Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1975 5 Messur á morgun DÓMKIRKJAN Messa kl. 11 árd. Séra Óskar J. Þorláksson dómpró- fastur. LAUGARNESKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Garðar Svavarsson. NESKIRKJA Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Frank. M. Halldórsson. ARBÆJARPRESTAKALL Guðs- þjónusta kl. 11 árd. i Arbæjar- kirkju. Séra Guðmundur Þorsteinsson. GRENSASSÓKN Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Halldór S. Gröndal. FlLADELFlA Safnaðarguðsþjón- usta kl. 2 síðd. Almenn guðs- þjónusta kl. 8 síðd. Ásmundur Eiríksson. HATEIGSKIRKJA Lesmessa kl. 10 árd. Séra Arngrímur Jónsson. Messa kl.’ll árd. —Fermdverður Sigrún Mary Þórarinsdóttir, Uthlið 14. Séra Jón Þorvarðsson. HALLGRlMSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigurbjörnsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND Messa kl. 10 árd. Séra Magnús Guðmundsson fyrrum prófastur messar. LANGHOLTSPRESTAKALL Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. BUSTAÐAKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. KÓPAVOGSKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Jón Einarsson í Saurbæ prédikar. SéraÁrni Páilsson. kAlfatjarnarkirkja Guðsþjónusta kl. 2 síðd., — kirkjudagur. Séra Björn Jónsson sóknarprestur á Akranesi prédik- ar. Að guðsþjónustu lokinni koma kirkjugestir saman i samkomu- húsið Glaðheima. GRINDAVlKURKIRKJA Messa kl. 11 árd. Séra Jón Árni Sigurðs- son. HVERAGERÐISKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. STRANDAKIRKJA Messa kl. 2 siðd. ÞORLAKSHÖEN Messa í barna- skólanum kl. 8.30 siðd. Sóknar- prestur. EYRARBAKKAKIRKJA Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur. SKALHOLTSKIRKJA Messa kl. 5 siðd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA Messa kl. 10.30 árd. Séra Ölafur Jens Sigurðsson. á Hvanneyri messar. Sóknarprestur. Nýr sjúkrahúslæknir Stykkishólmi 24. júní. NÝR sjúkrahúslæknir er tekinn til starfa við sjúkrahúsið, Halldór Jóhannsson, sem hefir verið um árabil í Sviþjóð við nám og lækn- ingar og getið sér þar ágætan orð- stír. Er Snæfellingum og öllum þeim sem notið hafa sjúkrahúss- ins á liðnum árum það mikið fagnaðarefni að búið er að fá góðan lækni að þessu ágæta sjúkrahúsi. En eins og áður hefur verið getið er það vel búið að tækjum og alltaf verið að auka þau og bæta að kröfum tímans. Fréttaritari. Blðm vlkunnar Steinbrjótar Mjög er það algengt að allar þær plöntur sem ræktaðar eru í steinhæðum séu kallaðar stein- brjótar. Þetta er alrangt, stein- brjótar eru sérstök ætt sem á latinu nefnist SAXIFRAGA, hinsvegar er til ótölulegur grúi af ýmsum öðrum lágvöxnum plöntum, sem rækta má í stein- hæðum. Steinbrjótar eru geysi fjöl„menn“ ætt og margbreyti- leg t.d. er ákaflega mikill mun- ur á vexti hins lágvaxna íslenzka vetrarblóms (sax. oppositifolia) sem kúrir sig ofan í mosa eða annan svipaðan gróður og svo á klettafrúnni (sax. cotyledon) sem trónir á háum legg með blómklasa svo stóran að furðu gegnir. Hér á landi vaxa villtar 16 tegundir steinbrjóta og margfalt fleiri eru rætaðar í görðum aðallega sem steinhæðar- og jaðarplönt- sig. Oftast verða þó eftir í jöðr- um heillegir sprotar sem nota má fyrir græðlinga og ala þann- ig upp nýjar plöntur. Skuggasteinbrjót (sax. umbrosa) sem oft gengur undir nafninu postulínsblóm má nota í bryddingar. Hann er fremur fljótur að vaxa úr sér og er þvi aðeins fallegur að vel sé um hann hirt, en sé það gert samvizkusamlega launar hann erfiðið ríkulega. Klettafrúin íslenzka og erlenda afbrigðið fagurfrú eru giæsilegar jurtir í steinhæðir og hleðslur en þola illa raka á vetrum. Stéinbrjótar eru gamlar lækningajurtir og var því trúað að með þeim mætti eyða steinum (gall- og nýrnasteinum) og eru uppi get- gátur um það að þannig muni nafnið vera til komið. /HL/AB. Þúfusteinbrjótar (sax. caespitosa) eru algengastir, af þeim eru margar tegundir mis- munandi að stærð og i mjög fjölbreyttum litum: með hvít- um, bleikum, rauðum og gulum blómum. Þessir steinbrjótar eiga það sameiginlegt að vaxa f þéttum þúfum og blómgast snemma sumars. Eftir blómgun fer bezt á því að klippa visna blómstöngla ef ekki er ætlunin að safna fræi. Standa þá blöðin eftir sumarlangt og jafnvel fram á vetur vaxin þétt saman í fallega grænar þúfur eða púða enda kalla Englendingar slíkar plöntur Evu-sessur. Oft kemur fyrir i vorhretum að blöðin skaddist i frostum, verða þá þúfurnar brúnleitar og geta verið allangan tíma að jafna ■íjlfc. Ufémantthf «0»0*T» <X SMM 111» KVTR^ TOFRAR Besti skemmtikrafturinn í dag BALDUR BRJÁNSSON Pantið tímanlega í síma 15522 Borg Allir að BORG með CHANGE Change CHANGE í FYRSTA SKIPTI HÉR HEIMA AÐ BORG í GRÍMSNESI Hinn frábæri Baldur Brjánsson skemmtir. Change að Borg Magnús Sigmundsson Jóhann Helgason Birgir Hrafnsson Björgvin Halldórsson Sigurður Karlsson Tómas Tómasson RIJBY BABY og fleiri topp lög LAUGARDAGSKVÖLD 5. JULI SÆTAFERÐIR FRÁ B.S.Í. KL. 21.00 témáni SGISGATt KX SÍMI ISS32 ITVIK^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.