Morgunblaðið - 09.08.1975, Side 14

Morgunblaðið - 09.08.1975, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGÚST 1975 Birgir Björn Sigurjónsson hagfrœðingur: Um orkufrekan Svargrein vegna skrifa Ragnars S. Halldórssonar, for- stjóra Isal, f Morgunblaðið hínn 29/6, 1975 um sama efni. Lengi hef ég beðið þess, að ein- hver, sem gjörla þekkir til vanda- mála stóriðju, á Islandi, hripaði nokkur orð til frekari útskýringa á grein ílagnars Halldórssonar, forstjóra Isal. Svo hefur því mið- ur enn ekki r,iðið. Margt, sem staðhæft er í grein Ragnars, tel ég ýmist hafa lítið gildi eða vera rangfært, og er óhæfa, að málið sé þagað í hel. Skal þetta rakið í sömu efnisröð og Ragnar hefur sjálfur kosið, og mun engum dyljast undarlegur málflutningur ál-forstjórans. 1. Súrálsverð: I grein I Mbl. 16. maí 1975 er fullyrt að verð á súráli að keyptu til framleiðslu áls við verksmiðj- una í Straumsvík sé of hátt. Þetta vill Ragnar ekki fallast á og má vel vera að hann hafi á réttu að standa, en í því tilviki er rökstuðningur hans nánast lélegur. Ekki er vikið aukateknu orði að því, hvaða verði ísal kaup- ir þetta hráefni né heldur hvaða verði önnur sambærileg fyrirtæki kaupa súrál. Hins vegar finnur Ragnar því stað í tímaritinu „Metal Bulletin“ (4. feb. 1975), að vöruskiptahlutfall súráls og áls sé talið vera 5—5'A tonn af súráli á móti tonni af áli, en á hausti síðasta árs hafi sama hlutfall verið 6—6'A tonn. Þetta er rétt svo langt sem það nær, þ.e.a.s. að á umræddum tíma hafi umrædd- ar tölur verið gefnar upp í ofan- greindu tímariti. En það er líka allt og sumt. Túlkun Ragnars á þessum upplýsingum er hins vegar villandi ef ekki öldungis röng. I fyrsta lagi voru þessi hlutföll ekki sannreynd af umræddu tíma- riti, heldur birt f nokkurs konar „HEYRST HEFUR“ fréttadálki. Til þess er þá einnig að taka, að í sama tímariti hafa verið gefin upp önnur og óhagstæðari hlut- föll (röksemdarfærslu Ragnars) frá fyrra ári (sem ég er fús til að sýna Ragnari, viti hann ekki þegar allt um málið). I þriðja lagi sé ég alls ekki jafn auðveldlega og Ragnar, að raunveruleg hlutföll Isal hafi verið 1:6,1 á fyrri hluta árs 1974 og 1:5,7 á síðari hluta sama árs — og þaðan af síður fæ ég skilið, þó fyrrgreind hlut- föll Isal væru rétt, að þau séu samanburðarhæf við hlutföllin úr „Metal Bulletin". I þessu sambandi má geta þess, sem Ragnar veit betur en flestir aðrir, að markaðs- aðstæður f upphafi þessa árs gerbreyttust frá siðasta ári, og viðmiðunarhæfni síðari hlutfalls- ins er engin af þeim sökum. En hér verka fleiri þræðir sam- tímis en leikmannsaugu fá greint. Alusuisse er eini eigandi Isal, sem er ekki eina dótturfyrirtæk- ið, heldur myndar fyrrgreint móð- urfyrirtæki stóra og heimsþekkta keðju, er einkum hefur starfs- grundvöll í áliðnaði, en kemur reyndár víðar við sögu. Nú er það svo, að móðurfyrirtækið Alusuisse, er samkvæmt samningi aðal aðfangasali tsal og þess utan eins konar söluumboðsaðili (með „eðlilega" 2% þóknun af sölu- verðmætum, sem um verður rætt hér á eftir, gr. 3). Isal er því aðeins veiburða hlekkur, sem allt verður að sækja undir hagsmuni móðurfyrirtækisins eða skyldra fyrirtækja. Hvað þetta gæti í rauninni þýtt skal látið ósagt, en vfst er, að Isal er ekki íslenzkt fyrirtæki með fslenzka hagsmuni frekar en General Motors. Ur niðurlagsorðum greinar Ragnars má ráða, hvaða hagsmunir eru honum efstir í huga: „Hafi þetta breytzt, er ekki við Isal að sakast í þeim efnum". 2. Á1 og járnblendi: Næst gerir Ragnar að umtals- efni samanburð á samningunum við Alusuisse og Union Carbite. I því samhengi finnst honum skjóta skökku við, er forgöngumenn járnblendi-samninga hreykja sér af því, „hve samningarnir séu miklu hagstæðari íslenzka ríkinu heldur en tilsvarandi samningar um álverið". Eflaust veit Ragnar, hve erfitt er að meta akkinn af álsamningun um á þjóðhagslegum grundvelli, og gildir um margt það sama um járnblendisamningana. En það er einkennilegur málflutningur að telja reiknisfærðar þóknanir dótt- urfyrirtækja til móðurfyrirtækja sanna ágæti Isal umfram Járn- blendiverksmiðjuna. Þetta sér Ragnar sjálfur, enda stendur yfir dálkinum „þóknun samkvæmt samn. við Alusuisse". En þá mætti spyrja: Eru til handbærar tölur um raunverulegar milli- greiðslur milli Isal og Alusuisse, til samanburðar við þær, sem þegar hafa litið dagsins ljós? Ekki hirði ég um að ræða hér samanburðinn á hlutdeild verk- fræði- og tæknikostnaðar í heild- arbyggingarkostnaði verksmiðj- anna. En dæmið um hafnarkostn- að vakti furðu mína. Á jafngengi telur Ragnar höfnina í Straums- vík 100 millj. kr. dýrari en höfn- ina á Grundartanga, sem á að kosta 500 millj. kr. og greiðast af opinberu fé. Hafnarkostnaður er talinn nema 1800 millj. kr. vegna Straumsvíkur, og eins og Ragnar segir: „greiðir Isal hann að fullu“. Um þetta má margt segja til frekari útskýringa, en til að stytta mál mitt, þá er einfaldast að láta það koma fram, að fjár- mögnun hafnarinnar var með er- lendu lánsfé, sem aflað var fyrir opinbera tilstuðlan. Til þessa hef- ur Isal haft sáralítinn fjárhags- legan bagga af þessu nauðsynlega mannvirki rekstrarins, en strax á næsta ári eru fyrstu gjaldskyldar greiðslur falla, mun fyrirtækið eflaust niðurskrifa arðsemi sína af þeim sökum og þannig halda framleiðslugjaldi í lágmarki, (sem verður sérstaklega rætt í næsta hluta). Með því móti tekst fyrirtækinu án vafa að halda uppi stöðugt vaxandi skattinneign hjá þjóðinni (þetta verður rætt frekar f 4 hluta greinarinnar). Þetta telur Ragnar höfuðrök- semdir þess, að Isal beri einungis að greiða 2,5 mill/kWh (3,0 mill/kWh til 1.10 1975) á móti um og yfir 5,0 mill/kWh, sem Járn- blendiverksmiðjunni er ætlað að standa undir. Af einhverri ástæðu hélt hann framleiðslugjaldinu utan málsins, en það er tekið næst til umræðu. 3. Orkuverð og skattgreiðslur: Yfirskrift þessa hluta greinar- innar ber með sér, að Ragnar er þess albúinn að ræða sköttun ál- félagsins á breiðum grundvelli. Það er vel, því gefi framleiðslu- gjald og orkuverð samanlagt það, sem við (Islendingar) eigum rétt á að fá, þá skiptir í sjálfu sér sáralitlu máli, hvernig upphæðin dreifist milli ríkissjóðs og hins hálf-opinbera fyrirtækis, Lands- virkjunar. Fram til 1. okt. 1975 greiðir Isal 3,0 mill/kWh, en eftir það 2,5 mill/kWh. Fyrir sfðasta ár, 1974 nam orkukostnaður 348 millj. kr. hjá Isal, og hefði reynst talsvert meiri, ef sömu samningar giltu um Isal og Járnblendi- verksmiðjuna. Fullyrðir Ragnar, að mismunurinn hefði reynst 231 millj. kr„ en þá gefur hann sér þá forsendu, að álverksmiðjan nyti fríðinda vegna nýbygginga sem er óeðlilegt fyrir það, hve gömul verksmiðjan er orðin. Hefði álverið verið á þessum samningi lætur nærri að ætla megi, að orku- kostnaðurinn hefði a.m.k. þrefaldast. I viðleitni sinni að réttlæta létt- bæran rafmagnskostnað Isal, reynir Ragnar æ ofan í æ að draga járnblendiverksmiðjuna inn I heildarmyndina. Nú er vitað, m.t.t. reynslunnar af Isal, hve varasamt er að treysta um of á áætlanir og raunar er járnblendi- verksmiðja ekki enn til á Islandi. En Ragnar þreytist ekki á saman- burði á því, hvernig útkoma járn- blendiverksmiðjunnar hefði verið á sl. ári, ef hún hefði verið komin af stað og nýtti jafn mikla orku og ísal (en í áætluninni er gert ráð fyrir að fyrrnefnd verksmiðja noti í reynd aðeins brot af orku- notkun Isal), þá liti dæmið svona út (allar tölur í millj. kr.): tsal (Járnblendiverksmiðjan?) orkukaup 348 579 skattur 288 50 samtals 636 629 Ragnar lætur lesandanum eftir að dæma um málið, eftir að hafa lagt fram ofangreinda efnisþræði Birgir Björn Sigurjónsson. í texta. Augljóslega er ætlazt til, að menn komist að þeirri niður- stöðu, að Isal greiði sízt minni gjöld til fslenzkra aðilja en járn- blendiverksmiðjan. I framhaldi af þessari dæmisögu víkur Ragn- ar að tveimur óskyldum málum að því er lesandi mætti halda f fyrstu, enda sé til þess ætlazt. Fyrra málið er gagnrýni á „lé- lega“ uppfyllingu orkusölusamn- ings, þ.e.a.s. þegar Landsvirkjun hefur ekki reynzt unnt að af- greiða tilskylda lágmarksorku til Isal vegna ytri atvika, t.d. nátt- úruhamfara. Eftir að hafa plægt jarðveginn hæfilega með þessari umræðu, ræðir Ragnar á ný um raforkuverið, sem hann telur sízt of lágt m.t.t. annarra sambæri- legra verksmiðja. Á meðfyljgandi korti fær lesandi að sjá nokkra staði, þar sem raforkuverð er u.þ.b. jafn lágt og það sem ísal greiðir. En það fyl#r ekki sög- unni, að allar nýjustu verksmiðj- ur í þessum atvinnurekrstri, að Isal undanskyldu, hafa þurft að semja um mun hærra raforku- verð, eða um og yfir 5 mill/kWh og allt að 10 mill/kWh. Aldur verksmiðjanna má því jafnvel rekja beint af kortinu með Isal sem undantekningu. Sfðan segir Ragnar orðrétt (og vísar til fyrrnefndrar myndar af vatns- og gasorkulindum fyrir ál- framleiðslu): „Af þessari mynd má sjá, að ef orkuverð væri veru- lega hærra til Isal en nú, mundi ál frá ísal ekki lengur vera sam- keppnisfært I Bandarfkjunum". Þessi fullyrðing stenzt, svo fremi sem Ragnar telur rúmlega 5 mill/kWh raforkuverð litlu hærra en 2,5 mill/kWh (eða 3 mill/kWh til 1. okt. 1975). Ég álít 100% hækkun raforkuverðs vera verulega fyrir Island, en ég er þess fullviss, að ál frá Isal myndi ekki tapa markaðsstöðu sinni af þeim sökum. Er raunar svo, að hlutdeild raforkukostnaðar af heildarkostnaði hefur farið sf- minnkandi hjá Isal frá stofnun fyrirtækisins (miðað við upphaf lega áætlun Alusuisse), ef reikn- uð eru raungildi kostnaðarliða. En höldum fram tilvitnuninni: „Hins vegar er samkeppnisaðstað- an í Þýzkalandi betri, enda hefur framleiðslukostnaður f Þýzka- iðnað landi hækkað meira en í nokkru öðru landi vegna gengishækkun- ar þýzka marksins." Á fyrr- nefndu korti getur lesandinn séð, að orkukostnaður vegna álfram- leiðslu í Þýzkalandi er 10 mill/kWh, svo það er ekki einung- is vegna gengishækkana þýzka marksins (gagnvart íslenzkum gjaldmiðli og bandarfskum), sem samkeppnisaðstaða áliðnaðar frá ódýrum raforkusvæðum er aug- ljós. Sfðara málið, sem ég gat um hér að framan, lýtur að framleiðslu- gjaldinu eðaafleiddri stærð þess, er nefnist skattinneign tsal (hjá íslenzka ríkinu). I reglunum á að heita svo skv. frásögn Ragnars, að framleiðslugjald reiknist 50% nettó hagnaðar, en þó aldrei neð- ar en að umsömdu lággildi ( sem var á síðastliðnu ári 288 millj. ísl kr.). Þegar svo stendur á, að 50% hagnaðar er minna en fram- leiðslugjaldið, þá myndast svo- kölluð skattinneign. Við upphaf- lega samningsgerð voru Alus- uisse-menn svo sannfærandi um arðsemi álverksmiðjunnar, að engum íslendingi, sem til þekkti, kom í hug að til þessa skattinn- eignarákvæðis þyrfti nokkru sinni að koma. Reynslan hefur hins vegar sýnt okkur, að Isal hefur ennþá vart náð að sýna nægjanlegan hagnað til að koma f veg fyrir myndun skattinneignar ( að undanskildu árinu 1973). En hver er raunveruleg ástæða þess, að skattinneign myndast? Ragnar segir hana verða til „vegna verðbólgu". Eflaust er sú skýring rétt svo langt sem hún nær, en lítum nánar á málsatvik. Hér er um að ræða meiri hækkan- ir á gjaldahlið rekstrar (hráefna- kostnaði) en tekjum (álverði) fyrirtækisins. Þá er að kanna, hvaða gjaldalið- ir hækka og hvers vegna. Vitað er t.a.m., að Alusuisse selur Isal mik- ilvæg hráefni eins og súrál. Raun- ar er freistandi að láta sér detta í hug, að verðlagning (tiltekinna) hráefna sé ein af mörgum mögu- legum leiðum til að flytja frá dótt- ur- til móðurfyrirtækis milli- greiðslur umfram „þóknun sam- kvæmt samn. við Alusuisse". Sé sú tilgáta rétt, að auðvelt sé að halda vægi gjaldaliða ofan tekna, hvort heldur ætlunin sé að færa fé til dótturyfirtækis eða frá (eftir skattheimtukerfi í viðkom- andi löndum), þá verður ekki annað séð en að Alusuisse-ísal sé ákjósanlegt dæmi úr hópi fjöl- þjóðafyrirtækja. I sjálfu sér má ætla, að það sé Alusuisse bókhaldslegt hagræð- ingaratriði, hve háan skatt tsal greiðir árlega á Islandi. Hingað til hefur aðeins lágmarksfram- leiðslugjald verið greitt og skatt- inneign hlaðist upp öll starfsár tsal nema 1973. Hún hefur hingað til verið dregin frá framleiðslu- gjaldi (en ekki t.d. hreinum hagn- aði) og þannig velur Isal tíma til greiðslu gjaldfallins framleiðslu- gjalds annars vegar og hins vegar notkunar á skattinneign. 4. Hlutur Alusuisse og hlutur fslands: Undir þessari fyrirsögn afgreið- ir Ragnar í styttri pistli hluta- skiptin vegna verksmiðjunnar í Straumsvík. Reyndar er brugðið upp teikningu að auki, sem sýnir samanburð á áætlaðri rekstrar- niðurstöðu 1967 og rekstrarniður- stöðu 1974 m.t.t. hlutaskiptanna. Þessi teikning er hins vegar röng, ef miðað er við raungengi eins og þegar hefur verið vikið að í sam- bandi við raforkuna. Auk þess er launakostnaður vegna al- menns vinnuafls áætlaður mun hærri í bandarfskum dollurum en hann gæti hafa reynzt samkvæmt gildandi kjarasamningum 1974. Ennfremur hefur framleiðslu- gjaldið orðið mun lægra en upp- haflega var áætlað að það yrði. Ekki finnst mér trúverðugt, að gjaldeyristekjur vegna álversins bæti upp ofangreindan hlutar- missi, vonbrigði og óhagræði, enda rétt að minna á þá stað- reynd, að enn hvfla á þjóðinni þungar erlendar skuldir vegna framkvæmdanna við Búrfells- virkjun og víðar, sem fáir aðilar hafa notið eins ríkulega og Alus- uisse-Isal. Illa launar kálfurinn fóðrið. Drögum saman niðurstöður: (1) Þróun súrálsverðs er for- vitnileg fyrir þá sök, að þessi vara er nær einungis seld af stórum fyrirtækjum til annarra fyrir- tækja svipaðrar stærðar eða sömu „ættar“. En sáralítið er vitað um raunverulega verðþróun þessa mikilvæga hráefnis og bætir Ragnar þar ekki almenna van- þekkingu. Margar og mótsagnakenndar fullyrðingar um vöruskiptahlut- föll súráls og áls eru til og jafnvel rekjanlegar til sömu heimilda. Segja því hlutföll Ragnars ekkert f ullgilt um málið og raunar bend- ir fleira til hins gagnstæða við það, sem hann heldur fram. Hins vegar hefði verið fengur í því að fá upplýsingar um súrálsverð til Isal ásamt samanburði á þessu hráefnisverði Isal og því, sem sambærilegar verksmiðjur greiða. (2) Við mat á þjóðhagslegri hagkvæmni þess að bjóða fram landsvæði og ódýra raforku handa erlendu fyrirtæki getur engin réttlæting falist í saman- burði á eldri og yngri mistökum. Að þessu leyti til hefúr saman- burður verksmiðjanna tveggja, er hér um ræðir, engan tilgang. Ragnar virðist þessu ósammála og dregur fram i dagsljósið tölur, sem ætlað er að sanna, að Isal þjóni móðurfyrirtæki sínu verr (þ.e. borgi minna til Alusuisse skv. samningi) en Járnblendi- verksmiðjan myndi gera. Lesand- anum er sfðan eftirlátið að draga þá ályktun, að þar með þjóni tsal betur hagsmunum Islendinga en Járnblendifélagið. En þessu hljót- um við að vera ósammála Ragn- ari, bæði fyrir þá sök, að Isal- Alusuisse höfum við þurft að veita mun meiri inngreinda (in- frastruktur) fjármögnun en inn- viða en nokkru öðru erlendu fyr- irtæki, og svo hafa vissulega vaknað grunsemdir um óeðlilegar milligreiðslur hjá Ísal-Alusuisse, sem Járnblendifélagið- Union Carbite hafa áreiðanlega ekki (enn) gert sig sek um. Ofangreind umræða getur því aldrei verið grundvöllur að við- miðun á þjóðhagslegri hag- kvæmni. Þess í stað verður í fyrsta lagi að meta, hvort skað- semi verksmiðju er nægjanlega og sannanlega lítil. Sé svo, þá ber f öðru lagi að ganga svo frá hnút- um, að fyrirtækið lúti íslenzkum lögum. Ennfremur hlýtur það að vera krafa, að viðkomandi fyrir- tæki starfi á sama grundvelli við- skipta og önnur fyrirtæki f land- inu. I fjórða lagi verður málum að vera þannig hagað, að „óeðlileg- ar“ millifærslur milli móður- og dótturfyrirtækja séu (nánast) óframkvæmanlegar. (3) Eins og við höfum þegar séð er orkuverð tíl Isal alltof lágt. Enginn vafi er á því, að hið full- komna og vel rekna fyrirtæki í Straumsvík, sem samtímis nýtur þýzkrar nákvæmni og íslenzks dugnaðar, stæðist áreiðanlega þótt orkukostnaður þess ykist. Minnast ber þess, að hlutföll orku- og launakostnaðar á móti beinum hráefnakostnaði hafa lækkað verulega hjá fyrirtækinu frá 1967, á meðan orkuverð og reyndar flestir aðrir þættir fram- leiðslukostnaðar hafa stóraukist víðast hvar annars staðar. Og í ljósi þessara staðreynda hlýtur menn að reka í vörðurnar með útskýringar á þvf, hvers vegna ísal hefur flest starfsárin ekki borið meiri hagnað en svo, að helmingur hreins rekstraraf- gangs hefur reynzt minni en lág- marksframleiðslugjald. Þar með hefur fyrirtækinu safnast skatt- inneign, sem það hefur notfært sér til lækkunar á skattgreiðslum til íslenzka ríkisins. Einkum er athyglisvert, hve heildarafkoma Alusuisse hefur verið góð síðustu Framhald á h!«. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.