Morgunblaðið - 10.08.1975, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGÚST 1975
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10 100.
Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 700,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 40.00 kr. eintakið
Islendingar eru fá-
menn þjóð, um 217.000
einstaklingar, sem eiga
sameiginlega hagsmuni, í
nútfð og framtíð, bundna
nokkrum meginatriðum.
0 Útfærsla fiskveiðiland-
helgi okkar, eðlileg stofn-
stærð og nýting nytjafiska
á íslandsmiðum, eru og
verða höfuðforsendur
verðmæta- og gjaldeyris-
sköpunar þjóðarbúsins.
Undirstaða þeirra þjóðar-
tekna, sem velferðarþjóð-
félagið og lífskjör okkar
grundvallast á.
0 Fiskvinnslubæirnir, sem
margfalda útflutningsverð-
mæti sjávaraflans, mynda
framleiðslukeðju á strönd-
inni umhverfis landið allt.
Þeir eru talandi dæmi
þeirrar þjóðarnauðsynjar,
að landið sé allt í byggð.
• Atvinna og afkoma íbúa
kauptúna og kaupstaða á
landsbyggðinni byggjast
jöfnum höndum á sjávarút-
vegi, úrvinnslu land-
búnaðarafurða og marg-
háttaðri iðnaðar- og verzl-
unarþjónustu við aðliggj-
andi landbúnaðarhéruð.
0 Tækniþróun landbúnað-
ar o& sjávarútvegs hefur
stuðlað að stóraukinni
framleiðni í þessum at-
vinnugreinum, þrátt fyrir
minnkandi mannafla. Ljóst
er því, að þriðja atvinnu-
greinin, iðnaðurinn, sem
raunar byggir að stórum
hluta tilveru sína á hráefn-
um landbúnaðar og sjávar-
útvegs, verður að taka við
stórum hluta þess viðbótar-
vinnuafls, sem í næstu
framtíð leitar sér atvinnu á
íslenzkum vinnumarkaði.
• Nýting innlendra orku-
gjafa, vatnsafls og jarð-
varma, sparar, á sama hátt
og landbúnaðarframleiðsl-
an, ótalda milljarða í ann-
ars óhjákvæmilegri gjald-
eyriseyðslu. Þessar orku-
lindir eru ekki einungis
forsenda þess iðnaðar, sem
vinnur úr innlendum hrá-
efnum, heldur jafnframt
vettvangur stóriðju, sem
er ný stoð undir atvinnu-
og efnahag þjóðarinnar.
0 Islenzkir atvinnuvegir
eru svo samanslungnir og
hver öðrum háðir, að segja
má að þeir hafi sameigin-
legt æðakerfi. Engin
íslenzk atvinnugrein getur
horfið úr leik, án þess að
eftir verði óbætanleg sár á
öllum hinum.-
0 Menntun er máttur.
Undirstaða allra framfara,
bæði í atvinnu- og efna-
hagsmálum þjóðarinnar,
sem og á sviði lista, vísinda,
heilbrigðisþjónustu og
annarra félagslegra þátta
samfélagsins, er mennt-
un þjóðarinnar, bók-
leg og verkleg, þekking á
þeim viðfangsefnum, sem
við er fengist og á þeim
markmiðum, sem að er
stefnt.
Þannig fléttast hagsmun-
ir starfstétta þjóðfélagsins
saman í lífreipi, sem knýtir
okkur saman sem þjóð og
hagsmunaheild. Séu málin
skoðuð ofan í kjölin kemur
í ljós að margfalt fleiri
þættir binda okkur saman
en sundur skilja. Flest það,
sem elur á sundurlyndi
okkar, er á meira og minna
þokukenndum „hugsjóna“-
grunni byggt. Slíkur
ágreiningur er eðlilegur og
sjálfsagður í lýðfrjálsu
landi, skerpir jafnvel kær-
leikann, ef við kunnum að
standa saman sem órofa
heild um þau meginmál,
sem hamingja okkar og vel-
ferð er undir komin. Á
þeim vettvangi gildir hið
aldna en síunga kjörorð
Sjálfstæðisflokksins: Stétt
með stétt.
Þau mál, sem kalla á
þjóðarsamstöðu í dag, eru
m.a.: 1) útfærsla fiskveiði-
landhelgi okkar, fiskvernd
og skynsamleg nýting auð-
linda sjávar. 2) Aðgerðir á
sviði efnahagsmála, er
, tryggi öryggi og jafnvægi í
atvinnu- og efnahagslífi
okkar og efnahagslegt
sjálfstæði þjóðarinnar. Þar
undir heyrir eðlileg höml-
un gegn verðbólguvexti. 3)
Stórátök í orkumálum, þ.e.
nýting innlendra orku-
gjafa, vatnsafls og jarð-
varma, bæði til að gera
okkur óháða innfluttum
orkugjöfum og sem grund-
völlur iðju og iðnaðar í
landinu. 4) Sú veika að-
staða, sem lýðræðið í
heiminum er nú í, þing-
ræði og þegnréttindi í vest-
rænum skilningi þeirra
orða, kallar á vökula varð-
stöðu okkar sem þjóðar og
samstöðu með öðrum
vestrænum ríkjum, sem
búa við hliðstætt þjóðfélag
og þegnréttihdi.
Hagsæld og velmegun
þjóðarinnar hefur — því
miður — öðrum þræði
stuðlað að almennu kæru-
leysi, sem kemur fram í
afskiptaleysi fólks, bæði af
þjóðmálum heimafyrir og
hættumerkjum á erlendum
vettvangi, sem boða vá um
veröld alla, ef ekki verður
spornað við fótum. Það er
því rétt, sem kemur fram í
leiðara Alþýðublaðsins í
dag, að þjóðin þarf að tak-
ast á við viðfangsefni sín
og móta afstöðu sína út á
við, með nýju hugarfari
ábyrgðar og framsýni.
Berum við gæfu til slíks
sem þjóð og einstaklingar
munum við uppskera eins
og til var sáð og njóta
ávaxtanna.
ÞJÓÐ OG
EINSTAKLINGAR
j Reykjavíkurbréf
♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Laugardagur 9. ágúst
Enn blikur á lofti
Nýafstaðin ráðstefna í Helsing-
fors um öryggismál Evrópu og
samskipti þjóða í álfunni hefur
hlotið misjafnar viðtökur, eins og
við mátti búast. Ýmsir halda því
fram, að sú stefna sem Kissinger,
utanríkisráðherra Bandaríkj-
anna, hefur verið helzti formæl-
andi fyrir í lýðræðisríkjum
Vesturlanda, þ.e. svonefnd
„détente“-stefna (að slaka á
spennu í álfunni), geti orðið lýð-
ræðisríkjunum hættuleg, þegar
til lengdar lætur. Astæðan er að
sjálfsögðu sú, að í skjóli þeirrar
samþykktar, sem undirrituð var í
Helsingfors, geti kommúnistarík-
in dregið úr árvekni lýðræðisríkj-
anna, fengið núverandi skiptingu
í álfunni 'viðurkennda, þar á
meðal innlimun Eistlands, Lett-
lands og Litháens í Sovétríkin og
treyst veldi sitt og áhrif, án þess
að leggja neitt á mótí. Svo einfalt
er málið að vísu ekki, því að sam-
kvæmt texta samþykktarinnar
eru kommúnistaríkin skuldbund-
in til þess, a.m.k. siðferðilega, að
auka mannréttindi í löndum
sínum, opna þau fyrir frjálsari
samskiptum við önnur rfki, og
sfðast en ekki sízt, að veita frétta-
mönnum betri starfsskilyrði, en
það ætti að ýta undir frjálsari
frétta- og upplýsingamiðlun f
kommúnistaríkjunum en verið
hefur. Þá ber einnig að geta þess,
að kommúnistarfkin hafa skuld-
bundið sig til að skýra fyrirfram
frá heræfingum sínum f álfunni
og munu íslendingar t.a.m. fylgj-
ast rækilega með því, hvort Sovét-
ríkin standa við þær siðferðilegu
skuldbindingar sínar, næst þegar
þeir efna til stórfelldra heræfinga
á Norður-Atlantshafi.
Aftur á móti er ýmislegt sem
bendir því miður til þess, að litlar
sem engar breytingar verði í álf-
unni þrátt fyrir þá samþykkt, sem
undirrituð var í Helsingfors.
Berlínarmúrinn, tákn ófrelsis,
stendur enn og engin merki þess,
að hann verði molaður niður. Um
það Ieyti, sem fundur leiðtoganna
var haldinn, hugðust tveir sovézk-
ir borgarar ganga inn í banda-
rfska sendiráðið f Moskvu en voru
beittir líkamsofbeldi, og var sá
atburður ef til vill táknrænn fyrir
það hugarfar, sem leiðtogar
Sovétríkjanna og annarra komm-
únistalanda komu með á Helsing-
forsfundinn. Þá hefur einnig
komið f Ijós, að ekki er að vænta
neinna breytinga á afstöðu sovét-
stjórnarinnar til mannréttinda
Gyðinga í Sovétrfkjunum, og
fleira mætti tina til, sem bent
gæti til þess, að pólitískt and-
rúmsloft í álfunni hafi ekkert
breytzt eftir Helsingforsfundinn
og stjórnir kommúnistarfkjanna
telji, að það ófrelsi, sem þegnar
þeirra búa við, sé nægileg mann-
réttindi þeim til handa.
Þeir hafa því áreiðanlega mikið
til sfns máls, sem telja, að enn séu
blikur á lofti og nauðsyn öflugs
varnarsamstarfs á vesturlöndum,
eins og Bratteli leggur áherzlu á.
Island og Kína
Kínverjar segja, að Helsingfors-
fundurinn sé einskis nýtur og
raunar liður i pólitískum blekk-
ingarvef Rússa. Þeir eru ómyrkir
I máli, enda hafa þeir þá reynslu
af Rússum, að þeim sé í engu
treystandi og hafi raunar engu
mátt muna á sínum tíma, að Kfna
yrði sovézk nýlenda vegna íhlut-
unar sovétstjórnarinnar í innan-
ríkismál landsins. Islendingar
ættu að leggja við hlustirnar,
þegar Kínverjar vara þá við of
mikilli bjartsýni f samskiptum við
Sovétríkin, enda eru Maó for-
maður og samstarfsmenn hans nú
um stundir raunsæjastir allra,
þegar Sovétríkin eiga í hlut, eins
og áður hefur verið drepið á hér í
Reykjavfkurbréfi. Kínverjar telja
Sovétrfkin engan rétt hafa til að
Ieggja undir sig lönd, sem liggja
að landamærum þeirra, þ.á m.
baltnesku löndin, og hafa í þeim
efnum, eins og mörgum öðrum,
samstöðu með lýðræðissinnuðum
efasemdamönnum á Vestur-
löndum. Á sama tíma og Sovétrík-
in hafa umkringt Island með kaf-
bátum, flugvélum og herskipum,
hafa Kínverjar aldrei sýnt Islend-
ingum nema vináttu, og má því
segja með sanni, að þessar tvær
þjóðir Rússar og Kínverjar. hafi
að þessu leyti átt ólík erindi við
land okkar. Við eigum einnig
samstöðu með Kínverjum i haf-
réttarmálum og má geta þess hér,
að íslendingarnir í Genf lögðu
ávallt við hlustirnar, þegar
kínverski fulltrúinn flutti ræðu á
hafréttarráðstefnunni. Sjónarmið
Kfnverja og Islendinga fara
saman í hafréttarmálum, enda
hafa báðar þjóðirnar haft kynni
af nýlendustefnu og þurft að reka
af höndum sér aðrar þjóðir, þegar
þær hafa ásælzt auðlindir þeirra.
Erfitt fyrir
kommúnista að
vera samtíða
sjálfum sér(!)
Kadar, leiðtogi þeirra, sem
sviku Ungverjaland f hendur
Sovétríkjanna á sínum tíma, þótti
ekki geðugastur þeirra, sem sóttu
Helsingfors-fundinn. Af ræðu
hans þar má ráða, að hann telji
frelsi þjóðar sinnar og mannrétt-
indi með þeim hætti, að ekki
þurfi úr að bæta. Nauðsynlegt er,
fyrir lýðræðissinnað fólk að gefa
gaum að orðum þessa kommún-
istaleiðtoga, en hann sagði m.a. í
ræðu sinni á Helsingfors-
fundinum: „I Ungverjalandi nýt-
ur þjóðin allra raunverulegra
fjársjóða mannlegrar menningar.
Öllum er tryggður aðgangur að
alþjóðamenningu, m.a. með út-
gáfum í miklum eintakafjölda og
sviðsetningum á verkum merkra
rithöfunda og skálda eins og
Dante, Shakespeare, Moliére,
Goethe, Tolstoy o.fl. Einnig er
verið að veita öllum f Ungverja-
landi aðgang að þvf, sem verð-
mætt er af vestrænum nútfma
menningarverkum." Þessi fjálg-
lega, ósanna yfirlýsing verkar
eins og öfugmæli á hvern hugs-
andi mann. Upptalning Kadars á
merkum listamönnum, sem
„leyfðir“ eru í Iandi hans, náði að
vísu fram á þessa öld, hann
nefndi jafnvel Tolstoy með
nafni(!) En síðan bætti hann við
með hroka einvaldsins, að komm-
únistastjórn hans veitti Ungverj-
um aðgang að öllu því f listum
vestrænnar menningar, sem
„verðmætt" er, eins og hann
komst að orði. Allir vita, hvað er
„verðmætt“ í augum einræðis-
sinnaðs kommúnistaleiðtoga. Það
eru að minnsta kosti ekki verk
manna eins og Solzhenitsyns og
Sinjavskys.
Orð Kadars vekja að sjálfsögðu
ýmsar grunsemdir um að sam-
þykktin, sem undirrituð var í
Helsingfors, sé lítið annað en
pappírsplagg, eins og Kinverjar
og margir raunsæir, vestrænir
lýðræðissinnar fullyrða.
Og svo er það
Zhivkov,
blessaður(!)
Það var áreiðanlega engin til-
viljun, að Todor Zhivkov forsætis-
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. AGUST 1975
25
eftir ELÍNU
PÁLMADÓTTUR
OFT hefur mér á þessu sumri verið
hugsað til harmsögunnar hans
Þorbergs Þórðarsonar rigningar-
sumarið mikla, þegar hann brá á
það bjargráð undir langan og
kostnaðarsaman námsvetur, að
ráða sig hjá Ástu málara til að
mála hús að utan, þar sem hann
kunni ekki ennþá nógu mikið til
að mála fínar stofur og ganga með
listrænum æðakerfum og hríslum
og köngulóuvefjum, sem
tlðkuðust i hýbýlaprýði þeirrar
tíðar menningar. Þeirrar gerðar
sem tizkufólk nútlmans býr aftur
til í gömul hús. — Það gerir
ekkert til, hugsaði Þorbergur. Það
verður áreiðanlega nóg fyrir mig
að gera i sumar við að mála húsii^
að utan. Það er mikið til af húsum
i bænum og ég hafði tekið eftir
þvi, þegar ég gekk um göturnar
dagana áður, að það þurftu margir
að láta mála húsin sín að utan.
í þá veru hafa vafalaust margir
húseigendur hugsað i upphafi
þessa sumars, meðan kembdi gráa
regnmuggu yfir skellótt steinhúsin
eftir aftakaveður vetrarins. En það
hefur ekki fremur viljað heiðna nú
en rigningarárið hans Þorbergs,
sem hann lýsti i löngu skrifi. Vorið
hafði þá sem nú verið kalt og
næðingssamt, en þegar leið fram i
júntmánuð, fór að draga í deyfur
sem urðu þungbúnari og mollu-
legri þvi lengra sem leið á
mánuðinn. Undir mánaðarlokin
lagðist hann i stöðugar vætur, svo
að þetta sumar var talið eitthvert
mesta óþurrkasumar, sem elztu
menn mundu á fslandi. Langt fram
eftir sumri var hinn fagurblái
himinn kafinn suddgráu skýjahafi.
Það rigndi meira og minna dag
eftir dag og viku eftir viku, sjaldan
stórrigningar, heldur suddaýringur
og skúraveður. Og Þorbergur gekk
glorsoltinn upp á Skólavörðuholt
og r.á alltaf sama glaðasólskinið á
fjallatindunum austan við Esjuna.
Allt hans lif hékk á þessum sól-
roðnu tindum, sem reyndust svo
bara vera Ijósa bergið i Móskarðs-
hjúkunum. Það voru Ijótu von-
brigðin. Nær ekkert var hægt að
mála úti um sumarið.
En biðum nú við. Má ekki nýta
..Móskarðshnjúka" landsins,
þessi litriku steinefni, til litagjafar
i stað þess að mála húsin að utan.
Er það raunar ekki mesta fásinna
og i ósamræmi við islenzkar
aðstæður að halda áfram að fjölga
steinsteypubyggðum húsum, sem
þarf að mála annað og þriðja hvert
sumar? Hvað ætli viðhaldið á
slikum húsum kosti? Yfirferðin
hlýtur að hlaupa á milljónum á
sambýlishúsunum stóru og varla
búið að greiða það í hússjóð,
þegar fer aftur að bera á skellum.
Margir eru nú farnir að klæða eldri
húsin lituðu báruplasti. sem aldrei
þarf að bregða á pensli. Og nýlega
sá ég vestur á Sólvallagötu stein-
hús i byggingu, þar sem einhverri
rauðri myisnu hafði verið blandað
i steypuna, er gerði það fallega
dökkrautt. Sem ég svo um
verzlunarmannahelgina rölti upp
og niður hið fagra Drápuhliðarfjall
á Snæfellsnesi, uppnumin yfir öllu
þessu fallega litskrúðuga grjóti,
varð mér hugsað til máluðu hús-
anna og málingarsumarsins hans
Þorbergs, þegar hann setti allt sitt
traust á þessa björtu liparithnjúka
i Esjunni. Þeir brugðust honum að
visu þá og boðuðu ekki úti-
málningarveður. En gætu slikar
litfagrar grjótdyngjur landsins
ekki komið i veg fyrir þessa eilifu
málningaráþján á björtum vorum,
sem sýnilega hentar okkur ekki á
þessu veðrasama landi, ef við lær-
um að notfæra okkur þá? Þó enn
séu óuppfundin ýmiskonar þarfa-
þing, eins og t.d. viftur á gleraugu
i rigningartið, getur einhver hagur
snillingur kannski fundið fyrir
okkur hentugri lausn á málingar-
vandanum utanhúss.
Og með það hoppum við yfir á
næstu gáru. Er siðspillingin i
hættu? Var einu sinni fyrirsögn á
grein eftir Helga Hjörvar. Varla fer
milli mála að siðspillingin er i litilli
hættu um þessar mundir. Valda-
rán, ógnanir, hryðjuverk, mútur
og þvilikir æsiatburðir heyrast
daglega í fréttunum og eru við-
teknir, fyrir utan allar
smásyndirnar, sem við látum fram
hjá okkur fljóta á heimavigstöðv-
um. Það er bara svolitill munur á
þvi hvað þetta er kallað eftir
menningarsvæðum. Þeim, sem
þykja mútur Ijótt orð, fara i kring
um það og finna annað, Dash
kalla þeir það i mörgum Afriku-
löndum, þegar stungið er undir
borðið aukagreiðslu til að liðka
fyrir viðskiptum og mannlegum
viðbrögðum — og án dashins
kemst enginn áfram. Okkur þykja
mútur lika Ijótt orð og læðumst i
kring um það, köllum það kannski
uppbót, álag eða eitthvað þess-
háttar. Hótun er lika Ijótt orð, en
það má stundum sem bezt kalla
hvatningu eða hagræðingu, t.d. ef
skilyrði fyrir veittri þjónustu erað
ekki sé gefið upp til skatts eða að
lokað sé auga fyrir því að seldar
vinnustundir eru ekki allar afhent-
ar. Nei, það er vist allt i lagi með
siðleysið. Það blifur. Bara fella
það i réttan ramma á hverjum
stað. Með vinnusamningum má
ákveða að niu mánuðir séu 34
vikur og það gildir. Og enginn
vandi er að reikna út að maður
hafi unnið meira en 24 klst. á
sólarhring. í útlöndum skrifa allir
þjóðarleiðtogar heims undir afsal
Eistlands, Lettlands og Lithauen,
eins og Chamberlain gamli afsal-
aði Súdetahéruðunum forðum i
Múnchen. Og hér afhenda ráða-
menn graslendi til afnota fyrir
stuðningsmenn, án þess að spyrja
kóng eða prest — hvað þá hrepps-
nefndina. Þeir sem valdið hafa,
béita þvi að sjálfsögðu, hvort sem
það eru einstaklingar eða hópar.
Eina viðnámið virðast vera fjöl-
miðlarnir, ef þeir eru þá frjálsir og
vakna. En flestir. sem með valdi
yfir fréttaflutningi eða hervaldi
geta lokað munninum á fólkinu,
virðast gripa til þess fremur en að
missa úr gullaskrininu sinu völdin.
Má minna á Amin og Indiru
Gandhi. Gamla góða frumskógar-
reglan gildir víst enn. Ekkert er
heldur nýtt undir sóiinni, sem al-
kunnugt er. Ekki einu sinni hern-
aður og áþjánarpláaur. Meira að
segja var sá ,sem valdið hafði i
brbliunni, látinn slá fólk með
plágum.
Vel á minnzt — Indira Gandhi.
Sumir furða sig á þvi að kona á
valdastóli skyldi vera svona
grimm, þegar átti að taka frá
henni gullin hennar. Og ýmsir
lýstu furðu sinni yfir þvi að konur
úr öllum þjóðlöndum skyldu ekki
hafa alveg sömu skoðanir á
heimsmálunum og koma sér
saman á kvennaráðstefnu S.þ. i
Mexico City. Þetta er samt eitt-
hvert mesta hrós, sem heyrzt
hefur um þann helming mann-
kynsins er nefnist konur. Að búizt
sé við þvi að þær sitji á sárs höfði i
fyrstu atrennu, þegar körlunum
hefur að mestu einum tekizt að
stýra heiminum á þann veg. að
engan dag var ekki barizt einhvers
staðar á árunum 1945—69 og
tókst þá að heyja 97 styrjaldir,
sem stóðu samanlagt i 250 ár. Og
á sl. ári urðu hvorki meira né
minna en 14 styrjaldarátök fyrir
utan smáskærur á landamærum.
Nei, varla er að búast við þvi að
konur leysi allan vanda, þótt þær
hafi sitthvað gott fram að bera.
Gott er að visu að vera ófullur, en
það leysir ekki allan vanda, sagði
karlinn. Og þá má eins segja: Gott
er að njóta forsjár kvenna, en það
leysir ekki allan vanda heims.
ráðherra Búlgaríu, hinn alræmdi
einvaldur búlgarskra kommún-
ista fékk það hlutverk að
setja lárviðarsveiginn á höf-
uð Brezhnevs. I Helsingfors-ræðu
sinni sagði hann meðal annars:
„Réttlætið krefst þess, að áherzla
sé lögð á hlutverk og persónulegt
framlag eins okkar, Leonids
Ilyich Brezhnevs. Með óbilandi
sannfæringu, ódrepandi orku og
staðfestu lagði hann mest af
mörkum til að við yrðum hér öll.“
Leppurinn datt svo sannarlega
ekki út úr rullunni á Helsingfors-
fundinum. Og hann hafði ekki
neina minnimáttarkennd út af
mannréttindum þegnanna í
Búlgaríu. Með þvf sýndi hann,
etv. óafvitandi, hvaða breytingum
búast má við í kommúnistalönd-
unum eftir undirritun Helsing-
fors-samþykktarinnar — sem sagt
engum!
Zhivkov sagði ennfremur m.a.:
— „Alþýðulýðveldið Búlgaría
telur einnig mjög mikilvægt, að
hafa alþjóðasamstarf á sviði
menntunar og menningar, upp-
lýsinga og mannlegra samskipta.
Opnaðar dyr eru tákn um rausn
og gestrisni. Dyr okkar verða opn-
aðar öllum, sem hafa opin hjörtu,
góðar og heiðarlegar fyrirætlanir,
sem hlýða lögum, hefðum og
siðum gestgjafa sinna.“ Sem sagt:
þeir, sem hlýða ekki „lögum,
hefðum og siðum“ kommúnista-
leiðtoganna I Búlgaríu, munu að
sjálfsögðu koma að lokuðum
dyrum. Skýrar er ekki hægt að
taka fram, að engar ráðstafanir
verða gerðar í Búlgaríu til að efla
mannréttindi þar I landi, né auka
samskiptin við aðrar þjóðir.
Dyrnar verða að sjálfsögðu ekki
opnar öðrum en þeim, sem hafa
„góðar og heiðarlegar fyrirætl-
anir“. Hér á landi munu slíkir
menn einungis fyrirfinnast meðal
vinstri sinnaðra stúdenta í Há-
skólanum, ef marka má afstöðu
þeirra til Portúgals, í innsta hring
Alþýðubandalagsins að sjálfsögðu
— og kannski hjá þeim (rausnar-
legu og hjartagóðu) sem sjá um
Eystrasaltsvikuna!
Ekki er að efa að Dante, Shake-
speare, Moliére, Goethe og Tol-
stoy verða á næstunni aufúsu-
gestir I Ungó (eins og Þórbergur
sagði) og Búlgaríu, eftir að
Helsingfors-samþykktin hefur
verið undirrituð. Og kannski
einnig H.C. Andersen, því að
hann á merkisafmæli á þessu ári,
eins og alkunna er, auk þess sem
hann hefur skrifað ágætlega um
allt þetta Helsingfors-tilstand,
m.a. dálítið ævintýri um nýju föt-
in keisarans, og má mikið vera, ef
hann hefur ekki haft þá Kadar og
Zhivkov að fyrirmynd keisara
sfnum.
Og loks
Ceausescu
Jafnvel Ceausescu, sem Ford
Bandaríkjaforseti heimsótti f
Rúmeníu og dansaði við f merk-
um hringdansi, ef dæma má af
fréttamyndum, hefur síður en svo
verið önnum kafinn undanfarnar
vikur eða mánuði að uppfylla
fyrirheit samþykktarinnar í Hels-
ingfors, enda þótt hann hafi sýnt
sjálfstæða afstöðu I ræðu sinni í
Helsingfors og vakti það m.a.
athygli að hann gekk svo fram af
Brezhnev, þegar hann lagði
áherzlu á sjálfstæði Rúmeníu,
afvopnun og að hernaðarbanda-
lög yrðu leyst upp, að Brezhnev
tók í reiði sinni af sér heyrnar-
tækin og fór það ekki framhjá
neirium viðstöddum hve ræða
Rúmenans fór i hans fínu póli-
tfsku taugar.
I London starfar merkur bók-
menntaklúbbur, sem býður
þekktum rithöfundum í upplestr-
arferðir til Bretlands. Þangað var
von á rúmensku skáldi í júní síð-
ast liðnum og var eftirvænting
bundin við heimsókn skáldsins til
London, m.a. auglýst að hann læsi
úr verkum sínum f hádegisverðar-
boði ljóðlistarklúbbsins þar f
borg, en kæmi einnig fram á mik-
illi samkomu kvöldið eftir. Dag-
inn áður en von var á rúmenska
skáldinu til Bretlands, kom skeyti
frá Rúmenfu þess efnis, að hann
fengi ekki vegabréf og sæti þvf
heima. Þetta olli ýmsum, miklum
vonbrigðum að sjálfsögðu, en við
þessu var ekkert að gera. Þýðandi
ljóða hans las þau upp f hádegis-
verðarboðinu, en kvöldsamkom-
unni var aflýst. Ceausescu, sem
einnig skrifaði undir Helsingfors-
samþykktina án þess láta sér
bregða, minntist (að sjálfsögðu)
ekki einu orði á atvik þetta, en
Bretarnir, sem buðu rúmenska
skáldinu til London, kváðust
mundu leggja málið fyrir Inter-
national Amnesty — og hafa
væntanlega gert það.
Rúmenska skáldið heitir Stefan
Aug. Doinas og er maður á miðj-
um aldri. Ef rödd hans hefði
heyrzt í Helsingfors, hefði ræða
hans áreiðanlega stungið allmjög
f stúf við ýmislegt, sem þar var
sagt. Landi hans, eitt frægasta
skáld nútfmans, Euégne Ionesco,
sem skrifaði m.a. leikritið Nas-
hyrningana, hefur verið ómyrkur
í máli, þegar kommúnisminn
hefur átt í hlut. Ionesco, sem býr í
Frakklandi, talar f Bréfi til rit-
stjórnarinnar, sem birtist f
Kontinent, tímariti sovéskra rit-
höfunda og útlaga, sem gefið er út
á Vesturlöndum, m.a. um fórnar-
lömb kommúnismans, Solzhenit-
syn, Amalrik, Bukowsky,
Maximow og aðrar hetjur f
hundruð þúsunda tali; fórnar-
lömb, sem látist hafa í sovézkum
þrælabúðum, en geta kennt heim-
inum ýmislegt, eins og hann
kemst að orði. En heyrðust raddir
þeirra í Helsingfors? Var
Solzhenitsyn sérstaklega boðið í
Hvíta húsið, þegar hann var á
ferð f Bandarfkjunum fyrir
skömmu? Nei, hann fékk að
kenna á því að vara heiminn við
détente. Ionesco segir m.a. f fyrr-
nefndu bréfi: Nú á dögum talar
fólk ekki lengur um ,,ást“, heldur
„réttlæti", en með þvf á það ekki
sérstaklega við réttlæti, heldur
það að hundelta menn, fangelsa,
senda þá f þrælavinnu, eða á
höggstokkinn.
Kadar minntist ekki sérstak-
lega á Ionesco f upptalningu sinni
í Helsingfors-ræðunni, en við
skyldum staldra við orð hans og
aðvaranir.
Innrásin í
Tékkóslóvakíu,—
„stórt spor,,(!)
Þeir Ceausescu og Zhivkov hafa
báðir komið f heimsókn til Is-
lands.
Zhivkov var hér á ferð i septem-
ber 1970. Þá sagði hann m.a., að
innrás Sovétrfkjanna og annarra
Varsjárbandalagsríkja f Tékkó-
slóvakíu hefði verið „stórkostlegt
spor“, eins og hann komst að orði.
En i sömu andrá hældi hann
„friðsamlegri sambúð" á hvert
reipi. Sá tvískinnungur segir
kannski meira um Helsingfors-
fundinn nú en öll þau fjálglegu,
innantómu orð, sem þar voru
látin falla.
Veikindi
Brezhnevs
Mesta athygli vakti að sjálf-
sögðu Brezhnev, en innrásin í
Tékkóslóvakíu var gerð með
stefnu að leiðarljósi, sem kennd
er við nafn hans, eins og kunnugt
er. Þeir, sem hittu hann í Helsing-
fors, eru sannfærðir um, að hann
gangi ekki heill til skógar og voru
veikindi hans eitt helsta umræðu-
efnið manna á meðal. Þeir, sem
skilja rússnesku, tóku eftir því, að
hann á mjög erfitt um mál, og
fullyrt er, að hann þjáist af slæm-
um sjúkdómi f talfærum eða
kjálkum. Hann lítur illa út og tók
lítinn þátt i samkvæmislífi, stóð
eins stutt við í opinberum veizlum
éða móttökum og hann gat.
Umræðurnar um veikindi
Brezhnevs minna á heimsókn
Pompidous, þegar hann ræddi við
Nixon f Reykjavík á sínum tíma,
en þá fyrst sannfærðust blaða-
menn og aðrir um, hvað illa hann
var haldinn af sjúkdómi sínum,
jafnvel að hann ætti stutt ólifað,
— enda kom það á daginn.
Við skulum vona, að Brezhnev
nái góðri heilsu aftur og rói að því
öllum árum, að leiðtogar komm-
únistarfkjanna efni þau fyrirheit,
sem felast í Helsingfors-
samþykktinni, þrátt fyrir allt.
Hann kom vestrænum áheyr-
endum sínum á óvart með því að
nota í ræðu sinni orð eins og
„einstaklingur“ og „humanismi"
(mannúðarstefna), orð sem eru
ekkí notuð opinberlega í Sovét-
ríkjunum, að sögn Hufvudstads-
blaðsins í Helsingfors, sem ræður
sér sýnilega ekki fyrir hrifningu
yfir Helsingfors-fundinum, and-
stætt ýmsum blöðum öðrum,
t.a.m. Svenska Dagbladet i Sví-
þjóð, svo að dæmi sé tekið. En
bandaríska stórblaðið New York
Times segir að i ræðu sinni á
Helsingfors-fundinum, hafi
Brezhnev varað menn á Vestur-
löndum við því að draga þá álykt-
un af undirskrift samþykktarinn-
ar að lögregluríkinu verði á nokk-
urn hátt breyttj Sovétríkjunum.
Ef Brezhnev ber gæfu til þess
að sýna svart á hvítu, að Sovétrfk-
in sitja ekki á svikráðum við
heiminn, en hyggjast láta vilja-
yfirlýsinguna um mannréttindi
og vinsamlega sambúð við önnur
ríki verða að veruleika, þá mun í
sögunni stafa meiri birta af
Helsingfors-fundinum en t.a.m.
sáttargjörð Chamberlains og
Hitlers, sem fræg er að endemum.
Við skulum í lengstu lög vona, að
svo verði — en við skulum jafn-
framt halda vöku okkar.