Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGÚST 1975 15 Reglur um brottflutning Gyðinga frá Sovétnkjun- um verða ekki rýmkaðar Moskvu, 8. ágúst. Einkaskeyti til Mbl. frá AP. LEIÐANDI baráttumaður fyrir málefnum Gyðinga f Sovétrfkjun- um segir að háttsettur embættis- maður hafi tjáð sér, að reglur um útflutning Gyðinga frá Sovét- rfkjunum verði ekki rýmkaðar. Alexander Lerner, sem er stærð- fræðingur, skýrði frá þvf að á föstudag hefði hann verið kallað- ur á fund V.S. Obidin, yfirmanns Ovir, stjórnarskrifstofu, sem gefur út vegabréfsáritanir. Hefði Obidin boðað sig til að ræða um bréf, sem hann hefði skrifað Leonid Brezhnev, leiðtoga kommúnistaflokksins, þar sem hann sagði að Sovétrfkin sköðuðu álit sitt með þvf að hindra Gyð- inga f að flytjast úr landi. Obidin og fleiri embættismenn tjáðu Lerner að „engrar stefnu- breytingar væri að vænta varð- andi flutning sovézkra Gyðinga til tsraels, auk þess væri engin ástæða til að breytinga, þar sem reglur væru þegar nægilega rúmar“. Varnarefni gegn ísingu á skipum Moskvu 7. ágúst Reuter SOVÉZKIR vísindamenn hafa fundið upp málingarefni sem á að koma í veg fyrir ofisingu á skip- um á siglingu á norðurslóðum. TASS-fréttastofan skýrði frá þessu í gær og tók fram að prufur af málningarefni þessu væru á alþjóða fiskveiðisýningu sem nýlega var opnuð i Leningrad. Obidin sagði Lerner einnig að bréf hans hefði verið rætt meðal æðri manna, sem er mjög óvenju- legt þar sem yfirleitt verður ekki vart néinna viðbragða yfirvalda við bréfum Gyðinga. Samtal Lerners við embættis- menn Ovir átti sér stað á föstu- dag, sama dag og Brezhnev undir- ritaði Helsingfors-yfirlýsinguna, þar sem ákvæði er um aukið ferðafrelsi á milli landa. Sagði Lerner að orð Obidins voru vottúr þess að „Sovétríkin ætla ekki að taka tillit til efnis samkomul agsi ns “. Hitabeltisloftslag á Norðurpólnum fyrirSO millj. ára FRA þvf hefur verið sagt í erlendum blöðum að tveir bandarfskir vfsindamenn hafi fundið steinrunnar feifar dýra sem bendi til þess að nánast hafi verið hitabeltisloftslag f aðeins 800 mflna fjarlægð frá Norðurpólnum fyrir fimmtfu milljón árum. Rannsóknum þessum stjórnaði Mary Daw- son en með henni starfaði einnig Robert West. Vfsinda- mennirnir fundu steinrunnin fiskbein, skjaldbökuskeljar, krókódflabein og leifar frum- stæðra spendýra í rannsóknar- leiðangri á Ellesmore-eyju á norðurheimskautinu. Edward Gierek, flokksleiðtogi pólskra kommúnista, og Helmut Schmidt, kanslari Vestur-Þýzkalands. Þýzkættaðir Pólverjar keyptir til V-Þýzkalands FNLA gengur úr stjórninni Luanda, 7. ágúst. NTB. AP. ÞJÖÐFYLKINGIN fyrir frelsun Angóla, FNLA, hætti í dag þátt- töku í bráðabirgðastjórn landsins, en aðild að henni eiga hinar tvær frelsishreyfingarnar í Angóla, MPLA og Unitas, ásamt fulltrú- um portúgalskra stjórnvalda. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun FNLA, sem er fremur hægri sinnuð og nýtur stuðnings frá Kína og Zaire, er sú, að æðsti fulltrúi Portúgalsstjórnar i Angóla, Cardoso hershöfðingi, var kvaddur heim til Lissabon í fyrri viku og heimildir innan hersins herma að í hans stað muni koma maður sem hliðhollari verði MPLA, hreyfingu marxista. Seg- ist FNLA ætla að hefja stjórnar- störf að nýju þegar Cardoso kemur aftur, en heimildir f Lissa- bon sögðu að svo kynni að verða í næstu viku. Kyrrt var að mestu í Angóla í dag. HELMUT Schmit, kanslari Vest- ur-Þýzkalands, og Edward Gierek, flokksleiðtogi pólskra kommún- ista, hafa náð samkomulagi sem felur það f sér að Pólverjar af þýzkum uppruna munu nú eiga hægara með það en áður að flytj- ast til Vestur-Þýzkalands. Þar á móti hefur Sambandslýðveldið skuldbundið sig til að veita Þjóð- verjum lán að upphæð milljarð þýzkra marka og á einnig að greiða bætur að upphæð 1,3 millj- arða marka vegna eftirlauna og tryggingabóta sem Pólverjar hafa gert kröfu til. Samningur þessi leysir að flestra dómi eitt af síðustu stór- málum sem valdið hafa ágreiningi milli Vestur-Þjóðverja og Pól- verja, eftir að samningur um eðli- leg samskipti rfkjanna var undir- ritaður fyrir fimm árum. Stjórn Vestur-Þýzkalands áætlar að fjöldi þeirra sem þarna eiga hlut að málv sé um 300 þúsund en pólska stjórnin segir það of háa tölu. Bótakröfur Pólverja hafa af hálfu Vestur-Þjóðverja jafnan verið taldar alltof miklar. Sú málamiðlun sem þeir Schmidt og Gierek hafa gert,felur í sér að 120 þúsund til 125 þúsund manns gætu fengið að flytja frá Póllandi á næstu fjórum árum. Pólverjar báru fram þá tillögu fyrir tveimur árum að fimmtfu þúsund Pólverjar af þýzkum upp- runa flyttu úr landi fyrir árslok 1974, en þá strandaði málið á að Vestur-Þýzkaland féllst ekki á fjárkröfur Pólverja. Nú hefur verið fallist á fyrrnefndar tölur með 2,5% vöxtum. Búist er við að formlega verði frá þessum samn- ingi gengið alveg á næstunni. Pravda tekur málstað Portúgala Fimclað í Washington inki-yfirlýsinguna — höfundar telja hana um Hels- Dálka- lítils virði MIKIÐ er fjallað um niður- stöður Helsinki-ráðstefnunnar á opinberum vettvangi i blöð- um 1 Bandaríkjunum og einnig á bak við tjöldin hjá stjórnvöld- um. I gær var haldinn,í utanríkis- ráðuneyti Bandaríkjanna í Washington, fundur fulltrúa NATO-rfkjanna um horfur í samskiptum ríkjanna við lönd Varsjárbandalagsins að lokinni öryggismálaráðstefnu Evrópu. A fundinum voru háttsettir menn úr utanríkisráðuneytinu í Washington m.a. Arthur Hart- mann aðstoðarutanríkisráð- herra, sá sem fjallar um mál- efni Evrópu. Gerðu þeir á fund- inum grein fyrir viðhorfum Bandaríkjastjórnar að lokinni ráðstefnunni. Fundinn sátu sendiherrar NATO-landanna í Washington, en af Islands hálfu var á fundinum Þor- steinn Ingólfsson sendiráðsrit- Tveir dálkahöfundar New York Times fjalla f nýlegum dálkum sínum um Helsinki- fundinn. James Reston segir að yfirlýsing fundarins sé lftið annað en endurtekning þeirra loforða sem gefin voru við und- irritun sáttmála Sameinuðu þjóðanna og þau hafi verið svikin og hundsuð í rúman mannsaldur. Reston segir að fyrst muni reyna á hin nýgefnu loforð f Portúgal og í Miðausturlöndum og þá muni sjást hvort Sovétríkin hyggist halda áfram að ausa fé f kommúnistaflokk Portúgals og framlengja ófriðarástandið f Miðjarðarhafsbotnum. Ekki leikur vafi á þvi, að sögn Restons, að allar meiri háttar tilslakanir í samningaviðræð- unum sem leiddu til þess að Helsinki-tilslakanir í samninga- viðræðunum sem leiddu til þess að Helsinkiyfirlýsingin var undirrituð hafi verið gerður af Bandaríkjunum, en Sovétríkin hafi hins vegar aðeins slakað á i tiltölulega veigalitlum málum. Því sé það lágmarkskrafa sem bæði Ford og Wilson, forsætis- ráðherra Breta, hafi lagt áherzlu á í ræðum sínum á fundinum í Helsinki, að Sovét- ríkin virði til fulls öll atriði samkomulagsins. Anthony Lewis, harður and- stæðingur stjórnar Fords for- seta, segir í dálki sfnum fyrir skemmstu að tal Fords í Hels- inki um trú bandarísku þjóðarinnar á mannréttindi og lýðfrelsi hljóti að hafa haft innantóman hljóm, þvf Ford hafi nýlega hafnað tækifæri til að hitta þann mann sem sé holdi klætt vitni um baráttuna fyrir þessum réttindum, Alex- ander Solzhenitsyn. Grein Lewis birtist þýdd í Mbl. ein- hvern næstu daga. Moskva8. ágúst AP. SOVÉZKA blaðið Pravda ýjaði að því f dag að Vestur-Evrópurfki væru að fótum troða meginreglur Helsinki-samkomulagsins með þvf að koma f veg fyrir að Portú- gal fengi efnahagsaðstoð. 1 grein frá Lissabon sem birtist f Pravda undir yfirskriftinni „Gróf afskipti" er ráðizt mjög harka- lega að þvf sem kallað er „fjand- samleg herferð f fjölmiðlun heimsvaldasinna“ f garð Portú- gala og birtist meðal annars f þvf að beita Portúgala efnahagsleg- um refsiaðgerðum. Þá segir þar að samtfmis þessu sé einnig alið á óhróðri um stjórnvöld og kynnt undir andróðri hjá fjandmönnum byltingarinnar í Portúgal. Segir í greininni að framkoma Vestur-Evrópuríkja við Portúgal hafi valdið mikilli furðu þar í landi og menn spyrji hvort ekki sé tímabært að standa við þær skuldbindingar og samninga sem gerðir hafi verið í Helsinki, þar sem meðal annars hafi verið kveðið á um að ríki blönduðu sér ekki í innanlandsmál annarra þjóða. Sovétríkin hafa verið ásökuð fyrir það að hafa afskipti f Portú- gal og beita þar áhrifum sfnum og kommúnistaflokkur Portúgals er mjög hallur undir sovézka Kommúnistaflokkinn. Rannsókn hafin vegna flugslyss- ins 1 Marokkó Casablanca, Marokkó, 6. ágúst. Reuter. AP. RANNSÖKN er hafin á orsökum flugslyssins í Marokkó sl. sunnu- dag þegar 188 manns týndu lífi er jórdönsk farþegaþota af gerðinni Boeing 707 fórst nálægt borginni Agadir. Slys þetta er hið þriðja mannskæðasta i sögu flugferða. Þeir sem fórust voru flest- ir verkamenn frá Marokkó sem unnið hafa í Frakklandi og voru á leið í leyfi heima hjá sér. Fjórir Evrópubúar voru með ''élinni, auk finnskr- ar flugfreyju. Áhöfn vélar- innar var að öðru leyti frá Jórdaníu. Fjöldaútför fór fram daginn eftir slysið f Agadir að viðstöddum þeim ættingjum hinna látnu sem náðist til f tæka tfð. Ekki hafði tekizt að bera kennsl nema á örfá Ifkanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.