Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGUST 1975 19 radauglýsingar raðauglýsingar raöauglýsingar kaup - sala j Sumarbústaður við Þingvallavatn Óska eftir að kaupa sumarbústað eða land við vestanvert Þingvallavatn. Góðfúslega sendið blaðinu tilboð merkt: 2843 fyrir 15. þ.m. þakkir Af alhug og hrærðu hjarta þakka ég öllu mínu skyldfólki og öðrum vinum mínum og kunningjum, hjartanlega fyrir höfðinglegar gjafir, skeyti og hlý handtök á áttræðis afmæli mínu 30. júli s.l. Sérstaklega þakka ég Kvenfélaginu „Ósk", stjórn þess og félagskonum, fyrir þá höfðinglegu veislu, sem haldin var mér til heiðurs og gerir mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. María Jónsdóttir frá Kirkjubæ, Tangagötu 8, ísafirði. nauöungaruppboö Að kröfu Tollstjórans i Reykjavik, Gjaldheimtunnar i Reykjavik, Innheimtu rikissjóðs, Hafnarfirði, verður haldið opinbert uppboð að Lyngási 8 —10, Garðahreppi, i dag laugardaginn 9. ágúst kl. 14.00. Seldar verða ýmsar trésmiðavélar t,d. hjólsög, plötusög, pússivél, bandsög, bútsög, kantlimingarpressa, hulsuborvél, gluggalistaskurðvél, afréttari, þykktarhefill, fræsari, töppunar- vél auk þess handverkfæri, timbur, efni skrifstofuáhöld o.fl. allt eign Öndvegis h.f. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði og Seltjarnarnesi. Sýslumaður Kjósarsýslu. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar OP Verzlið ódýrt Sumarpeysur kr. 1000.- Sið- buxur frá 1000- Denim jakkar 1000.- Sumarkjólar frá 2900- Sumarkápur 5100.- Verðlistinn, Laugarnesvegi 82. Hjólhýsi '74 Til sölu vandað hjólhýsi af stærri gerð. Upplýsingar í sima 81522. Til sölu prjónavél Passat Duomatco með mótor. Uppl. í sima 52160. Til sölu Vigtar 15 og 1 kg. Uppl. i sima 26015 — 84345. Krani Foco krani til sölu 3 tonn. Uppl. i sima 40820. Gólfteppi Höfum fengið litið magn af nylonteppum í nýjum litum. Teppabúðin, Hverfisgötu 49, simi 1 9692. Hjólhýsi til sölu Sprite Alpine L. með isskáp og tilheyrandi fylgihlutum. Uppl. i sima 31 1 65. Verkstjóra vantar við holræsagerð á Hofsósi nú þegar. Upplýsingar i 95-6320. síma Trésmiðir óskast. Mikil vinna. 82923. Sími Hárgreiðslustofur , Tvitug stúlka óskar eftir að komast að sem hárgreiðslu- nemi á stofu i haust eða vetur. Tilboð sendist Mbl. fyrir 15. þ.m. merkt H — 5078. Múrvinna Maður vanur múrvinnu óskar eftir vinnu. Simi 33749. bílar Cortina árg. '74, 1600 til Uppl. i síma 86264. sölu. Til sölu Fiat 128 station Árg. 1974 i toppstandi ekinn 16 þús. km. Upplýsingar i sima 99-3288. Opið í dag Opið alla virka daga kl. 9—7 laugardag kl. 9—4. Látið skrá bilinn strax. Við höfum 14 ára reynslu i bilaviðskipt- um. Bílasalan Höfðatúni 10. Símar 18881 — 18870. Til sölu vörubifreið Ford D 800, árg. "66 og Datsun diesel órg. 71. Uppl. i sima 93 — 6660. þei fti>«s' d<lf Kattaeigendur — Kattaeigendur Þið sem eigið fressketti, hálf- stálpaða eða eldri og vilduð láta gelda þá hafið samband við Dýraverndunarfélag Reykjavikur i sima 14594. ein Kona úti á landi öskar eftir bréfavinum 40—60 ára. Tungumál: islenska, danska, eða enska. Bréf sendist Mbl. merkt: Einmana 9836". búsn S0ÖÍ Ungt barnlaust par utan af landi óska eftir að taka á leigu 2ja til 3ja herb. ibúð sem fyrst. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Fyrir- framgreiðsla. Uppl. í sima 85872 i dag. .taP^uS* Tapað — Fundið Kvenmanns gullhringur með 1 0 turkissteinum tapaðist s.l. föstudag neðarlega á Skóla- ■ vörðustíg. Skilvis finnandi vinsamlegast hringi í sima 3231 1. Góð fundarlaun. Ken ps'3 Píanókennsla Tek að mér pianókennslu. Vilhelmína Ólafsdóttir. Simi 85593. nnVnt Minnispeningur Jón Sigurðsson 1961 óskast til kaups. Tilboð sendist Mbl. fyrir miðvikudag merkt „Minnispeningur"—2841. té\aQs Filadelfia Safnaðarguðþjónusta kl. 14. Almenn guðþjónusta kl. 20, Ræðum. Einar Gislason og Óli Ágústsson. Fjölbreyttur söngur. ÚTIVISTARFERÐIR Laugardaginn 9.8. kl. 13 Geitafell. Verð 700 kr. Farar- stjóri: Jón I. Bjarnason. Sunnudaginn 10.8. kl. 13 Geitahlið. Verð 700 kr. Fararstjóri: Gisli Sigurðsson. ÚTIVIST, Lækjargötu 6, simi 1 4606 SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST Kl. 9.30. Gönguferð á Reynivallaháls. Verð kr. 1000,— Kl. 13.00. Gönguferð á Meðalfell i Kjós. Verð kr. 700,— Brottfararstaður Umferða- miðstöðin. Farmiðar við bil- MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST. Ferð i Þórsmörk Farmiðar á skrifstofunni. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3, simar. 19533 — 1 1798 Minningargjafir til Ingj aldshólskirkju A þessu sumri hafa Ingjalds- hólskirkju á Snæfellsnesi verið færðar veglegar minningargjafir. Við fjölmenna guðsþjónustu 22. júní, var söfnuðinum afhent nýtt og vandað kirkjuorgel, sem er hinn glæstasti gripur. Er hljóð- færið gjöf minningarsjóðs um hjónin Kristínu Jensdóttur og Vigfús Jónsson, Gimli, Hellis- sandi, sem stofnaður var af börn- um þeirra og barnabörnum. Vig- fús heitinn söng í Ingjaldshóls- kirkju í sex áratugi, en slíks munu fá dæmi. Frú Jóhanna Vig- fúsdóttir, elzt 13 barna þeirra hjónanna, afhenti minningargjöf- ina, en Jóhanna hefur verið org- anisti Ingjaldshólskirkju um ára- tugaskeið. Formaður sóknar- nefndar og sóknarprestur þökk- uðu þessa rausnarlegu gjöf. Til eflingar áðurnefndum minningarsjóði hélt Erlingur Vig- fússon, sem er söngvari við óper- una í Köln, nýverið glæsilega söngskemmtun í Félagsheimilinu Röst á Hellissandi við undirleik Ragnars Björnssonar dómorgan- ista. Var húsið þéttsetið áheyr- endum, sem fögnuðu hinum á- gæta listamanni og sveitunga að miklum makleikum, en allur af- rakstur tónleikanna rann til áður- nefnds minningarsjóðs um for- eldra söngvarans. 13. júlí vitjaði stór hópur af- komenda hjónanna Sólveigar Guðmundsdóttur og ögmundar Andréssonar, sem lengst af bjuggu að Hellu í Bervík á Snæ- fellsnesi, átthaga sinna og við guðsþjónustu í sóknarkirkju þeirra hjónanna að Ingjaldshóli, var henni færð Guðbrandsbiblía og 200 þúsund krónur til minn- ingar um þau hjónin og látin börn þeirra. Karvel ögmundsson út- gerðarmaður, einn sona þeirra hjónanna7afhenti gjöfina við upp- haf guðsþjónustannar, og sóknar- prestur og formaður sóknar- nefndar þökkuðu hana og þann hlýhug í garð sóknarkirkjunnar gömlu sem að baki henni býr. Mun í ráði að láta gera vandaða útihurð fyrir kirkjuna fyrir fé þetta, en verulegar endurbætur hafa verið gerðar á kirkjuhúsinu síðasta ár og aðrar fyrirhugaðar. Brottflutt sóknarbörn hafa eins og framanrituð orð bera með sér, sýnt kirkjunni ómetanlega rækt- arsemi eins og raunar oft áður, sem hefur reynst mikilvægur stuðningur við að búa kirkjuhúsið svo úr garði, sem áhugi og vonir sóknarmanna standa til. Guð blessi þá hugulsemi og helgi þær vonir, sem hún ber vitni um. Arni Bergur Sigurbjörnsson. ORÐ í EYRA r Ur vasabók húsbœnda Gerast nú veður válynd hér, vondslegar skruggur drynja, gífurleg björg og einnig aur úr Ennisholunum hrynja, og ekkert lát er á úrfelli og ætið lægðir á sveimi, á meðan Einar og Árni Bé eru í Vesturheimi. Nú eru haldin hestamót, hrossunum drjúgum riðið. Glaðbeittir sýngja garpar hátt gjarnan við vallarhliðið. Virðist mörg hryssan hnýsileg og hófadýr ýmiss konar, og heldur er völlur á hestunum hans HarðarG. Albertssonar. En allt er í blóma og uppgángi hjá Orkustofnun og víðar, þó fundasamþykktir eins og er séu orðnar déskoti tíðar. Spretta og þurrkur þolanleg þrátt fyrir skottur og móra. En bændum lætur að berja sér og búnaðarmálastjóra. Þegar allt gerist ömurlegt og ekkert sólskin að hafa leitar margur að meiri yl á Mæorka og Kosta-Brava. Og vlst er það munur á verðbólguöld að vera með sólskin að láni á lágum vöxtum frá víxlurum og veitingalýð á Spáni. Kominn er híngað Kalli prins, kunnurvíða með bretum; innan landhelgi laumast hann að löxum þeim sem við étum — þæði nýja og reykta rétt — og reynast oft mikils virði, gengnir í ár og annað vatn austur í Vopnafirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.