Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1975
11
EF ÞAÐ ER
FRÉTTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ í
MORGUNBLAÐINU
Jón úr Vör:
HLE
ÉG VAR búinn aö lofa lesendum
Morgunblaðsins að hvíla þá um
stund á skrifum frá minni hendi.
En nauðsyn brýtur lög. Það
standa á mér spjót úr fleiri en
einni átt, er þó of hátíðlega að
orði komist hvað snertir hina
hressilegu kveðju unga mannsins
i Morgunblaðinu 6. þ.m., Lárus
Oskarsson heitir hann. Ég kann
því ekki illa þótt unglingum
hlaupi kapp i kinn. Vona bara að
skaphitinn endist þeim sem
lengst. En það eru lika komnar
tvær greinar frá lögmanninum
okkar, Gunnari M. Guðmunds-
syni, 2. og 7. ágúst, stórfróðlegar
sem vænta mátti. En eins og ég
hef áður getið um er ég illa i
stakk búinn til þess að standa
mikið I blaðadeilum nú um sinn,
tvær ferðir, löngu fyrirhugaðar,
standa fyrir dyrum, önnur hér-
lendis, hin erlendis með stuttu
hléi á milli. Gleraugun min eru að
visu í lagi, en ekki víst að penninn
verði jafn vinsæll förunautur að
þeirra dómi, sem ferðum ráða.
Hætt er því við að ég verði að
leggja dagblöð til hliðar að lokn-
um lestri næstu vikur. En margt
er f fyrri greinum G.M.G. og einn-
ig þeirri síðustu, sem kalla á svör
og þau koma á sínum tíma. Hvor-
tveggja er, að hér er um málefni
að ræða, sem ekki eru timabundin
og líka hitt að allir aðilar ættu að
hafa gott af hvild frá þessu þrasi
um stund. Þessar línur eru þvi
aðeins kvittun með viðeigandi
þakklæti fyrir nýjar sem eldri
kveðjur.
En þótt ég ætli að geyma til
seinni tíma að svara aðalatriðum i
greinum G.M.G. nota ég tækifærið
til að víkja lauslega að örfáum
smáatriðum, sem ég hefði látið
liggja á milli hluta, ef lögmaður-
inn væri ekki beinlinis að kvarta
undan áhugaleysi mínu á mál-
flutningi hans. Hann kveðst hafa
birt grein i Morgunblaðinu 16.
júlí, en „það varð bið á svörum
frá Jóni úr Vör. En i Morgunblað-
inu 20. júli s.l. birtist orðsending
Finnsk stúlka
„Miss Young
InternationaV,
Tókíó 8. ágúst. AP.
FINNSK sýningarstúlka,
Merja Tammi, var í dag kjörin
„Miss Young International
Beauty“ 1975. Hlýtur hún
rösklega þrjú þúsund dollara
að iaunum. Hún er tvítug að
aldri. Önnur I röðinni var
sextán ára brezk stúlka og
sænski keppandinn varð
númer þrjú. Fjörutfu og átta
stúlkur tóku þátt f keppninni.
Áströlsk stúlka var kjörin
„Miss Young Photogenic" og
nitján ára gömul stúlka frá
Nicaragua hlaut titilinn „Miss
Young Friendship".
Jón úr Vör.
frá skáldinu og bar keim nokk-
urrar örvæntingar. „Rithöfundur
hristir ekki slíkar ritsmiðar fram
úr ermi sinni“, sagði þar.“ — „Þá
hafði skáldið áhyggjur af þvf,
hvað lesendur Morgunblaðsins
hugsuðu um undanfarandi skrif
þess I blaðið."
Nú er þess að geta, að milli 16.
júlí og ,,orðsendingar“ minnar 20.
sama mánaðar eru ekki margir
dagar og fyrri svargrein mín við
grein hans frá 16. júlí kom 29.
júlí. Mér þykir þvi gæta þarna
óþarfa bráðlætis. Ummælin um
ótta minn varðaði lesendur
Morgunblaðsins er útúrsnún-
ingur. Ég spurði: „Skyldi undir-
ritaður vera sá einfeldningur,
sem ætla mætti eftir túlkun
hæstaréttarlögmannsins á
skoðunum mínum?“ Rithöfundur
verður að hafa þann embættis-
metnað að vanda það sem hann
lætur frá sér fara. Ekki á það sist
við, þegar ritað er um þau efni,
sem hér um ræðir. Ég er ekki í
nokkrum vafa um það, að sá þátt-
ur I sjálfstæðisbaráttu íslensku
þjóðarinnar, sem leikinn er á
okkar tímum, verður forvitni-
legur fyrir seinni tíma fræðimenn
og allan almenning. Málaferli VL-
manna og allar umræður um þau
þykir merkilegt tímanna tákn,
heimild um menningarástand
þjóðarinnar á okkar tímum. Síðar
verður gluggað í þessar greinar
okkar I Morgunblaðinu.
Þessvegna skulum við ekki kasta
höndum til þeirra.
Eg ætla aðeins að víkja að upp-
hafsorðunum i grein lögmannsins
7. ágúst s.l. Hann lætur berlega að
þvi liggja, að ég sé ekki allur þar
sem ég sé séður. Ef þetta á að
tákna það, að honum þyki ég bera
kápuna á báðum öxlum, er honum
um að kenna en ekki mér. Hann
þekkir sýnilega litið til mín og
minna skoðanna. Annars hefði
honum ekki orðið það á að til-
einka sinum skjólstæðingum orð
mín, sem hann rangtúlkaði fyrir
rétti og þverskallast enn við að
skilja rétt, þykist enn vita betur
en ég hvað merki.
Skoðanir minar á hernámi því,
sem lögum samkvæmt er kallað
hervernd, hefur aldrei verið
leyndarmál. Ég var í stjórn bar-
áttusamtaka þeirra, sem rithöf-
undar ofl. stofnuðu og nefndist
Friðlýst land og meðal ritstjórnar-
manna samnefnds blaðs, á meðan
það kom út. Ennfremur var ég
einn af stofnendum Þjóðvarnar-
flokksins, miðstjórnarmaður þar,
ritaði töluvert í Frjálsa þjóð, rit-
stjóri blaðsins um tíma.
Ég vil ekki skrifa langhunda i
Morgunblaðið. Þessvegna hef ég
látið hjá líða að gera athugasemd-
ir við margt í greinum lögmanns-
ins. En ég þykist hafa gert sumum
atriðum þar sómasamleg skil.
Hann er á annarri skoðun.
Lesendur verða að dæma. En
síðar munum við væntanlega geta
'skipst á skoðunum. En ef hann
vill að ég Svari hans spurningum
má hann ekki vikjast undan því
að svara minum.
Félög með þjálfað starfslið i þjónustu við þig
Sjöhu sinnum
iviku
Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í
áætlunarferð, samkvæmt sumaráætlun til 12 staða
í Evrópu og Bandaríkjunum.
Þessi mikli ferðafjöldi þýðir það, að þú getur ákveðið
ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust.
En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það
þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost.
Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og
3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með
langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar,
Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á íslandi.
500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum
okkar í 30 stórborgum erlendis.
Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis.
Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki
þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni,
þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur
framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem
stunda reglubundið flug, og fjölda hótela.
Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir
og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér
finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi-
legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur
af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða
annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo
mætti verða.
FLUGFÉLAG LOFTLEIDIfí
LSLAJVDS