Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 2
2 MORGTINBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGÚST 1975 Tjaldi stolið í Þjórsárdal TJALDI var stolið í Þjórsárdal um verzlunarmannahelgina. Tvær ungar stúlkur áttu tjaldið og höfðu þær leitað skjóls í sumarbústað vegna veðurs með dót sitt, en skilið tjaldið eftir. Þegar þær komu að sækja það, var það horfið. Tjaldið er appelsínugult með blárri þekju, 200 x 180 cm að stærð framleitt í Svíþjóð. Fjöldi fólks var í Þjórsár- dal þessa helgi og eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar, að þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið I þessu máli hafi samband við lögreglu. Björgun brezku kon- unnar tók 10 tíma BJÖGUNARSVEIT Slysa- varnarfélags Islands í Vík f Mýrdal kom f gærmorgun til byggða með veika brezka konu, sem var með litlum ferðahópi sunnan við Torfajökul. Konan, sem er með barni, veikt- ist skyndilega í fyrrakvöld, en sjálf er hún hjúkrunarkona og vissi því hvað þurfti að gera: Dagný með 160 tonn Siglufirði, 8. ágúst. SKUTTOGARINN Dagný kom hingað í dag með 160 tonn af góðum fiski, mest þorski og ufsa. -mj. Lækkandi síldarverð FJÓRIR sfldveiðibátar seldu afla í Danmörku í gær og fyrradag. Fengu þeir mun lægra verð fyrir sfldina en verið hefur, en sfldin, sem skipin voru með var frekar léleg. í fyrradag seldu þrír bátar og voru þaá þessir: Loftur Baldvins- son EA seldi 96 lestir fyrir 3.6 millj. kr. og var meðalverðið kr. 37,83. Súlan EA seldi 18.4 lestir fyrir 600 þús. kr., meðalverð kr. 32.64 og örn KE seldi 27.5 lestir fyrir 980 þús. kr., meðalverðið var kr. 36. Skarðsvik SH seldi síðan 19 lestir í gær fyrir 695 þús. krónur og var meðalverðið kr. 37.50. Hugmyndir um Grjótaþorpið ekki komnar á umræðustig BYGGÐIN í gamla bænum i Reykjavík hefur á undanförnum árum verið tekin til endurskoð- unar og hefur Gestur Ölafsson arkitekt unnið það verk og lagt fram í skipulagsnefnd ýmsar til- lögur, sem þar hafa verið til um- komast til byggða. Komið var boðum gegnum talstöðvarbíl, en það tók 10 tíma að finna hana, þar sem fólkið var fótgangandi. Strax var ákveðið að senda þyrlu S.V.F.I, og Landhelgisgæzlunnar af stað til aó ná í konuna. Þyrlan fór af stað undir stjórn Björns Jónssonar og var Auðólfur Gunnarsson fæðingarlæknir með í förinni. Vegna mikils dimmviðris komst þyrlan ekki alla leið. Var þá ákveðið að senda björgunarsveit- ina í Vík af stað, en hún var þá tilbúin að fara af stað fyrirvara- laust. Sveitin lagði af stað kl. 7 í fyrrakvöld og tókst björgunar- sveitarmönnum að brjótast á þremur bílum, allt inn að Stúts- laug, þar sem fólkið var. Mjög erfiðlega gekk að fara yfir ána Öfæru, sem er á þessari leið. Þegar komið var til byggða eftir 10 tíma var konan flutt rakleiðis á sjúkrahús í Reykjavík og var heilsa hennar sæmileg f gær, og hún ekki í neinni lífshættu. 500 laxar komn- ir í Lárósstöðina — ENN hefur enginn verulegur kraftur komið í laxagöngur hjá okkur, og fyrir um það bil viku höfðu 500 laxar komið í gildruna við Lárós, sagði Jón Sveinsson aðaleigandi Lárósstöðvarinnar á Snæfellsnesi. Jón sagði, að ágúst væri yfir- leitt bezti mánuðurinn hjá þeim og hann hefði heyrt að í gær hefði stór og fallegur lax byrjað að skríða inn. I fyrra gengu 700 lax- ar I stöðina í Lárósi, 1973 voru þeir 1700 og 1971 2500. ræðu. Hluti af þessu verkefni var tekinn út úr, þ.e. Grjótaþorpið, vegna sérstöðu sinnar og hafa arkitektarnir Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Guðmundsson unnið að því að undanförnu og hafa tilbúnar fyrstu hugmyndir sfnar, til skoðunar í skipulags- nefnd. Hafa tillögurnar, sem gera ráð fyrir fleiri valkostum en einum, ekki enn verið lagðar fram f skipulagsnefnd og ekki komið til skoðunar eða umfjöll- unar neins staðar enn. En í síð- ustu viku voru þær sendar nefndarmönnum í skipulags- Framhald á bls. 31 Ritstjórn Vísis tekur ekki afstöðu til deilunnar — segir Þorsteinn Pálsson rit- stjóri í forystugrein blaðsins I forystugrein í dagblaðinu Vfsi í gær er rætt um þau átök sem orðið hafa á blaðinu og kveður þar að ýmsu leyti við annan tón en verið hefur hjá talsmönnum þeirra aðila, sem tekizt hafa á um eignir blaðsins og hlutafé. I leiðaranum er einkum fjallað um ritstjórn blaðsins. Það hlýtur að teljast til tfðinda, meðan önnur átök halda áfram að tjaldabaki. Morgunblaðið spurði hinn nýja ritstjóra Vísis, Þorstein Pálsson, hvort hann væri höf- undur leiðarans og kvað hann svo vcra. Sagði Þorsteinn, að hann hefði talið, að tfmi væri kominn til að rödd þeirra heyrðist sem nú störfuðu við ritstjórn blaðsins, en f forystu- greininni er m.a. sagt. að „dag- blað er annars konar pappfr en hlutabréf." Að öðru leyti kvaðst Þor- steinn Pálsson ekki vilja blanda sér né núverandi starfs- fólki ritstjórnar Vfsis í deilurnar, en kvaðst vona, að öldurnar tæki nú að lægja og friður verði um blaðið. I forystugrein Vfsis f gær segir m.a. svo: „Þessi mannaskipti f ritstjórn inni hafa ekki farið fram með þeim hætti sem til var stofnað og um hafði verið samið. Núverandi ritstjóri blaðsins var ráðinn samkvæmt ákvörðun stjórnar útgáfufélagsins og fyr- ir atbeina og milligöngu fram- kvæmdastjóra blaðsins, Sveins R. Eyjólfssonar. Að undanförnu hafa staðið yfir á opinberum vettvangi allhörð átök milli aðalhluthafa f útgáfufélagi Visis. Þessi átök eru sprottin af samningum, er viðkomandi aðilar höfðu ákveðið að gera í þvf skyni að koma fram umfangsmiklum breytingum á hlutafjáreign út- gáfufélagsins og dótturfyrir- tækis þess. Jafnhliða hafa áhrifamiklir stjórnmálamenn blandazt inn í þessar þrætur. Þessi óvirðurkvæmilegu átök ber að harma, og jafnframt ber að árétta, að ritstjórn Vísis telur þau sér með öllu óvið- komandi. Deilur sem þessar geta beinlínis skaðað Vísi sem frjálst fréttablað. Það mun rit- stjórnin ekki þola, heldur halda áfram fréttaskrifum og þjóð- málaskrifum með þeim hætti er hún sjálf telur rétt og skynsam- legt. Það er óvinafagnaður, þegar ‘hlutafjáreigendur og áhrifa- miklir stjórnmálamenn standa á þennan veg að þýðingarmikl- um málum, sem varða heill og framtíð eins af fáu frjálsum fjölmiðlum í þessu landi. Rit- stjórn Vísis tekur ekki afstöðu I þeirri deilu, sem upp er risin milli nefndra aðila. En Vísir fordæmir hér eftir sem hingað til öll vinnubrögð, er ekki sam- rýmast heiðarlegum viðskipta- háttum og eðlilegum athöfnum stjórnvalda. Það er hlutverk útgefenda dagblaða að hafa á hendi fjár- málastjórn útgáfunnar. Rit- stjórnirnar eiga síðan að móta stefnu blaðanna, án íhlutunar Þorsteinn Pálsson útgefenda. Þannig hefur þess- um málum verið háttað á Vísi og svo mun verða undir þeirri ritstjórn, sem blaðið er nú. Dagblað er annars konar pappír en hlutabréf. Störf ritstjórnar Vísis standa fyrir utan og ofan þær deilur, er átt hafa sér stað milli útgef- endanna. Blaðið á tryggan og fjölmennan lesendahóp, sem gerir miklar og réttlátar kröfur til vandaðrar en jafnframt líf- legrar blaðamennsku. Slíkt aðhald er bezti stuðningur sem rótgróið og ört vaxandi dagblað getur kosið sér.“ Ljosmynd Ol.K.M. Norskir borgarfulltrúar í heimsókn UM ÞESSAR mundir eru staddir hér á landi 8 borgarfulltrúar frá Osló I boði Reykjavíkurborgar. Þeir voru að endurgjalda heimsókn reykvískra borgarfulltrúa til Osló á síðasta ári. Flestir þeirra hafa eiginkonur sínar með til Islands. Borgarfulltrúarnir komu hingað s.l. mánudag og hafa þeir skoðað Reykjavík töluvert, ennfremur hafa þeir farið til Akureyrar og Mývatns og að Gullfossi og Geysi. Meðal borgarfulltrúanna, sem hér eru, er Brynjulf Bull, forseti borgarstjórnar Osló. Hann hefur gengt því starfi i 19 ár, en mun láta af því um n.k. áramót. Sambandslaust við Bretland SAMBANDSLAUST varð við Bretland sfðari hluta dags I gær en búizt var viðað það kæmist á að nýju I nótt er leið. Að sögn Þor- varðar Jónsson yfirverkfræðings hjáLandsfmanum stafar þetta sambandsleysi ekki af þvf að Scott-lce hafi slitnað, heldur bil- aði dreifistöð f Skotlandi. Þorvarður sagði, að samkvæmt þeim upplýsingum, sem Síminn hefði fengið frá Bretlandi, ætti viðgerð ekki að taka langan tfma, en ef svo færi, væri hægt að setja talrásakerfið við Island í sam- band við streng sem liggur frá Hjaltlandi til Færeyja og þar í samband við Scott-Ice. Olíuskipið fór fýluferð I SAMBANDI við komu italska skemmtiferðaskipsins Leonardo da Vinci hingað til lands, kom sænskt oliuskip alla leið frá Noregi með 1400 lesta olfufarm sem átti að dæla yfir í Italska skipið. Ekkert varð hins vegar úr þeim viðskiptum því viðskipta- ráðuneytið gekk f málið og benti aðilum þess á að slíkt væri ekki heimilt samkvæmt íslenzkum lög- um innan fslenzkrar landhelgi. Urðu úrslit mála þau að sænska olíuskipið, sem ber heitið Tun- tank 8, hélt utan aftur með oliu- farminn á miðvikudagskvöld en Kyndill dældi eldsneyti í Leonardo da Vinci. Ljósm. Mbl: Július. Bílabryggjan til- búin á þriðjudag Akranesi 8. ágúst NÆST komandi þriðjudags- morgun verða bflabryggjurnar á Akranesi og í Reykjavík, sem settar hafa verið upp vegna Akra- borgar, teknar í notkun. Upphaf- lega átti að taka þær í notkun á morgun, en þegar bryggjan f Reykjavík var prófuð, reyndist hún gölluð. Þegar bílabryggjurnar verða tilbúnar á þriðjudaginn, getur Akraborgin flutt 50—60 bíla f ferð, f stað 11 áður. Sú verðskrá sem verið hefur í gildi fyrir bifreiðaflutninga fram til þessa, verður óbreytt, fyrst um sinn a.m.k. Júlíus.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.