Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGÚST 1975
15
GAMLAR minningar hafa leitað á
huga Slagsfðunnar sfðan um verzlun-
armannahelgina, er hún birti gamlar
Ijósmyndir úr safni öl. K. Mag. Og þvf
er efni hennar f dag tengt gömlum
ævintýrum, sem Slagsfðan upplifði á
unga aldri, sveitaböllum og DELL-
blaðalestri f þrjúbfóum.
sonar frá Akureyri lék fyrir
dansi, þrautreyndir sveitaballa-
spilarar, sem vita nokk hvað
gengur í lýðinn. Birgir Marinós-
son var gítarleikari hljómsveit-
arinnar PÓLÓ í eina tíð. örvar
Kristjánsson er harmonikku-
leikari og trommarinn heitir
Steingrímur Stefánsson, bróðir
Pálma, sem var fyrirliði PÓLÓ
um árið.
ÞEIR gerðu tilraun til að halda
miðsumarssveitaball í Hrísey
ekki alls fyrir löngu. Og Slag-
sfðan kom á vettvang, sannfærð
um, að þarna kæmist hún loks á
ómengað sveitaball í gamla
stílnum, eins og hún hafði upp-
lifað þau fyrir 15 árum eða svo.
Ferjan, sem gengur milli Hrfs-
eyjar og lands, er harla lítil og
Slagsíðan taldi engar líkur á aö
ferjan hefði náð að flytja svo
mikið af ómenningu nútímans
til Hríseyjar, að sveitaböllin i
eynni væru fallin í sama farveg
og böllin t.d. sunnanlands, þar
sem borgarlýðurinn treðst inn
og teyga sitt brennivin í takt
við rafmagnstónlist með
þrumugný.
Nei, Slagsíðan gerði sér vonir
um ekta gamaldags sveitaball
og fór þegar að rifja upp æsku-
minningarnar frá böllunum i
sveitinni. Slagsíðan var með
eindæmum bráðþroska barn og
hóf að stunda sveitaböll löngu
fyrir innan fermingu, einhvers
staðar á 8—10 ára aldrinum!!!
ÞEIR í Hrfsey fréttu náttúru-
lega strax af þvf, að Slagsíðan
hefði stigið þar á land, og þegar
Slagsíðan birtist á ballinu,
meinleysisleg og hafði sig lítt i
frammi, þá fóru Hríseyingar og
vinir þeirra að gjóa til hennar
augum og jafnvel að gefa sig á
tal við hana einn og einn, svona
til að athuga hvort hún væri
ekki í góðu skapi og hvort hún
ætlaði ekki að skrifa eitthvað
fallegt um ballið og hvort þetta
væri ekki allt í sómanum og svo
framvegis.
En Slagsíðan sat lengst af á
rassinum, skoðaði skemmtun-
ina, saup á kókinu og drakk i
sig stemninguna og áhrifin af
þessari merkilegu samkomu.
Allt var þetta sfðan flokkað i
tölvudeild hennar og stillt upp
við hliðina á æskuminningun-
um úr sveitinni, til að kanna
hvort Hríseyjarballið væri eins
gott og þau löngu liðnu.
Tölva Slagsfðunnar er því
miður ekkert fullkomnari en
maðurinn sem stýrir henni, en
henni tókst þó að skila flokk-
uðum samanburði á dansleikja-
gæðum f fimmtán liðum með
formerkjunum NU og ÞÁ, allt
eftir því hvort verið er að fjalla
um Hríseyjarballið eða gömlu
sveitaböllin. Má líkja saman-
burðinum við lotur í hnefa-
leikakeppni og er dæmt um það
að lokinni hverri lotu, hvor
aðilinn vinnur hana á stigum.
BÖRNIN
NU: 1 Hrísey hafa þeir þann
háttinn á að hafa dansleikina
tvískipta, þegar unnt er. Byrjar
hljómsveitin, að spila klukkan
hálfníu á barnaballi, þar sem
yngsta kynslóð eyjarinnar
dansar af mikilli gleði fram til
klukkan tíu. Sfðan fara börnin
heim og þá fara þeir eldri að
tygja sig til og mæta sfðan á
ballið upp úr klukkan ellef u.
ÞÁ: I gamla daga mættu und-
ir jafnt sem gamlir á ballið á
tfunda tímanum og svo var það
látið ráðast hvenær börnin fóru
heim eða hvort þau fóru yfir-
leitt nokkuð heim á undan
eldra fólkinu. Þau úthaldsbeztu
(og frekustu) fengu því óáreitt
að vera ballið á enda og voru að
vonum hæstánægð með það.
Fyrsta lota: Þá vann.
GOSIÐ
NU: Slagsíðan tölti strax eftir
komuna á ballið að gossölunni
og fjárfesti í hressingu. Þar
voru þessar venjulegu tegund-
ir, kók, appelsín, pilsner ... og
Skyldu
verið að biðja um lagið
aftur ... og aftur ... og aftur!
Þriðja lotan: Þá vann.
DANSGÓLFIÐ
GERT SLEIPT
NU: Tvær stúlkur gengu
annað slagið um dansgólfið og
stráðu einhvers konar flögum
yfir það, líklega sápuspæni úr
pakka. Dansgólfið var ágætlega
hált.
ÞÁ: Þá gekk einhver með
kerti og hníf um gólfið og tálg-
aði kertið niður, þannig að vax-
ið mætti gera gólfið hált.
Fjórða lota: Þá vann.
Dau hafa verið
betrl svelta
bðllin í
gamla daga?
MEÐ því að myndavél Slagslðunnar var flasslaus I Hrlseyjarferðinni, varð lítið úr
myndatöku á ballinu, nema á fyrri hluta þess — barnaballinu — á meðan sólin
varpaði enn birtu inn um gluggana. — Það er trló Birgis Marinóssonar sem þarna
fremur tónlist.
svo ein tegund, sem Slagsíðan
hélt að væri útdauð fyrir löngu,
en hefur greinilega lifað góðu
llfi I Hrísey, nefnilega Hi-spot!
(Hins vegar má svo sem geta
þess, að þarna norður frá kalla
börn og unglingar suma hluti
öðrum nöfnum en við borgar-
búar eigum að venjast. Þar
heitir appelsínið nefnilega
ekki appelsfn, heldur Egils,
þ.e. ef það er frá þeirri virðu-
legu verksmiðju. „Eina Egils,“
segja börnin og fá appelsfn.
Þau tala líka sérkennilega mál-
lýzku, tala m.a. um „Pylsur“,
með ekta yfsilon-framburði, en
að sjálfsögðu er borgarbarnið
vant því frá blautu barnsbeini
að segja „pulsur". Nóg um það.
ÞÁ: I þann tíð var póló aðal-
stældrykkurinn hjá börnum og
þegar þeim leiddist heima á
kvöldin, gátu þau einfaldlega
sett sykurmola f gosflosku fulla
af vatni, hrist rækilega, og
fengið annars flokks póló!
Gosdrykkurinn geisli var hins
vegar á nokkru undanhaldi.
önnur lota: Jafntefli.
HLJÓMSVEITIN
OG LAGAVALIÐ
NU: Trfó Birgis Marinós-
Trfóið hélt sig nær eingöngu
við lögin, sem verið hafa hvað
vinsælust f óskalagaþáttunum
„Á frfvaktinni", „Undir tólf“
og „Óskalög sjúklinga" að und-
anförnu, þ.e. lög Stuðmanna,
Lónlí blú bojs, Gylfa Ægissonar
og slíkra kappa. Þetta kunnu
Hríseyingar og vinir þeirra vel
að meta og dönsuðu sig bull-
sveitta. En ekki kætti þetta
Slagsfðuna sérlega mikið.
ÞÁ: Hljómsveitin hans Geirs
einhverssonar var aðalnúmerið
og dætur hans Hjördís og Ulf-
hildur voru heimsfrægar um
allt Suðurland fyrir söng sinn.
Ekki man Slagsfðan hvaða lög
voru spiluð, en rámar þó eitt-
hvað i, að það hafi verið öll
vinsælustu lögin úr óskalaga-
þáttunum „A frfvaktinni",
„Lög unga fólksins" og „Óska-
lög sjúklinga". Sá var þó
munurinn, að á þeim tfma voru
þetta aðaltónlistaruppsprettur
Slagsfðunnar, en ekki nú!
Sérstaklega er minnisstæður
flutningur Geirs og félaga á lag-
inu „Mama“, sem Gitte Hænn-
ing hin danska hafði gert frægt.
Þar sungu þær Hjördfs og Ulla
svo vel, að menn táruðust (eða
fengu sér tár). Og alltaf var
tlTÞRA
NU: I Hrisey voru aðstæður
allar hinar huggulegustu fyrir
þá, sem vildu skreppa út af
ballinu og viðra sig. Fjaran
nokkra metra frá samkomuhús-
inu og götulýsing ekki meiri en
svo, að nægir skuggar voru fyr-
ir þá, sem þurftu á þeim að
halda (líklega ekki margir).
ÞÁ: Myrkrið var mikið og
svart og móarnir skammt und-
an, auk þess sem gömul útihús
veittu þeim skjól, sem þurftu á
að halda. Þá var stöðugur
straumur fólks út úr húsinu og
út í myrkrið og einn frændi
Slagsfðunnar fræddi hana á
því, að það sæist f augunum á
kvenfólkinu, hvort nokkuð
hefði dregið til tfðinda úti í
móanum í myrkrinu. Enginn
slíkur glampi sást í augum
Hríseyjarkvenna.
Fimmta lota: ÞÁ vann.
SALERNI
NU: í samkomuhúsinu f
Hrísey voru þokkalega þrifaleg
klósett og ekkert sérstakt um
þau að segja.
ÞÁ: Utan húss var myndar-
legur kamar, oftast rauðmálað-
ur, og hann urðu menn að nota
— eða þá móana og myrkrið!
Sögur hermdu að stundum hafi
kamrinum verið velt um koll,
þegar líða tók á ballið, og þá
gjarnan með einhverjum inni!
Sjötta lota: ÞÁ vann.
LÖGGÆZLA
NU: 1 Hrísey voru engar lögg-
ur. Samkomulag er um að dans-
leikirnir þar f eyju séu ekki
auglýstir opinberlega, og þá
þarf enga löggu f gæzluna. Ef
heimamenn vilja hins vegar
endilega auglýsa böllin sfn, þá
verða þeir líka að ráða löggur
til gæzlu. Slíkt er hins vegar
svo dýrt, að þeim dettur það
ekki f hug.
ÞÁ: Löggurnar birtust yfir-
leitt þegar líða tók á ballið,
enda veitti ekki af.
Sjöunda lota: NU vann.
SLAGSMAL
NU: Slagsmál eru fátíð á
Hríseyjarböllum og þá sjaldan
að þau gerast, þá eiga aðkomu-
menn alltaf sökina, að sögn
heimamanna. Engin slagsmál
urðu á þessu balli og ekkert var
brotið.
ÞÁ: Slagsmál voru fastur lið-
ur, þegar lfða tók að lokum
dansleiksins. Nokkrir menn úr
sveitinni komust þá alltaf í slík-
an ham, að þeir neyddust til að
fækka heilum rúðum í félags-
heimilinu og heilum tönnum í
sveitungum sínum.
Attunda lota: ÞÁ vann.
AÐKOMUFÓLK
NÚ: Þó nokkrir aðkomumenn
voru á ballinu i Hrísey, einkum
fólk af Árskógsströndinni.
Enda hefði aðsóknin ekki orðið
nein annars. Líklega hafa um
80 manns komið á ballið til
styttri eða lengri dvalar, en
aldrei voru fleiri en um 50
manns inni í einu.
ÞÁ: Langsamlega flestir ball-
gestir voru úr sveitinni eða
næsta nágrenni hennar. Þá var
borgarlýðurinn ekki farinn að
kaupa sér sætaferðir á böllin á
þessum stað, eins og nú gerist.
Nfundalota: Jafntefli.
ALDUR BALLGESTA
NU: Meðalaldurinn hefur
verið um 20 ár og langflestir
voru innan tvítugs, en einstaka
maður og kona yfir þrítugt eða
fertugt.
ÞÁ: Meðalaldurinn hefur
verið talsvert nálægt þrítugu,
því að fullorðna fólkið í sveit-
inni, bændur og búalið, fjöl-
mennti á böllin eins og ungling-
arnir.
Tíunda lota: ÞÁ vann.
GRUNDVÖLLUR
FYRIR BALLI
NU: Þeir höfðu ekki haldið
miðsumarsball I Hrísey í óra-
langan tíma, töldu, að það
myndi ekki borga sig. Nú var
ákveðið að gera tilraun, en þar
sem aðsóknin var helmingi
minni en á dansleikjum á öðr-
um árstfmum, þá verður vart
framhald á dansleikjahaldi á
þessum tíma f Hrísey.
ÞÁ: AUir voru ólmir að kom-
ast á ball, en einkum þó, ef
ballið hét einhverju sérstöku
nafni. Þess vegna voru böllin
alltaf skfrð einhverju nafni og
alltaf var fullt hús. Það voru
kvenfélagsböll, kaupakvenna-
böll, sláturhúsböll, réttarböll
o.s.frv.
Ellefta lota: ÞÁ vann.
Afengisneyzla
NU: Hríseyingar drukku tals-
vert af áfengi, þó ekki meira en
gengur og gerist á böllum hér
sunnanlands eða í borginni.
Enginn virtist illa leikinn af
áfenginu, heldur báru menn
það vel.
ÞÁ: Talsvert var drukkið,
enda þótt Slagsíðan fylgdist
kannski ekki eins vel með því
þá og nú. Sumir drukku of mik-
Framhald á bls. 47.
SI.AUSWAH