Morgunblaðið - 05.07.1975, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 05.07.1975, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 5. JÚLl 1975 Víkingar Vikingar kræktu sér í tvö stig er þeir léku gegn FH-ingum í I. deild- inni í knattspyrnu á Laugardals- vellinum í gærkvöldi. Úrslitin urðu 1:0 og var markið skorað í síðari hálfleiknum af Jóhannesi Bárðar- syni. Skallaði hann knöttinn laglega í markið eftir aukaspyrnu Guðgeirs Leifssonar. Var mark Jóhannesar það fallegasta sem sást i þessum leik, sem teljast verður heldur slak- ur. Sigur Vikinganna var verðskuldað ur. tækifæri liðanna voru álika mörg, en Víkingar voru meira með knött- inn. Mikið var um sendingar mót- herja á milli i leiknum og þeim mun minna um nettan samleik. Aðstæðurnar voru raunar erfiðar, þvi völlurinn var háll og erfiður yfir- ferðar og kom það greinilega fram á leik liðanna. Af tækifærum fyrri hálfleiksins er helzt að nefna gott skot Ólafs Danívalssonar frá vitateigspunkti, en Diðrik Ólafsson var vel á verði og bjargaði. Þá má nefna opið tækifæri sem Gunnar Örn fékk og sömuleiðis skot Jóhannesar Bárðarsonar sem lenti ofan á þverslá FH-marksins. Í síðari hálfleiknum voru FH- ingamir mun friskari til að byrja með en Vikingamir áttu fyrsta tækifæri hálfleiksins er Óskar Tómasson átti skot að FH-markinu eftir að Víkingarnir höfðu dútlað með knött- inn i góða stund i vitateig FH-inga, en Ómari FH-markverði tókst að slá knöttínn í stöng og hættunni var bægt frá. Nokkrum sinnum var mikil hætta við mark Víkinganna eftir að vamarmenn liðsins höfðu tekið ráðin af Diðriki Ólafssyni markverði. Eink- um var það Ólafur Danívalsson sem græddi á þessum mistökum og var hann klaufi að skora ekki mark eftir slik mistök. Mark Víkinganna kom á 26. minútu hálfleiksins. Guðgeir tók aukaspyrnu, eins og áður sagði^við míðlínu og sendi háa sendingu inn að marki FH-inga. Áður en FH-ingum tókst að komast að knettinum hafði Jóhannes Barðarson náð að lyfta knettinum framhjá þeim og í sam- skeyti marksins fór knötturinn og þaðan i netið. Það sem eftir lifði leiksins gerðist það helzt markvert að Loga Ólafssyni, FH-ingi, var sýnt gula spjaldið Beztu menn Víkingsliðsins að þessu sinni voru þeir Guðgeir Leifs- son og Diðrik Ólafsson sem sýndi mikið öryggi. Þá átti Jóhannes Bárðarson ágætan leik og barðist vel að vanda. Róbert Agnarsson stóð fyrir sínu í vörninni, en framverðir liðsins áttu við erfitt verkefni að glima sem þeir réðu ekki fyllilega við, enda leikaðferð Vikinganna furðuleg. Léku þeir með tvo menn frammi og svo virtist sem öðrum leikmönn- um liðsins væri bannað að aðstoða þá Af FH-ingunum stóð Janus Guð- laugsson sig mjög vel og Ólafur Danívalsson á hrós skilið fyrir skemmtilega spretti. Annars hefði FH-liðið allt eins getað farið með kræktu í tvö stig sigur af hólmi i þessari viðureign, en tæpast hefði það verið sanngjarnt. í stuttu máli: Íslandsmótið 1. deild Laugardalsvöllur 4. júlí Vikingur— FH: 1—0 Mark Vikings: Jóhannes Bárðarson á 71. minútu Aminning: Logi Ólafsson Áhorfendur: 640 áij Lið Víkings: Diðrik Ólafsson 3, Ragnar Gislason 2, Magnús Þorvaldsson 2, Helgi Helgason 1, Róbert Agnarsson 2, Gunnar Örn Kristjánsson 1, Guðgeir Leifsson 3, Jóhannes Bárðarson 2, Hafliði Pétursson 1, Stefán Halldórsson 2, Óskar Tómasson 2, Magnús Barðarson 1 (varam.) Lið FH: Ómar Karlsson 2, Jón Hinriksson 1, Magnús Brynjólfsson 2, Viðar Halldórsson 1, Janus Guðlaugsson 3, Pálmi Sveinbjörnsson 2, Pálmi Sveinbjörnsson 2, Ólafur Danívalsson 3, Þórir Jónsson 2, Jóhann Ríkharðs- son 2, Logi Ólafsson 1, Leifur Helgason 1 (varam.) Dómari: Hinrik Lárusson 2. VlKINGURINN Guðgeir Leifsson leikur á mánudaginn sinn 25. landsieik f knatt- spvrnu, er íslenzka landsliðið mætir því norska á Laugardals- vellinum. Guðgeir lék fyrst með landsliðinu árið 1970 og þó að hann sé ekki nema 24 ára gamall er hann annar leikja- hæsti leikmaður landsliðsins og fyrir þann áfanga, að ná 25 landsleikjum, verður Guðgeir sæmdur gullúri, en KSl hefur gert það að venju að heiðra þá leikmenn sem því ná. Þó að landsliðið gegn Norð- mönnum hafi enn ekki endan- Iega verið valið og ekki fengizt gefið upp hverjir hefja leikinn gegn Norðmönnum, má það heita fullvís^að Guðgeir Leifs- son er einn af þeim leikmönn- um, sem örugglega eiga sæti f landsliðinu. Guðgeir hefur sýnt slfka leiki í sumar, bæði með landsliðinu og félögum sínum f Víkingi, að framhjá honum verður ekki gengið. En Guðgeir hefur í ýmsu að snúast þessa dagana. Hann fékk f vikunni boð frá belgfska félaginu Charleroi um að koma til liðsins 20. júlí, æfa með þvf f nokkra daga og leika 3 æfinga- leiki. Ef vel gengur í þessum leikjum má búast við að Guð- geir fái gott tilboð um að gerast atvinnumaður f knattspyrnu. Við ræddum við Guðgeir f gær og spurðum hann fyrst um landsleikjaferilinn, hvaða leikur hefði verið fyrstur og hvaða leikur væri honum minnisstæðastur. — Ég hef nú ekki haldið nákvæma skrá yfir landsleik- ina, en ég held að leikur Islands og enska áhugamannaliðsins á Laugardalsvellinum 1970 hafi verið fyrsti landsleikurinn minn. Ég kom þá inn á í seinni hálfleik, en man litið eftir þess- um leik. Leikir Islands og Austur-Þjóðverja í sumar og fyrrahaust eru tvímælalaust þeir minnisstæðustu fyrir mann og það var sannkallað ævintýri að ná jafntefli gegn þeim í Magdeburg í fyrrahaust. — Annars finnst mér alltaf 25. landsleikur Guðgeirs Leifs- sonar sem hyggur á atvinnumennsku íBelgíu jafngaman að leika með lands- liðinu og þegar á heildina er Iitið hafa allir leikirnir verið jafn skemmtilegir — eftir á að minnsta kosti. Guðgeir hefur ekki skorað mikið af mörkum í landsleikj- um sínum. Það eina sem dæmt hefur verið löglegt skoraði hann í 2:5 leiknum gegn Dönum á Laugardalsvellinum 1972. En i Frakklandi 1972 skoraði Guðgeir mark, sem dæmt var af af einhverjum óskiljanlegum ástæðum. Hefði það mark verið dæmt gilt hefði íslenzka liðið komizt áfram i Ólympiukeppninni. Á dögunum lék Guðgeir með félögum sín- um í landsliðinu gegn Færeyingum hér á Laugardals- vellinum og átti þá góð mark- tækifæri, en ekki tókst honum að senda knöttinn í netmöskva Færeyinganna. Vonandi verður heppnin með Guðgeiri í leikn- um á mánudaginn. ATVINNUMENNSKAN HEILLAR Guðgeir fór utan til Skot- lands í vetur og æfði þar og keppti með skozka atvinnu- mannaliðinu Morton í nokkurn tíma. Hafði Guðgeir talsverðan áhuga á að gerast atvinnu- maður hjá því félagi og eins höfðu forráðamenn Morton áhuga á að fá Guðgeir til sín. En þegar á reyndi tókst ekki að útvega honum atvinnuleyfi i Skotlandi, þar sem útlendingar eru ekki sérlega vel séðir i skozkri knattspyrnu. Guðgeir þarf ekki að sjá eftir því, verði tilboð það, sem talað er um, frá bélgíska félaginu Charlesroi eins gott og Ásgeir Sigurvins- son bjóst við. Ásgeir sem dvalizt hefur nú í Belgíu í rúm tvö ár lét mjög vel af þessu félagi, sagði að það léki skemmtilega knattspyrnu og hefði síðastliðinn vetur orðið um miðja deild i hinni hörðu keppni í belgísku 1. deildinni. I vetur ætla forráðamenn félags- ins því enn stærri hlut og hafa keypt nokkra leikmenn upp á siðkastið, þar á meðal einn belgiskan landsliðsmann frá Standard Liege. — Það æsti mig óneitanlega upp hvað Asgeir lét vel af félag- ísland — Noregur á Laugar- dalsvelli á mánu- daginn: inu og allri aðstöðu hjá því, sagði Guðgeir. Ég reikna með að fara til þeirra strax að leikn- um við Norðmenn loknum, en við leikum í Noregi 17. júlí. Mér skilst að lið Charlesroi fari þá í æfingabúðir og leiki síðan 2—3 æfingaleiki. Ef þeim líst vel á mig og mér á þá vona ég að af samningi verði, en það er öruggt að ég skrifa ekki undir fyrr en að loknum leiknum við Sovétmenn í Reykjavik 30. júli. Sá leikur er liður I forkeppni Ólympíuleikanna og í honum mega atvinnumenn ekki taka þátt. Liðið Charlesroi kemur frá samnefndri borg sem er í um 60 km fjarlægð frá Liege. Völlur félagsins tekur 25.000 áhorf- endur. Með liðinu léku síðasta keppnistimabil þrir útlend- ingar, Júgóslavi, Hollendingur og Austurríkismaður. Sagði Ásgeir Sigurvinsson er Morgunblaðið ræddi við hann í gær að aðeins einn þessara leik- manna væri virkilega góður, svo Guðgeir þyrfti ekkert að óttast. Sagði Ásgeir að árangur landsliðsins upp á síðkastið hefði gert það að verkum að ýmis félög í Belgíu hefðu áhuga á að fá íslenzka leikmenn í sinar raðir. Til dæmis hefði belgíski landsliðsþjálfarinn skrifað í belgískt blað að lokn- um leik Islands og Austur- Þjóðverja að Guðgeir Leifsson, Jóhannes Eðvaldsson og Matthías Hallgrímsson gætu gengið inn í hvaða lið sem væri i Belgíu. GERUM OKKAR BEZTA Er við I lokin báðum Guðgeir að spá fyrir um úrslit leiksins gegn Norðmönnum á mánu- daginn, sagðist hann ekki vera mikill spámaður og sér væri illa við að nefna nokkrar tölur. — Það eina sem ég vil segja um þennan leik fyrirfram er það að hver einasti leikmaður lands- liðsins mun gera sitt til að við vinnum leikinn. Norðmennirn- ir ætla sér að sigra okkur og hafa undirbúið lið sitt mjög vel. Þeir eru sterkir og ætla sér sigur, en við sjáum hvað setur, sagði Guðgeir Leifsson að lok- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.