Morgunblaðið - 05.07.1975, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUG ARDAGUR 5. JÚLl 1975
Fjórðungsmót hestamanna:
Spennandi keppni 1 hlaupum
Veturliði við nokkrar mynda sinna I Norræna húsinu. Ljósmynd
Mbl.Öl.K.M.
Veturliði sýnir í
Norrœna húsinu
Veturliði Gunnarsson list-
mðlari opnar I dag málverka-
sýningu I Norræna húsinu þar
sem hann sýnir að þessu sinni
105 myndir. Þar af eru 40 olfu-
myndir, en 65 pastelmyndir.
Sýningin verður opin daglega
frá kl. 2—22 til 13. júlf.
Veturliði sagði í stuttu sam-
tali við Morgunblaðið að þetta
væru allt nýjar myndir sem
hann sýndi. „Allt nýjar og
ferskar myndir," sagði hann,
„landslagsmyndir úr litlu
þorpunum, myndir frá Horn-
ströndum, öræfum og fjörun-
um, meira að segja frá
Ameríku. Þaðan málaði ég
endurminningar úr skemmti-
görðunum, Central Park, þar
logaði allt í rauðum og gulum
litum, blómum sem maður
þekkir ekki en geisluðu frá sér
litadansi."
Þegar við röbbuðum við
Veturliða voru hjá honum
norskir listfrömuðir, sem höfðu
boðið honum að skipulegga
fyrir hann nokkrar sýningar-
ferðir á verkum hans um
Noreg. Þeir höfðu orð á því að
það væri lægð f málaralistinni
hjá norskum málurum um þess-
ar mundir og það yrði að veita
einhverju nýju inn í landið til
þess að rífa þá upp, nýjum lit-
um og nýjum formum og bezt
væri að sú stemming kæmi að
norðan en ekki frá París eins og
lengst af.
Sjálfboðaliðar að Sjálf-
stæðishúsinu í dag
FJÖRÐUNGSMÓT hcstamanna
að Faxaborg f Borgarfirði hófst í
gær. Þá fóru fram dómar kyn-
hótahrossa og undanrásir f hiaup-
um. Strax á fimmtudagskvöld
voru um 1000 manns komin á
mótssvæðið en I gærkvöldi var
fólk að drífa að og fyrri hluta
kvöldsins var talið að um 2000
manns væru komin á staðinn.
Ilross mótsgesta eru höfö á bcit í
nágrenni mótssvæðisins og var
talið að um 2000 hross væru á
svæðinu I gærkvöldi. Gera má ráð
fyrir að mótsgcstum eigi enn cftir
að fjölga vcrulcga.
Byrjað var að taka ó móti kyn-
bótahrossum á fimmtudaginn en
á mótinu eru sýndir 20 stóðhestar
og 70 hryssur. Dómar þeirra fóru
fram i gær en þau verða sýnd
bæði í dag og á morgun, en þá
verða verðlaun afhent.
Til inótsins hafa koulið liópar
ríðandi hestamanna m.a. frá
Reykjavik, Kópavogi, Keflavik, úr
Grímsnesi, úr Skagafirði og úr
nágrenni mótssvæðisins. Gera má
þvi ráð fyrir að milli 2000 og .3000
hross verði á mótssvæðinu þá
daga, sem mótið stendur. Mikill
fjöldi hestamanna kemur auk
þess til mótsins án hrossa auk
UM MIÐJAN júnimánuð hófust
dagsferðir Flugfélags Islands til
eyjarinnar Kulusuk við Austur-
Grænland. I ferðum þessum, sem
farnar eru undir stjórn reyndra
fararstjóra, er gengið til þorpsins
Cap Dan, þar sem m.a. er sýndur
hinn forni grænlenzki trumbu-
dans. Undir venjulegum kring-
umstæðum er einnig sýndur kaj-
ak-FÓður. I fyrstu ferðinni varð þó
ekki af slíkri sýningu, þar sem
höfnin var ísi lögð. Úti á ísnum
voru hins vegar allmargir fiski-
menn við veiðar. Meðan hópurinn
stóð við í Cap Dan, kom einnig
þess sem gera má ráð fyrir tölu-
verðri aðsókn fólks, sem hyggur á
útilegur um helgina.
1 gærkvöldi fóru fram undan-
rásir í kappreiðum og var keppt í
250 m folahlaupi, 300 m stökki og
800 rp stökki. Eins og gert hafði
verið ráð fyrir voru hlaupin afar
spennandi, enda eru á móti þessu
samankomin öll beztu hlaupa-
hross landsins. Beztan tfma í 250
metra unghrossahlaupi átti Bliki
Sigrúnar Gunnarsdöttur í Kefla-
vík, 19 sek. Annan bezta tíma átti
Blesa Sigurðar Bjarnasonar á
Hauksstöðum, 19,2 sek, en þriðja
bezta tímann átti Sleipnir Gunn-
ars M. Arnasonar f Reykjavík og
var hann á sama tíma, 19,2 sek. I
300 metra stökkinu átti beztan
tíma Sörli Ragnheiðar Guðmunds-
dóttur á Laugarvatni, 22,5 sek.
Annan bezta tímann átti Jarpur
Páls Egilssonar í Borgarnesi, 22,5
sek., eða sama tíma en var sjönar-
mun á eftir. Þriðja og fjórða bezta
timann áttu Loka Ilarðar G. Al-
bertssonar í Reykjavík og Geysir
Ilelgu Claessen í Reykjavík og
hlupu þau á 22,7 sek. Á þessu má
sjá, að baráttan um fyrstu sætin í
hlaupunum verður afar hörð.
veiðimaður á hundasleða sínum
og hafði kajak meðferðis úr veiði-
förinni. Trumbudansinn vekur
ávallt mikla athygli og sérstaka
kátínu hjá börnunum, sem þyrp-
ast að við slíkt tækifæri.
Reykjavík átti bezta tfmann í 800
m stökki, 63,6 sek. En næstur
honum kom Frúarjarpur, Unnar
Einarsdóttur, Hellu, á 65,1 en
þriðja og fjórða besta tíma eiga
Vinur, Hrafns Hákonarsonar
Reykjavík og Stormur, OddsOdds-
sonar, Reykjavík, 65,3 sek. Vinur
og Stormur hlupu ekki í sama
riðli.
Eins og fyrr sagði fóru fram
undanrásir í þremur greinum en
keppt verður f 250 m skeiði bæði
í dag og á morgun en 1500 m
brokk fer fram á morgun. En mót-
inu lýkur á sunnudagskvöld með
úrslitum kappreiða. I dag verða
gæðingar dæmdir fyrir hádegi en
sfðan verða kynbótasýningar og
undanúrslit í kappreiðum.
Veður á mótssvæðinu i gær-
kvöldi var fremur stillt en Iág-
skýjað og súld öðru hvoru. Gert er
ráð fyrir Iitlum veðurbreyting-
um i Borgarfirði en þar verður
suðvestanátt, skýjað en úrkomu-
lítið.
Kirkjudagur
að Kálfatjörn
Næstkomandi sunnudag, 6. júlí,
fer fram hinn árlegi kirkjudagur
í Kálfatjarnarkirkju.
Guðsþjónusta fer fram f kirkj-
unni kl. 2 e.h. Þar prédikar séra
Björn Jónsson, sóknarprestur á
Akranesi, en kór Kálfatjarnar-
kirkju syngur undir stjórn Jóns
Guðnasonar, organista. Kórinn
hefur starfað mjög ötullega
undanfarið og notið leiðsagnar
hins áhugasama stjórnanda síns.
Að guðsþjónustunni lokinni
verður safnazt saman í samkomu-
húsinu Glaðheimum í Vogum, en
þar selja konur úr kvenfélaginu
Fjóiu veitingar til ágóða fyrir
kirkjusjóð sinn. Formaður
sóknarnefndar, Jón Guðbrands-
son, flytur ávarp. Mun hann
minnast þeirra miklu umbóta sem
orðið hafa á kirkjunni að Kálfa-
tjörn og þakka hið mikla framlag
og vinarhug, sem safnaðarfólk og
aðrir velunnarar kirkjunnar hafa
sýnt á margvíslegan hátt.
Kirkjudagar þessir hafa ávallt
tekizt mjög vel og verið f jölsóttir.
BYGGINGARNEFND nýja Sjálf-
stæðishússins hvetur alla sem
vettlingi geta valdið til þess að
koma að Sjálfstæðishúsinu eftir
hádegi í dag og hjálpa til við að
hreinsa lóðina í kring um húsið,
tfna saman spýtur og annað sem á
lóðinni er. Albert Guðmundsson
alþingismaður, formaður bygg-
ingarnefndar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að margt fólk
hefði lagt hönd á plóginn, en í dag
á sem sagt að hreinsa lóðina f
kringum húsið.
„Starfið beinist að rás-
ínm fra jorou a boroio
— segir Ottar Jamt framkvæmdastjóri
Samtaka norrænna búvísindamanna
ÞINGI Samtaka norrænna
búvfsindamanna lauk í Reykja-
vík I gær og hafði það staðið frá
þvf á þriðjudag. Þingfulltrúar
voru yfir 900 talsins, þar af um
150 Islendingar. Næsta þing
verður haldið eftir fjögur ár I
Noregi. Framkvæmdastjóri
samtakanna er Norðmaðurinn
Ottar Jamt og hitti fréttamaður
Mbl. hann að máli f gær, eftir
að þinginu hafði verið slitið.
Ottar Jamt bar mikið lof á
framkvæmd þingsins af hálfu
islenzku undirbúningsnefndar-
innar og rómaði mjög gestrisni
og vinsemd Islendinga í garð
gesta.
Samtökin voru stofnuð 1918
og eru því elzti samstarfsfélags-
skapur vísfndamanna á Norður-
löndum. Lengi vel voru þau
fjármögnuð eingöngu með
framlögum félagsmanna, en á
síðasta áratug mæltist Norður-
landaráð til þess að ríkisstjórn-
ir veittu þeim fjárstyrk og hafa
þær gert það sfðan. Þessi tekju-
aukning margfaldaði starfsgetu
samtakanna. Félagsmenn f sam-
tökunum eru um 2500 talsins og
skiptast i ellefu fagdeildir.
„Kjörorð samtakanna er:
Menn eiga að kynnast hver
öðrum,“ sagði Ottar Jamt, „og
mikilvægasta verkefni samtak-
anna er einmitt þetta, að
vísindamenn hittist, skiptist á
hugmyndum um viðfangsefni
og miðli hver öðrum af reynslu
sinni og rannsóknarniður-
stöðum. Þannig öðlast þeir
betri grundvöll til að byggja á
við skipulagningu nýrra rann-
sóknarverkefna.“
Sem dæmi um umsvifin í
starfseminni nefndi Ottar, að á
vegum samtakanna eru árlega
um 25 ráðstefnur með samtals
um 1100 þátttakendum, eða
ráðstefna að jafnaði aðra
hverja viku allt árið. Auk þess
eru svo að meðaltali tveir fund-
ir í hverri viku í fagdeildunum,
vinnuhópum eða nefndum.
Hápunkturinn í starfinu eru þó
þingin, sem haldin eru fjórða
hvert ár. Var þingið nú hið
fyrsta sem haldið hefur verið á
Islandi, og voru haldnir hér alls
um 180 fyrirlestrar.
„Það var mjög ánægjulegt að
sjá fulltrúa rfkisstjórnarinnar
og borgaryfirvalda við setningu
þingsins og svo að sjálfsögðu
forseta Islands sem var bæði
viðstaddur setninguna og flutti
erindi um sambúð lands og
þjóðar við lok ráðstefnunnar.
Við túlkum þetta svo, að
frami.iámenn hér meti land-
búnaðinn mikils og þær rann-
sóknir sem honum eru tengd-
ar,“ sagði Ottar Jamt.
Meðal annarra þátta í starf-
seminni má nefna útgáfu tíma-
rita og veitingu námsstyrkja til
ungra vísindamanna. Er árlega
veittur einn slíkur styrkur til
íslenzks visindamanns á sviði
landbúnaðarrannsókna.
Er.Ottar var spurður um
þann ávinning sem Islendingar
hefðu af samstarfinu, svaraði
hann:
Ottar Jamt.
„Ég held að öll löndin hafi
mikinn ávinning af samstarf-
inu og þá vegna þess hversu
margt er svipað hjá þeim í land-
búnaðinum, enda þótt margt sé
vissulega ólíkt. Til dæmis er
gras mikilvægasti jarðar-
gróðinn á stórum svæðum á
öllum Norðurlöndum. Hér á
þinginu var einmitt mikið fjall-
að um gras og þá í mörgum
fagdeildum, t.d. um jarð-
vinnslu, framræslu, frætegund-
ir, heyskaþaraðferðir, þurrkun,
húsakynni, flutninga, fóðrun
o.s.frv. Ekkert eitt land hefur
öðrum fremur ávinning af
slíkri umræðu, heldur kemur
hún vísindamönnum allra land-
annatil góða.“
Framhald á bls. 22
Þjálfi Sveins K. Sveinssonar í
Dagsferðir til Grænlands