Morgunblaðið - 10.08.1975, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGUST 1975
Baráttan gegn regking-
um inn á ngjar brautir
HEILBRIGÐISYFIRVÖLD i
Bandarfkjunum og Bretlandi
virðast nú vera að taka f sig
rögg og herða baráttu gegn
sígarettureykingum og tðbaks-
framleiðendum. Jafnframt því
hefur árððri þeirra gegn reyk-
ingum verið beint inn á nýjar
brautir, þ.e. að heilbrigðisyfir-
völd og baráttusamtök gegn
krabbameini og hjartasjúk-
dðmum f þessum löndum eru
að hverfa frá þeirri hugsjðna-
stefnu að með öflugri upplýs-
ingastarfsemi um skaðsemi
tðbaksreykinga verði hægt að
fá fólk til að hætta að reykja.
Reynslan hefur sýnt að þessi
stefna hefur borið takmarkað-
an árangur. Nú hafa yfirvöld
söðfað um, og er nú fögð megin-
áherzla á að fræða almenning
um það, að f einstökum sfgar-
ettutegundum sé meiri tjara og
nikðtfn en öðrum, og séu þar af
ieiðandi hættulegri.
Verzlunarráðið í Banda-
ríkjunum hefur gengið svo
langt í þessum efnum, að leggja
þá kvöð á tóbaksframleiðendur,
sem selja vindlinga þar um
slóðir, að tilgreina f öllum aug-
lýsingum hversu mikið sé af
tjöru og nikótíni í þeim. I öllum
auglýsingum sem birtast í þar-
lendum fjölmiðlum má nú fá
upplýsingar um þetta atriði, en
auk þess er sem endranær birt
viðvörunin um að vindlinga-
reykingar geti verið hættulegar
heilsu manna.
Samkvæmt fréttaskeytum frá
Bandaríkjunum ætlar ráðið þó
ekki að láta hér við sitja, heldur
hefur það nú höfðað skaðabóta-
mál á hendur sex tóbaksfyrir-
tækjum, sem það telur að hafi
brotið reglurnar, þar sem fyrir-
tækjunum var gert að vekja
athygli á hættunni af sfgarettu-
reykingum í auglýsingum. Öll
þessi fyrirtæki hafa að vísu birt
aðvaranir í auglýsingum sfnum,
en ráðið telur þó að það hafi
verið gert með hangandi hendi
og ekki á fullnægjandi hátt,
m.a. vegna þess að letrið sem
viðvaranirnar voru prentaðar
með bæði í blaðaauglýsingum
og á auglýsingaspjöldum hafi
verið of smátt í samanburði við
sjálfan auglýsingatextann.
Fyrirtækin sem hér um ræðir
eru American Brands, Incorp.,
Brown and Williamson Tobacco
Corp., Liggett and Myers, Inc.,
Lorillard Corp., Philip Morris,
Inc., og R.J. Reynolds Indu-
stries, Inc., og geta þau hvert
um sig átt yfir höfði sér allt að
10 þúsund dollara sekt á dag
fyrir hvert brot á þessum regl-
um.
I Bretlandi er þessu dálítið
öðru vísu farið því að þar er nú
lögð megináherzla á að fá
tóbaksframleiðendur til að
birta á pökkunum sjálfum
upplýsingar um tjöru og
nikotín í vindlingunum. Að
minnsta kosti hefur brezka
heilbrigðisráðið undanfarið
birt heilsíðu auglýsingar í
brezku blöðunum með þessari
yfirskrift: HVAÐA
SÍGARETTUR BANA ÞÉR A
SKEMMSTUM TlMA? Þar er
greint frá því að á síðasta ári
einu hafi sígaretturnar kostað
a.m.k. 50 þúsund reykinga-
menn Iffið. ,,En sumar sígarett-
ur eru hættulegri en aðrar. Ef
þú getur ekki hætt að reykja,
veldu þá þær sígarettur sem
hafa minnst af tjöru og
nikótini,“ segir það. I auglýs-
ingunni, eru tilgreindar allar
vindlingategundir á enskum
markaði og þær flokkaðar eftir
því hversu mikil tjara er í þeim,
— og fylgir mynd af pökk-
unum, eins og sést hér á með-
fylgjandi mynd. Þeim tilmæl-
um er sfðan beint til lesenda, að
þeir geymi auglýsinguna þar til
tóbaksframleiðendur birti
þessar upplýsingar á pökkum
sínum. „Munið að því fyrr sem
þið hættið, þeim mun betri
möguleika eigið þið.“
I Bandarfkjunum bendir
ýmislegt til, að samþykkt
tóbaksframleiðenda um að
geta í auglýsingum um tjöru og
nikótfn í einstökum tegundum,
ætli að leiða til auglýsingastríðs
milli framleiðenda ef marka má
auglýsingatexta, sem þeir láta
birta í þarlendum blöðum og
tfmaritum.
Eins og vænta mátti hefur
reglugerðin leitt til þess að
framleiðendur þeirra vindl-
inga, sem reyndust hafa
minnsta tjöru og nikótfn sam-
kvæmt skýrslum Verzlunar-
ráðsins, sótt mjög í sig veðrið og
hafið auglýsingaherferð, þar
sem vitnað er f skýrsluna.
Ágætt dæmi um þetta eru aug-
lýsingar á Carlton-vindlingum,
en í þeim mun vera minnst af
tjöru og nikótíni af öllum vindl-
ingategundum, sem fram-
leiddar eru í veröldinni. I
Carlton 70 eru til dæmis aðeins
2 milligrömm af tjöru og 0,2 af
nikótíni í hverri sígarettu, sem
mun vera nær alveg hættu-
laust. Carlton (filter og
mentol), sem framleiðendurnir
byggja þó söluna fyrst og
fremst á, eru aðeins sterkari, 4
mg tjöru og 0.3 mg af nikótfni í
hverri sígarettu, en þær eru þó
hreinn barnaleikur í saman-
burði við hættulegustu vindl-
ingana eins og t.d. Pall Mall
King Size, sem hafa 36 mg af
tjöru og 3,3 af nikótfni sam-
kvæmt auglýsingu brezka heil-
brigðisráðsins og fyrr er vitnað
til.
Eðlilega hafa þessar upplýs-
ingar komið við kauninn á
keppinautum Carltons vestan
hafs sem bjóða sígarettur með
meiri tjöru og nikótfni og nú
má iðulega sjá í bandarískum
blaða- og tfmaritaauglýsingum
hvernig þau reyna að slá vopn-
in úr höndum andstæðingsins
með því að höfða til bragðleysis
veikari tegundanna. — Við sem
reykjum Tareyton viljum held-
ur berjast en skipta um tegund,
segir t.d. f einni slíkri auglýs-
ingu, sem sést hér til hliðar, en
hætt er við að mörgum muni
reynast það vonlaus barátta þar
eð 20 mg af tjöru og 1.3 mg af
nikótíni eru f hverri Tareyton-
sfgarettu. Annar framleiðandi
og öllu þekktari hér á landi
reynir að krafsa í bakann á
eftirfarandi hátt: — Hvers
vegna Viceroy? Vegna þess að
ég reyki aldrei leiðinlegar
sfgarettur." Viceroy er nær
meðallagi að styrkleika með 16
mg af tjöru og 1,0 mg af
nikótíni. Líklega eru fram-
leiðendur þeirra vindlinga sem
eru heldur fyrir neðan meðal-
lag allt eins hræddir um að
missa spón úr aski sínum og
hinir sem bjóða hættulegri teg-
undir.
Dæmi um þennan ótta birtist
t.d. f auglýsingum á Vantage
sfgarettum, en þar er nefndur
til sögunnar William nokkur
Pixley frá West-Stockbridge í
Massachusettes og hann látinn
segja eftirfarandi sögu: — Mér
finnst mjög gott að reykja. Og
ég hef alltaf reykt sömu teg-
undina. En jafnvel í þessum
litla bæ sem ég á heima í hef ég
heyrt þetta sem þeir eru að
segja gegn reykingum og gegn
„tjöru“ og nikótíni. Samt vildi
ég ekki hætta. Mér fannst það
of gott. Svo að ég reyndi
svona annað veifið einhverjá
af þessum tjörulausu síga-
rettum. Mér þótti þetta eins
og að reykja kál. En svo
var það einn dag að konan
mfn sagði: „Bill hérna er ný
sfgarettutegund, sem ég hef
verið að lesa um.“ Þetta var
Vantage. Ég kveikti tortrygg-
inn í, — og hvílík undrun! Hún
bragðaðist nákvæmlega eins
vel og sígaretturnar sem ég
reykti áður. Ég komst að pví að
þótt Vantage væri ekki með
minnst af tjöru og nikótíni voru
þær bestar. I Vantage-sígarettu
er ýmist 11 eða 12 mg af tjöru
og 0,8 mg af nikótini.
Hér á landi hefur þessu máli
verið lítill gaumur gefinn ef frá
er talin nýleg blaðagrein f
Tfmanum eftir Reyni Hugason.
Þar birtir hann töflu um tjöru-
og nikótín f nokkrum helztu
sígarettutegundum sem hér eru
á markaðinum. Einnig vekur
hann máls á því hvort ekki sé
tfmabært að stjórnvöld reyni
með skipulagðri „neyzlustýr-
ingu“ að beina reykingafólki
frá sterkustu tegundunum og
að þeim sem hafa minna af
tjöru og nikótíni, t.d. með verð-
mismunun.
Líklegt er að þetta mál
komist f brennidepil með haust-
inu, en þá hyggst Samstarfs-
nefndin gegn sígarettureyking-
um standa fyrir nýrri herferð f
líkingu við þá sem var fyrr á
árinu. Að þvf er einn nefndar-
manna, Bjarni Barnason læknir
tjáði Mbl„ á nefndin enn eftir
að halda með sér fund til að
Ieggja á ráðin um það hvernig
baráttunni yrði hagað að þessu
sinni, en hann taldi alls ekki
fráleiít að það yrði að ein-
hver'ju leyti farið inn á þessa
braut sem lýst hefur verið hér
að framan, og almenningi
þannig veittar upplýsingar um
hvaða vindlingum þeim
stendur minnst hætta af vegna
tjöru og nikótfns og hvaða teg-
undir séu hættulegastar að
þessu leyti.
Hér verðu þó látin fljóta með
tafla um tjöru og nikótín í
nokkrum algengustu tegundum
vindlinga, og er hún unnin upp
úr skýrslu um tilraunir Water-
Ioo-háskólans f Kanada f janúar
1973 sem blaðið fékk hjá
Krabbameinsfélagi Islands, en
auk þess er stuðzt við töflu
Reynis Hugasonar, sem áður er
getið, og auglýsingu brezka
heilbrigðisráðsins. _______
3_
, 5?
C. o.
fD Hí
Tegund 2
mg/síg.
Ransom (KSF) ............ 6 0.3
Hallmark (KSDF) ...... 7 0.4
Hallmark (KDFM) ...... 8 0,4
Goldstream (KSF) ..... 9 0.4
Albany Trims (CF) .......10 0.8
Edinburgh (KSF) .........11 0.7
Players Trent (MCF) ....11 0.7
Rothmans No. 7 (KSF) .. 11 0.6
Cambridge (KSF) .........12 0.9
CravenASpec. (KSDF) 12 0.8
Cambridge (KSFM) ........13 0.8
Capstan (RF) ............13 0.8
Escort (KSF) ............13 0.8
Lambert & Butler
(KSF) ...............13 0.9
Players Trent (V FF) .. .13 0.8
Tartan (KSF) ............13 0.7
Turf (RF) ...............13 0.9
Albany (KSF) ............14 1.2
Escort (KSFM) ...........14 0.8
Fiesta (KSFM) ...........14 0.8
Park Drive (RF) .........14 0.9
Peter Jackson (KSF) ....14 1.1
Peter Stuyvesant
(KSFM) ..............14 0.9
Viscount (KSF) ..........14 1.1
Alpine (KSFM) ...........15 0.8
Capstan (RP) ............15 1.0
Churchman (KSF) .........15 1.0
Claridge (KSF) ..........15 1.0
Country Life (KSF) ......15 1.0
Peter Stuyvesant (KSF) 15 0.9
Benson &Hedges (SF
KSF) ................16 1.1
Craven A (KSF) ..........16 1.2
Galaxy (KSF) ............16 0.9
Kent (KSF) ..............16 1.0
Marlboro (RF) ...........16 0.9
Marlboro (KSFM) .........16 0.8
Park Drive (ÉM) .........16 0.8
Philip Morris (KSF) .....16 0.9
Rothmans (KSF) ..........16 1.1
Virginia Slims (KSF) ....16 0.9
Camel (RP) ..............17 1.1
Chesterfield (KSF) ......17 1.0
Consulate (KSFM) ........17 1.0
Dunhill (KSF) ...........17 1.1
Philip Morris (RP) ......17 0.8
Salem (KSFM) ............17 1.2
Camel (KSF) .............18 1.2
Chesterfield (RP) .......18 1.0
Kool^ (KSFM) ............18 1.2
Philip Morris (KSEX) ..181.0
Winfield (KSF) ..........18 1.1
Players (KSF) ...........19 1.2
Chesterfield (KSP) ......21 1.3
KSF — King Size Filter, CF —
Compact Filter. KSFM — King
Size Filter Menthol. SF—
Special Filter. RF — Regular
Filter. RP — Regular Plain.
KSP — King Size Plain. KSDF
— King Size Dual Filter.
KDFM — King Size Dual Filter
Menthol. RM — Regular Filter
Menthol. KSEX — King Size
Executive. V RF — Virginia,
Regular Filter.
Rétt er að taka fram að í töflu
brezka heilbrigðisráðsins og
eins töflu Reynis Hugasonar
eru tölurnar nokkru hærri en í
töflunni hér að ofan, og hér eru
heldur ekki nefndar algengar
tegundir eins og Viceroy filter
sem hefur 16 mg af tjöru og 1.2
af nikótíni í hverri sígarettu,
eða Winston, sem hefur 19 mg
af tjöru og 1.3 mg af nikótíni
Samkvæmt töflu brezka heil-
brigðisráðsins er Pall Mall
King Size með 36 mg af tjöru og
3.3 af nikótíni.
Vonandi sakar enginn okkur um að vera að hampa þessum
sígarettutegundum, en öðru vfsi verður varla sýnt hvers konar
auglýsingastrfð er nú að hefjast f kjölfar þess að vindlinga-
framleiðendum er gert að birta upplýsingar um tjöru og nikótfn í
hverri tegund.