Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.07.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULI 1975 13 Jóhann Hjálmarsson STIKUR Fyrir vaðfugla Nr. I—29. árgang 1975 — pris kr. 12,00 vnoue Rolf Jacobsen Jan Myrdal Trakl • Lars Gustafsson Vindu mot Ungarn Helge Ronning Arne Rust< Torstein Bugge Hoverstad Fremad og aldri glemme NORSKA tímaritið Vinduet, sem gefið er út af Gyldendal, hefur nýlega skipt um ritstjóra. Af þeim Johan Fredrik Grögaard og Jan Eirik Vold hefur tekið Knut Faldbakken. Vinduet hefur lengi verið hressilegt tímarit og margir óttuðust að ritstjóraskiptin táknuðu afturför. Vinstri sinn- ar sögðu að verið væri að þoka þeim til hliðar. Flestar bollaleggingar um þetta mál hafa reynst haldlitl- ar. Engar meiriháttar breyting- ar hafa verið gerðar á ritinu, samanber 1. tölublað 29. ár- gangs, aðeins hefur verið gætt meiri hófsemi í útliti, til dæmis hefur myndum fækkað, en þær settu mjög svip sinn á ritið í tíð fyrrverandi ritstjóra. I forystu- grein leiðir ritstjórinn nýi get- um að því að bókmenntir séu líklegastár til að spegla hvar menning þjóðar sé á vegi stödd. Hann lofar að Vinduet muni á næstunni leitast við að sýna hvað norskir rithöfundar séu að vinna að og hugsa, en ekki aðeins norskir, heldur einnig rithöfundar í nágrannalöndun- um, heiminum. Hann vill upp- lýsingu á bókmenntasviðinu. I framtíðinni er ætlunin að fjalla rækilega um viss efni, til dæmis verður næsta tölublað helgað konum. Forsíða hins nýja tölublaðs Vinduet er teikning af skáldinu Rolf Jacobsen (f. 1907). Með fyrstu bók sinni Jord og jern (1933) gerðist Rolf Jacobsen brautryðjandi í norskum skáld- skap, en í viðtali Knut Fald- bakkens við hann kemur i Ijós að hann kýs einveruna í elsta húsi Hamars fram yfir blaða- viðtöl og útvarps- og sjónvarps- dagskrár um skáldskap sinn. Þótt Rolf Jacobsen sé síður en svo að dauða kominn, eins og fimm ný ljóð í Vinduet sýna, verður hann að sætta sig við að athyglin beinist að honum og 1 því á Faldbakken ríkan þátt því auk viðtalsins og ljóðanna er I Vinduet grein eftir Ivar Havnevik um skáldskap Jacobsens. Eins og fram kemur í við- talinu var Rolf Jacobsen í hópi þeirra norsku skálda, sem létu ungir heillast af Clarté- hreyfingunni, róttækni í anda tímans, þar sem menn eins og Brecht voru meðal húsguða. Jacobsen var virkur þátt- takandi í pólitísku starfi, en árið 1951 snerist hann til kaþólsku og hefur síðan látið sér nægja þá pólitík, sem finna má í ljóðum allra skálda hversu ópólitisk sem þau þykjast vera. Skáld borgarlifsins ogtækninn- ar hefur leitað á gamlar slóðir, einkum til ftalíu, þar sem sagan býr i öllu. I ljóðinu Landslag og vél- gröftur, sem um margt er einkennandi fyrir Rolf Jacob- sen, er litið að finna af þeirri véladýrkun, sem kemur fram í verkum lærimeistara hans, bandaríska skáldsins Carls Sandburgs. Vélmenningin er orðin ógnvænleg og fjandsam- leg náttúrlegu lifi. Þetta ljóð birtist í íslenskri þýðingu Hannesar Sigfússonar ásamt ellefu öðrum ljóðum eftir Jacobsen í bókinni Norræn ljóð 1939—1969 (1972): Þær éta af skógunum mínum. Sex vélgröfur komu og átu af skógunum mínum. Drottinn niinn dýr, hvílíkskrípi. Höfuó án augna og augun á rassinum. Þærsveifla kjöftunum á löngum sköftum með fffla í munnvikunum. Þær éta og spýta, spýta og éta, því kverkarnar vantar, þær hafa bara vfðan kjaft og rymjandi maga. Er þetta einskonar Helvíti? Fyrir vaðfugla. Fyrirof vitra pelíkana? Þeir hafa blindað augu þeirra og hlekkjað fæturna. Þeir eiga að strita í margar aldir og tyggja bláklukkur og breyta þeim í malbik. Hjúpa þær slepjuleguni bensfngufum og köldu skini kastljósanna. An kverka, án raddbanda og án þess að kvarta. Nú er snigillinn, „lítill og friðsamur ferðamaður í grasi/ með lúður á baki og löng horn,“ vinur skáldsins, sem áður boþ- aði sigur tækninnar og þann fögnuð, sem hún færði mann- kyninu. Eftir að önnur ljóðabók Jacobsens, Vrimmel (1935), kom út liðu sextán ár þangað til hann kvaddi sér hljóðs á ný. Þá var hann orðinn annar. Afkastamikið Ijóðskáld hefur Rolf Jacobsen ekki verið. En þróun hans sem skálds hefur fært hann nær nýjum tíma og orðið til þess að hann er nú talinn meðal höfuðskálda norskrar nútímaljóðlistar. Bók hans Pass for dörene — dörene lukkes (1972) kom af Noregs hálfu til álita við úthlutun bók- menntaverðlauna Norðurlanda- ráðs, en Jacobsen varð eins og mörg skáld önnur að lúta öðr- um niðurstöðum. Ritstjóri Vinduet er ekki síð- ur en fyrirrennarar hans áhugasamur um að kynna ljóð- list. I Et lyrisk vindu mot Ungarn segir Vince Sulyok frá ungverskri Ijóðlist og birt eru ljóð eftir fjögur ungversk skáld: János Pilinszky, Ferenc Juhász, László Nagy og Sándor Weöres. Að sögn Vince Sulyok gegnir ljóðlistin miklu hlut- verki í Ungverjalandi, ekki síst v'egna þess að 1 verkum skáld- anna finna lesendur enduróma þær vonir um réttlátra sam- félag, sem svo margir gera sér. Ekki er óalgengt að Ijóðabækur seljist í átta þúsund eintökum 1 Ungverjalandi. Meðal annars efnis f Vinduet að þessu sinni eru auk ritdóma greinar, sem vekja áhuga og freista til umræðu: Jan Myrdal skrifar um Honoré de Balzac í Ijósi bréfs, sem Friedrich Engels skrifaði 1888; Espen Haavardsholm hugleiðir efnið Lars Gustafsson og málið og Helge Rönning á forvitnilega grein: Útgáfufyrirtæki, lesend- ur og bókmenntir í Afríku. Af nógu er að taka. Eftir þessu tölublaði Vinduet að dæma skortir Knut Faldbakken ekki hugmyndir og efni. Eríendur Jónsson Á SUMARDEGI Efnið og andinn Það mun vera nokkuð al- menn skoðun að trúaráhugi hafi farið minnkandi hér sem annars staðar síðustu áratugina og er þá gjarnan bent á kirkju- sókn sem dæmi en hún hefur svo Iengi sem sá man eftir, er þetta ritar, verið dræmari en forðum að tjáð er. Allt fram yfir síðustu aldamót mun fólk hafa þyrpst til messu eins og á hver önnur mannamót, í og með til að sýna sig og sjá aðra og njóta þannig félagslegs sam- neytis en auðvitað líka til að hlýða á kenning prestsins og efla þannig eigin sáluhjálp í bráð og lengd. Húslestrar munu hafa tíðkast nokkuð lengi og ekki lagst að fullu niður fyrr en með tilkomu útvarpsins sem byrjaði strax að útvarpa mess- um. Með aukinni skólagöngu og fjölgandi námsgreinum minnk- aði hlutfall kristinna fræða í námi ungipennaogþar með trú- arleg innræting; athyglin beindist í auknunt mæli að öðr- um efnum, einkum raunvísind- unum sem vöktu óskipta at- hygli og — aðdáun á fyrri helm- ingi aldarinnar og mun meiri en nú. Oftrú á vísindi samhliða vantrú í kristnum skilningi gekk þá jafnan undir heitinu efnishyggja. Deilur aldamótaáranna um þjóðkirkju og fríkirkju, gamla guðfræði og ,,nýguðfræði“, sem endurspeglast svo mjög I skáld- sögum Jóns Trausta (Borgir) ogEinarsH. Kvarans (Ofurefli, Gull), hjöðnuðu og brátt lét sig enginn lengur skipta hvort maður hallaðist að þjóðkirkj- unni eða fríkirkjunni — eða jafnvel engri kirkju, jafngóður var hann fyrir því. Og þannig er þvi raunar varið enn. Góðborgarar halda samt áfram að sækja kirkju svona við og við til að rækja trú feðra sinna og ala börn sín upp i guðsótta og góðum siðum en láta sig orðið litlu skipta hvað presturinn predikar af stólnum og af og frá að það valdi lengur deilum á vinnustöðum, i sauma- klúbbum og annars staðar þar sem fólk kemur saman éins og áður gerðist. Og „guðsorðábæk- urnar“ sem allt úði og grúði af í gamla daga — hvað er orðið af þeim? Stefnir ekki allt I sömu átt? Raunar ekki, enda er þetta ekki nema önnur hlið málsins. Undanfarin ár hefur komið út urmull bóka um trúarleg mál- efni, þótt ekki teljist vera ,,guðsorðabækur“. Andatrúin, sem barst hingað upp úr alda- mótunum siðustu, hefur haft geysimikil áhrif á lærða sem leika og — á tímabili að minnsta kosti — mun margur hafa litið svo á að hún væri aðlögun kristinnar trúar að raunvísindum nútímans, mót- leikur trúarbragðanna gegn efnishyggjunni. Aðrir hafa •verið á öndverð- um meiði og jafnvel gengið svo langt að telja hana villutrú. En lítið hefur til þeirra heyrst fyrr en nú nýverið að einn kenni- maður kirkjunnar skrifar um trúmál i fagrit stofnunar sinnar og vekur með skrifum sínum, aldrei þessu vant, stórmikla at- hygli á ritinu og málefninu. Kemur þá í ljós það sem raunar var vitað fyrir að trúaráhugi er hér mun meiri en kirkjusókn og önnur ytri guðrækni gefur til kynna. Sá fjöldi trúarlegra bóka, sem komið hefur út á undan- förnum árum og ávallt verið á metsölulista, hefur ekki komið frá guðfræðingum heldur frá fólki sem hefur talið sig kristið en þö ekki verið að boða kristna trú í beinum skilningi heldur ýmiss konar trúarlega „reynslu“ svo sem tilraunir sín- ar og annarra til að ná sam- bandi við framliðna, huglækn- ingar, dulskyggni af ýmsu tagi og þar fram eftir götunum. Guðfræðin hefur látið sig þetta litlu skipta og reyndar ekki tekið afstöðu til þess. Af- leiðingin hefur því orðið sú — þegar svo við bætist öflug starf- semi nokkurra sértrúarflokka — að myndast hefur bil á milli trúarviðhorfa almennings ann- ars vegar og akademískrar guð- fræði hins vegar, bil sem farið hefur breikkandi með árunum. Við þetta hefur svo enn bæst að hlutverk kirkjunnar, sem var afar skýrt afmarkað í samfélagi fyrri tíðar, hefur orðið nokkuð óljóst með breyttum samfélags- háttum auk þess sem kirkjan nýtur ekki lengur sinna fornu, veraldlegu valda. Kirkjan hef- ur því hvorki viljað né getað barið niður „villutrúna“ né heldur hirt um að virkja þá margvlslegu trúarlegu krafta sem bærst hafa með þjóðinni. Nú eru enn runnir upp nýir tímar með hliðsjón af viðhorf- um til trúar og raunvisinda. Efnishyggjan, sem löngum var alls ráðandi, er að vikja án þess ljóst sé hvað skjóta muni upp höfði í staðinn. Er því hvorki ófyrirsynju né ótímabært aó guðfræðin minni nú á sig og að kirkjunnar menn eygi senn tækifæri til að taka aftur upp þráðinn þar sem frá var horfið. Deilur þeirra um hvar skuli byrja og hvar skuli standa eru þess vegna af því tagi sem kalla mætti sögulegt tímanna tákn. Var það ekki Kaj Munk sem sagði að í hverri sveit þyrfti að vera maður sem hefði tíma, og átti þá við prestinn. Guðfræðin er hér rótgrónust allra háskóla- greina. Og maður ímyndar sér að íslenskir guðfræðingar hafi að minnsta kosti ekki minni tíma en aðrir til að korna skoð- unum sínum á framfæri — við- ar og í almennari áheyrn en í Kirkjuriti og af predikunar- stóli. Auk þess eru þeir nú bún- ir að sitja svo lengi þegjandi undir því bókaflóði um trúarleg málefni sem streymt hefur fram á undanförnum áratugum að ekki væri að furða þó þeir tækju nú loks að vekja athygli á hverjir séu hinir raunverulegu fagmenn kristinna trúarbragða á íslandi. Erlendur Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.