Morgunblaðið - 05.07.1975, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. JULl 1975
Piltur og stúlka
Eftir Jón Thoroddsen
Indriði þakkaði fyrir gott boð. Gekk þá
húsfreyja fram og kom aftur að stundu
liðinni og færði Indriða kaffibolla, og
drekkur Indriði, og fæst húsfreyja mest
um það, að hvorki sé staðurinn svo ríkur,
að það sé til „bakki“ að bera bolla á fyrir
mann auk heldur tvíbökur til að bjóða
með.
Síóan spyr Indriði húsfreyju, bvort
Bárður gamli sé heima. Segir hún, að svo
muni vera og muni hann aö venju sitja í
skemmu sinni. Kveður hann Rósu og
gengur til skemmu og hyggst að hitta þar
Bárö Búrfellsás. Skemman var opin, og
sat Bárður á þrepskildi og fléttaði linda
eður bandspotta einn, er hann hafði
bundið í dyrustafskenginn.
Indriði heilsar Bárði, og tekur hann
kveðju hans og þó heldur seinlega, og
finnur Indriði það, að Bárður er ekki í
sem beztu skapi. Tekur hann þá til máls
og segir:
Svona er iðjumennirnir, þeir eru ætíð
eitthvað að starfa. Hvað eruð þér að
flétta núna, Bárður minn?
Það er nú svona þarfaband fyrir mig,
Indriði minn; ég held manni veiti ékki af,
þó maður ætti það, þó ekki væri til
annars en að hengja sig í. En hvað ertu
nú að ferðast, Indriði sæll?
Ég er nú kominn áfram, sagði Indriði.
Ég ætlaði aö tala nokkur orð við þig,
Bárður minn.
Já, já, settu þig þá hérna inn, ef þú vilt,
á meðan; tylltu þér þarna á kistuna, ef þú
ert svo lítillátur; ég hef ekki marga
stólana að bjóða eins og þessi nýkomna
frú, ég hef aldrei átt þá i búskapnum;
ellegar ef þú vilt heldur, þá settu þig
þarna á fletið mitt, það er ekki lús í því.
Þú ert ef til vill ekki eins hræddur við
lúsina eins og frúin hérna inni. Margt
hefur nú skipzt um, síðan þú komst hér
síðast. Slíkt og þvílíkt ástandið — sýnist
þér það ekki. Sérðu ekki, að ég er kominn
hingað með bólið mitt?
Stúfur litli
honum i hug, að allt væri nú gott, bara
ef hann hefði hjá sér hann bróður sinn,
hann Lárens konung, þá gæti hann feng-
ið hina konungsdótturina og hinn helm-
inginn af ríkinu, því sjálfum fannst
honum nóg að hafa annan helminginn.
Varla hafði honum dottið þetta í hug,
fyrr en hann gekk út og kallaði á Lárens
konung. Enginn kom fyrir því. Svo
kallaði hann aftur, dálítið hærra, en
enginn kom. Þá hrópaði Stúfur litli í
þriðja sinn eins hátt og hann gat, og allt
í einu stóð bróðir hans hjá honum.
„Ég sagði, að þú mættir ekki kalla á
mig, nema þú værir I ýtrustu nauðum
staddur", sagði hann við Stúf, „og ekki
get ég séð hér neina hættu, sem að þér
steðjar".
Með það gaf hann Stúf litla slíkt högg,
að hann kútveltist niður í hvamminn
fyrir neðan höllina.
„Hvað ertu að slá mig“, kallaði Stúfur.
„Fyrst vann ég aðra konungsdótturina og
helminginn af ríkinu, og nú er ég búinn
að fá hinn heiminginn líka, og er í vand-
ræðum með hina konungsdóttirina, og
ætlaði að gefa þér hana og hálft ríkið, —
finnst þér rétt að láta svona við mig?“
Þegar Lárens konungur heyrði það,
bað hann bróður sinn um að fyrirgefa
sér, og þeir urðu strax mestu mátar
aftur.
M0R<3dN-|%\\
kafp/nu \\ r®
Pottþétt Siggi: — Aldrei að lítillækka sig á þvi að
rífast við náungann.
1 ár skulum við gefa
hvort öðru fínar afmælis-
gjafir: minkapels — slifsi
og svoleiðis...
Maigret og guli hundurinn
Eftir Georges Simenon
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir
28
slýröi. Þegar á leiðarenda kom
höfðu þeir bæjarstjðrinn og
Maigret ekki skipzt á cinu orðí á
leiðinni.
— Gerið þér svo vel, þessa leið
Bæjarstjórinn afhenti þjóni
frakkann sinn.
— Er frúin farin f rúmið?
— Nei, frúin bfður I bökaher-
berginu...
Þar var hún rcyndar. Þött hún
vseri sennilega um fertugt leit
hún út fyrir að vera miklu yngri
en eiginmaðurinn enda var hann
kominn töluvert á sextugsaldur.
Hún heilsaði lögregluforingjan-
um með þvf að kinka kolli.
— Hvaðcr að frétta?
Eins og hinn fullkomni heims-
borgari kyssti bæjarstjórinn
viróulega á hönd konu sinnar og
hélt utan um hana meðan hann
sagði hátfðlegaog sefandi.
— Þú getur veriðvalveg róleg
... Tollvörður hefur verið særður
en mjög lftillega .. Og ég vona að
þessi óþolandi martröð taki enda
eftir það samtal sem við ætlum
nú að eiga saman, lögregluforing-
inn og ég ...
Þar brakaði f silkisloppnum
þegar hún gekk út. Bókaherberg-
ið var stórt og rúmgott með viðar-
þiljum og f loftinu voru bitar eins
og á brezku herrasctri.
Fagurlega innbundnar bækur
þöktu hillurnar; þarna bar allt
vott um fágaðan smekk og fólki
hlaut ósjálfrátt að lfða þar vel.
Eldur snarkaði f arninum. Alit
var þetta ákaflega ólfkt plast-
gullssniðinu f húsi læknisins.
Bæjarstjórinn tók fram einn af
vindlakössunum og bauð Maigret.
— Þökk fyrir, en ég er að hugsa
um að hatda mér við pfpuna
mfna, ef yður væri sama...
— Fáið yður sæti, lögreglufor-
ingi ... Má ég bjóða yður vfskf
Hann ýtti á bjölluhnapp og
kveikti sér f víndlinum sfnum.
Þjónn kom inn með drykkjar-
föng. Þar var engu iíkara en
Maigret liði hálfilla f þessu virðu-
lega umhverfi. Andlit hans var
svipbrigðalaust, kannski fvíð
þyngra en venjulega.
Gestgjafi hans beið unz þjónn-
inh var farinn út.
— Þér verðið að skilja
lögregluforingi að þessi glæpa-
verk mega ekki halda áfram ...
nú hafið þér verið hér f fimm
daga ... og á þeim fimm dögum
Maígret tök snjáða minnisbók-
ina upp úr vasa sfnum.
— Leyfist mér, grcip hann
fram f fyrir bæjarstjóranum.
— Þér talið um glæpaverk ...
Ég verð að vekja athygli yðar á
þvf að öll eru fórnardýrin lifandí
með einni undantekningu ... eítt
dauðsfall ... Le Pommeret ...
Ilvað toilþjóninum viðkemur
verðið þér að viðurkenna að hafi
cinhver ætlað sér að drcpa hann.
hefði hann ekki skotið f fótinn.
Þér þekkiö þann stað sem
viðkoniandi hefur verið á
þegar hann hleypti af byss-
unni... sá sem skaut sást ekki.
Hann hefur getað gefið sér
góðan tfma til undirbúnings ...
nema við eigum að ganga út frá
þvf sem gefnu að hann hafi aldrei
haldið á byssu áður...
Bæjarstjórinn leit hissa á hann,
greip giasió sitt og sagði:
— Þér eigið sem sagt við...?
— Að það hafi verið ætlunin að
skjóta hann f fótinn, að minnsta
kosti held ég ég mér við það unz
annað verður sannað ...
— Var þá einnig ætlunin að
hitfa Mostaguen í fótinn.
Kaldhæðnin ieyndi sér ckki f
röddinni. Nasavængir hans titr-
uðu. Ifann lagði sig fram um að
vera kurteis og gæta stiilingar af
þvf að hann var á heimili sfnu. En
það var ónotalegur undirtónn f
rödd hans.
Maigret var einna Ifkastur und-
irmanni sem gefur skýrslu ábyrg-
um yfirmanni þegar hann sagði:
— Ef þér viljið getum við farið
f gegnum minnisbókina mfna lið
fyrir liö... Ég byrja þá föstudag-
inn 7. nóvemher...
KÚLU ER SKOTIO GEGNUM
BRÉFALUGU A AUÐU HUSI AÐ
HERRA MOSTAGUEN.
Ég bið yður vinsamlegast að
hafa það hugfast að ELNGINN gat
vitað að herra Mostaguen m.vndi á
þessu ákveðna andartaki leita
skjóls við innganginn f húsið tii
að kveikja sér f vindli... ögn
minni na'ðingur og glæpurinn
hefði sem sagt ekki verið fram-
inn! Engu að síður var vopnaður
maður fyrir innan dyrnar... ann-
aðhvort vitfirrtur maður ellegar
eínhver sem var að bfða eftir
ákveðnum aðila... Athugið nú
hvenær þetta gerist! Klukkan ell-
efu um kvöldið... Allur bairinn
er komin f ró, nema að undan-
skildum fámennum höpi á Cafe
del’Amiral...
Eg dreg engar ályktanir af
þesNu. Við skulum fhuga þá sem
hugsaniega gætu verið sekir um
verknaðinn. Er þá þegar hægt að
undanskilja Le Pommeret og
Jean Servieres og eínnig Emmu,
vegna þess að vitað er að þau voru
inni f veitingahúsinu.
Eftir er Michoux sem hafði far-
ið stundarf jórðungi áður og flæk-
ingurinn með stóru fæturna. Plús
einn sem viö köllum herra X, af
þvf að við vitum ekki meira að svo
stöddu. Sammála?
Leyfið mér f þvf sambandi að
bæta við, að herra Mostaguen er
ekki dáinn og búizt við að hann
verði kominn á fætur aftur innan
hálfs mánaðar.
Þá skulum við vfkja að atburði
númer tvö.