Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. AGÚST 1975
17
Portúgal:
Eftir Jóhönnu
Kristjónsdóttur
Aleitnar raddir eru á kreiki I
Lissabon um mikla sundrung
innan Sósíalistaflokksins.
Bandarískur blaðamaður, sem
hefur verið búsettur I landinu
siðan í fyrrahaust, heldur því
fram við mig að Mario Soares
eigi fullt í fangi með að jafna
ágreining stríðandi afla innan
flokksins og halda sameiningu
hans út á við. Undir þetta tóku
fleiri sem ég ræddi við og sumir
óttuðust að flokkurinn myndi
splundrast, eða að minnsta
kosti kvarnast af honum.
I sjálfu sér er ekki að undra
þótt nokkur hugmyndafræði-
legur ágreiningur sé með fylg-
ismönnum flokksins, þegar
þess er gætt, hversu sundur-
leitur sá hópur var, sem fylkti
sér um flokkinn f kosningun-
um. Þar er að finn hægfara
hægrisinna, sem ekki töldu
vænlegt til árangurs að veita
miðdemókrötum brautargengi,
eftir að flokkurinn hafði nánast
verið skorinn niður við trog í
kosningabaráttunni, þar eru
sósfaldemókratar og þar eru
vinstrisinnar, sem eru mjög
skiptir í Portúgal, eins og fram
hefur komið. Innan vébanda
ffokksins eru einnig marxistar,
sem eiga í útistöðum við Komm-
únistaflokkinn. Þessi litskrúð-
'ugi hópur á það vissulega sam-
eiginlegt að óska þess að lýð-
ræði fái að þrffast í landinu, en
hugmyndir manna, hvernig að
því skuli staðið, eru æði ólikar.
GÖTUVlGI KOMMUNISTA
VÖKTU REIÐI
OG VORU TEKIN NIÐUR
Þegar Soares ákvað að virkja
flokksmenn sína til mótmæla-
funda um gervallt landið, eftir
að PS fór úr stjórninni, greip
herstjórnin til ýmissa ráða.
Enda þótt kommúnistar séu
sagðir hafa átt mikið fylgi i
Lissabon, var þó talið vfst að
útifundur PS þar yrði mjög
fjölmennur. Nokkru áður hafði
stór fundur sósialista verið f
Porto og þar hafði maður lát-
ið lífið og nokkrir særzt. Olgan í
landinu hafði magnast og ótt-
inn við kommúnista blés mörg-
um kjark f brjóst.
Daginn fyrir fundinn í Lissa-
bon er ég á leið upp á hótel og
frétti þá að kommúnistar séu
byrjaðir að reisa götuvígi f út-
hverfum Lissabon og setja upp
tálmanir á akvegum til borgar-
innar. Þeir hótuðu að skjóta
hvern þann, sem reyndi að rífa
niður vfgin og menn gengu um
með spjöld þar sem hvatt var til
að kommúnistar fjölmenntu á
fund PS og hleyptu honum upp,
enda ættu þar í hlut „endur-
skoðunarsinnar og fasistar" en
þannig afgreiða portúgalskir
kommúnistar alla þá, sem ekki
fylgja þeim að málum.
Forsfða sérútgáfu málgagns Sósfalistaflokksins I tilefni Lissabon-
fundarins.
undan og i skjóli myrkurs
brauzt hann enn um langan veg
á leiðarenda. Nú kveður við
margraddað öskur frá mann-
fjöldanum: „Cunhal til Sfberíu!
Cunhal til Siberíu!"
Næst siðastur á mælendaskrá
er Zenha, annar fyrrverandi
ráðherra flokksins, geðþekkur
maður með afbrigðum og sýni-
lega virtur mjög. En augljóst er
að nú eru allir að bíða eftir
Soares sém talar síðastur. Fólk
verður ekki fyrir vonbrigðum
með ræðu hans, það má af öllu
merkja. Ræða hans er óvægin
árás á kommúnista og her-
stjórnina. „ Hann hefur sjaldan
verið svona stóryrtur," segir
einn PS-maður við mig, sem
hefur leyft mér að setjast á
pallinn við fótskör Soares.
Undanfarna daga höfðu þing-
menn PS nokkuð reynt að nálg-
ast kommúnista í umræðum á
þinginu og það mæltist misjafn-
lega fyrir. Sumir töldu að það
væri viturlegt, aðrir sögðu það
forkastanlegt. Hvað um það.
Þetta kvöld kvað Soares upp úr
með það að flokkur hans vill
ekki kommúnisma af neinu
tagi, hann vill lýðræði, grund-
vallað á hugsjónum portú-
galska Sósfalistaflokksins.
NU KEMUR HERBlLL
AVETTVANG
Og svo gerist eitthvað og
meira að segja Soares heldur
ekki athygli fólksins lengur.
Skyldi vera kominn annar fána-
beri? Ö, nei. Herbfll hlaðinn
vopnuðum hermönnum ekur að
fundarstaðnum. Hann nemur
Á útifundi
með sósíalistum í Lissabon
MARIO SOARES
A VIRÐINGU ALLRA
Mario Soares á virðingu allra
og traust til hans nær langt út
fyrir raðir flokksins. Hann þyk-
ir hafa sýnt mikið hugrekki í
samskiptum sínum við her-
stjórnina. Hann er sagður heið-
arlegur pólitíkus, frábær ræðu-
maður og snjall málafylgjumað-
ur. A hann mæna nú mörg von-
araugu þegar einræði kommún-
ískra afla virðast ógna Portúgal
æ meira með hverjum degi sem
Iíður.
Ekki voru allir sósfalistar á
eitt sáttir um, hversu viturlegt
hefði verið fyrir PS að fara úr
stjórn, eins og ég hef litillega
vikið að i greinarkorni frá
Portúgal fyrr. Margir sögðu að
með þvi hefði Soares stuðlað að
því að einangra flokkinn og
ætti hann nú varla kosta völ,
þar sem herstjórnin virðist svo
sterk, að hótanir stærsta flokks
landsins virðast ekki áhrifa-
meiri en hafi vatni verið skvett
á gæs. Aðrir fögnuðu og fóru
viðurkenningarorðum um heið-
arleika Zenha og Soares, ráð-
herra flokksins.
Áður en PS fór úr stjórninni
hafði flokkurinn þó verið tek-
inn verulegu kverkataki. Auk
opinberra ráðstafana gegn hon-
um var sú aðferð notuð að yfir-
lýstir stuðningsmenn hans voru
reknir úr vinnu; sfmhleranir og
njósnir eru stundaðar ljóst og
leynt. Ýmsir fylgismenn flokks-
ins munu hafa verið handtekn-
ir og af málum þeirra fréttist
ekki, þrátt fyrir ftrekaðar fyrir-
spurnir í þinginu og víðar.
Þessar ofsóknir hafa siðan ver-
ið hertar að mun. Fráleitt er þó
að ætla að herstjórninni verði á
sú skyssa að láta handtaka
Mario Soares, enda myndi þá
allt fara f bál og brand og óvíst
er hvort kommúnistaflokkur-
inn eða forysta hans, teldi það
réttan leik. Hins vegar gæti svo
farið að Soares sæi sér ekki
annað ráð vænna en hverfa úr
landi á ný, ef halaklipping
flokks hans heldur áfram.
Þessar aðgerðir mæltust illa
fyrir. Svo fór að lokum að her-
inn rak kommúnista frá götu-
vígjunum og fjarlægði þau, en
tók við eftirliti á akstursleiðum
að borginni. Var hver bíll stöðv-
aður og leita í honum og nokkr-
ir menn voru handteknir, þegar
þeir lýstu þvf yfir skýrt og skor-
inort að þeirra erindi til Lissa-
bon væri að sækja nefndan úti-
fund. En svo alvarleg ögrun
þótti þessi ráðstöfun herstjórn-
arinnar, að meira að segja for-
ysta kommúnistaflokksins gekk
í málið og sfðdegis á fundardag
var öllu slíku eftirliti hætt og
allar tálmanir teknar niður.
FUNDURINN I ALMEDA
Þegar ég kom til Almeda-
svæðisins tveimur tímum áður
en fundurinn hófst var sýnt á
öllu, að þar stóð mikið til. Verið
var að leggja sfðustu hönd á að
ganga frá kröftugu hátalara-
kerfi og ræðupalli. Bílar þeyttu
flautur sínar og óku hring eftir
hring um svæðið, fólk veifaði
fánum sósíalista, selt var blaðið
„Socialista", sem einhvers stað-
ar hafði verið prentað á laun.
Lögreglan var komin á vett-
vang.
Þegar fundurinn hófst um
hálfáttaleytið var svæðið löngu
orðið þéttskipað. Ispinnasalarn-
ir höfðu átt góða vertfð. Menn
veifuðu fánum og spjöldum og
lýstu yfir samstöðu með flokkn-
um. Þetta var allb mjög áhrifa-
mikið. Kommúnistar sáust
hvergi.
Mario Soares birtist nú á
ræðupallinum og það fór kliður
um mannfjöldann: „Mario
Soares, Mario Soares, við
treystum þér,“ kvað við þús-
undraddað og menn ruddust
nær ræðupallinum. Þar hafði
blaðamönnum verið búin að-
staða, þótt að þeim þrengdist
þegar á fundinn leið. Fáa
portúgalska blaðamenn sá ég,
meirihlutinn var erlendur.
Mario Soares veifaði lengi til
mannfjöldans, og sfðan fór
fram kynning á helztu ræðu-
mönnum og erlendum fulltrú-
Mario Soares.
um, sem ýmsir höfðu komið um
langan veg til að sýna samstöðu
með flokknum á þessum fundi.
Soares minnti mig á Gunnar
Thoroddsen og Magnús Þórðar-
son í útliti og fasi, heimsmanns-
legur og stillilegur að sjá. Þó
fannst mér hann stundum
hálfþreytulegur, þegar mann-
fjöldinn lét öllum illum látum
og það hvarflaði að mér sú
hugsun að alþýðleiki hans væri
honum frekar taminn en áskap-
aður. En þegar hann fór að tala
var hann engum líkur. Þá féll
ég í leiðslu eins og aðrir. Soares
hefur nokkuð grófa rödd sem
stingur í stúf við prútt útlitið.
Hann var heyranlega mælsku-
maður. Hann talað skýrt og
furðu hægt af Portúgala að
vera og lagði áherzlu á orð sín
og baðaði mikið út höndunum.
Það lá við borð ég skildi inni-
haldið I ræðunni; kannski staf-
aði það lfka af því að auðvitað
vissi maður nokkurn veginn
fyrirfram hvað hann myndi
segja.
FANABERINN
frAcoimbra
Þetta hafði verið heitur dag-
ur f Lissabon, yfir 30 stig í
forsælu en það kulaði þegar á
leið kvöldið. En enginn rótaði
sér og hlýtt var á ræður manna
af athygli og tekið undir hvatn-
ingaróp af hinum mesta þrötti.
Um mitt kvöld kemst þó allt f
einu hreyfing á mannfjöldann.
Það er einhver að ryðja sér
braut upp að pallinum. Ungur
fánaberi með húfu f flokkslit-
unum er dreginn upp á pallinn.
Maðurinn virðist lémagna. Allt
ætlar af göflunum að ganga og
gott væri að skilja portúgölsku
nú. Þeir Soares og fánaberinn
fallast í faðma. Síðan fellur
hann í faðm flestra annarra
þarna uppi á pallinum og mikil
geðshræring hefur gripið um
sig.
Þeir höfðu sem sé lagt upp i
göngu til Lissabon, hópur
stuðningsmanna PS frá
Coimbra, kjördæmi Vitals Mor-
eira, þingmanns kommúnista,
sem ég hef ritað um gður og lftt
þekkti til að ólga eða ókyrrð
væri meðal landa sinna. Þegar
þeir nálguðust Lissabon réðust
fylgismenn PCP, kommúnista,
á göngumenn og logaði brátt
allt i slagsmálum, hermenn
voru komnir á vettvang og
handtóku menn úr báðum fylk-
ingum. Fánaberinn einn komst
staðar f skotmáli við ræðupall-
inn. Mannfjöldinn æpir tryll-
ingslega: „Niður með MFA!
Niður með MFA!“ Sumir gera
sig líklega til að gera aðsúg að
herbílnum. Það er ekki auðvelt
að skilja hvaða erindi þessir
hermenn eiga hér.
En Soares og Zenha hafa tök
á sfnu fólki. I þann mund sem
hermennirnir lyfta byssum sín-
um og mynda sig til að skjóta
hefur Soares fengið fólk til að
hrópa í staðinn: „Lifi PS. Lifi
PS!“ Hann biður fólk í öllum
bænum að vera rólegt, svo að
atburðirnir'í Porto þurfi ekki
að endurtaka sig. Skömmu sið-
ar ekur bíllinn á brott og her-
mennirnir beina byssunum að
mannfjöldanum.
„I LOVE YOU THREE“
Ég spyr PS-manninn, hvort
hann haldi að Soares vilji tala
við blaðamenn. Hann er ekki
frá þvisvonaí tilefni dagsins.
En hann talar ekki ensku, að-
eins frönsku og portúgölsku.
Saga gengur manna á milli um
enskukunnáttu Soares. Ein-
hverju sinni var hann í London
og hvíslaði í eyru ungrar þokka-
dísar: „I love you.“ Hún svaraði
að bragði: I love you too. Og
Soares þrýsti píunni fastar að
sér og sagði með þunga: „I love
you three“.
En þessi ungi PS-maður sem
er heldur ekki sérlega vel að
sér í ensku lofar að hjálpa mér
og í þann mund sem Soares er
að ganga á braut spyr ég hann
hvort hann sé ánægður með
fundinn. Þá hafði fundurinn
staðið f þrjá klukkutima og
þreytu merki sáust á ýmsum.
Soares var hress f bragði, en
brosið jafn angurvært og lífs-
þreytulegt og hann var aftur
orðinn líkur Gunnari Thor-
oddsen og Magnúsi Þórðarsyni.
Hann lýsti ánægju með þá
órofa samstöðu, sem ríkti á
fundinum og fjölmennið fór
langt fram úr glæstustu vonum.
Hann telur að herstjórnin geti
ekki hundsað slíka viljayfirlýs-
Framhald á bls. 21