Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGUST 1975 23 Jóhann Kr. Hjörleifsson útfararstjóri — Minning Fæddur 5. maí 1910 Dáinn 1. ágúst 1975. Kveöja frá stjórn og starfsfólki Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmis. I dag er til moldar borinn Jó- hann Kr. Hjörleifsson, útfarar- stjóri Krikjugarða Reykjavikur. Jóhann réðst til starfa hjá Kirkjugörðum árið 1946 sem um- sjónarmaður Fossvogskirkju, en þá var langt komið byggingu hennar sem útfararkirkju Reykjavíkurprófastsdæmis. Auk umsjónarmannsstarfsins var hann hin síðari ár útfararstjóri stofnunarinnar; þessum störfum gegndi hann til dauðadags. Það var ekki tilviljum, að stjórn Kirkjugarðanna réð Jóhann til þessara starfa. Hann hafði unnið við byggingu kirkjunnar og hefur þá sem fyrr og síðar vakið athygli vegna samvizkusemi, reglusemi og eljusemi sinnar. Til undirbún- ings starfi sinu við Fossvogs- kirkju fór hann utan og kynnti sér meðal annars tilhögun og meðferð líkbrennslti. Jóhann var alvörumaður og hafði að ættarfylgju fastmótaða skapgerð. Allir þessir eiginleikar fylgdu honum til hinztu stundar og komu Ijóst fram I verkum hans. Hann vildi hvers manns vanda leysa, sem til hans leituðu, þegar ástvinamissi bar að garði og hlífði sér ekki við fyrirhöfn þeim til liðsinnis, þótt oft væri það utan vinnutíma hans, án þess að hugsa um, hvort honum sjálfum kæmi endurgjald fyrir eða ekki. Jó- hanni var mikill styrkur í starfi þessu, hve konan hans, Aðal- heiður Halldórsdóttir, var hon- um samhent og samhuga I öllu, sem að því laut, og það hef ég fyrir satt, að svo muni hafa verið i allri þeirra sambúð. Stjórn Kirkjugarða Reykjavík- urprófastsdæmis og þeim, sem starfað hafa hjá Kirkjugörðum fyrr og nú eru allir þessir hlutir vel ljósir og þakka Jóhanni vel unnin störf, og ágæta samvinnu um nær 30 ára skeið og biðja konu hans, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum hans blessunar Guðs. Hjörtur E. Guðmundsson. Jóhann Hjörleifsson útfarar- stjóri við Fossvogskirkju er kvaddur í dag frá þeirri kirkju, sem hann hafði starfað við allt frá vígslu hennar — og jafnvel með- an hún var í byggingu. Hressilegur, hlýr og bjartur drengskaparmaður. Þannig minn- umst við hans öll, sem þekktum hann. Hann fæddist þann 5. maí 1910 fyrir austan fjall, að Egils- stöðum f Villingaholtshreppi. For- eldrar hans voru Sigríður Þórðar- dóttir og Hjörleifur Jónsson. En fimm ára gamlan taka þau hann I fóstur, mætishjónin Magnús Þor- steinsson járnsmiður og Sigríður Magnúsdóttir, er lengst áttu heima hér við Bergþórugötu. Þau bættu honum með gleði í hóp sinna eigin glaðværu og mann- vænlegu barna. Þannig varð Jó- hann reykvíkingur — austurbæ- ingur og mat hann minningar uppvaxaráranna þarna á Skóla- vörðuholtinu og þar í grennd afar mikils. Þann 13. maf 1932 kvæntist hann Aðalheiði Halldórsdóttur, eftirlifandi konu sinni, og átti hann mikið lán í heimilislífi sínu. Börnin þeirra fjögur eru hvert öðru mannvænlegra og giftusam- legra. Við prestarnir og margt söng- fólk og organistar áttum mikið saman við hann að sælda, auk syrgjendanna mörgu, sem þarna f Fossvogskirkju kvöddu sína nán- ustu — og veit ég það með vissu, Stutt kveðja: Guðmundur Sveinbjörns- son Teigi, Höfnum Fæddur 6. ágúst 1902 Dáinn 31. júlf 1975 Hann Mummi okkar er dáinn. Harmafregn, en samt ekki að óvörum þeim sem þekktu hann bezt, því að hann hafði lengi ekki gengið heill til skógar, þó að aldrei heyrðist æðruorð af hans vörum. Guðmundur fæddist að Teigi í Fljótshlíð, sonur hjónanna Svein- bjarnar Sveinbjörnssonar frá Kluttum og Valgerðar Guðmunds- dóttur, sem þar bjuggu. Þau brugðu búi að Teigi þegar á ungl- ingsárum Guðmundar og fluttust til Reykjavikur, en þar lærði Guð- mundur skósmíðaiðn og stundaði skósmíðar um nokkurra ára skeið. Að föður sínum látnum flyzt Guðmundur ásamt móður sinni suður á Reykjanes að Kalmans- tjörn i Höfnum og hefur þar búskap ásamt öðrum þeim störf- um sem til féllu á þeim tíma. Af Kalmanstjörn flytjast svo mæðginin að nýbýli sínu úr landi Kirkjuvogs, er þau nefndu Teig eftir æskuheimilinu í Fljótshlfð- inni. Þar bjó hann búi sinu til dauðadags, og fékkst að mestu leyti við svinabúskap, en hafði alltaf sauðfé, því að kindurnar voru honum alla tíð hjartfólgnar, enda var oft gaman að fylgjast með á veturna, þegar hann var að kalla þær heim að fjárhúsum og gefa þeim eitthvert lostætið sem hann hafði útbúið handa þeim í eldhúsinu. Frekar var búskapur- inn þó slitrótturhin seinustu árin sökum heilsubrests Guðmundar. Allan búskap Guðmundar stöð móðir hans við hlið hans eða þangað til hún fór á sjúkrahúsið í Keflavík, og lifir hún þar son sinn í hárri elli. Helga, systir hans, var honum einnig stoð og stytta alla tíð, og margar urðu þær fristund- irnar sem hún eyddi f Teigi og Teigskoti, sem hún byggði ásamt Einari, manni sinum, til þess að geta verið sem næst þeim sem oftast. Að lokinni vegferð hans langar okkur, sem eftir stöndum, að þakka honum samveruna og allar góðu stundirnar sem við áttum með Mumma f Teigi og litla Teigs- koti. Seint mun hann gleymast okkur, hjálpsemi hans, jafnaðar- gerð og liferni, laust við prjál þessa heims. Guð blessi minningu hans. HjöIIa og Steini. Minning: Steinunn Bjarnadótt- ir Arnkötlustöðum að allir þessir minnast hans með virðingu og hlýhug. Sjúkdómsstríð hans var langt og erfitt, en karlmennska hans og fjaðurmagn og þolgæði, virtist vart eiga nokkurn endi. Hann reyndist trúr í striði og starfi, allt til dauða, þvf efast ég ekki um, að honum mun hlotnast „lffsins kór- óna“. Ég bið konu hans og börnum og ástvinum öllum blessunar Guðs. Garðar Svavarsson. Fædd 6. desember Dáin 4. ágúst 1975. Það er erfitt að trúa því að amma sé horfin okkur. Við eigum svo margar góðar minningar tengdar henni og afa. öll sumrin okkar á Arnkötlu- stöðum ylja okkur um hjartaræt- urnar, svo lengi sem við lifum. Eiginlega voru þau eitt ævintýri frá upphafi til enda, það var alltaf eitthvað um að vera. Hæst bar heyskapinn, en margt fleira kom til. Þær voru lika ófáar stundirnar sem fóru í trjágarðinn, sem henni þótti svo vænt um. Þó okkur hafi kannski ekki alltaf þótt gaman að klippa rendur, var ánægjan svo mikil eftir unnið verk, að það gleymdist á augabragði. Amma bjó yfir ótæmandi visku og einstakri hjartahlýju. Við lásum bænir á kvöldin áður en við fórum að sofa fyrir atbeina hennar. Hún kunni ógrynnin öll Jón Þorsteinn Jóhannsson, Egilsstöðum — Minning Fæddur 11. mai 1930 Dáinn 8. júlf 1975 Það var kvöld, er síminn hringdi og góðvinur okkar hjóna, hann Steini eins og hann var kallaður, var að hringja frá Nes- kaupstað, heyra í okkur hljóðið og segja okkur fréttir að austan með sinni léttu lund og vinarþeli. En að tveimur sólarhringum liðnum væri hann allur, datt víst engum i hug. En vegir Guðs eru órannsakanlegir. Með nokkrum línum vildum við minnast hans. Það var um veturinn 1970, er við hjónin fluttumst til Egils- staða, sem við kynntumst Steina. Hann bjó i næsta húsi. Frost og snjór lá yfir öllu og kuldalegt yfir að lita fyrsta daginn. Við þekkt- um engan og umhverfið ekki. Ein- mitt þá var barið að dyrum hjá okkur og maður stóð á tröppun- um, lágur og grannur, með gleði- glampa f augum og bauð okkur aðstoð sína. Hlýjan og hjálparvilj- inn streymdi frá honum. Erfitt er að lýsa þvi hvílíkur styrkur þetta reyndist okkur strax frá upphafi. Á bak við hjálpsemi hans Bjó svo mikil einlægni og vilji að undrun er að. Þessi hægláti og dagfars- prúði drengur átti líka eftir að sýna okkur, hversu sannarlega vinur vina sinna hann var í raun. Þannig var Steini, réttandi öðr- um hjálparhönd með glaðværð sinni og rólyndi, kátur í vinahópi, ágætur söngmaður og léttur í tali. Steini var handlaginn vel og kunni vel með vélar að fara. Hann var sonur þeirra ágætu hjóna Bergljótar Þorsteinsdóttur, ættaðrar frá Þuríðarstöðum í Fljótsdal.(dó í október 1973 og Jóhanns Jónssonar frá Bessastöð- um I sömu sveit á Héraði. Steini var elztur þriggja sona þeirra hjóna. Það var bitur raun fyrir Jóhann, föður Steina, sem nýlega hafði flutzt til hans eftir missi konu sinnar, að sjá á bak syninum um aldur fram. Steini ólst upp í föðurhúsum að Bessastöðum og nýbýlinu þar frá Eyrarlandi. Vann hann sín heima- verk af skyldurækni sem hver annar unglingur i sveit á þeim árum. Siðar þurfti hann að leita atvinnu utan sveitar og vann Steini þá ýmsa verkamannavinnu m.a. í Reykjavik. Arið 1956 giftist hann sinni ágætu konu, Guðlaugu Sveins- dóttur, Guðbrandssonar úr Skrið- dal. Átti hún fjögur ung börn fyrir, er Steini veitti föður- umhyggju og hjálpsemi. Þau eign- uðust tvíburana Bergljótu og Jóhann. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast hlaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á i miðvikudagsblaði, að berast i sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Þa>r þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. af versum, að ógleymdum öllum kvæðunum og stökunum, sem hún fór með þegar og þar sem það átti við. Andrúmsloftið var alltaf gott á heimilinu og reglurnar sem þar giltu voru ákveðnar en ekki þvingandi. Þeir eru ótaldir sokkarnir og vettlingarnir sem hún prjónaði handa okkur um dagana. Ekki Þau hjónin byggðu sér einbýlis- hús að Tjarnarlöndum 15 Egils- stöðum. Þar ríkti snyrtimennska og samvinna. Gott var þar að koma, enda oft gestkvæmt. Fyrstu búskaparárin vann Steini hjá Kf. Héraðsbúa, einkum við akstur og síðar hjá rafmagnsveitunum, en síðast hjá Landssímanum. Hann lést við skyldustörf á Neskaup- stað að kvöldi 8. júlí siðastliðinn, aðeins 45 ára gamall. Við vissum öll er til þekktum, að Steini gekk ekki heill til skógar siðustu árin. Hann var jarðsettur að Valþjófs- stað 16. júlí. Við þökkum honum góð kynni og alla hjálpsemina sem seint mun gleymast, og biðjum góðan Guð að styrkja ættingja hans. Megi friður Guðs fylgja honum. Elfa og Örnólfur. megum við heldur gleyma flat- kökunum hennar góðu, steikta sil- ungnum og saltfiskbollunum, sem hún var sérfræðingur í að búa til. Við fáum vatn í munninn við til- hugsunina eina saman. Þegar við vorum að rýja kom amma með heitar pönnukökur og fleira góð- gæti niður að Litlhól, ásamt kaffi á flösku sem geymdur var í ullar- sokk til að halda því heitu. Að vísu kom hún með það í kaffi- brúsa síðustu sumrin, en hitt verður okkur minnisstæðara. Það fór um okkur þægileg tilfinning, þegar við sáum hana leggja af stað með glaðninginn til okkar frá bænum. Fas og framkoma bar henni fagurt vitni. 1 hópi dýranna áttum við marga sameiginlega vini, bæði stóra og smáa. Kýrnar komu okkur kannski mest á óvartr Við rifj- uðum það oft upp saman, þegar Sirja kom hlaupandi við fót, lengst neðan úr Gili, þegar við kölluðum á hana frá kálgarðinum. Við vorum að taka upp rófur og ætluðum að gefa henni kálið. Amma var að vinna í garðinum. Sirja stansaði fyrst móð og más- andi við gyrðinguna hjá henni eins og hún vildi spyrja „Varst þú að kalla á mig?“ en rann svo á hljóðið, þegar við héldum áfram að kalla. Að öllum húsdýrunum ólöst- uðum vitum við að hún hélt mikið upp á tjaldinn. Hann verpti á hverju vori í miðjan. kartöflugarð- inn og lét sér hvergi bregða, þótt hreiðrið væri fært úr stað meðan plægt var. Amma gaf honum reglulega matarafganga með hænsnunum úti og við biðum þess alltaf með eftirvæntingu að sjá hann koma með ungana sina að borða. Svona gætum við haldið áfram endalaust að rifja upp til dæmis margt spaugilegt sem kom fyrir uppi í kartöflugarði, en við geymum það með okkur. Það situr hér lítill drengur, sem hélt mikið upp á ömmu og sem hún bar fyrir brjósti til hins sið- asta. Hann spyr hvort amma „uppi“ komi ekki bráðum heim af spítalanum. Við eigum svo erfitt með að segja honum að sætið hennar verði autt. Við þökkum elsku ömmu okkar fyrir allt. Við hefðum kosið að vera með henni miklu lengur. Hvíl í Guðs friði. Elsku afi, við biðjum algóðan Guð að styrkja þig. Fyrir okkur voruð þið amma eitt. Sigga og Hanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.