Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1975 Pétur prangari Hvernig þorir þú hingað, góði maður?“ sagði hún við piltinn. „Hér hefir ekki sést kristinn maður, síðan ég kom hingað og það er best fyrir þig, að komast af stað aftur, ef þú vilt halda lífinu, því þegar drekinn kemur heim, þá finnur hann lyktina af þér, og þá gleypir hann þig um leið, og það þætti mér svo leiðinlegt að hann gerði“. „Nei“, sagði pilturinn. „Ég get ekki farið, fyrr en ég hefi náð þrem fjöðrum úr stélinu á honum.“ „Þær færöu aldrei“, sagði hún. En piltur sat við sinn keip, hann vildi bíða drekans og ná fjöðrunum og fá svör við spurningunum. „Jæja fyrst þú ert svona stífur og þrár þá verð ég liklega að reyna, hvort ég get hjálpað þér“, sagði konungsdóttir. „Reyndu hvort þú getur lyft sverðinu, sem hangir þarna á veggnum". Nei, piltur gat ekki einu sinni hreyft það. „Jæja, fáðu þér þá sopa úr þessari flösku“, sagði konungsdóttir. Þegar piltur var búinn að því, og hafði beðið nokkra stund, átti hann að reyna /-COSPER Blessaður flýttu þér annars missi ég af veð- urlýsingunni klukkan eitt. V________________________/ aftur, og þá gat hann rétt aðeins hreyft sverðið. „Þú verður líklega að fá þér einn sopa í viðbót“, sagði konungsdóttir. Það gerði hann, og svo sagði hann henni, að konungur nokkur hefði beðið sig að spyrja drekann, hvers vegna hann gæti ekki fengið hreint vatn í brunninn sinn annar bað hann að spyrja hvað væri orðið af dóttur sinni sem hefði horfið fyrir mörgum árum, og drottning ein bað hann að spyrja um, hvað orðið hefði af gulllyklunum hennar, og að lokum átti hann að spyrja drekann að því frá ferju- manninum, hve lengi hann ætti að hjálpa fólki yfir ána. Þegar hann fór að reyna við sverðið aftur, gat hann tekið það upp, og eftir að hann hafði fengið sér einn sopa til, gat hann sveiflað því. „Ef drekinn á ekki að gera út af við þig þegar í stað, þá verðurðu að skríða undir rúmið hans,“ sagði konungsdóttir, þegar liða tók að kveldi, „því nú kemur hann bráðum heim, og þú verður að hafa svo hljótt um þig, að hann heyri ekkert til þín. Þegar við svo erum háttuð, skal ég kalla til hans og spyrja hann, og þá verður þú að taka vel eftir hverju hann svarar ogundirrúminuverðurðuað vera kyrr, þangað til hann sofnar aftur. Skríddu þá hægt undan rúminu og taktu sverðið, og þegar hann svo rís upp, verð- urðu að gæta þess að höggva af honum höfuðið í einu höggi og grípa fjaðrirnar þrjár um leið, því annars rífur hann þær af sér sjálfur og þá verða þær að engu gagni.“ Rétt áður en drekinn kom heim, var piltur skriðinn undir rúmið, og þegar drekinn kom inn, sagði hann: „Hér er lykt af kristnum mönnum." „Já,“ sagði konungsdóttir. Hér kom fyrir skömmu gamall karl og bað ölmusu* Ætli lyktin af honum sé hér ekki enn?“ „Líklega er það svo,“ sagði drekinn. Svo bar konungsdóttir mat fyrir drek- ann og sá át nú ekki lítið. Eftir það fóru þau að hátta en þegar nokkur stund var liðin, tók konungsdóttir að láta illa í svefni. Reis þá drekinn upp í rúmi sínu og fór að skyggnast yfir til konungsdótt- ur, en rúmið hennar stóð úti við hinn vegginn. „Æ, æ,“ sagði konungsdóttir. „Hvað gengur að þér?“ kallaði drek- inn. VÚ9 M0R6ÚM RAFf/NL) — Ég skal sjá um að þú fáir skilnað, ég er lögfræðingur. — Ég vona bara að þú fáir með þessu útrás fyrir ofbeldis- hneigð þfpa. — Guð minn gðður, þarna er bréf frá konunni minni. — Hafið þið reynt munn við munn aðferðina? MINNIR þETT/A þiö- A NOKKUO ■SEM SKEOÍ FVRiR 30 ARUM £LSKAN // V6! JA -Bö/ AÐ 5EMJA v/e pRES1ÍHN 'UM LENGRI 6REÍ05LU-FREST FYR.ÍR AÐ GEFA OKKUR SAMAM /j jarGAIÚ/VD V. Kvikmyndahandrit aö morði Eftir Lillian O'Donnell Þýðandi Jóhanna Kristjónsdóttir. 16 verð hálftfma síðar og Callie fyig- ir telpunum f skólann, eða fer f gönguferð með þær eins og í dag. Sfðan sinnir hún ýmsum skyldu- störfum sfnum, en ég fer hingað upp f vinnustofuna og kem mér að verki. Hádegisverð borðum við klukkan stundarfjórðungyfir eitt og sfðan vinn ég áfram í nokkra klukkutíma, Callie fer I búðir og sækir dætur okkar f skófann. Callie staðfesti með höfuð- hneigingu orð manns síns. — Og síðasta spurningin. Link horfði fast á Brahm, en gaut engu að sfður augunum til konu hans. — Hafið þér nokkvtrn tfma sent ungfrú Shaw gular rósir? — Þegar hún var módel hjá mér, hafði ég ekki ráð á slfku og nú kaupi ég aðeins blóm handa konu minni... ekki satl, vina? Link stökk upp tröppurnar á stöðinni og gekk upp og niður af mæðí, þegar hann stóð frammi fyrir verðinum sem var á vakt. — Nokkuð að frétta af vitni, sem ég er að leita að ... Arthur Talmey ...? — Nei, hann hefur ekki fundist enn og ég skal láta yður vita strax og hann skýtur upp kollinum. Link gekk inn til starfsfélaga sinna. t — Hefur nokkur spurt eftir mér, meðan ég var f burtu, sagði hann og svarið var neitandi muld- ur frá viðstöddum. David var alitof eirðarlaus til að geta sest niður. Hann hringdi nokkur sfmtöi, án árangurs. Það svaraði ekki hjá Kirkjuleikhús- hópnum, sennilega enginn mætt- ur svona snemma dags og hjá Hagen Associated fékk hann að vita að Hagen væri á leiðinni með flugvéi til Los Angeles. Niður- dreginn settist David niður við skrifborðið tii að skrifa skýrslu. en hugsanir flögruðu svo víða að honum varð lítið ágengt. Hann varð sennilega að sætta sig við að Talmey væri horfinn. Eitthvað hafði hindrað hann f að komast á leiðarenda og það var að minnsta kosti ekki umferðarslys 4.kafli. — Reyndu að losa þig við þenn- an fýlusvip þegar þú kemur að morgunverðarborði, urraði Jarius Kroneberg til dóttur sinnar. — Ef þú ert í fýlu geturðu farið. — Viltu að ég fagni og hrópi húrra þegar þú ert að eyðileggja þitt eigið líf samtímis því sem þú ert með aðra löppina f gröfinni, hrópaði kona hans. — Ykkur er skftsama hvort ég drepst eða ekki, bara ef ég verð ekki gjaldþrota áður! — Þú getur ekki leyft þér að tala svona, pabbi! kveinaði Naomi Kroneberg. — Þér hefur vonandi ekki verið alvara, Jake? sagði móðirin. — Ég er ekki kominn á giafar- bakkann enn, getið þið ekki komið því inn í ykkar heimsku hausa! Ég hef ekki hugsað mér að eyða tfmanum í sjónvarpsgláp og ég þoli hvorki golf né bridge. Ég get enn þá haldið á penna og skrifað út ávfsanir og gert það bæði vel og rækilega, hvað sem hver segir! Og ef þið hafið ein- hvern áhuga á að halda f mér Ifflórunni skuluð þið leyfa mér að vinna f friði...! Rödd Kronebergs hækkaði sig og endaði í öskri. — Ég hefði átt að vera kyrr f Palm Springs, æpti hann svo. — Ég hefði átt að láta það vera að koma aftur. Beulah Kroneberg var farin að gráta. Þetta rifrildi var verra en oftast áður. — Hvers vegna þarftu endilega að ná í ÞENNAN kvenmann? niótmælti dótirin illskulega. — Hverja ætti ég að taka aðra? Eru kannski einhverjar aðrar en hún, sem þurfa á Jariusi Krone- berg að halda ... Einhverjir aðrir sem trúa á þetta kalkaða útslitna hró sem ég er víst orðinn. Ég bara spyr! Hverja þekkið þið! Kroneberg stóð teinréttur og hvessti vonskulega augun á konu sína og dóttur til skiptis. — Allt í lagi, við segjum það þá. En HVERS VEGNA heldur þú að hún snúi einmitt aftur til þfn? Vegna þess að enginn annar í Hollywood vill líla við henni! hvæsti dóttirin. — Rétt til getið ... svei mér ertu snjöll að hitta svona naglann á hiifuðið. Heldurðu ekki að ég viti það? Heldurðu að ég sé svo mikill bjálfi að ég skilji ekki fyrr en skellur f tönnum! En Marietta Shaw hefur einu sinni áður bjarg- að Crown Pictures frá glötun og það gerist aftur núna. Það getið þið bölvað ykkur upp á. — Málin horfðu öðruvfsi við þá. — Jæja, þið haldið það. Hún er jafnmikii stjarna nú og hún var fyrír fimm árum, þegar andlit hennar skaddaðist og hún meiddist f bakinu. Sainkvæmt fréttum og umsögnum frá New York er hún meira að segja BETRI leikkona núna. Þú heldur kannski að égsé orðin vitlaus? Þú ert svo sem ekki ein um það. En ég skal sýna bæði þeim og ykkur að J.K. kemst á lappirnar aftur. Ég hef verið afskrifaður áður ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.