Morgunblaðið - 05.07.1975, Síða 24

Morgunblaðið - 05.07.1975, Síða 24
LAUGARDAGUR 5. JULÍ 1975 IGNIS FRYSTIKISTUR RAFT0RG SÍMI: 26660 RAFIÐJAN SÍMI: 19294 Aðalfundur íslenzkra rafveitna: Þessa mynd tók Sigurgeir f Eyjum þar sem sjálfboðaliðar f Eyjum eru að hreinsa ösku úr „helgidómi" þeirra Vestmanneyinga, Herjóifsdai. Undanfarnar vikur hefur fjöldi Eyjaskeggja unnið við hreinsun þar í sjálfboðavinnu. Myndin sýnir nokkra Eyjaskeggja moka ösku úr fyrrum fagurgrænni hlfð Herjólfsdals, en rennur eru notaðar til að fleyta öskunni niður á jafnsléttu, en þaðan er hún flutt úr Dalnum. Eyjaskeggjar stefna markvisst að þvf að græða upp Herjólfsdal, svo þar megi aftur halda „þjóðhátfð þrátt fyrir böl og alheimsstrfð.“ Sjá myndir bis. 3. Kapallinn: Hluti af búnaði Vamarliðsins SAMKVÆMT ósk utanríkisráðu- neytisins hefur yfirmaður varnar- Iiðsins á Islandi skilað skýrslu varðandi slit sæstrengs þess, sem liggur f sjó úti fyrir Stokksnesi. Sæstrengur sá, sem hér um ræðir, er hluti af búnaði varnariiðsins á tslandi og þar sem hér er um að ræða atriði er varða öryggismál landsins, er ekki unnt að fara nánar út í einstaka þætti skýrsl- unnar. Ráðuneytið hefur fullviss- að sig um að tilvist þessa sæ- strengs og notkun hans samræm- ist að öllu lcyti tilgangi þeim, sem fólginn er í starfsemi varnar- stöðvarinnar og öryggisvörnum landsins. Kröfluvirkjun og byggðalína upp á 7500 milljónir kr. „Höfuðþunginn í umræðum hér á aðalfundi sambands fslenzkra rafveitna hefur verið á sviði hús- hitunarmála og raforkumála Norður- og Suðurlands," sagði Aðalsteinn Guðjohnsen raf- magnsstjóri í samtali við Morgun- blaðið f gær þar sem hann var staddur á Laugarvatni á aðal- fundinum þar scm mættir voru 70—80 fulltrúar. „Varðandi húshitunarmál," sagði Aðalsteinn, „hefur mikið verið rætt um auknar rannsóknir á jarðvarmasvæðum og nýja borunartækni, sem gefur miklu meiri möguleika í þessum efnum en talið var til skamms tíma. Þá hefur verið rætt um hvar raf- hitun verði nauðsynleg, en menn eru sammála um að leggja beri olíuhitun niður. Miðað við þróurt í möguleikum á nýtingu jarðvarma er ljóst að jarðhitaveita mun ná víðar en reiknað hefur verið með. Lokaskýrslu frá Orkustofnun varðandi þessi mál er að vænta á næstu vikum. Þá urðu einnig miklar umræður um raforkumál á Norðurlandi og Suðurlandi og var mjög deilt á þær ákvarðanir sem hafa verið teknar á síðustu árum í raforku- málum Norðurlands. Meðal ann- ars komu fram þær upplýsingar að Kröfluvirkjun muni kosta um 6000 millj. kr. og byggðalínan norður um 1500 millj. kr. Einnig var deilt mjög á að lagt skyldi í þessar framkvæmdir á sama tíma þótt þau sjónarmið hefðu einnig komið fram að úr því sem komið væri væri ekki hægt annað en halda strikið áfram. Það hefur líka komið greinilega fram að það er áhyggjuefni fyrir Norðanmenn að taka við rekstri Norðurlandsvirkjunar með þess- um dýru framkvæmdum og menn telja að slíkur rekstur kunni að verða meiri baggi en bót. Það kom einnig fram í erindi Birgis Isleifs Gunnarssonar borgarstjóra á aðal- fundinum að ef frestað verður virkjun Hrauneyjarfossa og Sunnlendingar þurfi að kaupa raforku frá Norðurlandi um byggðalinu, þá muni kosta um 1500 millj. kr. að byggja á Suður- Iandi nauðsynlega varastöð til þess að öryggi í raforkumálum sunnanlands verði viðunandi, en það er sama upphæð og kostar að ileggja sjálfa byggðalfnuna norður.“ Skyndiverkfall flugvirkja: Samningar tókust Allt flug lamaðist í gær UM 100 flugvirkjar Loftleiða og Flugfélags tslands á Keflavíkur- flugvelli og Reykjavíkurflugvelli lögðu fyrirvaralaust niður vinnu kl. 16 í gær vegna ágreinings við Flugleiðir um túlkun samninga frá 12. maf s.l. Er allt utan- og innanlandsflug Flugleiða því stopp.700—800 farþegar á milli- landaleiðum lenda f vandræðum af þessum sök«m og á þessum árstíma eru mestar annir f innan- landsflugi. I samtali f gærkvöldi við Ragnar Karlsson formann Félags fslenzkra flugvirkja sagði hann að ástæðan fyrir þessari vinnustöðvun flugvirkja væri sú, að þeir teldu að Flugleiðir hefðu ekki staðið við gerða samninga frá 12. maf s.l. og kvað hann, óákveðið hvað vinnustöðvunin stæði lengi yfir. „Við teljum að þetta sé mjög mikið og alvarlegt vandamál, sem fram er komið og það getur haft mjög víðtækar afleiðingar," sfcigði Örn Johnson forstjóri Flugleiða í Fyrsti dómur í málum Varins lands: Umniæli dæmd dauð og ómerk Stefndu dæmdir til greiðslu málskostnaðar, en sýknaðir af bótakröfum I GÆR féll f borgardómi dómur f máli tveggja þeirra manna sem nokkrir forsvarsmenn Varins lands höfðuðu vegna skrifa og meiðyrða umræddra manna í Þjóðviljanum veturinn 1974 í til- efni af undirskriftasöfnuninni Varið land þar sem milli 50 og 60 þús. tslendingar rituðu nöfn sín. Hrafn Bragason borgardómari kvað upp dóminn f málum þeirra Ulfars Þormóðssonar blaðamanns og Guðsteins Þengilssonar lækn- is. Var meirihluti atriða í skrifum Úlfars Þormóðssonar f Þjóðviljan- um dæmdur dauður og ómerkur, þ.e. ummæli hans sem birtust f 15., 17. og 39. tölublaði Þjóðvilj- ans 1974 og upú) eru talin í stefnu, og stefnda, Ú.Þ., skal skylt að sjá um að forsendur og niðurstaða dóms þessa birtist í fyrsta eða öðru tölublaði Þjóðviljans, sem út kemur eftir lögbirtingu þessa dóms. Þá skal Ú.Þ. greiða stefn- endum 80 þús. kr. óskipt í máls- kostnað og er þá tekið tillit til þess, að stefnendur hafa höfðað mál á hendur ýmsum fleiri, vegna ummæla, sem sprottin eru af undirskriftasöfnun þessari og vinnan í þessu máli sparar mikla vinnu i hinum málunum. Hins vegar var stefndi sýknaður af kröfu stefnenda um bætur. Dómur í máli Guðsteins Þengilssonar féll á líkan máta, en þar eru 2 atriði af 5 dæmd dauð og ómerk og stefnda er gert að greiða 25 þús. kr. í málskostnað og að sjá um að birt verði for- senda og niðurstaða dóms i Þjóð- viljanum. Þá segir i áliti dómsins: „I 72. gr. stjórnarskrárinnar segir: maður á rétt á að láta í ijós hu'gsanir sínar á prenti, þó verður hann á ábyrgjast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða. í öllum meiðyrðamálum er það viðfangsefnið, hversu langt menn megi ganga í tjáningu sínni, án þess að þeir verði beittir þeim Framhald á bls. 14 Þormóður goði kemur á mánudag TOGARINN Þormóður goði er væntanlegur inn til Reykjavíkur n.k. mánudag en hann verður þá fyrsti Reykjavíkurtogarinn sem kemur til hafnar eftir verkfall. Þormóður goði fór fyrstur út á miðin. Ekki er vitað hvað hann kemur með rnikinn afla. 32 stiga hiti í Siglufirði Siglufirði 4. júlí. Það var enginn smáræðis hiti hér í dag þegar bezt lét. Hitastigið komst upp í 32 stig og er það með því almesta sem gerist hér. Það hefst ekki allt með suðurferðum. —m.j. Heyrði þjófinn hlaupa burtu 1 GÆRMORGUN er starfsstúlka kom til vinnu i stórhýsi f borg- inni,' þar sem fjölmörg fyrirtæki eru til húsa, heyrði hún þrusk í eldhúsi við veitingasal hússins. Sótti hún lykla og opnaði eldhús- ið, en heyrði þá til þjófs, þar sem hann var að hlaupa út um bakdyr á eldhúsinu. Reyndist hann hafa safnað saman talsverðum birgð- um af varningi í eldhúsinu, en varð að skilja það allt eftir, er hann hljópst á brott. ínótt samtali við Morgunblaðið i gær- kvöldi. „Ástæðan er sú, að þeir una ekki þeim samningum sem þeir hafa gert, en hér er að ein- hverju leyti um túlkun að ræða, en í því tilviki á samkvæmt samningnum að skipa fulltrúa í Kjaradóm, en þvi neita flug- virkjar." „Það er djúpur ágreiningur sem ríkir á milli okkar,“ sagði Ragnar Karlsson formaður Félags íslenzkra flugvirkja um málið i gærkvöldi. „Þeir segjast hafa greitt okkur láglaunabætur og segja að hún sé innifalin í þeim 11% sem kaupið hækkaði um samkvæmt samningum 12. 5. s.l„ en við teljum að um 11% grunn- kaupshækkun hafi verið samið umfram ASl samningana vegna þess að við höfum dregizt aftur úr Framhald á bls. 22 Síðustu fréttir Þegar Morgunblaðið var að fara f prentun í nótt bárust þær fréttir að samkomulag hefði náðst milli flugvirkja og Flugleiða um túlkun á kjara- samningunum frá 12. maí s.l. og hófst flug því aftur I nótt. Ekki var hægt I nótt að fá upplýsingar um hvernig mál voru til lykta leidd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.