Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1975, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1975 3 Ibúðarhús eyðileggst í bruna á Þórshöfn ELDUR kviknaði í húsinu Herðubreið á Þórshöfn á Langanesi um kl. 1.30 í fyrrinótt og brann húsið á röskum klukkutíma. Veg- farendur á Þórshöfn sáu allt í einu loga brjótast út um einn glugga á húsinu og skipti engum togum, eldurinn kom f gegnum 4 glugga til viðbótar, lfkt og súrefnissprenging hefði orðið f húsinu. Enginn bjó í húsinu, er eldur- inn kom upp, en eigandi þess var nýbyrjaður að breyta því, og var að rífa innviði úr því. Allir inn- viðir og gólf voru úr tré en veggir steyptir og brann allt sem brunnið gat. Kjartan Ölafsson lögreglu- þjónn, á Þórshöfn sagði, er Morgunblaðið hafði samband við hann í gær, að slökkvilið staðarins hefði komið mjög fljótlega á vett- vang og greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn. Vindátt var hag- stæð, þannig að vindur stóð af húsinu út á óbyggt svæði. Ef önnur vindátt hefði verið, er sennilegt að næstu hús hefðu verið í mikilli hættu. Húsið Herðubreið var reist 1930. Steingrímur Sigurðsson sýnir að Kjarvalsstöðum I DAG kl. 16.00 opnar Stein- grfmur Sigurðsson listmáiari, málverkasýningu að Kjarvals- stöðum. Steigrímur heldur þessa sýningu í tilefni af fimmtugs- afmaeli sfnu, sem var 29. aprfl sl. en þetta er 25. sýning hans. Á þessari sýningu eru bæði ný og gömul verk og eru flestar málaðar á sfðastliðnu ári. Nokkrar myndanna hafa ekki áður verið sýndar f Reykjavík. Steingrímur sýndi síðast í Sví- þjóð og var það á útmánuðum i vetur, sem hann hélt tvær sýning- ar þar. Síðastliðið sumar sýndi hann í Eden í Hveragerði en eftir þá sýningu festi Steingrímur kaup á lítilli sendibifreið. Síðan hefur þessi sendibifreið verið hans annað heimili og hefur hann ferðast víða um landið. Hann fór um Norðurland, kom við i Hrúta- firði og Víðidal og sótti Akur- eyringa heim. A ferðum sínum dvaldi hann töluvert í Borgar- firði. Þá var hann tfður gestur á Þingvöllum og Laugarvatni. Á þessum ferðum sínum hefur Steingrímur málað fjölda mynda en vegalengdin, sem hann hefur ekið er um 6000 km. Eins og áður sagði eru á sýning- unni bæði gamlar og nýjar mynd- ir. Steingrímur hefur á ferli sínum málað töluvert af andlits- myndum og á sýningunni gefur að líta nokkrar þeirra. Suður- nesin hafa lengi verið viðfangs- efni hjá Steingrími en að sögn hans hefur samspil sjávarins og hinnar sérkennilegu náttúru Suðurnesja haft mikil áhrif á hann. Sýning Steingríms að Kjarvals- stöðum verður opin daglega kl. 15 — 22 nema helgina 16. — 17. ágúst þá verður hún opin kl. 15 — 24. Þetta er fyrsta sýning Stein- gríms Sigurðssonar að Kjarvals- stöðum. Steingrfmur Sigurðsson, listmálari, var f 6ða önn að undirbúa sýningu sfna, þegar ljósmyndari Mbl. heimsótti hann að Kjarvais- stöðum f gær. Og hér stendur hann við mynd af innsiglingunni f Grindavfkurhöfn. Ljósm. Öl.K.M. Norræn ráðstefna um að- stoð við þróunarlöndin NORRÆN ráðstefna um aðstoð við þróunarlöndin hefst á Hótel Sögu á mánu- dag og stendur fram á þriðjudag. Ráðstefnan er tvíþætt, annars vegar fundur formanna opin- berra stofnana á Norðurlönd- unum, sem sjá um aðstoð við þró- unarlöndin, og hins vegar stjórn- arfundur vegna samnorrænna verkefna í Kenya og Tanzaníu í Afríku, sem Island er aðili að og allmargir Isléndingar starfa nú við. Þátttakendur verða um 30 frá hinum Norðurlöndunum og fjórir tslendingar, þeir Ölafur Björns- son prófessor, Jón Kjartansson forstjóri og Ólafur Einarsson menntaskólakennari, sem eiga sæti í stjórn Aðstoðar íslands við þróunarlöndin, og Björn Þor- steinsson cand. mag., sem er starfsmaður stjórnarinnar. — Nú munu ellefu Islendingar vera í Kenya og Tanzaníu eða í þann veginn að fara þangað til starfa á vegum þeirrar alþjóðlegu stofn- unar, sem sér um aðstoð við upp- byggingu þar. Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og Karl prins af Wales við Stjórnarráðið f gær. Karl prins skoðaði Reykjavík í gœr Veiddi 28 laxa í Hofsá í Vopnafirði KARL prins af Wales kom til Reykjavfkur sfðdegis f gær frá Vopnafirði, þar sem hann hefur verið við laxveiði frá þvf á sunnudag. Prinsinn gekk í gær á fund Geirs Hallgríms- sonar forsætisráðherra, ók um Reykjavfkurborg, skoðaði þjóð- minjasafnið og Árbæjarsafn og sat f gærkvöldi kvöldverðarboð forsætisráðherra f Ráðherra- bústaðnum. Prinsinn heidur utan til Bretlands árdegis f dag. Karl prins var við laxveiði í Hofsá í Vopnafirði fram til klukkan eitt í gær. Á þeim 4!4 degi, sem hann stundaði veiði þar, dró hann alls 28 laxa á land, alla á flugu, og er þetta ágæt veiði. Strax að veiðinni lokinni í gær hélt hann út á Vopnafjarðarflugvöll, þar sem flugvél frá Vængjum beið hans og flutti hann síðan til Reykja- víkur. Ekki gaf Karl sér tíma til að borða á Vopnafirði, heldur tók með sér nesti í flugvélina og borðaði það á leiðinni suður. Prinsinn ságði áður en hann fór frá Vopnafirði í gær, að þessir dagar væru fyrstu frí- dagar hans á þessu ári og hér hefði hann haft algjört næði. Þá lét hann þess getið, að hann hefði áhuga á að koma aftur til Islands í laxveiði. Flugvél Vængja lenti á Reykjavfkurflugvelli um kl. 16.20 og hélt Karl prins þaðan beint í Stjórnarráðið við Lækjartorg, þar sem hann gekk á fund Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra. Ræddust þeir við f um hálfa klukkustund. Síðan hélt Karl í Þjóðminja- Framhald á bls. 31 Er Karl prins kom til Vopnaf jarðarflugvallar laust eftir hádegið f gær, hafði safnázt saman þar talsverður fjöldi fólks tii að taka af honum myndir og kveðja hann. Afhenti líkan | af prests- setrinu Vallanesi um alda- mót 1900 MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá ríkisstjórn- inni um helztu gjafir, sem af- hentar hafa verið I tilefni 100 ára afmælis Islendingabyggðar f Vesturheimi og er hún svohljóð- andi: „Dr. Kristján Eldjárn forseti Is- lands heldur í dag ásamt föru- neyti sfnu frá Winnipeg til Van- couver á Kyrrahafsströnd Kanada. I kveðjumóttöku, sem forseti efndi til í Winnipeg f gær, afhenti hann Þjóðræknisfélagi Is- landinga i Vesturheimi að gjöf frá íslenzku þjóðinni, líkan af prests- setrinu Vallanesi á Fljótsdals- héraði með kirkju, bæjarhúsum og útihúsum, eins og það var um aldamótin 1900. Líkanið er f hlutfallinu 1:65. Það er gert eftir nákvæmum lýs- ingum sr. Magnúsar Bl. Jóns- sonar, sem var prestur í Vallanesi 1892—1925, og minni sonar hans Páls Magnússonar i Reykjavík. Sonur Páls, listamaðurinn Magnús Pálsson, hefur gert líkan- ið i nánu samráði við föður sinn. Afsteýpur af líkaninu munu verða varðveittar f Þjóðminja- safni Islands og minjasafni Aust- urlands. I ræðu þeirri, er Einar Ágústs- son, utanrikisráðherra, flutti á Is- lendingadeginum að Gimli mánu- daginn 4. ágúst skýrði hann frá því, að rfkisstjórnin hefði ákveðið eftirfarandi i tilefni af 100 ára afmæli byggðar Islendinga f Manitoba: 1. Að veita Sagnfræðistofnun háskólans ákveðna fjárhæð til að láta fullvinna og gefa út svo fljótt Framhald á bls. 31 Sérfræðing- ar settir við Raunvís- indastofnun MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur sett eftirtalda sérfræðinga við Raunvfsindastofnun Háskól- ans: Dr. Reyni Axelsson f stærð- fræðistofu, Guðrúnu Ólafsdóttur cand. pharm. og Kristján Linnet cand. pharm. í efnafræðistofu, Helga Björnsson cand. real. i jarð- fræðideild jarðvísindastofu og Pál Einarsson M. Phil. i jarðeðlis- fræðideild jarðfræðistofu. Þá hefur ráðuneytið framlengt setningu eftirtalinna sérfræðinga við Raunvísindastofnunina: Dr. Jónas K. Arasonar og dr. Ketils Ingólfssonar við stærðfræðistofu, dr. Rögnvalds Ólafssonar og dr. Vésteins R. Eiríkssonar í eðlis- fræðistofu og Sigrúnar Helga- dóttur í reiknistofu. Rannsókn haldið áfram RANN/SÓKNARLÖGREGLAN í Kópavogi vinnur áfram að rann- sókn á máli gamla mannsins sem situr f gæzluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisafbrot gagn- vart ungum piltum. Verður málið æ umfangsmeira að sögn lög- regluyfirvalda, en þau hafa að öðru leyti ekki viljað tjá sig frek- ar um málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.