Morgunblaðið - 05.07.1975, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 05.07.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULl 1975 3 Tillaga um „takmarkað hundahald” í Reykjavik felld A BORGARSTJÓRNARFUNDl s.l. fimmtudag var borin fram til- laga um að settar yrðu strangar reglur um takmarkað hundahald í Reykjavík, og yrði miðað við að lagður yrði hár „hundaskattur" og ströng viðurlög, ef reglur væru brotnar. Tillagan var felld með 11 atkvæðum gcgn 4. I greinargerð með tillögunni segir flutningsmaður, Guðmund- ur G. Þórarinsson, m.a., að reynsla af banni því sem gilt hafi um hundahald í Reykjavík um langt árabil, sé sú, að ókleift hafi orðið að framfylgja því og hunda- hald hafi aukizt verulega á síð- ustu árum. Sé nú svo komið, að tala hunda í Reykjavik sé talin um 2000, þótt enginn viti hana með vissu. Þetta ástand sé óvið- unandi, m.a. vegna þess að ekki séu tök á að fylgjast með því að heilbrigðisráðstöfunum sé fylgt. Flutningsmaður taldi 15 þús. króna hundaskatt á ári geta kom- ið til greina. Þá taldi hann, að setja yrði sérákvæði vegna hunda- halds i fjölbýlishúsum og bann gegn því að hundar kæmu inn á staði, þar sem farið væri með mat- vöru. 1 umræðum um málið taldi flutningsmaður að yrði hundum útrýmt í Reykjavík gæti af því sprottið félagslegt vandamál. í umræðum um tillöguna tóku margir borgarfulltrúar til máls. Davið Oddsson benti á, að ef ætlunin væri að leggja á háan hundaskatt þyrfti til þess laga- Söngdagskrá á sýningu Eyfells: Sýningunni lýkur á morgun Yfirlitssýning Eyjólfs J. Eyfells, sem opin hefur verið þessa viku að Kjarvalsstöðum, lýkur kl. 10 annað kvöld. Sýningin hefur verið mjög vel sótt og vakið verðskuldaða hrifn- ingu. Auk almennra gesta bauð lista- maðurinn vistfólki á ,,Grund“ og „Hrafnistu" á sýninguna. For- stjóri SVR sýndi þá vinsemd að gera það kleyft með þvi að annast flutning gestanna. Þá hafa séð sýninguna gestir Reykjavíkurborgar á lækna- og búfræðingaráðstefnu, sem haldn- ar hafa verið í borginni þessa viku. 1 dag kl. 5 verður flutt á sýning- unni stutt söngprógram á vegum þjóðdansafélagsins. Sýningin verður ekki fram- lengd. breytingu, þar sem núgildandi lög kvæðu á um 300 króna skatt af hundum. Markús Örn Antonsosn vísaði til ákvörðunar borgarstjórnar um bann við hundahaldi fyrir nokkr- um árum, en þá var aðeins einn borgarfulltrúi fylgjandi því, að leyft yrði að hafa hunda í borg- inni. Hann taídi ótímabært að taka þetta mál upp nú, þar sem ýtarleg skoðun hefði farið fram á þvi fyrir fáum árum. Hins vegar taldi borgarfulltrúinn einsýnt, að nauðsynlegt væri að framfylgja reglum um bann við hundahaldi, og sæi hann enga ástæðu til að hvika i þessu máli. Markús benti ennfremur á, að flutningsmaður gerði ráð fyrir því i greinargerð- inni, að sérákvæði giltu um hundahald í fjölbýlishúsum. Sagði hann, að hér væri um að ræða röksemdarfærslu, sem fengi ekki staðizt, þar sem tilgangurinn með því að leyfa hundahald væri m.a. sá að draga úr einmanaleika, eins og fram kæmi i greinargerð- inni, en augljóst væri að þeir, sem i einbýlishúsum byggju, þjáðust manna sízt af einmanakennd, enda myndi tillagan augljóslega stuðla að mismunun borgaranna. Albert Guðmundsson kvaðst fylgjandi þvi, að leyft yrði að hafa hunda í borginni. Gildandi reglur um bann væru út í hött þar sem þýðingarlaust væri að setja regl- ur, sem fólkið vildi ekki. Hann fagnaði því, að hann og hundarnir hefðu nú fengið liðsstyrk i borgarstjórn, eins og hann komst að orði. Þorbjörn Broddason vitnaði i skýrslu um hundahald í borginni, sem fram kom nýlega, og taldi að þar væri sýnt fram á ófögnuð þann, sem leiddi af hundahaldi í þéttbýli. Kvað hann ósannað, að KRISTJAN Fjeldsted í Ferjukoti kom að máli við Mbl. vegna frétt- ar blaðsins I gær og sagði það rangt, að hann hafi kært Hannes Ólafsson á Hvítárvöllum fyrir ó-' löglega netaveiði f ánni. Sagðist Kristján ekki hafa kært nokkurn mann, en hins vegar hefði Davíð bróðir Hannesar kært Hannes. Aðspurður, hvort hann sjálfur hefði sætt kæru — svaraði Krist- ján: „Mér cr ekki kunnugt um það, nema þá Hannes hafi kært mig.“ Um umrætt atvik, föstudaginn ókleift væri að framfylgja hunda- banni, þar sem engin tilraun hefði verið til þess gerð. Elín Pálmadóttir taldi ástæðu til að vantreysta þvi, að þeir, sem ekki hlíttu gildandi reglum um hundabann, myndu fremur hlíta öðrum reglum, og benti á, að þrátt fyrir það, að hundum hefði fjölg- að svo í borginni sem raun væri á, þá væru þó margfalt fleiri borgar- búar, sem virtu settar reglur en þeir, sem brytu þær. Adda Bára Sigfúsdóttir sagðist ekki vilja hundum svo illt að vera í þéttbýli, einmitt vegna þess, að hún væri vinveitt hundum. Hún sagði, að sóðaskapur af hundum hlyti að verða í hlutfalli við fjölda þeirra. Páll Gíslason kvaðst vilja fara málamiðlunarleið i þessu máli. Virtist sér að gildandi reglur væru óframkvæmanlegar, enda þyrfti að gæta þess, að hægt væri að athafna sig i þjóðfélaginu án óþarfa banna. Við atkvæðagreiðslu um tillögu Guðmundar G. Þórarinssonar um takmarkað hundahald í Reykja- vík fór fram nafnakall. 11 borgar- fulltrúar greiddu atkvæði sitt gegn tillögunni: Birgir tsl. Gunnarsson, Olafur B. Thors, Davíð Oddsson, Elin Pálmadóttir, Markús Örn Antonsson, Ragnar Júlíusson, Þorbjörn Broddason, Adda Bára Sigfúsdóttir, Guð- munda Helgadóttir^ Björgvin Guðmundsson og Alfreð Þorsteinsson. Með tillögunni greiddu atkvæði 4 borgarfulltrúar: Sveinn Björns- son, Albert Guðmundsson, Páll Gíslason og Guðmundur G. Þór- arinsson. 27. júní, sagði Kristján, að allir hefðu verið sammála um að áin hafi verið köld og flóðið komið fyrr en ráð hafði verið fyrir gert. Sér hafi verið ómögulegt að ná inn netunum fyrr en á timabilinu 24 til 01 og klukkan 21,30 sagðist hann hafa tilkynnt veiðieftirlits- manninum það. Oheimilt er sam- kvæmt landslögum að láta net í ám liggja eftir klukkan 22 á föstu- dagskvöldum til klukkan 10 á þriðjudagsmorgnum. Sagði Kristján að Hannes hafi rifið upp netin í umrætt skipti. Bróðirinn kærði — ekki Kristján Sigöldusamkomulagið borið undir starfemenn á mánudag SAMKOMULAG hefur tekizt í deilu starfsmanna við Sigöjdu og júgóslavneska verktakafyrirtæk- isins Energoprojeckt, sem byggt er á rammasamningi ASl og vinnuveitenda. Samkomulagið, sem undirritað hefur verið með fyrirvara, verður borið undir at- kvæði á fundi starfsmanna næst- komandi mánudag. < Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Óskarssonar, framkvæmda- stjóra fulltrúaráðs verkalýðsfé- laganna i Rangárvallasýslu, feng- ust fram í þessum samningum leiðréttingar á ýmsum sérmálum er varða aðstöðu og aðbúnað starfsmanna. Viðurkenning fékkst'á erfiðum og óþrifalegum störfum. Samningarnir eru all- flóknir, þar sem mörg og ólík störf eru unnin við Sigöldu. Formaður samninganefndar starfsmannanna var Jón Snorri Þorleifsson og sagöi Sigurður að hann hefði unnið mikið og gott starf i sambandi við þessa samn- ingagerð. Þá var og Snorri Jóns- son, framkvgemdastjóri ASl með samninganefndinni siðustu samn- inganóttina, en i upphafi samn- ingsgerðarinnar var Björn Jóns- son með samningamönnum. í samningsgerðina komu nú inn tveir aðilar, sem voru ekki þar áður. Eru það Landssamband vörubifreiðastjóra og Vörubif- reiðastjórafélagið Fylkir. Sigurður Óskarsson sagði að all- an samningstímann hafi verið starfandi með samninganefndar- mönnum baknefnd trúnaðar- manna, sem aftur hafi verið í svo til stöðugu sambandi við starfs- fólkið. Með þessu fyrirkomulagi hafi verið tryggt að fólkið gæti fylgzt mjög vel með framvindu mála. Þá sagði Sigurður að mikil- vægt hafi verið að fá viðurkennd ýmis ákvæði svo sem eins og á- hættu og tryggingar. Trygginga- upphæðir hækkuðu t.d. allar um 50%. Pétur Pétursson var ráð- gjafi júgóslavneska verktaka- fyrirtækisins í samningsgerðinni og túlkur þeirra var Hilmar Foss. Jafnframt nutu þeir stuðnings VSI. Þau voru ekki öll stór sem mættu til vinnu við hreinsun ösku úr Herjólfsdal, en f umsjá ömmu er öllu óhætt, hún leit (il þeirra litlu við og við á milli þess sem hún mokaði sjálf eins og aðrir. Mikil þátttaka í hreinsun Herjólfsdals ÞESSAR svipmyndir tók Sigur- geir f Eyjum af fólki við hreins-, un f Herjólfsdal en Herjólfs-1 dalur er aðalhátfðarsvæðfEyja- skeggja. Mikil aska er f dalnum eftir eldgosið og undanfarna fimmtudaga og laugardaga hafa hundruð Vestmanna- eyinga unnið í sjálfboðavinnu við hreinsun á dalnum. 1 heila öld hefur Þjóðhátfð Vestmannaeyja verið haldin f Herjólfsdal eða þar til gosið varð f Eyjum, en sfðan hefur þjóðhátíðin verið haldin á Breiðabakka við Stórhöfða. Hreinsun dalsins nú miðar m.a. að þvf að þjóðhátfðin verði aft- ur haldin á sfnum gamla, góða stað. Mokað og mokað og Þórarinn Magnússon kennari lætur ekki sinn hlut eftir liggja þótt hann hafi ekki nema annan handlegginn, og engínn sá honum bregða eftir mokstur daglangt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.