Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGÚST 1975 THE OBSERVER THE OBSERVER THE OBSERVER && THE OBSERVER *Skb THE OBSERVER *Stit THE O Edward Cranksaw: „Nauðsynleg úttekt á stjórnmálalegum afleiðing- um siðari heimstyrjaldar- innar." ÞANNIG hljóSaði hin hógværa skilgreining Leonids Brezhnevs á þvl hver væri aðaltilgangurinn með Öryggismálaráðstefnu Evrópu í Heisinki á dögunum. Þessi fagnaðarsamkoma 35 þjóða viðurkenndi ríkjandi ástand í Austur- og MiS-Evrópu, sem komið hefur verið á með rúss- nesku hervaldi með rússneska hagsmuni fyrir augum, og þannig má nefna þetta úttekt á stjórn- málalegum afleiðingum. En var þessi úttekt nauðsynleg? Því fer fjarri að hún hafi verið Bretum og öðrum þjóðum en Rúsuum nauðsynleg. Um margra ára skeið hefur Sovétleiðtoginn lagt ofurkapp á að þessi úttekt færi fram, en menn hljóta að spyrja hver sé ástæðan fyrir því, að hún væri slikt baráttumál leið- toga eins voldugasta rikis ver- aldar. Hann hefur varið miklum tíma og kröftum til að koma þessari barnalegu samkomu á laggirnar, enda þótt það lægi >' augum uppi, að hún gæti hvorki ieitt til aukins öryggis Sovétrikj anna (eða annarra) né bætt neinu við veldi þeirra. Grundvallarástæður Rússa eru ávallt flóknar og torráðnar. Sagn- fræðinga greinir enn á um raun- verulegan tilgang Nikulásar I. gagnvart Tyrkjum í lok Krimstriðs- ins. Leyndardómar skjalasafnanna gætu ekki gefið ótvirætt svar við þessari spurningu, en ein skýring- in gæti verið sú. að Nikulás sjálfur hafi alls ekki gert sér grein fyrir því hver tilgangurinn var. Þannig er heldur ekki Ijóst hvað vakti fyrir sonarsyni hans, Niku- lási II., árið 1898, þegar hann krafðist þess óvænt, að haldin yrði mikil afvopnunarráðstefna (sú fyrsta I sögunni). Hann fékk sinu framgengt og var ráðstefnan haldin I Haag, Auðvitað leiddi ráð- stefnan ekki til neinnar afvopn- unar, en árangurinn varð hins- vegar nokkurs konar reglugerð um herstjórn. Sumir sagnf ræðingar halda þvl fram, að Nikulás hafi látið stjórnast af einlægri hugsjón og hafi fyrirmyndin verið „hið heilaga bandalag" (samningur, sem Rússland, Prússland og Austurríki gerðu með sér í Vín árið 1815, eftir fall Napóleons, um að halda uppi lögum og reglu I Evrópu). Aðrir telja hinsvegar, að þetta hafi verið örvæntingarfull tilraun til að koma i veg fyrir, að Austurrfki hervæddist og tæki I notkun fullkomnari vopn en Rússar höfðu yfir að ráða. Vafa- Iftið hefði Nikulási Sjálfum vafizt tunga um tönn hefði hann átt að skýra frá því hvað fyrir honum vakti. Ég tel, að á sama hátt geri Sovétleiðtogarnir sér heldur ekki fylliiega grein fyrir þvf hvað fyrir þeim vakir nú. Helsinki-ráðstefnan hefur á sama hátt gefið sagnfræðingum tilefni til heilabrota, sem endast mun þeim um langa hríð. Var til- gangurinn með þvf að halda þessa ráðstefnu einlæg viðleitni ! átt til slökunar spennu (détente), eða til þess að treysta tangarhald Rússa á Austur-Evrópu. eða jafnvel hvort tveggja? Ef fyrri tilgátan er rétt, vaknar sú spurning hvort ekki hefði mátt ná betri árangri með þvf að fara hljóðlátari leiðir, þ.e.a.s. diplómat- fskar. Ef sú síðari er hins vegar rétt, er spurningin, hvernig hægt sé að styrkja aðstöðu. sem grund- vallast á vopnahaldi með ræðu- höldum f Finnlandi. 0 m m O ryggismálará stefna Evrópt í Helsinki — ð- i svik, við fórnarlömb kúg- unarinnar og okkur sjálf É9 er þeirrar skoðunnar, að ástæðan fyrir þvi ofurkappi, sem Rússar lögðu á, að ráðstefnan yrði haldin, hafi verið þörf þeirra fyrir að styrkja sig siðferðilega. Hlið- stæðar ástæður réðu oft miklu um gang stjórnmála f Rússlandi á árunum fyrir byltinguna 1917 og verður nú vart á ný eftir Stalfns- tfmabilið, en meðan á þvf stóð gerðu jákvæðar tilhneigingar f þessu efni einfaldlega ekki vart við sig. Bretum er orðin svo töm sú þörf að telja sjálfum sér trú um að jafnvel hinar lúalegustu aðgerðir séu af göfugum toga spunnar, að þeir gleyma þvf iðulega. að öðrum þjóðum sé eins farið. Það er ein- kenni á brezkum stjórnmála- mönnum, að þeir kæra sig oftlega ekkert um hvaða álit aðrir kunni að hafa á aðgerðum þeirra, aðeins ef þeim tekst að réttlæta þær fyrir sjálfum sér. Rússum er þveröfugt farið. Þeim er mest f mun að aðrir trúi þvf, sem þeir bera á borð, og þvf stórkostlegri sem lygin er, þeim mun meiri áherzlu leggja þeir á að gera hana trúverðuga f annarra augum. Helsinki-ráðstefnan hefur orðið nokkurs konar kóróna á ferli Leonids Brezhnevs, sem komst til vegs og virðingar á dögum Stalfns, og hefur sfðan tekizt að halda velli með aðferðum, sem engan veginn eru til þess fallnar að afla honum virðingar. Enn ein skýringin er sú, að rúss- neskir ráðamenn hafa ætfð haft miklar mætur á formlegum yfir- lýsingum jafnvel af minnsta tilefni undirrituðum og innsigluðum af öllum. sem hlut eiga að máli. Rússneskir ráðamenn hafa á öllum tfmum trúað á bókstafinn út f yztu æsar. Rússneskir kommúnistar eru kannski meiri bókstafstrúarmenn en nokkrir aðrir rússneskir ráðamenn, þvf að þeir telja sig hafa höndlað sann- leikann. Lokatakmarkið stendur þeim alltaf skýrt fyrir hugskots- sjónum, og allar aðgerðir þeirra falla inn f þá mynd, sem þeir hafa gert sér af lokatakmarkinu. En hvernig fellur Austur-Evrópa inn á þessa mynd? Vissulega eru Rússar einráðir f Austur- og Mið-Evrópu, og veldi þeirra stendur þar traustum fótum. En hvaða opinberu viður kenningu hafa þeir fyrir þessum yfirráðum? Það er mikilvægt fyrir Rússa að geta talið heimamönnum trú um, að völd þeirra séu einungis I þvf fógin að vera burðarás hins kommúnistíska heims, enda hefur þetta oft komið að gagni og heldur sjálfsagt áfram að gera það. En úti f hinum stóra heimi eru slfkar skýringar ekki teknar gildar, og skriðdrekalestir f borgum skjól- stæðinganna gefa ekki tilefni til hugleiðinga um siðgæði. Helsinki-ráðstefnan hefur sameinað alla Evrópu og Norður- Amerfku í formlegri viðurkenn- ingu á ástandi. sem áður var aðeins þegjandi samkomulag um. Þetta hefur að mfnu viti orðið Brezhnev og vinum hans mikil hvatning, en um leið mikið áfall fyrir þá Pólverja, Ungverja, Tékka og aðra, sem sótt hafa siðferði- legan styrk til Vesturlanda, sem hingað til hafa staðfastlega hafn- að hvers konar tilmælum um viðurkenningu á rfkjandi ástandi f þessum löndum. Sovétleiðtoginn hafði Ifka nokkuð til málanna að leggja um fullveldi þjóða.: „Enginn aðili annar en þjóð hlutaðeigandi rfkis hefur vald til að áðkveða skipan innanlandsmála og eða setja lög um innanlandsmál." Brezki forsætisráðherran, Harold Wilson, kvaðst hafa tekið þetta ákvæði alvarlega. En hvað felst raunverulega I þessum orð- um? Wilson virðist hafa skilið þau svo, að þau kæmu í veg fyrir alla fhlutun Rússa utan Sovétríkjanna, að þau boðuðu endalok einræðis- stjórnar Brezhnevs. og að innrásin I Tékkóslóvakfu hefði aldrei átt sér stað, hefðu þau verið sögð fyrir árið 1 968. En þá er þess að gæta, að Rússar geta sent hersveitir sínar hvert á land sem er, hvenær sem er, — þ.e.a.s. þar sem kommún- istar eru við völd. Það eina. sem þarf að gera, er að lýsa þvf yfir, að félagarnir ! Prag, eða f viðkomandi landi, hafi snúið til Moskvu með ósk um vernd gegn gagnbyltingar- öflum. Þá streyma herjir varsjár- bandalagsins á vettvang til hjálp- ar. Ég Held, að allir séu sammála um að Brezhnev leggi þann skiln- ing f hugtakið „fullveldi þjóða", að Sovétrfkin hafi fullveldi til að meðhöndla þegna sfna eins og þeim þóknast og vfsa á bug öllum mótmælum frá öðrum löndum. Einnig, að þeir geti haldið áfram að nota KGB til að sakfella Gyðinga fyrir að sækja um brott- fararleyfi frá Sovétrfkjunum, búa Bukovsky hægan dauðdaga með pyntingum, geyma Grigorenko á geðveikrahæli. hindra ferðalög almennings til annarra landa og sjá til þess að hann blandi ekki geði við útlendinga heima fyrir. Berlfnarmúrinn stendurenn. Við þvf verður ekkert gert. Vitaskuld er skárra að samskipti við Rússa gangi áfallalftið en að skorið sé á öll tengsl, þvf að þrátt fyrir allt eru Sovétrfkin nú mannúðlegri vistar- vera en þau voru fyrir nokkrum árum. En Rússar hafa ekki tekið aftur opinberar yfirlýsingar sfnar um baráttu af hugsjónaástæðum með friðsamlega sambúð að leiðarljósi. f augum Rússa á hug- sjónabarátta ekkert skylt við fræðilega röksemdafærslu. Merk- ingin, sem þeir leggja f þetta orða- lag er sú, að þeir láti einskis ófreistað til að styrkja niðurrifsöfl hvar sem er og hægt er að stýra þeim f nafni kommúnismans. Þetta eru fjandsamlegar aðgerð- ir, sem á að meta sem slfkar og bregðast við sem slfkum. Helsinki-ráðstefnan aðstoðaði óvinveitt rfki við að skrýðast skikkju virðuleikans. Þannig höfum við ekki aðeins svikið fórnarlömb kúgunarinnar, heldur einnig okkur sjálf. iStit THE OBSERVER iStit THE OBSERVER THE OBSERVER iStit THE OBSERVER ^Stii. THE OBSERVER uStit- THE OB

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.