Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGOST 1975 Helgi Skúli Kjartansson: Meira talaó samatt og minna á misvíxl en UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir Lilja Ólafsdóttir. Björn S. Stefánsson: Almenn þátttaka og áhugi á máium ráðstefnunnar sprettur af þv(, ad fornt viðfang kvenna, heim- ilishald, hefur rýrnað stórlega ... algengt er Ég hafði meira gagn og gam- an af kvennaársráðstefnunni en ég þorði að vona fyrirfram; kannski mest af því að þátttak- endur hafi verið „ráðstefnu- þroskaðri" en gerist og gengur i félagsstarfi karlmanna. Að minnsta kosti fannst mér þarna meira talað saman og minna á misvíxl en algengt er í umræð- um um samfélagsmál, mikið um greið og hreinskilin hugmynda- skipti sem hafa vafalaust hjálp- að okkur ráðstefnugestum til að hugsa uppbyggilegar en áð- ur um þau margslungnu vanda- mál sem standa í vegi fyrir jafnrétti kynjanna. Að þessu leyti held ég að ráðstefnan hafi gert gagn, frekar en að svo merkilegar niðurstöður hafi „komið út úr“ henni. Ráðstefnuhópurinn leit svo- lítið öðruvísi út en ég hafði gert mér í hugarlund. Karl- menn voru ótrúlega fáir, eigin- lega aðeins þrír sem voru með allan tímann. En á hinn bóginn var mikið um rosknar konur; þótt skeleggustu málsvarar .kvennahreyfingarinnar séu núna flestir ungir, er ömmu- kynslóðin kannski áhugasamari um þau mál 'en oft er talið. Raunar var meira af ungum konum seinni ráðstefnudaginn, sem var ekki virkur dagur; fyrri dagurinn var ekki hentug- ur útivinnandi fólki. Það er eðli fréttaflutnings fjölmiðla að afskræma vissa hluti, og ég er hræddur um að þeir hafi gefið mjög ranga hug- mynd um kvennaársráðstefn- una, lýst henni aðallega sem flokkpólitísku skæklatogi um á- lyktanir. En það er fjarri sanni. Auðvitað snerust umræður mikið um þjóðfélagsviðhorf þátttakenda, því að staða kvenna er nátengd allri samfél- agsgerðinni og fólk sem er í- haldssamt að öðru leyti hlýtur að líta með nokkurri tortryggni á stórfelldar kvenfrelsiskröfur, þó ekki vegna annars en um- hyggju fyrir hefðbundinni heimilisgerð sem byggist á þjónandi húsmóður. Þannig voru ráðstefnustörfin af eðli- legum ástæðum æði pólitísk, en yfirleitt heiðarlega pólitisk, einlæg viðleitni til að bera sam- an ólíkar skoðanir og reynslu. Hitt var undantekning að geng- ið væri að ráðstefnustörfunum sem skylmingum milli stjórn- málaflokka og skilningnum viljandi læst fyrir óvelkomnum sjónarmiðum, til dæmis örsjald- an sem róttæklingar voru af- greiddir á hinn þægilega hátt Velvakanda að vísa til „vina þeirra, Rússanna,“ og fáar kon- ur (úr hvorum tveggja herbúð- um) sem ekki höfðu önnur og; uppbyggilegri áhugamál. Störf ráðstefnunnar voru þrenns konar. Fyrst voru fyrir- lestrar, margir og skynsamlega stuttir, flestir skemmtilegir og vekjandi (þótt tveimur fyrirles- urum væri, í virðingarskyni við Sameinuðu þjóðirnar, skammt- að að tala um heldur óspenn- andi alþjóðamál). Þá voru umræður í starfshóp- um um afmörkuð efni tengd fyrirlestrunum. Þetta var tví- mælalaust þungamiðja ráð- stefnunnar og gagnlegasti þátt- ur hennar. I mínum hópum voru umræðurnar ótrúlega uppbiyggilegar, og vel heppnað- ar miðað við það hv« stórir hóp- arnir voru. Á sameiginlegum fundum var svo gerð grein fyrir umræðum og niðurstöðum hóp- anna, og það voru niðurstöður ráðstefnunnar um flest þau mál sem rædd voru að nokkru gagni. Þessar niðurstöður hafa lftið komizt í fréttir. Á sameiginlegu fundunum fór svo fram þriðji þáttur' starfsins, afgreiðsla þeirra mála sem ágreiningur varð um i hópnum, svo og ályktana um önnur mál. Þarna kom undan- tekningin, flokkaþrasið, dálítið fram; og þessu sinntu fjölmiðl- arnir, eðli sínu trúir. Ég var nú flestum þessum ályktunum efn- islega sammála, en get samt ekki kallað að árangur ráð- stefnunnar felist í þeim. Svona ráðstefna snýst ekki um það að bera fólk ofurliði i atkvæða- greiðslu heldur að opna augu þess fyrir nýjum sjónarmiðum, og þó enn frekar um það að opna eigin augu fyrir reynslu og skoðunum annarra. Að þessu leyti held ég að ráðstefn- an hafi tekizt vel. Helgi Skúli Kjartansson Á ráðstefnunni lokinni leituðu umsjónarmenn þessara dálka álits og skoðana tveggja ráð- stefnugesta: Bjorn S. Stefánsson: Þ|ádskipulagi6 kemur óboóið Ég kom ekki á kvennaársráð- stefnuna til að leggja til mál- anna heldur til að fræðast frek- ar um afstöðu fulltrúa kvenna- samtaka til málefna kvenna, vegna fræðilegrar rannsóknar minnar á sögu og stöðu verka- skiptingar og umsýslu á Is- landi. Ég fór því að ráðum Hávamála og var hinn vari gestur, þagði þunnu hljóði, eyrum hlýddi, en augum skoð- aði. Nú þegar ég hef verið beð- inn að láta í ljós álit mitt á ráðstefnunni á kvennaslðu Morgunblaðsins er mér ljósari en áður hugsun sem er skyld hugmyndum sem hafa verið að bögglast fyrir mér undanfarið. Mér finnst að ég hafi ekki verið eini gesturinn á ráðstefnunni heldur hafi verið líkast því sem kvennaráðstefnan hafi eiginlega verið gestaráðstefna, en húsráðandi sá mikli gerandi, sem menn kalla þjóðfélagið eða þjóðfélagsþróunina. Almenn þátttaka og áhugi á málum ráðstefnunnar sprettur af því að fornt viðfang kvenna, heimilishald, hefur rýrnað stór- lega en í stað þess sækja konur í síauknum mæli eftir vinnu fyrir peninga. Peningar eru ávisun á stöðugt fleiri og fjöl- þættari verðmæti og eiginlegt markvið ráðstefnunnar var að vinna að þvf að konur fengju betri tækifæri til að vinna fyrir peningum og gera þeim pening- ana notadrýgri. I þessu efni skiptir minnstu máli i hvaða fylkingar konur skipuðu sér á ráðstefnunni þegar greidd voru atkvæði um ályktunartillögur. Ekki varðar það heldur miklu i þessu efni hvort menn lýsa yfir hollustu við og virðingu fyrir fornri umsýslu kvenna, heimilishaldinu. Sannleikurinn er sá að þjóðfélagið hefur þró- azt nokkuð óháð nokkrum al- tækum hugmyndum um gerð þjóðfélagsins, heldur hafa menn leyst brýn og hversdags- leg viðfangsefni sín og þjóðfé- lagsins á þann hátt sem í fljótu bragði hefur verið aðgengileg- ast og hagkvæmast. Allt það tímabil sem núlifandi menn hafa látið að sér kveða hafa þær lausnir verió fólgnar i því að koma á enn frekari verkaskipt- ingu þannig að hver maður nái meiri þjálfun í starfi og geti notfært sér afkastameiri tæki, en skjóta inn milliliðum milli þess sem verkið vinnur og þess sem nýtur. Þannig hefur orðið til þjóðfélag lausra viðskipta með vinnustaði og skrifstofur f stað þjóðfélags heimila með fjölþætt og varanleg samskipti án þess að þeir sem málum hafa ráðið á æðstu stöðum hafi talið þjóðfélag heimilanna íslending- um óhollt og yfirleitt stefnt að því að leysa það af hólmi. Ein- staklingar og samtök manna hafa vissulega haft sinar hug- myndir um gott og rétt í þjóð- skipulaginu. Trúir þeim hug- myndum hafa menn síðan farið sinu fram við að breyta fyrir- komulagi daglegra athafna með þvi fyrst og fremst að létta af heimilunum ýmsu ómaki en njóta heldur fulltingis vinnu- staða markaðsins. Það eru þessar breytingar, sem hver fyrir sig hefur verið smávægi- leg, sem hafa gjörbreytt þjóð- félagsgerðinni án þess að menn hafi haft núverandi þjóðskipu- lag í huga, þegar þeir mótuðu daglegar athafnir sínar, hvorki hver fyrir sig né sameiginlega. Þannig skilið var kvennaárs- ráðstefnan gestaráðstefna. Gestirnir voru á valdi húsráð- anda, þjóðfélagsins eða þjóðfél- agsþróunarinnar. Þeir létu með Helgi Skúli Kjartansson: Ráðstefnan var pólitfsk, en heiðarlega pólitfsk, einlæg viðleitni til að bera saman ólfkar skoðanir ... samþykktum sínum skilja á sér hvað þeim líkaði best af þvf, sem bjóða mátti hér og nú, en áttu ekki svo að fram kæmi neina hugsun hvað þá ósk, um að önnur þjóðfélagsþróun kæmi til greina en sú sem felst í vaxandí fyrirgerð lausra við- skipta með fjölgun milliliða og rýrnun heimilishalds. I þessu efni greindust konur á kvenna- ársráðstefnunni ekki frá körl- um á karlaáraráðstefnum ald- arinnar. Frídagur I tilefni kvennaárs Eftirfarandi tillaga var samþykkt á ráðstefnunni: Kvennaársráðstefnan, haldin 20. og 21. júní 1975, skorar á konur að taka sér frf frá störfum á degi Sameinuðu þjöðanna 24. október næstkomandi til að sýna fram á mikilvægi vinnufram- iags sfns.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.