Morgunblaðið - 10.08.1975, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975
21
Þessi teikning er byggð á þeim rústum, sem þegar hafa fundizt við aðaltorgið og f námunda við það. Hún
sýnir hvernig fræðimenn telja þar hafa verið umhorfs.
maðurinn hressilega, gjörið svo
vel að gangá um borð, þeir sem
vilja fara, hinir geta fengið far-
miðann endurgreiddan."
„Eitt sinn skal hver deyja,“
sagði aldursforseti hópsins,
sjötugur háskólakennari frá
Ohio, auðvitað kominn á eftir-
laun. Hann bætti við hressi-
lega: „Ég ætla að reyna að sjá
Tikal áður en að mér kemur,"
og þrammaði upp stigann, — og
við öll hin á eftir.
Ég held ég hafi aldrei á
ævinni verið jafn hrædd og I
þessari flugferð. Það brakaði
og brast í vélinni og mér
sýndist hún ætla að liðast
sundur á hverju andartaki.
Sýnilega hafði hún verið notuð
til vöruflutninga, því að sætin
voru hálflaus og dyrnar tvö-
faldar. Milli hurðar og gólfs var
myndarleg glufa og út um hana
sá ég trjátoppana bærast fyrir
vindinum, þegar vélin skreið
yfir þá. En í þetta sinn gekk allt
vel og um hádégi lentum við I
Tikal.
XXX
Að loknum Ijúffengum máls-
verði í flugvallarkránni var
haldið inn I skóginn i rúg-
brauðsrútu eftir gljúpum hol-
óttum moldarvegi. Velting-
urinn var eins og I stórsjó og
held ég við höfum verið enn
fegnari að komast út úr bilnum
en flugvélinni áður og er þá
mikið sagt. Slðasta spölinn að
rústunum fórum við gangandi.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
undrun okkar og hrifningu yfir
þeirri sjón er mætti okkur, er
við gengum inn á aðaltorg
hinnar fornu Mayaborgar. Til
þess þarf orðliprari manneskju.
En seint hygg ég mér líði sú
stund úr minni. Þarna blöstu
við hofin miklu, Jagúar og
Grímuhofin svonefndu, hvort
andspænis öðru eins og tveir
risar að kallast á — og á hinar
hliðarnar rústir fjölmargra
hallarmannvirkja og minni
hofá. Þéttur skógurinn um-
hverfis, í öllum slnum grænu
litbrigðum, myndaði sterkan og
áhrifamikinn bakgrunn fyrir
ljósar rústirnar.
Úthöggnar steinsúlur trón-
uðu tignarlega yfir fornum
fórnarstöllum, þar sem menn
höfðu endur fyrir löngu verið
lagðir á bakið meðan hjartað
var skorið úr þeim til að færa
guðunum.
Mayar höfðu marga guði en
trúðu að einn væri þeirra æðst-
ur, skapari himins og jarðar, og
kölluðu hann Humab. I heims-
mynd þeirra voru þrettán
heimar hver yfir öðrum og laut
hver sínum guði og níu voru
undirheimar óæðri. Þeir trúðu
á líf eftir dauðann og að sálin
væri ódauðleg. Illir menn fóru
til Mitmal, þar sem ríkjum réð
Hunhau, lávarður dauðans,
prins djöflanna. Bezta vist eftir
andlátið áttu prestar, konur,
sem dóu af barnsförum, her-
menn, sem féllu í bardögum og
þeir, sem hengdu sig — þetta
fólk fór til einhvers konar
paradísar, þar sem hvorki
þekktust erfiðleikar né nokk-
urs konar þjáningar. Mikið
hefur fundizt af legstöðum inni
í rústum hofa og halla og jafn-
framt beinaleifum hefur fund-
izt mikið af leir- og skraut-
munum frá ýmsum tímum
þessa skeiðs.
Stjórnartaumar hins forna
Mayaríkis voru í höndum prest-
anna, sem jafnframt trúar-
iðkunum stunduðu stjarnfræði-
rannsóknir með góðum árangri.
Þeir fylgdust gaumgæfilega
með gangi himintungla, reikn-
uðu nákvæmlega út ferðir
Venusar, notuðu núllið I út-
reikningum á undan Hindúum
og höfðu komið sér upp
nákvæmu tlmatali, með 365
dögum í árinu, á undan
Júlíusi Caesar. Upphaf tíma-
tals þeirra var miðað við ár-
ið 3114 f. kr„ sem á þeirra
máli var 4 Ahau 8 Cumhu,
hvað sem það nú þýðir, en
fræðimenn telja vafalaust, að
þeir hafi miðað við einhvern
tiltekinn merkisatburð eins og
fleiri fornþjóðir sitt tímatal, þó
enginn viti hvað gerðist hjá
þeim árið 3114 f. kr.
Þessi forna menning er sögð
hafa byrjað að blómstra að
marki þar sem nú er Petensýsla
Séð yfir hallarrústirnar öðrum megin aðaltorgsins.
Það ef betra að fikra sig varlega niður tröppurnar á Jagúarhofinu.
Fyrir neðan sér á steinsúlur og fórnarstalla.
í norðurhluta Guatemala, en
þaðan hafi hún brgiðzt til
Hondúras I suðri, í ýfestur til
Chiapas I México og- ftoröúf til
Yucatan. Blójnaskeið Jiepnar
þarna'^iðð \sex atdir, a”tíman-
um urií.2-4800 e. fe'. en fræðf-
menn gefa henni timátakmörk
af þessum fjársjóðum er í söfn-
uni . í Evrópu og Banda-
rikjurium, en einnig mikið í
eigu einstaklinga víða um
heim. Eftir að skipulegar
rannsókhir hófust og svæðið-
úíri 600 ferkilómetrar — var
yfirlýst friðaður þjóðgarður
frá 500 f. Kr. til 1000 e. Kr.
Helztu ■^)t;glr ■.BÍóthaskeiðsín.s
voru Tikál, UXactun, Cqpa og
Quiruiqua, én sýo virðist, sem
Mayarnir hafi yfirgefið þaqr
allar " um, -svipað leyti. ; eð.a ■
skömmu fýrir . árið þúsund.’
Talið er, að h'iuti þeirra hafi
flutzt-tlí Yncátan, alía vega hélt
þessi menning áfram að blómg-
ast þar úm skeið. Hvað gerðist á
þessum slóðum veit enginn, það
er sagt’ ein af stærri ráögátum
menningar sögunnar—en víst
er, að eftir: árið þúsund er hálf-
gert upplausnarástand i
Guatemala,. vjgaferli og flokka-
drætti með þejm afleiðingum, .
að landið varð Spánverjum auð-
veld bráð.
Sagt er, að Tikal hafi verið
hábopg. Mayamennipgarinnar \
og mesta blómaskeið hennar
verið á árun.um 250—550 e. Kr.
Hins vegar spanna þau mann--.
virki, sem fundizt hafa um 1100 .
ár. Gjzkað hefur verið á að um
250.000 manns hafi verið áyfir-.
ráðasvæði borgarinnar, þorri
þess fjölda hafj verið bændur
og yerkamenn, sem bjuggu í
strákofum utan við aðalborg-
ina,. en innan hennar hafi
haldið til yfirstéttir, lærðir
menn og listamenn alls konar.
Enda þótt fyrsta tilraun til að
kortleggja Tikalsvæðið væri
gerð þegar um miðja 19. öld var
ekki hafizt handa um skipu-
legar rannsóknir þar fyrr en
árið 1954. Að þeim hafa siðan
staðið sérfræðingar frá
Pennsylvaniuháskóla í Banda-
ríkjunum með fjárstuðningi frá
ýmsum aðilum í Bandaríkjun-
um og Guatemala og í sam-
vinnu við stjórn Guatemala.
Fram til þess tima höfðu marg-
ir merkir vísindamenn lagt
þangað leið sina, tekið myndir
og kortlagt rústir, en jafnframt
hafði ógrynni að munum verið
flutt burt af staðnum. Einhvern
heyrði ég halda því fram, að
heilu flugvélarfarmarnir af
fornminjum hefðu verið fluttir
þaðan, meðal annars mikið af
merkum leirkerjum, útskorn-
um bjálkum og steinbitum og
úthöggnum steinsúlum. Margt
árið.1954, hefur verið reynt að
gaéta þess vandlega, að allar
minjar sem finnast -fari til
rannsóknarstöðvarinnar á
staðnum. Því helzta hefur verið
komið.fyrir-í dáliilu safni rétt
hjá flugveílinum, þár sem hægt ■
,ér að glöggva sig a sögú staðar-
ins og timasetningu hinua
ýmsu minja.
Talið er, að framúridan sé
am.k. túttugú ára starf á Tikal-
svæðinu. Aðeins kjarni -þess
hefur verið grafinn upp og
rannsakaður, svæði sem nær
yfir um 16, ferkilóirietfa. Þar er
talið, að um 10.000 manns hafi
verið búsettif og samtals hafa
fundizt þar um 3000 mannvirki. .
stór og smá. Eru þá meðtaldir
fórnarstallar, vegirog torg, stór
og smá: Sömuleiðis hafa fundizt
þarna um 100.000 smærri
munir, svo sem verkfæri, bú'ði
til daglegra nota og trúariðkana
og skrautmunir hverskonar.
XXX ■
Fræðimönnum hlýtur þessi
staður að vera enn ineira ævin-
týri , en okkur fákunnandi
ferðamönnum úr ýmsum
áttum. Fannst okkur þó mikið
til um að ganga þarna um og
klifra 1 rústunum pg reyna að
gera okkur í hugarlund hvernjg
mannlíf hefði verið þarna fyrir
meira en þúsund árum.
Þeir, sem ekki voru of loft-
hræddir fetuðu I fótspor æðstu
prestanna snarbrattar
tröppurnar upp í Jagúarhofið
mikla, sem talið er frá því um
700 e.Kr. og trónir rúmlega 40
metra yfir torginu. Þaðan gat
að líta vítt yfir skóginn, þar
sem önnur hof teygðu sig upp
fyrir trjátoppana — eitt þeirra
var sagt ennþá hærra en
Jagúarhofið — og. í rjóðrum
umhverfis glitti I fjölda minni
bygginga. ^
Inni í nofinu var svalt og
notalegt að hvila lúin bein.
Hefðum við ekkert haft á móti
því að vera þar fram eftir'
kvöldi og spekúlera smávegis I
Framhald á bls. 35
Vegurinn inn á aðaltorgið f Tikal. Grfmuhofið er það fyrsta sem
augunum mætir.
J
•C'WbC.