Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975 Halldór E. Sigurðsson landbúnaðarráðherra; Ábúðarleiga á Homi í Skorradal Sannleiksást og réttlætiskennd Ólafs Hannibalssonar 1 Skorradal er jörð ein lítil, sem Horn heitir og stendur undir Skarðsheiðinni í skugganum af Skessuhorninu. Jörð þessi hefur ekki verið tclin til kostajarða þar í sveit og er það ekki. Það er því nokkuð óvænt, þegar það hefur skeð, sem nú hefur átt sér stað, að deilur hafa risið út af ráðstöfun á þessari jörð, sem þar að auki er í því ástandi, að ekki er búandi á nema umbætur séu þar gerðar. Hvað yrði þá ef um kostajörð væri að ræða? Tún þessarar jarðar mun vera um 3 ha, allt óslétt og í órækt. Túngirðingin er að mestu ónýt, útihús sum hrunin, en önnur ekki nothæf þó að þau standi uppi. Ibúðarhúsið er skást, það er þó það lítið og svo illa farið að telja verður það óhæft til íbúðar að vetri nema með stórfelldum lag- færingum, sem alls ekki eru for- svaranlegar vegna þess hve steypan er léleg í húsinu. Vatns- lögn hússins er biluð, en rafmagn er í því. UPPHAFMALSINS Það var hinn 8. janúar s.I., að til mín kom í landbúnaðarráðuneyt- ið Ingólfur Hauksson, sonur Hauks á Horni, er þá var fyrir stuttu látinn, til þess að ræða við mig um framtið þessarar jarðar. Ingólfur er mér að góðu kunnur, hann átti heima i Borgarnesi um nokkurra ára skeið og höfðum við þar góð samskipti. Það sem Ing- ólfur hafði til málanna að leggja var tvennt. I fyrsta Iagi, að hann fengi ábúð á jörðinni Horni í Skorradal eftir föður sinu en þó með þeim hætti, að hann að sjálf- sögðu gæti ekki farið að setjast þar að, því það væru engir mögu- leikar til þess að búa í húsinu eins og það væri nú eða lifa af jörðinni eins og ástand hennar væri. Hins vegar mundi hann geta komizt af með þetta með þeim hætti að Þorvaldur Jónsson á Skeljabrekku, sem reynzt hefði föður hans Hauki, sérstaklega vel siðustu árin, fengi jörðina til af- nota og sæi um að nytja hana. Hin leiðin sem Ingólfur kom með í þessu samtali við mig var sú, að Þorvaldi yrði leigð jörðin, en Ing- ólfur fengi hinsvegar aðstöðu til þess að koma sér upp sumar- bústað að Horni, svo hann gæti dvalið þar, þegar hann hefði löng- un til. Ég tók þessu máli hans vel, en taldi réttara að Þorvaldur yrði sá sem fengi jörðina á leigu. M.a. miðaði ég þá við það að Þorvaldur sem er ógiftur, gæti haft aðstöðu heiman frá sér til þess að sinna þeim umbótum, sem sinna þyrfti á jörðinni, áður en til þess kæmi að hægt yrði að hefja búskap þar. Þorvaldur er 21 árs gamall maður, búfræðingur frá Hvann- eyri, og er nú við nám í bifvéla- vikjun í næstu sveit, en gæti með dugnaði sínum og aðstoð fjöl- skyldu sinnar komið jörðinni í það horf, að hann gæti síðar flutt á hana, þegar búið væri að rækta þar og reisa þau hús, sem reisa þyrfti, sem eru reyndar öll hús jarðarinnar, svo að hægt væri að hefja þar búskap. Að minni hyggju er ekki loku fyrir það skotið, að hægt sé að koma upp dágóðu búi á Horni, þegar ræktun hefur farið þar fram með þeim hætti sem mögulegt er, og hús byggð. Ljóst var, að þeir Þorvaldur og Ingólfur gátu sinnt málum sam- eiginlega þar sem Þorvaldur var, eins og áður var fram tekið að læra bifvélavirkjun, en Ingólfur er bifreiðastjóri og keyrir vörubíl hér í Reykjavík. Hann á hins vegar fjölskyldu svo óhugsandi var að gera honum að skyldu að flytja vestur að Horni við þær aðstæður sem þar eru nú. Og honum var á engan hátt greiði gerður með því að gera slíkar kröfur til hans og heldur ekki for svaranlegt. En með samstarfi þessara tveggja manna átti að vera hægt, ef þeir óskuðu, að þeir kæmu sér upp viðgerðaaðstöðu fyrir vélar og bíla í framtíðinni, eftir að búið væri að koma málum þannig fyrir á Horni, sem ég hef áður lýst, að nauðsyn bæri til. Ingólfur sagði mér í lok áður- greinds samtals, að hann myndi fara upp I Skorradal á næstunni og hafa sfðan samband við mig eftir þá ferð. BRÉFASKRIFTIR SKORRDÆLA. Það gerðist hins vegar næst i þessu máli, að þrátt fyrir það að Ingólfur hefði gert ráð fyrir því að hitta mig í ráðuneytinu eftir ferð sína upp i Skorradal, þá dróst það lengur en ég hugði. Hins vegar barst bréf til ráðu- neytisstjórans í landbúnaðarráðu- neytinu, dags. 2. febrúar þessa árs að Grund í Skorradal, undirskrif- að af oddvitanum, Davíð Péturs- syni, þar sem tilkynnt er að Ing- ólfur Hauksson hafi sótt þangað um jörðina Horn til ábúðar. Odd- vitinn tekur fram í bréfi sínu, að jörðin sé ekki fýsileg til búskapar, byggingar allar mjög lélegar og ræktun engin, ekkert af túninu sé véltækt og girðingar allar ónýtar. Ennfremur tekur hann fram, að hann telji litlar líkur til þess, að fleiri en Ingólfur Hauksson hafi áhuga á því að sækja um jörð þessa. Áður en þetta bréf barst, hafði hins vegar borizt umsókn til landbúnaðar- ráðuneytisins frá Þorvaldi Jóns- syni á Skeljabrekku eins og Ingólfur hafði tjáð mér i sam- tali okkar að hann gerði ráð fyrir að yrði. Það lá því fyrir, þegar bréf oddvitans i Skorra- dalshreppi barst ráðuneytinu að þessi ótti hans var ástæðulaus. Hins vegar hef ég áður lýst að- stæðum til búskapar að Horni og geri það ekki frekar. Ekki lá annað fyrir ráðuneytinu en að taka ákvörðun um það, hvor skyldi hljóta, eins og venja er, þegar fleiri en einn sækja um sama hlut, en það var þó gert með þeim hætti, að Ingólfi Haukssyni var tryggt að fá það ríflegt land á Horni, að hann gæti komið sér þar vel fyrir með sumarbústað, eða ef hann vildi frekar, að hefja þar atvinnurekstur við bíla- og véla- viðgerðir og sinna honum sameig- inlega með Þorvaldi Jónssyni, ef hann óskaði þess. Ingólfur athug- aði svo i samráði við ráðuneytis- stjórann í landbúnaðarráðuneyt- inu hvaða svæði I Hornslandi það væri, sem hann helzt kysi sér. Samband var haft við Þorvald Jónsson á Skeljabrekku um það, hvort samkomulag næðist við hann um að láta þetta svæði af hendi til Ingólfs, en við undir- skrift ábúðarbréfs samþykkti hann, að Ingólfur fengi land til sumarbústaðar. Það tókst að sameina vilja þeirra beggja um það land, sem Ingólfur kaus sér til handa. Þegar það mál var und- irbúið í ráðuneytinu taldi Ingólf- ur, að hann þyrfti áður en hann gengi frá því, að hafa samband við ráðamenn I Skorradal til þess að segja þeim hvernig málin stæðu, og hafa samráð við þá um ákvörðun sína i þessu máli. Eftir að það samráð var haft, taldi Ing- ölfur sé ekki fært að ganga frá þessum samningi. Hann liggur því óafgreiddur í ráðuneytinu, en er til afgreiðslu fyrir Ingólf ef hann óskar þess. Eins og áður hefur verið fram tekið var á þessum tíma búið að senda til landbúnaðarráðuneytis- ins mótmælaskjal frá flestum íbúum Skorradalshrepps. I þeim mótmælum var þess krafizt, að ábúðarbréf til handa Þorvaldi Jónssyni á Skeljabrekku yrði gert ógilt, Hins vegar var þess jafn- framt krafizt, að hreppsnefnd Skorradalshrepps en ekki ráðu- neytið fengi að ráðstafa jörðinni á þann veg, sem þeir æsktu. Ég ætla ekki að ræða um þetta undir- skriftaskjal. Þess háttar undir- skriftaskjöl eru margkunn, og kannski ekki alltaf gerð með þeim hætti, að þeir sem undirskrifa þau myndu sérstaklega óska þess síðar að hafa gert það. Um siðferðisvottorð mér til handa í þessu undirskriftaskjali ætla ég ekki að ræða hér. Halldór E. Sigurðsson. Nokkru eftir að skjal þetta barst hringdi einn hrepps- nefndarmanna úr Skorradals- hreppi heim til mfn, en ég var þá ekki kominn heim að kvöldi. Hann hringdi svo morgunin eftir og spurði þá um áhrif undir- skriftaskjalsins. Tjáði ég honum að þessar undirskriftir myndu ekki hafa nein áhrif á aðgerðir mínar í máli þessu, og það út af fyrir sig væri útrætt af minni hálfu. Jafnframt lét ég þess getið að ég væri reiðubúinn að ræða við þá Skorrdæli, sem við mig vildu ræða, um mál almennt, en hins vegar neyddi ég ekki neinn til að ræða við mig um eitt eða neitt. Ég varð var við það, að oddviti Skorradalshrepps kom ásamt bróður sínum til ráðuneytis- stjórans, en átti ekkert erindi við mig og er ekkert um það að segja, það er hans ályktun og ákvörðun en ekki mfn. Hins vegar er mér ekki kunnugt um, að samtöl okkar á milli hafi verið neinum erfiðleikum háð. I bréfi sem mér barst frá hreppsnefnd Skorradalshrepps, en það er það eina sem mér hefur verið sent af þeirra hálfu og ritað 30. aprfl með hæfilegum útlegg- ingum þeirra á eðli málsins, er þó einn þáttur sem gleður mig stór- um. Þar segir orðrétt: ,,Þá viljum við minna yður á, herra ráðherra, að aðgerðir yðar f þessu máli teljum við á engan hátt í sam- ræmi við frumvarp það um jarða- lög, sem þér mæltuð fyrir á síðasta þingi. Gæti svo farið, að einmitt þetta Ilornsmál, þ.e. af- skipti yðar, gæti orðið þingmönn- um til nokkurrar leiðbeiningar við endanlega afgreiðslu jarða- lagafrumvarpsins." Ég tek und- ir það, að ef þetta Hornsmál yrði til þess að greiða götu jarðalaga- frumvarpsins, eins og fram kemur í bréfi hreppsnefndar Skorradalshrepps, þá væri sannarlega vel farið. Og ekki orkar það tvímælis, að gildi þess frumvarps er mikils virði fyrir íslenzkan landbúnað og fslenzkan ábúðarrétt. En hitt er skoðun mfn, að það mun ekki og á ekki að verða til þess að koma í veg fyrir það að efnilegir ungir menn eins og Þorvaldur Jónsson á Skelja- brekku fái land til ábúðar. Enda held ég að sú verði raunin á, að þeir Skorrdælir verði fullsæmdir af slikum bónda, sem ég vona að Þorvaldur Jónsson eigi eftir að verða. Síðasti þáttur þeirra Skorrdæla er svo bréf þeirra til ráðuneytis- stjórans 30. júní s.l., þar sem þeir tilkynna, að þeir muni hef ja máls- sókn til að koma í veg fyrir ábúð Þorvaldar á Horni. Sannar fréttir hefi ég af því, að Þorvaldur hafi flutt heimilisfang sitt að Horni eins og alltaf var um talað, og einnig það að hann er byrjaður að gera umbætur á jörðinni, bæði á girðingum og með jarðabótum, en allir hljóta að sjá að ekki er hægt að krefjast þess, hvorki af Þor- valdi né öðrum, að hann setjist að á Horni eins og ástand jarðar- innar er nú. Ég get fúslega fallizt á að heppi- legra hefði verið að taka inn í byggingabréfið ákvæði f þessa átt svo ekkert færi milli mála, og Þorvaldi þannig gefinn ákveðinn frestur til að setjast að á jörðinni, og sá frestur ákveðinn með hlið- sjón af námi hans og eðlilegum hraða uppbýggingar á jörðinni. Fordæmi er fyrir því að svo hafi verið gert, þegar aðstæður hafa gert slíkt nauðsynlegt, eins og hér bar til. Það má vel vera, að forráða- menn Skorradalshrepps sjái ástæðu til þess að beita öllum þeim brögðum, sem tiltæk eru að þeirra dómi og þeir kunna skil á, til að koma Þorvaldi í burt sem ábúanda Horns, þeir um það. Af minni hendi verður þeirri ákvörð- un ekki breytt, að hann geti notið þeirrar jarðar, sem hann hefur nú tekið á leigu í Skorradal. Um afstöðu Ingólfs til að setjast að á jörðinni er þetta tekið fram f umsókn hans frá 29/1 ’75 til Davíðs oddvita: „Jörðin Horn er svo sem þér er kunnugt, svo lítil, að óhugsandi er að stunda þar nútfmabúskap er nægi til að fram- fleyta fjölskyldu, en hins vegar hef ég fullan hug á að reka þar fjárbú, sem aukagrein, er ég hef húsað jörðina svo upp, að þar megi setjast að. Þess vegna fer ég með bréfi þessu fram á að fá jörðina til ábúðar frá næstu fardögum með öllum þeim gögnum og gæðum, sem henni hafa jafnan fylgt.“ LAGASKÝRINGAR HREPPSNEFNDAR Ég mun ekki fara f þessari grein minni út í lagaskýringar hreppsnefndar, en get þó ekki stillt mig um að vekja athygli á einni þeirra. I bréfi hreppsnefndarinnar frá 30. apríl s.l. er að því fundið, að leigugjald jarðarinnar hafi f byggingabréfi verði miðað við 540 1 mjólkur f stað 3% af fasteigna- matsverði, sem hún telur að hefði átt að vera, sbr. 35. gr. 1. 102/1962. Er vísað til þessarar lagagreinar f upphafi lengri laga- tilvísunar, sem hreppsnefndin ýmist fullyrðir eða gefur í skyn, að ég hafi sniðgengið til þess að hygla Þorvaldi Jónssyni með hverju því móti, sem kostur væri. En hér skýtur verulega skökku við og ekki sést fyrir í ákafanum. Fasteignamat jarðar- innar er afar lágt, og með þvf að miða leigugjald við 3% af fast- eignamati hennar sem hrepps- nefndin telur að hefði átt að gera, yrði leigugjaldið sáralítið eða innan við 4 þús. kr. Með því að nota aðra viðmiðun, svo sem oft er gert, er unnt á ákveða leigu- gjald, sem er í meira samræmi við það það sem eðlilegt má teljast, þegar höfð er f huga almenn þróun verðlagsmála síðustu ára- tugi. Sú leið var reyndar valin við ákvörðun leigugjaldsins, þannig að Þorvaldur Jónsson greiðir f raun mun hærra leigugjald heldur en unnt hefði verið að ákveða skv. skoðun hrepps- nefndarinnar. Með hliðsjón af þessu væri eðliiegt að skilja aðfinnslur hreppsnefndarinnar þannig, að hún bæri hag Þor- valdar sérstakega fyrir brjósti og væri þvf andvíg, að Ieigugjöldin hefðu verið ákveðin svo há sem raun varð á. Skýringin er þó vit- anlega allt önnur. Tilvísunin á 35. gr. 1. 102/1962, sem engrar skýr- ingar fylgdu, átti augljóslega að renna stoðum undir fullyrðingar um þann vilja minn að gera hlut Þorvaldar sem beztan f hvfvetna. Hræddur er ég þvf um að aðfinnslur um Ieigu jarðarinnar með tilheyrandi lagatilvitnunum verði ekki til að styðja mál hreppsnefndarinnar, eins og til stóð heldur þveröfugt. ÖLAFS ÞATTUR HANNIBALSSONAR. Eitt af þvi sem gerir lifið oft skemmtilegt er, þegar það kemur manni á óvart. Og það kom mér sannarlega á óvart þegar Ölafur Hannibalsson óð fram á ritvöllinn um ábúðarleiguna að Horni, með ekki minni fyrirferð en hann gerði í Morgunblaðinu 1. ágúst s.l. Þar leggur hann undir sig heila opnu. Ölafur virðist, ef ráða má af fyrirsögninni, telja sig geta gefið ráð um framkvæmd „byggða- stefnunnar”, en hins vegar geti Halldór E. aðstoðað við að leggja i eyði heil sólkerfi. Minna má nú gagn gera. Nú skulum við láta það gott heita, að Ó.H. vaði fram á ritvöll- inn með þeim gassagangi sem hann gerir, með réttlætiskennd í öðrum vasanum, sannleiksást í hinum, og siðgæðið framan á brjóstinu, allt er þetta að hans eigin mati. Ég hygg að einhver gæti efast um þetta ágæti hans eftir lestur greinarinnar. Því spyr ég þig Ólafur: Hefði þér ekki verið nauðsyn að vita um samtal það, sem fram fór á milli okkar Ingólfs Haukssonar 8. janúar s.l. sem var upphaf þessa máls, kemur þér það ekkert við? Þú byrjar á málinu, þar sem þú telur þér hagkvæmast. Og ef mér leyf- ist að spyrja: Telur þú eðlilegt eða hefur þú kynnzt því að sótt sé um jarðir til ábúðar til annarra en eiganda eða umboðsmanna hans, f þessu tilfelli til landbúnaðarráðu- neytisins þar sem um ríkisjörð er að ræða? Vel má vera að þú þekkir skil á slíku. Ég geri það ekki. Við skulum taka það sem góða og gilda vöru, að þú ráðist á mig á þann hátt sem þú gerir. En ég spyr: Hvað hefur heimilisfólkið á Skeljabrekku til unnið, að þú hag- ir þér eins gagnvart því? Þú segir orðrétt neðst i 1. dálki greinar þinnar: „Bezti kosturinn er að jörðin sé byggð, það er ekki aðal- atriðið að þar sé rekinn búskapur. Jafngott getur verið að hafa mann, sem atvinnu hefur af öðru, ekki sízt ef hann er lagtækúr við vélar og bíla. Ennfremur leggur sveitarfélag alltaf nokkuð upp úr þvf að um trausta gjald- endur sé að ræða.“ Nú spyr ég: Hefur þú vald til þess að dæma um það, að Þorvaldur á Skelja- brekku geti ekki orðið góður og gagnlegur bóndi? Hefur þú ástæðu til að ætla annað en hann geti einmitt engu síður en hver annar, sinnt því hlutverki, sem þú telur að nauðsynlegt sé ábúand- anum á Horni, þ.e. að geta gert við bifreiðar og vélar, begar sá

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.