Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975
5
Amin:
Neðaniarðar-
hreyfing starfar
í Uganda
Nairobi Kenya 8. ág. AP
IDI AMIN forseti Uganda viður-
kenndi i dag i fyrsta skipti að
neðanjarðarhreyfing, sem berðist
gegn stjórn hans, væri starfandi f
Uganda. Amin nefndi hreyfingu
þessa ekki með nafni en hann
sagði að fylgismenn hennar hefðu
reynt að hleypa upp fundi
Einingarsamtaka Afrfkurfkja,
sem var haldinn nýlega f
Kampala, en þar var Amin kosinn
forseti þeirra.
Þessar yfirlýsingar voru hafðar
eftir Amin í Kampala skömmu
áður en hann kvæntist Sarah
Khyolaba í annað skipti á sjö dög-
um.
Amin mun hafa lýst ýmsum
hermdarverkum, sem samtök
þessi hefðu skipulagt og staðið
fyrir, og meðal annars hefðu þau
reynt fyrir nokkru að sprengja
raflínur skammt fyrir utan
Kampala. En allt slfkt hefði þó
mistekizt sagði Amin, vegna
tápmikillar framgöngu hermanna
hans. Hefðu ódæðismennirnir
verið teknir höndum og myndu
verða leiddir fyrir rétt. Amin
sagði að þýðingarlaust væri að
reyna að gera byltingu sem
beindist gegn sér, slfkt væri fyrir-
fram dæmt til að misheppnast
fullkomlega.
Hornsteinn
lagður að
stöðvarhúsinu
við Sigöldu
HORNSTEINN að stöðvarhúsinu
við Sigölduvirkjun verður lagður
af forseta íslands, dr. Kristjáni
Eldjárn, n.k. föstudag kl. 12.00.
Hornsteinninn verður lagður á
sinn stað með viðhöfn og hefst
dagskráin kl. 12. með því, að dr.
Jóhannes Nordal, formaður
stjórnar Landsvirkjunar, flytur
ávarp. Síðan leggur forseti
Islands hörnstein að stöðvar-
húsinu og flytur ávarp. Að því
loknu vérður snæddur hádegis-
verður, og að honum loknum
flytur Eirikur Briem, fram-
kvæmdarstjóri Landsvirkjunar,
og dr. Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra ávörp. Að lokum
verður virkjunarsvæðið við Sig-
öldu skoðað.
Hækkanir
VERÐLAGSNEFND hefur heim-
ilað fyrir nokkru hækkanir á unn-
um kjötvörum og fiskibollum f
dósum. Er hækkun kjötvaranna á
bilinu 3—10% en fiskibollurnar
hækka um 10,4%. Næsti fundur
verðlagsnefndar verður væntan-
Iega á miðvikudaginn.
Krista í nýju húsnœði
NÝLEGA var opnuð að Hótel
Hofi á Rauðarárstíg 18 ný
hárgreiðslu- og snyrtistofa. Það
eru mæðgurnar Hanna Kristín
Guðmundsdóttir og Ásta
Hannesdóttir, sem reka stofuna
og ber hún nafnið Krista. Þær
mæðgur störfuðu áður á
Grundarstíg 2a, en húsnæðið
þar var fyrir löngu orðið of
lítið.
Á hinni nýju hárgreiðslu- og
snyrtistofu vinna 7 stúlkur, 2
snyrtisérfræðingar og 5 hár-
greiðslukonur. Asta er fyrrver-
andi formaður félags snyrtisér-
fræðinga, en Hanna er for-
maður Hárgreiðslumeistara-
félags Islands. Verður hún
meðal íslenzkra keppenda á
Norðurlandamótinu í hár-
greiðslu, sem fram fer f nóvem-
ber nk.
Meðfylgjandi mynd er tekin f
hinum nýju húsakynnum
snyrtistofunnar, sem teiknistof-
an Arko hannaði. Hanna
Kristfn er til vinstri og Ásta til
hægri.
OKHAR LANDSFRÆGA
HEFST
satl
irraföt frá kr. 5.900.00 Stakir jakkar frá
900.00 Nýjar terlin buxur 3.200.00
eysur frá kr. 950.00 Skyrtur frá kr. 690.00
íallabuxur kr 1 690.00. Kuldajakkar frá kr
1 950.00. Kvenblússur 1 .290 00 Bolir frá kr
490 00
Sértilboð okkar, úrvals flauelisbuxur kr. 2.690.00.
Terlin bútar, góðir buxnalitir frábært verð.
íslenzk alullarteppi kr. 1.700.00.
Hljómplötuútsala Laugavegi 89 Á hljómplötu-
útsölunni verður möguleiki á stórkostlegum
plötukaupum, eða frá kr 490 00
LAUGAVEG 37-89
I286I I3008
: