Morgunblaðið - 10.08.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. ÁGUST 1975
23
Islendingur
og Orðið Guðs
Halldór Lárusson, 21 árs
kennari með meiru. Hann var
nýkominn af kvöldsamkomu,
ánægður með lífið og brosandi
út undir eyru. Sítt hárið féll
niður á herðarnar. og
klæðnaðurinn bar þess merki,
að hann var táknrænn fulltrúi
fslenskrar æsku á stúdenta-
mótinu. Halldór, nú ert þú
svona hippalega klæddur og
ofur venjulegur islendingur og
með sítt hár. Hvaða augum
lftur þú þessa stúdenta á mót-
iiiu? „O, þetta er ofur venju-
legt fólk. Það klæðir sig eins
og annað fólk, lifir ekki ólfku
lffi. Eini munurinn er sá, að
það hefur komið auga á gleði-
fréttina um Jesú. Það hefur
fundið hann, sem gefur lífinu
lit og gildi.“ Nú er yfirskrift
mótsins: „Orð Guðs til þín.“
Hefur Guð talað til þín. „Já,
orð Guðs hefur hljómað og
hefur hitt í mark hjá mér. Sér-
lega þótti mér boðskapur
fimmtudagsins mikilsverður.
Þar var talað um dóm Guðs.
Samtímis verður lausnin sem
hann býður okkur, enn mikil-
vægari. Guð er réttlátur
dómari og hann hefur sent
Jesún Krist til frelsis öllum
mönnum. Það er mergurinn
málsins." Hvað gerir hinn
almenni þátttakandi á mótinu?
„Ja, það er nú margt“, sagði
Halldór og brosti breitt. Hann
leit síðan hugsandi upp í hvelf-
ingu Hallarinnar og sagði
síðan: „Árla alla morgna hefja
þátttakenduf daginn með
Biblíulestri, hver út af fyrir
sig. Síðan rabba menn við
Guð,“ sagði Halldór og brosti.
Að loknum morgunverði safn-
ast þátttakendur saman í smá-
hópa og ræða ákveðna texta í
Biblíunni. 10—15 manns eru í
hverjum hópi, þannig að f jöldi
hópa er um 100. Eftir þá stund
hlýða allir á fyrirlestur Bo
Giertz biskups, um þætti trúar-
játningarinnar." En verður
þetta ekki leiðigjarnt að rýna i
Bjblíuna dag eftir dag: „O
nei“, fullvissaði hann: „Aldrei
verður góð vísa of oft kveðin“.
Hann hélt áfram lýsingu
dagskrár. „Eftir hádegisverð
liðka menn liðamót sín við
íþróttir og önnur tómstunda-
störf. Nú, síðdegis eru svo
umræðuhópar um hin ýmsu
málefni t.a.m. „kristið-heimili,
kristið-barnauppeldi", „trúar-
lífið-sálarlífið", „handleiðslu
Guðs“. Fyrirlestrar um 15 efni
eru haldnir og síðan eru um-
ræður þátttakenda um efnið.
Margir þekktir fyrirlesarar
hafa með höndum stjórn hóp-
anna. T.d. stjórnar hjónin
Einar og Ragnhild Solli fyrsta
hópnum. Hann er fram-
kvæmdastjóri norsku kristi-
legu stúdentahreyfingarinnar,
en hún er varaformaður
Kristelig Folkeparti í Noregi,
sem er 3. stærsti flokkur Nor-
egs, reyndar mun stærri en
íslenzki Sjálfstæðisflokkurinn.
Eftir kvöldverð er safnast til
bæna í smáhópum hér og hvar
og síðan hefjast kvöldsamkom-
ur. Þar er almennur söngur og
sönghópar syngja. Ræðumaður
kvöldsins tekur fyrir ákveðinn
texta I Biblíunni og leggur út
af honum. Þótt hin persónu-
legu tengsl smáhópanna skorti
á samkomunum er boðskapur-
inn hinn sami, Jesús Kristur,
sem er Orð Guðs til mín og
allra manna." Það voru síðustu
orð Halldórs, eins af 160
íslendingum á mótinu. Móts-
degi var lokið, flestir komnir á
sinn samastað, í sína svefn-
poka. Laugardalshöll var
myrkvuð, fjölskrúðugt mann-
líf stúdentamóts horfið i bili.
Torstein: texti, tónlist og trú
Tónlistarstjóri mótsins er
Torstein Egeland 23 ára gamall
læknanemi. Við náðum að kasta
nokkrum spurningum á hann:
— „1 hverju er starf þitt
fólgið?“ — „Starf mitt er I því
fólgið að sjá um alla tónlist á
mótinu. Ég talaði við norska
kórinn og bað hann að koma
hingað. Ég sá um að fá íslenska
sönghópa og stjórna sjálfur
einum þeirra. A mótinu verður
svo æfður norrænn kór og
honum þarf ég að stjórna og
ýmislegt fleira mætti tina til.
Hvers konar tónlist er aðallega
flutt hér? „Hér er alls konar
tónlist. Allt frá klassískri tón-
list til soul-tónlistar og negra-
sálma. Kórinn sem ég stjórna,
Kórbrot, tekur t.d. gospel-soul.
— Er hægt að tala um kristna
tónlist? — „Svarið við því er
bæði já og nei. Það er til tónlist
sem grefur undan testanum, en
ef texti og innihald fellur við
einhverja ákveðna tegund tón-
listar, þá getur hún verið tæki
til að flytja fagnaðarerindið.
I þessu sambandi er nauðsyn-
legt að fólk trúi innihaldi text-
ans sem það syngur. “ —
— Nú ert þú, Torstein, búinn
að vera fjögur ár við nám á
Islandi. Finnst þér margt ólíkt
með fslendingum og norðmönn-
um? —
— „Ég held að það sé meiri
Framhald á bls. 47.
Ástfangin hjón, Gunnar og Berit
Jeanne og Kári frá Færeyjum.
Affrœndum....
1 kaffiteríunni sátu nokkrir
hressilegir færeyingar og
skemmtu sér augsýnilega hið
besta. Okkur rann blóðið til
skyldunnar og tókum tvo af
þessum frændum okkar tali.
Annar hét Kári Pétursson og
var enn í menntaskóla og hinn
hét Jeanne Reinart sömuleiðis f
menntaskóla.
Við spurðum Kára fyrst
hvers vegna hann hefði komið
til Islands:
— „Mér fannst efni mótsins
vera mjög áhugavert, — nú og
svo langaði mig til að sjá landið
þvf ég hef aldrei komið hingað
áður.“ Jeanne kvaðst hins
vegar hafa verið hér í fyrra
með bróður sínum, en hann
fæddist á Islandi.
Við spurðum hana hvort
henni þætti íslendingar vera
ólfkir færeyingum. — Nei —
alls ekki, íslendingar eru miklu
Ifkari okkur en t.d. danir. Hins
vegar er landið töluvert frá-
brugðið — hér er allt miklu
stærra en f Færeyjum. —
— Hvað með kristni og
kirkjulíf í Færeyjum? —
„Kirkjulíf er öflugt hjá okkur“.
Nú var það Kári, sem hafði
orðið „en Kristilega skóla og
stúdentahreyfingin er þó mjög
ung. Það eru aðeins þrjú ár
síðan hún var stofnuð og þess
vegna er hún ekki mjög stór, en
fer stækkandi.
Niðri í anddyrinu sátu ung
hjón og horfðu ástfangin hvort
á annað. Hann sagðist heita
Gunnar: „Ekki Gunnar á
Hlíðarenda, heldur Gunnar
Holt,“ sagði hann og hló. Hún
sagðist heita Berit og vera f
kennaraskóla og bætti þvf við,
að maður sinn stundaði nám f
norsku og kristinfræði.
Þau sögðust vera komin
hingað til Islands til að vera á
mótinu en einnig til að kynnast
landinu.
Gunnar sagðist vera hrifin af
kristnitöku fslendinga, „hún
var ólíkt friðsamlegri heldur en
okkar i Noregi" sagði hann að
lokum og hló við.
Sagt í Helsinki
HUFVUDSTADSBLADET f
Helsinki birti nýlega stuttar
tilvitnanir f ræður 11 leiðtoga á
fundinum f Helsinki. Þessar
tilvitnanir blaðsins eru birtar
hér í fslenzkri þýðingu.
„Yfirlýsingin byggir á for-
tfðinni, en efni hennar er beint
til framtíðarinnar"
Leonid Brezhnev, Sovétríkjunum.
„Aldrei áður á evrópskri
ráðstefnu hafa jafnmargir hátt-
settir menn frá jafnmörgum
löndum komið saman til
fundar. Vfnarfundurinn 1815
og Berlínarfundurinn 1878
virðast við samanburð eins og
fundir í saumaklúbbi."
Harold Wilson, Bretlandi
„I raun réttu er samkomulag-
ið sem undirritað verður f dag
ekki frábrugðið því sem gert
var á timum Faróanna.”
Konstantin Karamanlis, Grikklandi
„Um tvennt er að velja:
Sambúð eða samfelldan
dauða.“
Clement Attlee: tilvitnun í ræðu
Harold Wilsons, Bretlandi
„Þjóðir okkar vænta þess af
okkur að góðum áformum sé
hrundið f framkvæmd. Hér
erum við ekki að reisa nein
Potemkintjöld."
Geir Hallgrlmsson, tslandi
„Yfirlýsingin er ekki friðar-
samningur. Hún er samkomu-
lag um að stefna að friði."
Valéry Giscard d'Estaing, Frakklandi
„Minnkum spennu er leiðin
frá andstöðu til samvinnu."
Joop den Uyl, Hollandi
„Mikilvægi ráðstefnunnar
felst í því að hún er bæði
afleiðing og framlag til
minnkandi spennu."
Joop den Uyl, Hollandi
„Peace is not a piece of
paper“ (orðaleikur, sem merkir
að friður sé ekkert
pappfrsgagn).
Gerald Ford, Bandarfkjunum
„Evrópa er ekki allur
heimurinn".
Pierre Trudeau, Kanada
„Þegar sagnfræðingar fram-
tfðarinnar fjalla um þessa ráð-
stefnu munu þeir vafalaust líta
á hana sem þáttaskil, upphaf
friðsamlegrar sambúðar f
Evrópu.“
Josip Broz Tito, Júgóslavfu
„Andrúmsloft minnkandi
spennu töfrar ekki fram öryggi.
Þvert á móti leiðir öryggi til
minnkandi spennu."
Pierre Graber, Sviss
„Sagan kennir okkur að það
er skilyrði fyrir minnkandi
spennu að valdajafnvægi sé við-
haldið."
Valéry Giscard d’Estaing
„Árangur hinna löngu við-
ræðna sem fram hafa farið er
sá, að enginn hefur unnið sigur
og enginn orðið undir. Enginn
hefur fengið sfnu , fram á
kostnað annarra. Þetta er sigur
skynseminnar."
Leonid Brezhnev, Sovétrfkjunum
„Samstaðan um að komast
hjá stríði þýðir ekki að friður sé
tryggður í okkar heimshluta."
Olof Paime, Svfþjóð
„Ef Sovétríkin og Bandaríkin
geta gert með sér samkomulag
sem leiðir til þess að geimfarar
okkar heilsast og vinna flókin
vfsindaleg störf sameiginlega
137 mílur úti í geimnum, ber
okkur sem stjórnmálamönnum
skylda til að ná sama árangri
hér á jörðu niðri."
Gerald Ford, Bandarfkjunum
lcefood
ÍSLEIMZK
MATVÆLI
Hvaleyrarbraut 4—6,
Hafnarfirði.
Seljum reyktan lax og graflax
Tökum lax í reykingu
Útbúum graflax
Vacuum pakkað ef óskað er
Póstsendum um allan heim.
ÍSLENZK MATVÆLI
SÍMI 51455
Húsbyggjendur
Einangrunar-
plast
Getum afgreitt einangrunarplast é Stór-
Reykjavíkursvæðið með stuttum fyrirvara.
Afhending á byggingarstað.
HAGKVÆMT VERÐ.
GREIÐSLÚSKILMÁLAR
Borgarplast hf.
Borgarnesi sími: 93-7370
Kvöldsími 93-7355.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU
Al (iI.YSINGA-
SÍMINN KK:
22480