Morgunblaðið - 05.07.1975, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULl 1975
9
FYRSTA platan frá hljómsveitinni
Brimkló er jafnframt fyrsta platan,
sem kemur frá stúdíói Hljóðrit-
unar h/f í Hafnarfirði, —
stúdlóinu, sem svo miklar vonir
eru bundnar við. Það hlýtur að
skipta miklu máli fyrir aðstand-
endur Hljóðritunar, að frá stúdió-
inu komi góð vara, sem getur
afsannað, að nauðsynlegt sé fyrir
íslenzka hljómlistarmenn að fara
utan til að láta hljóðrita afsprengi
sin.
Og hvað viðvíkur þessari sér-
stöku plötu, skiptir það ef til vill
helmingi meira máli, því helm-
ingur eigenda Hljóðritunar er jafn-
framt 40% hljómsveitarinnar
Brimklóar, þeir Jónas R. Jónsson
og Sigurjón Sighvatsson.
Stúdíó Hljóðritunar er eina
alvörustúdíóið á landinu, sem
hægt er að nota til að taka upp
músík. Þörfin fyrir það var — og
er — mikil, eins og sést á því, að
framkvæmdastjórinn telur engin
vandkvæði á að fá næga vinnu
fyrir þessa dýru aðstöðu (um
7000 krónur á tfmann án afsláttar
og kostaboða). Það segir sig sjálft,
að það tekur sinn tima að gera
nýtt stúdíó gott, ekki sízt þegar
um tiltölulega óvana menn er að
ræða. En þeir læra fljótt.
Platan frá Brimkló, sem raunar
er ekki það fyrsta, sem upp var
tekið, er mjög f sama dúr og önnur
afþreyingarmúsik, sem hefur
komið frá islenzkum hljómsveitum
að undanförnu: létt og auðmelt
lög með islenzkum textum, nær
undantekningarlaust eftir Þor-
stein Eggertsson.
Á A-hlið plötunnar er „Kysstu
kellu að morgni" (Kiss an Angel
Good Morning), ameriskt dreif-
býlislag, sem vinsælt var ekki alls
fyrir löngu. B-lagið er „Jón og
GunnJ" eftir Gilbert O'Sullivan.
Enska nafnið man ég ekki en lagið
var miðlungsvinsælt sl. vetur.
Bæði lögin eru ágæt. „Kysstu
kellu að morgni" er þó það, sem
hefur möguleika á að komast í
óskalagaþættina, enda líklega til
þess ætlað.
Þeir félagar i Brimkló eru mjög
sammála um, að hér sé um plötu
að ræða. sem ekki beri að taka
mjög hátíðlega. Þeir hugsa sem
svo, að fyrst stúdió er fyrir hendi,
sem hægt er að fá með góðum
kjörum, þá skaði ekki að skella
inn tveimur lögum og fá Rúnar
Júl. til að gefa þau út. Stóra
platan á að koma í haust. Það má
taka hana alvarlegar.
Þetta hefur svo sem oft verið
gert áður. Það hafa lögin tvö lika
verið. í meðferð Brimklóar eru þau
prýðilega flutt og fara inn um
annað eyrað og út um hitt. En
Brimkló er sjálfri sér samkvæm,
hún var reyndar fyrsta islenzka
hljómsveitin, sem eitthvað flutti
af þessari tegund tónlistar,
country. Svo komu Lónlí Blú Bojs
og þá kemur dæmið þannig út
núna, að Brimkló sé að herma
eftir þeim. Það má einnig vera
rétt.
Brimkló er þokkalegasta hljóm-
sveit en mig minnti að Jónas R.
hefði verið tilþrifameiri söngvari. í
báðum lögunum hefur hann
„dobbúl-trakkað" sjálfan sig
(sungið lögin tvisvar inn) og það
styrkir útkomuna töluvert. En
hann er mjög skýrmæltur og syng-
ur snoturlega.
Það, sem maður tekur helzt eftir
við hljóðfæraleikinn, er gitarspilið.
Það fer ekki mikið fyrir Arnari
Sigurbjörnssyni, en hann gerir sitt
og gerir það smekkiega.
Áberandi við sándið er það, að
söngsándið er ekki nærri eins gott
og sándið f hljóðfærunum. Þetta
er meira áberandi i „Jón og
Gunna", en sú tilgáta kann að
vera rétt, að um galla í pressun
(soundtek i New York) sé að ræða.
Hvorki Brirrkló né Hljóðritun
geta tapað á þessari fyrstu plötu.
— ó. vald.
■
■
■
■
ÓLAFUR Bachmann,
trommuleikari Loga f
Vestmannaeyjum, hefur
aftur hætt f hljómsveit-
inni, eftir að hafa látið í
Ijós þá skoðun sfðan, að
hann væri orðinn hrút-
leiður á spilirfinu —
a.m.k. f bili. 1 staðinn
hafa Logar fengið Þorkel
Jóelsson úr Mosfells-
sveit, sem áður trommaði
m.a. með Gaddavfr og
Moldrok, en Moldrok var
stuttlff hljómsveit byggð
á rústunum af Gaddavfr,
og státaði m.a. af Braga
Björnssyni, bassaleikara
og kunnáttumanni f
þýzku.
Mannabreytingar eru
fremur fátfðar f Logum
en þó eru trommu-
leikaraskipti einna tfð-
ust. Á undan Óla Bach
höfðu verið að minnsta
kosti þrír trommarar og
sjálfur hefur hann hætt
áður, eins og fram hefur
komið.
Þorkell Jóelsson hefur
nú flutzt til Eyja og ætlar
að vera þar eitthvað fram
á haustið, en hann
stundar tðnlistarskóla-
nám f Reykjavfk á
vetrum. Þá er aldrei að
vita nema Óli Bach snúi
aftur.
Leiðrétting
ÞAU leiðu mistök
áttu sér stað á Stutt-
síðunni sl. laugar-
dag, að helmingur
fyrirsagnar fréttar-
innar um Change og
framgang þeirra í
Bretlandi og vfðar
féll niður vegna mis-
taka í umbroti. Gjör-
breytti þetta að sjálf-
sögðu fyrirsögninni,
sem i blaðinu var
„Change heimsfræg-
ir", en átti að vera
— svo ekkert færi á
milli mála: Change
heimsfrægir — rétt
einu sinni.
Change eru nú
komnir heim og gerir
Stuttsíðan sér vonir
um að geta skýrt les-
endum sinum frá öllu
þvi, er skipt getur
máli fyrir almenning,
þegar i næstu viku.
Þangað til biðjum
við lesendur vel-
virðingar á þeim mis-
tökum sem urðu í
stðustu viku.
■
I
I
SÍMIHER 24300
5.
Til kaups
óskast
góð 2ja—3ja herb. ibúð á 1.
hæð i steinhúsi, eða i lyftuhúsi
og þá ekki bundið við 1. hæð í
borginni. Há útborgun, og
jafnvel staðgreiðsla.
Höfum kaupendur
að 3ja, 4ra, 5 og 6 herb. sér-
hæðum i borginni. Háar útborg-
anir og ýmis eignarskipti.
Höfum til sölu
ný og nýleg einbýlishús ný
raðhús, parhús, 2ja
ibúða hús, 3ja íbúða
hús, verzlunar og
iðnaðarhús og 2ja —6
herb. íbúðir.
Sumarbústaði
o.m.fl.
IVýja fasteignasalan
Laugaveg 1
U Simi 24300
Logi Guðbrandsson hrl.
Magnús Þórarinsson framkvstj.
utan skrifstofutíma 18546
Laufvangur
3ja herb. íbúð á 2. hæð. Sér-
þvottaherbergi.
Norðurbær, Hafn.
Hef kaupanda að 4ra—5 herb.
ibúð.
2ja herb. íbúðir óskast.
EIGIMA
VIÐSKIPTI
S 85518
ALLA DAGA ÖLL KVÖLD
EINAR Jónsson lögfr.
Símar 23636 og 14654
Til sölu
Einstaklingsibúð við Álfheima
3ja herb. ibúð i gamla borgar-
hlutanum
4ra herb. risibúð i Vesturborg-
inni
4ra herb. mjög vönduð íbúð við
Æsufell
6 — 7 herb. ibúð við Gaukshóla.
Selst tilbúin undir tréverk
Raðhús í Mosfellssveit Selst til-
búið undir tréverk
Mjög glæsilegt einbýlishús i
Mosfellssveit
Sala og samningar
Tjarnarstig 2
Kvöldsími sölumanns
Tómasar Guðjónssonar 23636.
úsava
FLÓKAGÖTU 1
SÍMI24647
Við Dyngjuveg
3ja herb. rúmgóð og björt
kjallaraibúð i tvibýlishúsi. Falleg
ræktuð lóð. íbúðin er laus fljót-
lega.
Sérhæð
i Vesturbænum i Kópavogi 5
herb. Bílskúrsréttur. Laus strax.
Við Birkihvamm
4ra herb. rishæð Útb. 2 millj.
Hveragerði
höfum kaupanda að litlu ein-
býlishúsi i Hveragerði skipti á
2ja herbergja ibúð i Reykjavik
koma til greina.
Helgi Ólafsson
löggiltur fasteignasali
kvöldsími 21155.
Hver er stúlkan
sem um miðjan þennan júlí-
mánuð á 25 ára, 26 ára eða
1 9 ára afmæli og vill skrifast
á við efnaðan menntamann,
sem enn hefur ekki fest ráð
sitt. Uppl. ásamt mynd sem
verður endursend, sendist
Sunder-THG Pósthólf 1159,
Reykjavik.
Héraðsmót
Sjálfstæðisflokksins
um næstu helgi:
Á Olafsfirði,
Húsavík og Þórshöfn
Húsavik
laugardaginn 5. júli kl. 21. Ávörp flytja
Geir Hallgrimsson, forsætisráðh., Halldór
Blöndal, kennari og Þorvaldur Vestmann,
bæjartæknifr.
Þórshöfn
sunnudaginn 6. júli kl. 21. Ávörp flytja
Geir Hallgrímsson, forsætisráðherra, og
Jón G. Sólnes, alþm.
Skemmtiatriði á héraðsmótunum annast
hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Magnúsi
Jónssyni, óperusöngvara, Svanhildi,
Jörundi og Hrafni Pálssyni. Hljómsveitina
skipa Ólafur Gaukur, Svanhildur, Ágúst
Atlason, Benedikt Pálsson og Carl Möller.
Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn
dansleikur, þar sem hljómsveit Ólafs Gauks
leikur fyrir dansi.
Hef opnað
tannlækningastofu
að Rauðarárstíg 18, III hæð, sími 27160.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Leonhard /. Haraldsson,
tannlæknir.
Hef opnað
tannlækningastofu að
Rauðarárstíg 18 III hæð, sími 27270.
Viðtalstími 1 —5 alla virka daga nema laugar-
daga.
Helgi Magnússon,
tannlæknir.
Hef opnað
tannlækningastofu
að Rauðarárstíg 18, III hæð, sími 27630.
Viðtalstími eftir samkomulagi.
Jens S. Jensson,
tannlæknir.
9ÚTBOÐ
Tilboð óskast í ál- og/eða stálklæðningu fyrir
dagheimili Borgarspítalans.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Fríkirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, fimmtu-
daginn 14. ágúst 1975. kl. 1 1.00
IIMNKAUPASTOFIMUIM REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 *
Lögtaksúrskurður
Samkvæmt beiðni innheimtumanns rtkissjóðs
úrskurðast hér með að lögtök geti farið fram
vegna ógreidds söluskatts fyrir mánuðina janú-
ar, febrúar og mars 1 975, nýálögðum hækkun-
um þinggjalda, allt ásamt dráttarvöxtum og
kostnaði.
Lögtökin ggta farið fram að liðnum átta dögum
frá birtingu úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð
skil fyrir þann tírna.^
Hafnarfirði 2 t. maí 19 75.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði
og Seltjarnarnesi.
Sýs/umaðurinn í Kjósarsýslu.