umboðsskrifstofur:
Reyðarfjörður, Hofsósi, Flúðum og
Laugarvatni. Mikil gróska hefur
verið f starfsemi útibúanna. Staða
þeirra gagnvart aðalbankanum
versnaði þó á árinu og var hún
neikvæð um 230 m.kr. f árslok.
Geiraskipting útlána Búnað-
arbanka íslands 31. desem-
ber 1974. 73,4% til at-
vinnuveganna, 11,1% til
einkaaðila, 15,5% til opin-
berra aðila.
Vaxandi áhugi á klass-
íska gítarnum á íslandi
ÖRN Arason heitir ungur gftarleikari
sem heldur fyrstu opinberu tónleika
slna hér á landi nú í dag I Norræna
húsinu og hefjast þeir kl. 14. Lögin
á efnisskrá Arnar munu mörg hver
bera spánskan andblæ, enda tón-
listarmaðurinn nýkominn heim frá
námi við tónskóla óperunnar I
Barcelona, helztu menningarmið-
stöð Spánar.
I tilefni af þessum tónleikum var
Örn tekinn tali og eðlilega lék okkur
ekki sízt forvitni á að vita hvað það
var sem fékk'hann til að halda suður
á bóginn til lögheimilis klasslska
gitarsins meðan ótal jafnaldrar hans
létu sér lynda að „pæla" I rafmagns-
gítarnum hérá Fróni.
Örn svaraði þvf til að hann hefði
eins og fleiri byrjað á rafmagns-
gítar. „En af forvitni fór ég Ifka að
læra á klassfskan gftar og eftir
árs nám hjá Eyþóri Þorlákssyni
hafði ég orðið verulegan áhuga á
að halda áfram gftarnáminu,"
sagði Örn. „Það var svo vorið
1 973 eða þegar ég var búinn að
vera fimm ár hjá Eyþóri að ég
ákvað að halda utan og fór þá
beint til Barcelona."
Örn viðurkenndi að það hefði að
vissu leyti verið talsvert átak að
venjast. „Þess vegna fór ég Ifka út
strax um vorið til að hafa allt
rffa sig upp héðan og fara til náms
f framandi landi — þar sem hann
talaði ekki málið og þjóðfélags-
hættir og menning voru um margt
frábrugðin þvl sem hann átti að
sumarið til undirbúnings en um
haustið þreytti ég sfðan inntöku-
próf við Conservatorio Superior de
Musica del Liceo eða við tónskóla
óperunnar í Barcelona," sagði
hann ennfremur. „Kennari mion f
gftarleik við skólann er Joaquina
de Genover Vda. de Tarragó, en
maður hennar var mjög frægur
gftarleikari heima fyrir og vfðar um
lönd. Kenndi hann við þennan
skóla allt til þess að hann lézt
vorið sem ég kom til Barcelona.
Frúin er sjálf mjög góður gftarleik-
ari og kennari og hjá henni hef ég
verið allt til þessa. Á ég nú eftir að
vera þarna syðra einn námsvetur
til viðbótar og Ijúka sfðan 2—3
prófum."
Örn var þessu næst að þvi
spurður hvort ekki væri rétt álykt-
að, að veldi Spánar hvað klassiska
gftarinn áhrærir hefði hnignað á
sfðustu árum og valdastöðvar
hans færzt norðar f álfuna, saman-
ber þá hylli sem John Williams og
Julian Bream njóta um þessar
mundir vfða um hinn vestræna
heim. En Örn hélt nú ekki. „Það
er min reynsla af öllu tónlistarlff-
inu, að frægðin innan þess er iðu-
lega ákaflega svæðisbundin.
Þannig eru t.d. fremstu spænsku
gftarleikararnir vafalaust ekki
mjög frægir þegar norðar dregur f
Evrópu en á sama hátt er t.d.
gítarleikari á borð við John
Wiltiams alls ekki þekktur að ráði
á Spáni og þar f kring. Lftið orð fer
einnig á Spáni af útsetningum fyr-
ir klassfskan gftar sem gerðar hafa
verið t.d. f Þýzkalandi og raunar
finnst mér að útgáfur klassiskra
verka fyrir gftar eigi heima á
Spáni og hvergi annarsstaðar."
Örn lætur vel af kennslutilhög-
un i skóla þeim sem hann stundar
nám við. „Þar er kennt eftir svo-
kölluðu Solfeo-kerfi, sem er
raunar fimm stig og byggist á þvf
að nemandinn þarf alltaf að vera
einu stigi á undan í ýmsum undir-
stöðugreinum tónlistarinnar, svo
Rætt við örn
Arason, ungan
gítarleikara, sem
heldur tónleika
í Norrœna
húsinu í dag
sem tónfræði eða tónheyrn, en
sjálfum hljóðfæraleiknum. Maður
fær þannig ekki að taka gftar-
prófið sjálft nema geta sýnt fram á
að undirstaðan sé fyrir hendi."
Örn taldi atvinnu möguleika
sfna góða þegar hann kemur heim
frá náminu á Spáni. „Það hefur
verið mjög vaxandi áhugi hér á
landi á klassfska gftarnum á
undanförnum árum, þótt ekki
treysti ég mér til að spá um hvort
þessi áhugi á hljóðfærinu muni
haldast til langframa eða fara
dvfnandi þegar fram I sækir. Gftar-
inn hefur ýmislegt til að bera er
laðar fólk að og til að athuga hvað
sé að gerast á sviði þessa hljóð-
færis. Aðalatriðið fyrir mig er auð-
vitað að fá tækffæri til að leika
sem mest á gitarinn en mér finnst
þó ekki sfður mikilvægt að kynna
þetta hljóðfæri, sem Eyþór Þor-
láksson hefur átt allra mestan þátt
f að gera hér heima til þessa."
Um efnisskrá sfna á hljómleik-
unum f dag sagði Örn að fyrri hluti
hennar væri byggður upp af ýms-
um verkum Iftt þekktum hér á
landi og á meðal þeirra væri frum
flutningur á verki eftir G. Tarragó,
sem áður er nefndur og Öm segir
einnig ágætt tónskáld. Á seinni
hluta efnisskrárinnar verða þekkt-
ari verk eftir Villa Lobos, Albeniz,
Granados, og Tarrega.
f lokin er þó ekki úr vegi að geta
þess, að þrátt fyrir allar annir og
æfingar fyrir tónleikana f dag, gaf
Örn sér tfma til þess f gær að
bregða sér til borgardómara og
gekk þar að eiga unnustu sfna
Sigrfði Árnadóttur. Þessir júnfdag-
ar eru þannig merkisdagar i Iffi
hins unga listamanns i tvennuir
skilningi.
— Samningar
Framhald af bls. 24
fram að ganga, en ákvæði eru í
samningnum, sem er mjög hvetj-
andi fyrir sjómenn og útgerðar-
menn til fækkunar í áhöfn. Við
fækkun í áhöfn skips kemur viss
prósenta ofan á aflahlut annarra
skipverja, sem gefur mjög aukna
tekjumöguleika fyrir áhöfnina.
Þetta kemur sér einnig vel fyrir
útgerðina, þar sem launatengdar
greiöslur sparast við hvern mann
sem fækkar. Sögðu bæði út-
gerðarmenn og sjómenn í gær, að
með þessu væru stóru togararnir
mun betur samkeppnisfærir hvað
kaup snertir en verið hefðl.
Hinir nýju kjarasamningar
gera ráð fyrir, að fastakaup yfir-
manna hækki úr 27.605 krónum á
.mánuði i 44 þúsund krónur. Þá fá
þeir um 10% kauphækkun til að
vega upp á móti kjararýrnuninni f
fyrra, en sjómenn hafa ekki feng-
ið neina kauphækkun frá 1973.
Ekki nær þessi upphæð þó alveg
10%, heldur er hún reiknuð út
frá aflahlut, dagpeningum og
veikindapeningum. Ennfremur fá
yfirmenn 2100 króna hækkun 1.
október n.k. líkt og f rammasamn-
ingi A.S.l. Þá fengu yfirmenn
breytingu á frítímatalningu er
skip liggur í höfn. I nýja samn-
ingnum segir, að frídagur teljist
hefjast 24 klukkustundum eftir
að skipið kemur i höfn. Hverjar
12 klst., sem umfram eru, reikn-
ast ‘A frídagur. Áður var samning-
urinn þannig, að frídagur taldist
21 klst. eftir að skip kom í höfn.
Helztu efnisatriði f kjarasamn-
ingi undirmanna er að fastakaup
háseta hækkar úr kr. 32.628 i
54.000, fastakaup netamanns úr
36.682 kr. í 58.000 og kaup mat-
sveina hækkar úr 42.787 í 68.000
krónur og það sama er hjá báts-
manni. Þessu til viðbótar koma
2100 krónur 1. október n.k.
Ennfremur varð samkomulag
um ýmis tæknileg atriði, eins og
að meira skuli gert að því að
stykkja troll en áður, en við það
sparast bæði tfmi til veiða og
vinnu.
Hinir nýju kjarasamningar
gildatil áramóta 1977.
Strax í gær komst hreyfing á
togarana í Reykjavfkurhöfn. Byrj-
að var að setja ís um borð í þau
skip, sem fyrst fara út, og fyrsti
togarinn, sem fer frá Reykjavik,
verður Þormóður goði. Kjara-
samningarnir ná til sjómanna-
félaga i Reykjavík, við Eyjafjörð,
í Hafnarfirði og á Akranesi.
— Mikilvægt
Framhald af bls. 24
miðlunartillaga og 1973 voru
samningar okkar lögfestir. Eg
held að menn megi almennt vera
ánægðir með þann árangur, sem
náðst hefur að þessu sinni. Það er
alltaf svo, að menn fá ekki upp-
fylltar óskir.“
Viðtal við Jón Sigurðsson for-
mann Sjómannasambands Islands
birtist á baksíðu Mbl. f gær.
— Stikkprufa
Framhald af bls. 12
svona upplifi ég tilveruna. Nær
allur efniviður höfðar til mfn sem
atriði listræns grómagns. Það sem
ég er að gera með þessu er einmitt
að draga fram hið Iffræna úr dauð-
um hlutum umhverfisins. Þvinga
fólk til að Ifta þá nýjum augum
upplifa þá frá áður óþekktum
sjónarhornum. Og þetta hefur tek-
izt."
„Ég er á förum til Rostock og
mun annast uppsetningu fslenzku
deildarinnar á Biennalinum þar"
sagði Bragi Ásgeirsson er hann
var spurður um hvað væri nú
framundan hjá honum." Þarnæst
tek ég þátt f umræðum um stöðu
listamannsins i þjóðfélaginu f
Scwerin á vegum UNESCO og
ýmissa listasamtaka f Austur-
Þýzkalandi. Það ættu að geta
orðið fróðlegar umræður enda
standa þær i fjóra daga og viðhorf-
in verða mörg og vænti ég þess að
geta greint frá þeim hér f blaðinu.
Einnig hyggst ég skreppa á vit
safna I Hollandi og Belgiu."
Þá var hann að lokum spurður
að þvf hvort gagnrýnendur væru
gagnrýndir harðar en aðrir lista-
menn. „Ég veit ekki hvort þeir eru
gagnrýndir harðar", svaraði hann,
,,en þeir eru ótvfrætt gagnrýndir
öðru vfsi. Máski telst það vænlegt
til vinsælda að hnýta f þá enda eru
þeir undir smásjánni".
AUGLYSINGASIMINN ER:
22480
JR#r0unþInðtþ